Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 IjV - 22 ‘®n helgina m TÍr Fjórðungsmótið á Kaldármelum: Stærsta hestamannamót ársins Dagana 26.-29. júní stendur yfir á Kaldármelum á Snæfellsnesi fjórðungsmót hestamanna. Mótið var sett í gær en því lýkur á sunnudaginn klukkan 17. „Þetta er stærsta hestamannamót sem hald- ið verður á árinu og ég geri ráð fyrir að gestir verði um 3-4 þús- und,“ segir Grettir Guðmundsson. Að sögn Grettis hefur undirbún- ingm- staðið yfir í allan vetur og margir lagt hönd á plóg. „Annars er þetta ekki í fyrsta sinn sem við höldum fjórðungsmót. Snæfelling- ar hafa verið gestgjafar 4 sinnum áður þannig að menn vita hvemig á að standa að þessu,“ segir Grett- ir. „Fyrir utan hestasýningar verð- ur ýmislegt annað um að vera þótt hestamir séu að sjálfsögðu í fyrir- rúmi. Til dæmis verður diskótek fyrir unglingana og Geirmundur Valtýsson leikur síðan á dansleik í tjaldi,“ segir Grettir. -kbb Stærsta hestamannamót ársins verður á Hvolsvelli um helgina. Blómstrandi bær í Hveragerði Helgina 27.-29.júní veröa svo- kallaðir Heilsudagar í Hveragerði. Fjölbreytt dagskrá verður í bæn- um alla helgina og má þar nefha dansleiki, iþróttir, útivist og fleira í þeim dúr. Boöið verður upp á leiðsögn um hverasvæöið og út- sýnisflug í þyrlu yfir dali Hengils- ins og ókeypis verður í bíó, tennis og golf á Hótel Örk. í íþróttahús- inu verður heilsu- og útivistarsýn- ing og opiö hús verður hjá Heilsu- stofnun Náttúrulækningafélags ís- lands. Dagskráin laugardag og sunnudag stendur sem hæst síð- degis en á laugardagskvöld er dansleikur á Hótel Hofi. Norskir dagar á Seyðisfirði Um helgina verður efnt til norskra daga á Seyðisfirði. Allt frá stofnun Seyðisfjarðar hafa ver- ið mikil tengsl milli bæjarfélags- ins og Noregs og er þá skemmst að minnast umsvifa norska athafna- mannsins Ottos Wathnes á seinni hluta 19. aldar en hann hefur oft veriö nefhdur faðir Seyðisfjarðar. Margt verður um að vera á Seyðisfirði í tilefni af hátíðinni og veröur sérstök hátíðardagskrá við minnisvarða Ottos Wathnes við Fjarðará og á Miðbæjartorgi. Fjöldi norska gesta er í bænum þessa dagana og munu verslanir, veitingastaðir og aðrir sem þjón- ustu veita leitast við að bjóða norsk-íslenskar vörur meðan há- tíðin stendur. Sumarhátíöin er samvinnu- verkefni norska sendiráðsins í Reykjavík og vinnuhóps heima- manna á vegum Seyðisfjarðar- kaupstaðar. Tour de Hvolsvöllur Helgina 28.-29.júní verður hin árlega hjólreiðahátíð, „Tour de Hvolsvöllur", haldin á Hvolsvelli. Þetta er fjórða árið i röð sem hátíðin er haldin. Keppt verð- ur bæði í flokkum götuhjóla og fjalla- hjóla og eru peningaverðlaun í boði fyr- ir stigahæsta keppandann. Margs konar skemmtun önnur verð- ur í boði. Má þar nefna kraftasýningu Magnúsar Vers, stuttar hestaferðir, keppni í götukörfubolta og kvöldvöku á laugardag. Keppni hefst klukkan 10 á morgun og er skráning hjá Sælubúinu. -jþ Hjólreiöahá- tíó veröur á Hvolsvelli um helgina. MESSUR Árbæjarkirkja: Guðsþjón- usta Id. 11. Prestamir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigur- bjömsson. Breiðholtskirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Pálmi Matthías- son. Digraneskirkja: Sumar- ferð Kirkjufélags Digranes- kirkju á sunnanvert Snæ- fellsnes. Brottför sunnu- dagsmorgun kl. 8.30 frá kirkjunni. Helgistund í Búðakirkju. Dómkirkjan: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson. Kam- merkór Dómkirkjunnar syngur. Elliheimilið Grund: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Prestarnir. Grafarvogskirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Guðný Hall- grímsdóttir. Hafnarfjarðarkirkja: Helgistund kl. 11. Sr. Þór- hallur Heimisson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson prófastur setur sr. Sigurð Pálsson í starf að- stoðarprests við Hallgríms- kirkju. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Tónleikar kl. 17. Einar St. Jónsson trompetleikari og Douglas A. Brotchie organleikari. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Hjallakirkja: Vegna fram- kvæmda í Hjallakirkju og sumarleyfa starfsfólks kirkjunnar er fólki bent á helgihald og þjónustu í Breiðholtskirkju eða öðrum kirkjum í Kópavogi. Prest- amir. Kópavogskirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Kór Kópa- vogskirkju syngur. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur H) syng- ur. Laugarneskirkja: Vegna sumarleyfa er minnt á guðsþjónustu í Áskirkju. Mosfellskirkja: Guðsþjón- usta í Mosfellskirkju kl. 11. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Halldór Reynis- son. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Húnakórinn flytur tónlist undir stjóm Sesselju Guðmundsdóttur. Sóknarprestur. Seltjamameskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.