Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997
17
Nýr leikur frá höfundi
The Hitchhikers
Guide to the Galaxy
Douglas Adams hefur víða komið
við á löngum ferli sínum. Hann er að
sjálfsögðu frægastur fyrir ritstörf sín
en hann er m.a. höfundur The
Hitchhiker’s Guide to the Galaxy-
bókaflokksins. Douglas hefur einnig
unnið sem lífvörður, kjúklingabóndi
og var eitt sinn gítarleikari
rokksveitarinnar Pink Floyd.
Er spenntur
Tólf ár eru síðan Adams vann með
forritaranum og leikjahönnuðinum
Steve Meretzky að gerð textaævin-
týris sem byggt var á The Hitchhi-
ker’s Guide to the Galaxy. Leikurinn
sló í gegn og seldist í 350 þúsund ein-
tökum enda þótti mörgum sem þeim
félögum hefði tekist vel upp í að slá
ryki í augu spilara með útsmognum
þrautum og snúnum texta.
Nú ætlar Adams að reyna að end-
urtaka velgengnina með nýjum leik
fyrir PC og Macintosh tölvur sem
hann kallar Starship Titanic og er
ætlunin að leikurinn komi á mark-
aðinn í haust. Nú starfar Douglas
undir merkjum eigin fyrirtækis sem
hann kallar The Digital Village en
það stofnaði hann á síðasta ári. Dou-
glas ætlar reyndar ekki að láta sér
nægja að gefa út Starship Titanic
tölvuleik. Samhliða leiknum kemur
út sérstök Starship Titanic skáld-
saga. í báðum verkunum er hin stór-
skrýtna en jafnframt skemmtilega
kímnigáfa Douglas í aðalhlutverki.
Hann er að sjálfsögðu spenntur
yfir þessu nýja verkefni enda segir
hann að þetta sé ný aðferð fyrir
þekkta höfunda til að koma verkum
sínum á framfæri í tölvuheiminum.
„Venjulega eru leikir sem gefnir eru
út bundnir af frásagnarmáta bókar-
innar. Þetta minnir reyndar á þegar
kvikmyndir voru lítið annað en eftir-
hermur af leikritum. Ég held hins
vegar að geisladiskar með leikjum og
öðrum hugbúnaði séu fullgildir miðl-
ar, rétt eins og kvikmyndin er löngu
orðin,“ segir Adams.
Netið gerir dóms-
úrskurð að engu
Flett var ofan af stærsta eitur-
lyfjahneyksli í sögu Chile í apríl sl.
þegar sérsveitir lögreglunnar hand-
tóku bófaforingjann Mario Silva
sem var í forsvari fyrir stærsta eit-
urh'íjahring landsins eftir þriggja
ára rannsókn. í henni kom fram að
eiturlyfjabrask var stundað með
fulltingi aðila í her, lögreglu og
dómstólum landsins. Einnig var
starfsemi eiturlyfjahringsins í Vest-
ur-Evrópu dregin fram í dagsljósið.
Eins og við er að búast hófu fjöl-
miðlar í Chile víðtækan fréttaflutn-
ing af málinu en það fór hrollur um
blaðamenn þegar dómari nokkur
bannaði umfjöllun um málið (sem
oft er kallað E1 Cabro Carrera).
Dómarinn nýtti sér hálfrar aldar
gamla lagaheimild og sagði að
fréttaflutningur væri farinn að
spilla rannsókn málsins. Þessi úr-
skurður var harðlega gagnrýndur af
samtökum blaðamanna og forseta
Chile, Eduardo Frei.
Ritstjóri stærsta dagblaðs Chile
(La Tercera), Fernando Paulsen, var
líka ósáttur. Hann fór að rifja upp
gamla tíma þegar hann var háskóla-
stúdent í Texas og hafði það fyrir
sið að stelast yfir sýslumörk til þess
að kaupa áfengi, sem var ólöglegt í
sýslunni sem hann bjó í, og ákvað
að endurtaka leikinn. í þetta sinn
var þó ekki verið að laumast með
bjór heldur upplýsingar.
Hann fékk í lið með sér vefhönn-
uð og skara af lögfræðingum og
setti upp sérstaka vefútgáfu af blað-
inu með nýjustu fréttum af flkni-
efnamálinu sem vistuð er á banda-
rískum vefmiðlara. Síða La Tercera
með fréttum af rannsókninni á
fikniefnahneykslinu fær nú um tíu
þúsund heimsóknir á dag frá netbú-
um í Chile og skiptir engu hvort
einhverjum dómara eða öðrum yfir-
völdum þar í landi líkar betur eða
verr. -JHÞ/Byggt á Wired
Fjármálamenn í Bretlandi vilja
alþjóðlegar reglur um netið
Rannsóknarhópur á vegum
breska fjármálaráðuneytisins og
Englandsbanka lýsir því í nýlegri
skýrslu að þó hið landamæralausa
Internet geti
gert svika-
hröppum í fjár-
málum auðvelt
að stunda vafa-
söm viðskipti
og grafa undir
fjármálakerf-
um heilla
þjóða sé enn
sem komið er
engin ástæða
fyrir tauga-
veiklun, enda hafl fáir fjármálaglæp-
ir verið framdir í gegnum Internetið.
