Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 6
2» f|n helgina
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 JLlV
VEITINGASTAÐBR
A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., s. 565
1693. Opið 11.30-22.30 alla daga.
Amigos Tryggvagötu 8, s. 551 1333.
Op. 17.30-22.30 v.d. og sd., 17.30-23.30
fd. og ld.
Argentína Barónsstíg lla, s. 551
9555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um
helgar.
Asía Laugavegi 10, s. 562 6210. Opið
11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd„
11.30- 23.30 fd. og ld.
Askur Suðurlandsbr. 4, s. 553 8550.
Op. 11-22 sd.-fid., 11-23.30 fd. og ld.
Austur Indía fjelagið Hverfisgötu 56,
s,. 552 1630. Opið a.d. írá kl. 18.
A næstu grösum Laugavegi 20, s. 552
8410. Opið 11.30-14 og 18-22 v.d.,
18-22 sd. og lokað ld.
Banthai Laugavegi 130, s. 552 2444.
Op. 18-22 md.- fid. og 18-23 föd.-sd.
Carpe Diem Rauðarárstíg 18, s. 562
3350. Opið 11-23 alla daga.
Caruso Þingholtsstræti 1, s. 562 7335.
Opið sd.-fid. 11.30-23.30. Fd. og ld.
12.-2.
Grænn kostur Skólavörðustíg 8b, s.
552 2028. Opið md.-ld. frá 11.30-21 og
sd. frá 16-21.
Hard Rock Café Kringlunni, s. 568
9888. Opið 11.45-23.30 md.-ld„
12-23.30 sd.
Hornið Hafnarstræti 15, s. 551 3340.
Opið 11-23.30 alla daga.
Hótel Borg Pósthússtræti 11, s. 551
1440. Opið 8-23.30 alla daga.
Hótel Esja Suðurlandsbraut 2, s. 568
9509. Opið 11-22 alla daga.
Hótel Holt Bergstaðastræti 37, s. 552
5700. Opið 12-14.30 og 19-22.30 v.d„
12-14.30 og 18-22 fd. og ld.
Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflugvelli,
s. 552 2322. Opið f Lóninu 5-23, í
Blómaspl 18.30-22,
Hótel Oðinsvé v/Óðinstorg, s. 552
5224. Opið 12-15 og 18-23 v.d„ 12-15
og 18-23.30 fd. og ld.
Hótel Saga Grillið, s. 552 5033, Súlna-
salur, s. 552 0221. Skrúður, s. 552
9900. Grillið opið 19-22.30 a.d„ Súlna-
salur 19-3 ld„ Skrúður 12-14 og 18-22
a.d..
Humarhúsið Amtmannsstíg 1, s. 561
3303. Opið 10-23.30 v.d„ 10-1 ld. og
sd.
Indókína Laugavegi 19, s. 552 2399.
Opið 11.30-22.30 alla daga, ld. frá
Jl.30-23.30.
Italía Laugavegi 11, s. 552 4630. Opið
11.30- 23.30 alla daga.
Jónatan Livingston Mávur Tryggva-
götu 4-6, s. 551 5520. Opið 17.30-23
v.d., 17.30-23.30 fd. og ld.
Kínahofið Nýbýlavegi 20, s. 554 5022.
Opið 17-21.45 v.d., 17-22.45 fd„ ld. og
sd.
Kína-húsið Lækjargötu 8, s. 551 1014.
Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„
17.30- 23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd.
Kinamúrinn Laugavegi 126, s. 562
2258. Opið fd„ ld„ 11.30-23.30,
sd.-fid. 11.30-22.30.
Kofi Tómasar frænda Laugavegi 2, s.
551 1855. Opið 10-01 sd.-fid. og 11-03
fd. og ld.
Kringlukráin Kringlunni 4, s. 568
0878. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og ld.
Lauga-ás Laugarásvegi 1, s. 553 1620.
Opið 11-22 og 11—21 um helgar.
