Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997
Fréttir
Tyson-hneykslið í hnefaleikum í Las Vegas:
Okkur Bubba leiö illa
- segir Ómar Ragnarsson - Tyson reyndi líka að handleggsbrjóta Holyfield
Til að bæta gráu ofan á svart beitti heimsmeistarinn, Evander Holyfield, til vinstri, óíþróttamannslegri framkomu
gagnvart andstæðingi sínum í hringnum í fyrrinótt. Hann var aövaraður. Eftir þaö reiddist Tyson svo mjög að allt fór
úr böndunum. Símamynd Reuter.
„Bubbi var eyðilagður. Hann
sagðist ekki hafa getað sofnað. Ég
hef ekki getað náð sambandi við
hann í allan dag. Hann er mikil til-
finningavera og þetta er svo mikið
áfall fyrir hann hvernig þetta fór að
hann er bara miður sín. En ég tek
þessu bara eins og hverju öðru
hundsbiti. Það má hins vegar segja
að Tyson sé ekki búinn að bíta úr
nálinni með þetta,“ sagði Ómar
Ragnarsson boxsérfræðingur um
bardaga aldarinnar sem hann segir
hafa orðið að hneyksli aldarinnar -
keppni heimsmeistarans Evanders
Holyfields og Mikes Tysons í fyrri-
nótt.
„Það sem gerðist var að Holyfield,
sem er hærri, hafði höfuðið í þeirri
stöðu þar sem hætta var á að hann
skallaði Tyson,“ sagði Ómar.
Holyfield læsti síðan - gerði
Tyson óvirkan með því að halda
honum upp að sér. Þetta fór gífur-
lega í taugamar á Tyson sem fann
ekki svar við þessu. Reyndar sló
Tyson í höfuð Holyfields og sló
höfði hans þar með í eigin auga-
brún. Þegar hann fékk þennan stóra
skurð við annað augað fylltist
Tyson örvæntingu. Hann þurfti að
berjast aðra lotuna með blóðið í
auganu," sagði Ómar.
Handleggsbrotstilraunin
„Tyson byrjaði á því fólskuverki
að reyna að handleggsbrjóta heims-
meistarann til að gefa þau skilaboð
að hann skyldi ekki læsa svona,“
sagði Ómar. „Þetta gerði hann með
því að snúa snöggt upp á handlegg
Holyfields þegar þeir voru saman.
Þetta sást ekki nema í endurtekn-
ingu.
Eftir að auga Tysons var hreinsað
sá hann ágætlega en þá var hann
orðinn dýrvitlaus. Hann beit flipa
úr öðru eyra Holyfields og spýtti
honum svo út úr sér. Þetta var
ásetningsbrot því hann tók út úr sér
munnstykkið til að bíta.
Ég hélt að dómarinn myndi
stöðva leikinn og visa Tyson strax
úr keppninni. En hann tók stig af
Tyson og aðvaraði hann en þá beit
hann Holyfield aftur og náði að
hrufla hann. Holyfield hoppaði þá af
bræði. Tyson var orðinn stjömuóð-
ur. Eftir leikinn ætlaði hann að ráð-
ast á Holifield og réðst á lögreglu-
þjón.“
Villidýrslegt og til skammar
„Ég met þetta þannig að grípa
þurfi harkalega í taumana. Það þarf
að veita þá refsingu sem dugar til að
svona lagað gerist ekki nokkum
timann aftur. Þetta hefur aldrei
gerst áður í 105 ára sögu heims-
meistarakeppninnar.
Okkur Bubba leið voðalega illa
þegar þetta gerðist. Hnefaleikar era
viðkvæmari íþrótt en flestar aðrar
fyrir svona uppákomur. Þetta er
Ómar. Bubbi.
mjög alvarlegt fyrir hnefaleikana
nema að menn taki alvarlega á
þessu. Þetta var svo ljótt brot, þetta
var svo villidýrslegt."