í skýrslunni er enn fremur haldið
fram að áframhaldandi þróun Nets-
ins gefi fjármálastofnunum mörg
sóknarfæri sé rétt á málum haldið.
Enn fremur er bent á mikilvægi þess
að alþjóðlegar reglur verði settar um
fjármálastarfsemi á Internetinu,
ekki dugi að einstök lönd reyni að
halda uppi eigin reglum.
Það vekur einnig nokkra athygli
að hópurinn heldur því fram að sú
dulmálstækni sem þegar er í notkun
geri það öruggara að gefa upp
kreditkortanúmer í gegnum Inter-
netið en það er að
gefa það upp í gegn-
um síma eða með
faxi. „Stærsti vand-
inn sem fjármála-
menn standa
frammi fyrir þegar
Internetið er ann-
ars vegar er ein-
faldlega skeytingar-
leysi í öryggismál-
um tölvukerfa,"
segir í skýrslunni.
Stjórnandi rannsóknarhópsins,
Andrew Hilton, segir ekki ólíklegt
að eldri fyrirtækr, sem hafa íjárfest
mikið í íburðarmiklum byggingum,
muni ekki geta keppt við nýrri fjár-
málafyrirtæki sem burðast ekki
með sömu yfirbyggingu og nýta
tölvutæknina til hins ýtrasta. „Það
verður þó ekki einhlitt, mörg þess-
ara eldri fyrirtækja munu hagnast á
nýrri tækni.“
JHÞ/Byggt á Wired
Torkennileg vélmenni eru meöal þeirra sem spilarinn hittir fyrir í Starship Titanic.
Sagan
En um hvað snýst þetta allt sam-
an? Leikurinn krefst þess af spilar-
anum að hann leiki hlutverk manns
nokkurs sem verður fyrir því eitt
kvöldið þegar hann er að horfa á
sjónvarpið (eins og einhver geri það
lengur?) að stærsta og flottasta geim-
skipið í alheiminum (s.s.Titanic)
brotlendir á húsi hans. í sama mund
og hann álpast inn í skipið tekst það
á loft og heldur aftur af sjálfu sér út
í útgeim.
Það er því mikilvægt að koma
skipinu aftur heim en það er senni-
lega frekar erfltt þar sem spilarinn
er eina „manneskjan" um borð. Eng-
ir aðrir eru um borð nema vélmenni
sem öll þjást af einhvers konar
taugaáfalli, snarbilaður páfagaukur
(já, ég meina páfagaukur) og skips-
tölvurnar sem eru í fullkomnu lama-
sessi. Til þess að ná stjórn á þessari
óhappafleytu verður spilarinn að ná
trausti vélmennanna (og væntanlega
páfagauksins) með því að tala við
þau. Afar fullkomin leikjatækni er
sögð gera þetta mögulegt en um-
hverfið í leiknum minnir á undar-
legt sambland af Ritz-hótelinu, Crys-
hler- byggingunni í New York, graf-
hýsi Tutankhamens, og Feneyjum.
Spilarinn þarf líka að koma upp um
samsæri sem upphaflega var þess
valdandi að geimskipið villtist af
leið. Samantekt: -JHÞ
Leikjamolar
Heimsyfirráð eða dauði
Síöan Civilisation kom út! árdaga
hafa PC-eigendur alltaf tekiö vel á
móti leikjum sem ganga út á aö ná
heimsyfirráðum: Fjöldi slíkra leikja
er á markaðnum en leiksins Imper-
ialism frá SSI, sem kemur út næsta
haust, er beðiö meö sérstakri eft-
irvæntingu.
Leikurinn gerist í 19. aldar umhverfi
og er markmið spilarans (eins og í
öllum hinum leikjunum) að beita
klækjum, efnahagslegum yfirburö-
um eöa einfaldlega hráu valdi til
þess aö ná heimsyfirráðum. Eins
og er móðins í dag ætla leikjahönn-
uöir hjá SSI aö gefa þeim sem vilja
feta í fótspor Bismarcks tækifæri
til þess aö kepþa viö sex aðra aö-
ila í gegnum símalínur.
Leikurinn veröur bæði fáanlegur fyr-
ir PC- og Macintosh-tölvur.
