Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 3
B FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 HLJÓIUPLjÍTU Davids Byrne - Feelings ★★★ Samur við sig Talking Heads dagarnir koma aldrei aftur. David Byme fer sinar leið- ir og þau hin, sem með honum voru, finna sér stíg til að þræða. Miðað við það sem þau létu frá sér fara undir nafn- inu Heads á síðasta ári verður að játast að mun áhugaverð- ara er að fylgjast með Byme en þeim. Að sumu leyti má segja að David Byr- ne sé á svipuðum nótum og Björk. Bæði þekkja vel til nýjustu strauma í framsækinni tónlist og bæði kunna að notfæra sér þá og bæta jafnframt einu og öðru við frá eig- in brjósti. Þau byggja á sama gmnni og margir aðrir en hafa sköpunargáf- una til að bæta við ofan á frá eigin brjósti þannig að ekkert fer á milli mála hver skaparinn er. Á Feelings bræðir David Byrne saman stefnur og strauma úr fjölmörgum áttum. Sums staðar eru taktarnir suður-amerískir, annars staðar afrískir. Allt í einu bregður fyrir strengjakvartett og skyndilega bregður fyrir cajun- fiðlu og þannig mætti lengi telja. Lögin á plötunni eru miseftirminnileg, áhrifavaldamir fjölbreyttir en heildarmyndin er dæmigerð David Byme- tónlist. Krefjandi, áræðin og áheyrileg. Ásgeir Tómasson Gully Hanna Ragnarsdóttir - Sangen til dig Íslensk/skandinavísk blanda Tuttugu ár eru síöan Gully Hanna Ragnars- dóttir yfirgaf ís- land og lenti að lokum í Dan- mörku ásamt eiginmanni sín- um. Frá íslandi hafði hún með sér þekkingu á íslenskum þjóð- vísum og ljóð- um þjóðskálda sinna. Mörg ár eru síðan Guily Hanna fór að koma fram með gítarinn og syngja eigin lög og annarra við ljóð íslenskra ljóðskálda sem og norrænna. Sangen til dig - nordiske viser er fjórða platan sem Gully Hanna sendir frá sér og þótt allar plötur hennar hafi verið gefnar út í Dan- mörku þá hafa þær fengist hér á landi enda hefur Gully Hanna aldrei gleymt uppmna sínum og haldið tryggð við íslenskuna þótt hún blandi íslenskum ijóðum og textum saman við danska á plötum sínum. Nafn nýju plötu hennar Sangen til dig - nordiske viser segir mikið um innihaldið. Á henni er að finna þrettán lög, flest frumsamin af Gully Hönnu við eigin texta eða annarra. Hún leitar fanga í íslenskum ljóðum og er Dav- íð Stefánsson henni hugleikinn. Hefur hún samið lög við þrjú ljóða hans á plötu sína. Hún leitar fanga víðar á Norðurlöndum en sex laganna era sung- in á íslensku. Tónlistin á Sangen til dig er nokkuð keimlík, öll lögin eru róleg og áhersla lögð á að koma textum til skila. Gully Hanna er skýrmælt, hvort sem það er á íslensku eða dönsku, en söngur hennar hefði mátt vera tilþrifameiri. Þeg- ar lögin era svo lítið frábmgðin hvert öðm eins og raunin er stoðar það ekki aö syngja þau öll eins og um vögguijóð sé að ræða. Inn á milli sýnir þó Gully Hanna góð tilþrif, bæði í söng og lagagerð. Má þar nefha Seytjánda júní og Friðlausa fuglinn af hennar eigin lagasmíðiun, vel flutt lög þótt það siðara hljómi kunnuglega í eyrum og þá er góður flutningur hennar á Har du viser min ven, sem er eftir Bengt Ahlfors og norska laginu Mote i Motlys. Eitt lag ættu hlustendur ekki að vera í vafa um að þekkja, það er hið ljúfa í fyrsta sinn sem sá þig, sem Gully Hanna flytur ágætlega en hefði eins og nokkur önnur mátt fá meiri fyllingu. Útsetningar em mjög smekklegar og vel unn- ar, án alls rafmagns og er sérlega skemmtilegt að heyra samspil sópransaxó- fóns og harmóniku. Sangen til dig - nordiske viser er þegar á heildina er lit- ið hin þægileg og romantísk hlustun og tilvalin til að hlusta á við kertaljós. Hilmar Karlsson í|tónlist >7 Hljómsveitin Woofer: Upp- hafiö má rekja til