- Er Tyson búinn sem íþrótta-
maður? „Já. Nú verður allur hans
ferill rifjaður upp, árás, nauðgun og
fangelsisvist. Þessi maður er íþrótt-
inni til skammar. Tyson getur átt
yfir höfði sér lögsókn vegna árásar
á lögreglumann og svo er ómögulegt
að segja hvað Holyfield gerir.
Það er ekkert sem dugar til að
hreinsa íþróttina af þessu annað en
að allir lagabókstafir verði nýttir -
bæði hnefaleikasambandið og svo
að engin miskunn verði um al-
menna lögsókn. Ég teldi það slakt
hjá heimsmeistaranum ef hann
gerði það ekki. Það á að koma öllum
lögum yfir svona menn.
Auðvitað skilur maður hvers
vegna Tyson var reiður en það er
óskiljanlegt og óafsakanlegt til
hvaða ráða hann greip. Ef maðm*
ímyndar sér að hann hefði bara
barist áfram af bestu getu, kannski
verið skallaður aftur, þá hefði hann
tapað með sæmd - heimsmeistarinn
hefði þá setið uppi með skörnm,"
sagði Ómar Ragnarsson.
-Ótt
Nýtt fólk í Dagsljós
- Logi í fréttirnar, Kolfinna úti í kuldanum
Ný andlit munu birtast sjónvarpsáhorfendum í Dagsljósi í haust. Snorri Már
Skúlason kemur af Byigjunni, Leifur Hauksson af rás 2 og Eva María Jóns-
dóttir frá Skara skrípó. Á myndinni er hún í einu gervinu úr sýningu Skara
skrípó.
EM í bridge:
Mikil
von-
brigði
íslenska sveitin í opna flokkn-
um í EM í bridge á Ítalíu varð
fyrir áfalli á laugardag. Sveitin
tapaði báðum leikjum sínum
gegn Tékkjum og Ungverjum,
hlaut aðeins 16 stig af 50 mögu-
legum og féll niður í 10. sæti 36
þjóða. Þetta voru mikil vonbrigði
því sveitin hefði aðeins þurft 17
stig til viðbótar til þess að vinna
sér sæti í heimsmeistarkeppn-
inni í haust.
ítalir urðu Evrópumeistarar,
hlutu 674 stig. Pólland varð í 2.
sæti með 653, Noregur 650, Dan-
mörk 630 og Frakkland 616. Þessi
lönd spila í heimsmeistarakeppn-
inni. ísland hlaut 595,5 stig.
-hsím
„í litlu þjóðfélagi eins og okkar
þarf að verða ör endumýjun í þátt-
um eins og þessum," sagði Sigurður
G. Valgeirsson, dagskrárstjóri inn-
lendrar dagskrárdeildar ríkissjón-
varpsins, um mannabreytingar í
Dagsljósþáttum Sjónvarpsins.
Svanhildur Konráðsdóttir verður
áfram ritstjóri en með henni verða
þjóðkunnir útvarpsmenn, Snorri
Már Skúlason, Þjóðbrautarmaður á
Bylgjunni, og Leifur Hauksson,
morgunútvarpsmaður á rás 2. Eva
María Jónsdóttir, sem kannski er
frægust fyrir samvinnuna við mann
sinn, Óskar Jónasson, í Sirkus
Skara skrípó, er síðan fjórði um-
sjónarmaður þáttarins. Hún hefur
verið viðloðandi þættina frá upp-
hafi og segist Sigurður Valgeirsson
hafa viljað gefa henni tækifæri.
Kolfinna ekki áfram
Logi Bergmann Eiðsson hverfur
aftur til starfa á fréttadeildinni og
samkvæmt heimildum DV var ekki
áhugi á því að endurnýja samning
við Kolfinnu Baldvinsdóttur. Sig-
urður vildi ekki ræða brotthvarf
hennar úr þáttunum. Reikna má
með að kvenþjóðin muni sakna þess
manns úr þáthmum sem hún valdi
sem kynþokkafyllsta karlmann síð-
asta árs.