Erótískur Quake
Búinn hefur veriö til sérstök Pent-
house útgáfa af Quake sem gerist
á paradísareyju meöal léttklæddra
(eöa allsnakinna) yngismeyja. Illúö-
legar geimverur ráöast á eyjuna og
eins og vera ber þarf spilarinn aö
tortíma geimverunum fyrir aö trufla
unaösstundir meöal fáklæddra
stúlkna. Hægt er að veröa sér úti
um nýja leikinn á vefsíöum Pent-
house og GT Interactive.
Saturn-leikir í röðum
Þaö er mikiö af nýjum leikjum aö
koma út fyrir Sega Saturn-tölvur.
Meöal þeirra er Shining the Holy
Ark en þaö er hlutverkaleikur sem
gengur út á aö stýra strlösmanni í
gegnum fjandsamlegan þrívíddar-
heim. World Series Baseball sló í
gegn meðal Saturn-eigenda en fram-
haldið, World Series '98, kemur út
í sumar. Bætt hefur veriö viö keþpni
milli deilda, þremur nýjum völlum
og miklu af tölfræöi. Merkasta viö-
bótin mun þó vera betri hreyfimynd-
ir. Einnig má nefna tvo aðra titla:
Worldwide Soccer '98 (kemur!
haust) og nýjan en enn nafnlausan
körfuboltaleik sem forritaragengið
hjá Electronic Arts byrjaöi nýlega
aö vinna aö.
SSI dreifir Dark Colony
GameTek hefur ekki gengiö sem
skyldi að koma leikjum sínum á
framfæri og hefur því fengiö Stra-
tegic Simulations Inc. (SSI) til þess
aö taka viö leikjadreifingu. Meðal
leikja sem SSI mun dreifa fyrir Ga-
meTek eru Dark Colony I og II. Dark
Colony gerist á Mars áriö 2172 og
minnir á Command & Conquer leik-
ina. í þeim er takmarkiö aö að
tryggja yfirráð mannkynsins yfir elds-
neyti sem er að finna á Mars en
þaö á í striði viö geimverur sem vilja
líka þetta Marsbúabensín. Dark
Colony I kemur út fyrir næstu jól en
seinni leikurinn á að koma út á
næsta ári.
Electronic Arts og Maxis
sameinast
Fyrir viku sögðum viö frá hinum
glæsilega leik SimCity 3000 sem
gefinn er út undir merkjum Maxis.
Þaö er meira aö frétta út herbúö-
um Maxis, eigendur þess hafa
ákveöiö aö sameinast tölvuleikjar-
isanum Electronic Arts. Hér er um
að ræöa viðskipti upp á sjö millj-
aröa króna en stjórnendur Electron-
ic Arts renna einmitt hýru auga til
„Sim"Teikjanna frá Maxis en fyrir-
tækiö hefur selt meira en sjö millj-
ónir eintaka af sllkum leikjum.
Fjöldi leikja fyrir
PlayStation og Nintendo
Það er mikiö aö gerast hjá japanska
tölvuleikjarisanum Konami. I byrjun
næsta árs mun leikurinn Winter
Olympics '98 koma út fyrir Sony
PlayStation Nintendo64. Leikurinn
er aö sjálfsögöu byggöur á vetrar-
ólympíuleikunum sem fara fram í
Nagano í Japan á næsta ári. í leikn-
um veröa 10-15 mismunandi
keppnisgreinar.
I desember mun fyrirtækiö gefa út
körfuboltaleikinn NBA in the Zone
'98 sem mun vera svipaöur öörum
körfuboltaleikjum frá Konami. í okt-
óber kemur svo út hinn langþráði
leikur Castlevania: Symþhony of the
Night. Leikurinn gengur út vamplru-
veiöar og eins og í fjölda annarra
leikja er feröast frá vinstri til hægri.
PCT
Óskalisti
brúðhjónanna
Gjafaþjónnsta jyrir
/ytN silfurbúðin
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þarfœrðu gjöfina -
Heima-trimform
Berglindar
býður nú öllum landsmönnum að
stunda trimform heima hjá sár hvar
sem er á landinu. Þú leigir rafnudd-
tæki hjá okkur og við leiðheinum þér
um notkun svo þú náir árangri.
Visa/Euro
Sími 553 3818 eða 896 5818
——jtrir/i
Smáauglýsinga
deild DV M
eropin: ’||
• virka daga kl, 9-22 -
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
er fyrir kl. 22 kvöldiö fyrir
birtingu.
Ath. Smáauglýsing í
Helgarblaö DV verður þó aö
berast okkur fyrir kl, 17 á
föstudag.
Smáauglýsingar
550 5000