Lækjarbrekka Bankastræti 2, s. 551
4430. Opið md.-mid. 11-23.30, fid.-sd.
11-0.30.
Madonna Rauðarárstíg 27-29, s. 562
1988. Opið 11.30-23.30 a.d.
Marhaba Rauðrárstíg 37, s. 562 6766.
Opið a.d. nema md. 17.30-23.30.
Naustið Vesturgötu 6-8, s. 551 7759.
Opið 12-14 og 18-01 v.d„ 12-14 og
f.8-03 fd. og ld.
Opera Lækjargötu 2, s. 552 9499. Op.
18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld.
Pasta Basta Klapparstíg 38, s. 561
3131. Opið virka daga frá 11.30 til 1.00
og um helgar til 3.00.
Perlan Öskjuhlíð, s. 562 0200. Opið
18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld.
Potturinn og pannan Brautarholti
22, s. 551 1690. Opið a.d. 11.30-22.
Primavera Austurstræti, s. 588 8555.
Op. 12-14.30, 18-22 v.d„ 18-23 fd„
18-23.30 ld„ 18-22 sd.
Salatbarinn hjá Eika Fákafeni 9, s.
588 0222. Opið alla daga frá kl.
11.30.-20.30. nema ld. frá 11.30.-16.
Lokað á sd.
Samurai Ingólfsstræti la, s. 551 7776.
Opið v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23.
Singapore Reykjavíkurvegi 68, s. 555
4999. Opið 18-22 þd.-fid., 18-23
fd.-sd.
Sjanghæ Laugavegi 28, s. 551 6513.
Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd.
Sjö rósir Sigtúni 38, s. 588 3550. Opið
7-23.30 alla daga.
Skólabrú Skólabrú 1, s. 562 4455.
Opið frá kl. 18 alla daga og í hd.
Steikhús Harðar Laugavegi 34, s. 551
3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„
11.30- 23.30 fd. og ld.
Tilveran Linnetsstíg 1, s. 565 5250.
Opið 11-23 alla daga.
Við Tjörnina Thmplarasundi 3, s. 551
8666. Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„
18-23 ld. og sd.
Viðeyjarstofa Viðey, s. 568 1045 og
562 1934. Opið fid,- sud„ kaffist. kl.
14-17. Veitingasalur kl. 18-23.30.
Vitabar Bergþórugötu 21, s. 551 7200.
Opið 15-23.30 v.d„ 1,2-02 a.d.
Þrír Frakkar hjá Ulfari Baldursgötu
14, s. 552 3939. Opið 11-14.30 og
18-23.30 ld. og sd.
Sumar-
kvöld við
orgelið
í Hall-
grímskirkju
Á sunnudaginn kem-
ur halda trompetleikar-
inn Einar St. Jónsson og
Douglas A. Brotchie org-
anisti tónleika í Hall-
grímskirkju. Tónleik-
arnir eru liður í tón-
leikaröð sem Hallgríms-
kirkja og Listvinafélag
Hallgrimskirkju standa
að og er þetta fimmta
sumarið sem hún er
haldin.
Á efnisskrá tónleik-
anna eru verk eftir
Bach, Telemann,
Bedrich Wiedermann og
Giovanni B. Viviani.
Aðalverk tónleikanna er
þó verkið Okna (Glugg-
ar) eftir tékkneska tón-
skáldið Petr Eben (f.
1928). Heiti verksins er
þannig til komið að tón-
skáldið fékk innblástur
að því frá steindum
gluggum hins fræga
málara Marc Chagadls
en þá má fmna í bæn-
húsi gyðinga í Jerúsal-
em.
Einar St. Jónsson
lauk burtfararprófi frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1987. Eft-
ir það hélt hann til
Bandaríkjanna og lauk
BM- prófi i trompetleik
frá Indiana- háskólan-
um í Bloomington árið
1990. Einar er fastráðinn
trompetleikari við Sin-
fóníuhljómsveit íslands
og hefur komið fram
sem einleikari með
hljómsveitinni. Douglas
A. Brotchie fæddist í Ed-
inborg í Skotlandi.