skemmti- kvölds i Flens- borgarskóla. Þótt hljómsveitin Woofer sé ekki nema svo sem hálfs árs er hún þeg- ar búin að senda frá sér sinn fyrsta geisladisk. Aðeins þriggja laga, að vísu, en von er á öðmm í fullri lengd í haust. Að sögn Hildar Guðnadóttur, söngkonu Woofers, var það eigin- lega fyrir slysni að platan Táfýla varð til. „Við ætluðum að taka upp tvö lög til að prófa hvemig við hljómuðum. Upptakan gekk svo vel að við lukum við þrjú lög á tveimur dögum og nú eru þau sem sagt kom- in út,“ segir hún. - Sennilega hefúr ekki algjör tilviijun ráðið því að út- gefandi fékkst að plötunni. Egill Öm Rafnsson, trommuleikari hljómsveitarinnar, er sonur Rafns Jónssonar, útgefanda, sem í eina tíð trommaði með Ýr, Grafik, Bítla- vinafélaginu og fleiri landsþekktum hljómsveitum. Auk Hildar og Egils Amar eru í hljómsveitinni Woofer þeir Kristinn A. Sigurðsson gítarleikari og Ómar Freyr Kristjánsson sem leikur á bassa. Þau fjögur sömdu lögin á plötunni saman en textar era eftir Ámýju Jónasdóttur. Þau em þegar farin að leggja drög að lögunum sem verða á næstu plötu hljómsveitar- innar. Vinna við upptöku þeirrar plötu hefst væntanlega í september. Hittust í Flensborg Fjórmenningamir í Woofer eru á aldrinum fimmtán til sautján ára. Tilviljim réð því að hljómsveitin varð til. „Það var haldið skemmtikvöld í Flensborgarskóla í haust,“ segir Hildur. „Ég slysaðist þangað og þar var hljómsveit að spila sem Egill lék á trommur með. Einhvem tíma um kvöldið fór rafmagnið og þá notaði Egill tækifærið til að taka trommu- sóló. Ég hugsaði með mér þegar ég heyrði í honum: þetta verður trommuleikarinn í minni hljóm- sveit! Síðan þróuðust málin bara svoleiðis að híjómsveitin varð til.“ Woofer hefur spilað talsvert opin- berlega síðustu mánuðina, í Hinu húsinu, Tónabæ, á Ingólfstorgi, Suð- ureyri og víðar. Hljómsveitin er hins vegar ekkert bókuð á næst- unni, enda segja þau Hildur og Egill að spilamennskan komi i törnum. Hvenær sú næsta skellur á er enn ekki vitað. Þau tóku þátt I Músíktilraunum í Tónabæ í vetur, komust í úrslit en hins vegar ekki á verðlaunapall á lokakvöldinu. „Það var svo sem allt í lagi að fá engin verðlaun," segja þau. „Okkur gekk vel að spila og það var aðalatrið- Mótmælendahópur 1 höfúöborg Haíti, Port-au-Prince, hefur hótað að eftia til uppþota skili ríkissfjóm- in ekki þeim flármunum sem söfti- uðust á góðgerðartónleikum hljóm- veitarinnar Fugees nú á dögunum. Rikisstjóm Haíti heldur því aft- ur á móti fram að kostnaöurinn vegna tónleika hijómsveitarinnar hafi numið $50.000. Hótelkostnaður og önnur eyösla hljómsveitarinnar hafi numið $53.000 og leiga á hljóð- og ljósabún- aði hafi veriö $240.000. Útgjöldin hafi því einfaldlega veriö meiri en innkoman. í síöustu viku gagnrýndi Leslie ið. Reyndar hefúr okkur alltaf verið vel tekið," bætir Egill við. „Fyrir nokkrum dögum vorum við að spila á Gauknum og þar var Massive Attack að hlusta á okkur. Þeir vildu fá okkur með sér út til að spila en það er ómögulegt að segja núna hvort af því verður. Það er nógur tími til að hugsa um svoleiðis.“-ÁT Moraille, forsvarsmaður góögerðar- tónleikanna, hljómsveitina opin- berlega. Hún sagði að þegar upp væri staðið yrðu þeir félagar i Fu- gees þeir einu sem raunverulega græddu á tónleikunum. Hljómsveit- in geröi meðal annars myndbönd frá tónleikunum sem hún ætti ef- laust eftir að græða stórfé á. Fugees, sem eiga ættingja á eyj- unni, ætluðu aö láta gróða góögerð- artónleikanna renna til samtak- anna National Office for Migration. Samtökin þjálpa fólki til að flytjast burt frá eyjunni og koma sér fýrir I frarlægum löndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.