„Ég er lítið reiðubúinn til þess að
tjá mig um þetta nýja starf. Þetta er
tiltölulega nýfrágengið og við erum
lítið farin að stilla saman strengi
okkar. Ég er nýbúinn að ræða þess-
ar breytingar á mínum högum við
nánustu samstarfsmenn og síðan
yfirmenn að sjálfsögðu,“ sagði Leifur
Hauksson við DV í gærkvöld. -sv
Dekk sprakk á Páli Sveinssyni:
Fyrsta áfallið
í 25 ár
„Eftir því sem mér heyrist verður
vélin farin að fljúga aftur eftir
nokkra daga. Hún hefur verið notuð
við áburðarflug í 25 ár og þetta er
fyrsta áfallið. Skemmdimar voru
minni háttar,“ segir Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri um það er
dekk sprakk á Páli Sveinssyni,
áburðarvél Landgræðslunnar, á
laugardag með þeim afleiðingum að
vélin hafnaði utan brautar.
Vélin var í áburðarflugi á Auðk-
úluheiði á laugardag þegar dekk
sprakk í flugtaki. Vélin skrensaði
eitthvað á brautinni, rak niður
væng en skemmdir urðu ekki mikl-
ar. Áhöfnina sakaði ekki. I gær-
kvöld var ekkert byrjað að reyna að
gera við skemmdimar á vélinni.
-sv
Aage R. Lorange varð níræöur í
gær. Árni Schewing afhenti honum
þessa mynd að gjöf frá FÍH.
DV-mynd Hilmar
Vandræði í Hrísey:
Ekkert bensín
Engin bensinsala er nú í Hrísey.
Olíufélögin hafa ekki sinnt þar
bensínsölu en Stefán Björnsson
hefur selt bensín í eyjunni. Hann
hefur nú ákveðið að hætta því
vegna hins mikla kostnaðar sem
því fylgdi.
Einstaklingar mega ekki flytja
með sér bensín í Hríseyjarferjunni
vegna slysahættu enda er hún ætl-
uð fyrir fólksflutninga. Það er því
vandræðaástand i Hrísey og bíla-
floti eyjaskeggja, en í honum eru 15
eða 16 bílar, mun senn verða óvirk-
ur ef ekki verður ráðin bót á bens-
ínskortinum. -vix
Stuttar fréttir
Friðrik veldur usla
Friðrik Pálsson, forstjóri SH,
olli nokkrum usla á ráðstefiiu
ESB um fullvinnslu sjávaraf-
urða. Hann sagði að styrkir og
framlög úr opinberum sjóðum
væru ekki rétta leiðin til að
auka ffamleiðni og hagnað i
sjávarútvegi. Erindi hans vakti
mikla athygli enda gekk það
þvert á boðskap annarra sem
töluðu á ráðstefnunni og boð-
uðu auknar styrkveitingar.
RÚV sagði frá.
Sameining á Akranesi
Sveitarstjórnarmenn á Akra-
nesi eru farnir að íhuga
sameiningu sveitarfélaga. Jafii-
vel hefur komið til tals að sam-
eina beri öll sveitarfélögin frá
Kjós til Borgarbyggðar. RúV
sagði frá.
Á leiö í loðnuna
Loðnuvertíðin hefst á mið-
nætti í nótt. 20 skip komu á
loðnumiðin úti fyrir Norður-
landi í gærkvöld og mun þau
nýta tímann þar til vertíðin
hefst við loðnuleit. RÚV sagði
frá.
Líkur á skjálfta
Jarðskjálftarnir á Hengils-
svæðinu auka líkumar á öflug-
um skjálfta í Bláfjöllum og í
Hjallahverfi í Ölfusi, að mati
Ragnars Stefánssonar jarð-
skjálftafræðings. Skjálftahrina
hófst í Henglinum í fyrradag.
RÚV sagði frá.
Fleiri falsanir
Ólafi I. Jónssyni, sem kærði
falsanir 23 málverka sem eign-
uð voru nokkrum helstu meist-
urum íslenskrar málaralistar,
nafa borist 4 ný verk sem gran-
ur leikur á að séu einnig fölsuð.
Þau eru öll eignuð Kjarval.
RÚV sagði frá. -vix