Hann hefur lokið ein-
leikaraprófi í orgelleik
frá Tónskóla þjóðkirkj-
unnar en tekið þátt í
tónleikahaldi bæði hér
og erlendis.
Tónleikarnir á sunnu-
dag hefjast klukkan 17.
Klais-orgelið í Hallgrímskirkju.
Astarleikurinn
Tristan
Á sunnudaginn frumsýnir leik-
hópurinn Augnablik nýtt íslenskt
verk, Tristan og ísól, ástarleik.
Verkið er samið af leikhópnum
sjálfum en höfundur handrits og
leikstjóri sýningarinnar er Harpa
Amardóttir. Eins og nafnið bend-
ir til á verkið rætur að reka til
goðsagnarinnar um Tristan og
ísól, sögunnar um ástina og dauð-
r
og Isól
ann. Sýningar verða alls 7 og
þeim lýkur í júlí. Leikhópurinn
Augnablik var stofnaður árið 1991
og hefur staðið fyrir fjölmörgun
sýningum bæði innanlands og
utan. Markmið félagsins er að
vera vettvangur skapandi starf-
semi í leiklist og tónlist og hefur
sameining þessara listgreina ver-
ið meðlimum hópsins hjartfólgin.
Ástarleikurinn Tristan og ísól verður sýndur f Borgarleikhúsinu í júní og
júlí.
Sunnudagur í Árnesþingi:
Pílagrímsferð
á slóðum
kristnitökunnar
„Þessi ferð er ekki eingöngu trú-
arlegs eðlis, hún er líka skemmti-
ferð. Annars held ég því fram sjálf-
ur að pílagrímsferðir hafi alltaf ver-
ið hvort tveggja í senn, trúarlegar
ferðir og skemmtiferöir," segir séra
Heimir Steinsson, prestur og þjóð-
garðsvörður á Þingvöllum, um píla-
grímsferð sem farin verður um Ár-
nesþing næstkomandi sunnudag.
Meðal helstu viðkomustaða í ferð-
inni eru Vellankatla við Þingvalla-
vatn, austarlega i þjóðgarðinum,
þar sem kristnir menn komu saman
árið 1000 og riðu svo á Þingvöll. Frá
Vellankötlu verður ekið að Lögbergi
og þar mun séra Hjalti Hugason,
prófessor í kirkjusögu, flytja erindi
um kristnitökuna. Þá verður farið
að Vígðulaug að Laugarvatni en
ferðinni lýkur í dómkirkjunni í
Skálholti.
Lagt verður af stað frá Umferðar-
miðstöðinni í rútu klukkan 12 og
gert er ráð fyrir heimkomu sam-
dægurs um kvöldmatarleytið. Far
með rútunni er ókeypis og í boði
þjóðgarðsins á Þingvöllum. Öllum
er frjálst að koma á eigin bil en
þeim sem ætla að þiggja far með
rútunni er bent á að tilkynna um
það í síma 482-2675.
-kbb
Sólarsagan í Norrœna hósinu
- fyrir pabba og prinsessurnar þeirra
Um þessar mundir sýnir leikhús-
ið 10 fingur sumarsýninguna Sólar-
sögu í Norræna húsinu. Þar segir
frá hinni kræfu Plágu prinsessu
sem býr á fjarlægri reikistjömu og
heimtar að faðir hennar gefi henni
sólina í afmælisgjöf. Eins og við er
að búast hefur gjöf þessi alvarlegar
afleiðingar fyrir Jörðina og Jarð-
arbúa en eins og í öllum sönnum
ævintýrum er endirinn farsæll.
Sýningin er gerð í skuggaleikhúsi
og er frumsamin tónlist flutt undir
leiknum. Það eru þær Helga Braga
Jónsdóttir og Helga Arnalds sem
hafa veg og vanda af sýningunni en
tónlist samdi Eyþór Amalds.
Sýningarnar um helgina verða á
laugardag og sunnudag klukkan 16.