Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997 39 DV Fréttir > í»%a t #M*1 Viö sumarhúsahverfiö. Frá vinstri Guörún Guömundsdóttir, maöur hennar, Einar Ólafsson, sonur þeirra, Guömund- ur, og kona hans, Aðaiheiöur Högnadóttir, Ólafur Einarsson og Steinunn B. Svavarsdóttir, kona hans. DV-mynd jþ Sumarhúsahverfi risið á Rangárbökkum: Hólmavíkurhúsin flutt suður DV, Suðurlandi: Fyrirtækið Rangárflúðir hefur tekið í notkun heilt hverfi vel bú- inna sumarhúsa á vesturbakka Ytri-Rangár við bæinn Ægissíðu sem er gegnt Hellu. Þar býðst nú gisting í uppbúnum rúmum fyrir 31 gest í húsum sem taka frá 3-8 manns. Húsin voru flutt sl. haust frá Hólmavík en þar voru þau í eigu ís- landsbanka. Fyrirtækið Rangár- flúðir er í eigu Einars Ólafssonar á Ægissiðu, sona hans Guðmundar og Ólafs, sem einnig eru búsettir á Ægissíðu, fjölskyldna þeirra og Þórs Þorsteinssonar í Reykjavík. Húsin eru sjö. Þar af er boðið upp á gistingu í 6 húsanna. í því sjöunda verður sánabað. í gistihúsunum 6 er svefhherbergi, stofa og sturta. Frá Ytri-Rangá er gott útsýni yfir Hellu og fjallahringinn allt í kring. Ekki er síður skemmtilegt að hafa svæði hestamanna á Gaddstaðaflöt- um sem eru handan árinnar. -jþ Skýli fyrir golfmenn Golfklúbburinn hefur ráðist í að reisa yfirbyggt skýli á æfingasvæði klúbbsins á Hólmsvelli í Leiru. Skýl- ið nota kylfmgar til að slá og æfa upphafshögg. Það er 30 metra langt og rúmir 5 metrar á dýpt. 10 kylfing- ar rúmast þar inni í einu og ætti því að vera þægilegt rými fyrir þá. Svæðið, sem skýlið er á, er 150 metra breitt og 250 metra langt. Það er traust og vandað, kostaði um tvær milljónir króna og verður væntanlega tekið í notkun eftir viku. Golfklúbbur Suðumesja hefur ráðist í miklar framkvæmdir á und- anfomum mánuðum og árum, stað- ið myndarlega að málum hjá klúhbnum. „Einn bás verður alveg lokaður af og sérstaklega byggður fyrir golf- kennara og nemanda. Þar verður komið fyrir speglum þar sem fólk getur séð sig við æfingar og haldið einbeitingu," sagði Einar Guðberg. -ÆMK DV, Suðurnesjum: „Golflþróttin byggist nokkuð á því að hafa skjól, gott næði án um- ferðar svo að kylfingurinn geti ein- beitt sér. Með þessari framkvæmd tel ég að við séum komnir í drauma- aðstöðu golfklúbba á íslandi,“ sagði Einar Guðberg, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, við DV. Ný og glæsileg aöstaöa fyrir kylfinga er aö rísa á æfingasvæöi Golfklúbbs Suöurnesja. DV-mynd Ægir Már Strandasýsla: Grjót- og torfhleðsla kennd DV, Hólmavík: Nýlokið er hleðslunámskeiði á Ströndum þar sem farið var yfir byrjunaratriði góðrar grjót- og torf- hleðslu og leiðbeint um rétt handtök þeirrar vinnu. Verkefhinu var val- inn staður í Kaldrananeshreppi. Hvað grjótvinnuna snertir var valin leiðin frá Bæ á Selströnd að Kaldrananesi og þar hlaðnar upp og hresstar vörður sem að niðurlotum voru komnar á þessari fornu ferða- leið. Þátttakendurnir voru nær 30 talsins, 12 af þeim úr sjálfboðaliða- samtökum um náttúruvemd og nokkrir unglingar úr vinnuskólan- um í Kaldrananeshreppi. Kennari var Guðjón Kristinsson frá Dröngum í Árneshreppi. At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða og ferðamálasamtök lögðu á ráðin um vinnutilhögun þessa verkefnis og kostuðu það að hluta. Síðar í sumar er svo áformað að ganga til sama vérks í norðurhluta sýslunnar og hlaða þar upp vörður á fomum Hópurinn sem vann aö hleösluverkefninu. Veriö er aö hefja vinnu viö gerö göngustígs frá hótelinu á Laugarhóli aö sundlauginni viö Klúku í Bjarnar- firöi. DV-mynd Guöfinnur ferðaleiðum og merkja þær með m.a. þá kunnáttu þess hæfileika- vegvísum úr rekatimbri og nýta þá fólks sem námskeiðið sótti. -GF Vöruflutningar Bjarna Haraldssonar auglýsa breytingu á vörumóttöku í Reykjavík. Frá 1. júlí 1997 verður vörumóttaka mín í Fteykjavík hjá HSH flutningum, í Tollvörugeymslunni (TVG), Héðinsgötu 1-3, sími 581 3030. Ferðir verða sömu daga og verið hefur. Frá Sauðárkróki mánudaga og miðvikudaga kl. 14.00. Frá Reykjavík þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16.00. » Bjarni Haraldsson $ Vöruflutningar Sauðárkrókur - Reykjavík Sl">a Afgreiðsla á Sauðárkróki í verslun Haraldar Júlíussonar. Aðalgötu 22, sími 453 5124 Afgreiðsla í Reykjavík hjá HSH flutningum Tollvörugeymslunni Héðinsgötu 1-3, sími 581 3030 Vöruflutningar B.H. Stofnsett 1954 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: „Staöahverfi, reið- og göngustígar, jarövinna og yfirborö". Helstu magntölur eru: (Reiðstígar: 2.590 m (Göngustígar jarðvegsskipti: 550 m (Göngustígar malbikun: 5.970 m2 Verkinu skal lokið fyrir 15. nóv. 1997. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriöjudeginum 1. júlí 1997 gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboöa: miövikudaginn 9. júlí 1997 kl. 14.00 á sama stað. gat 102/7 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskaö eftir tilboöum í stíga- og gatnagerð á ýmsum svæðum vestan Reykjanesbrautar. Verkið nefnist: „Ýmis smáverk 1997“. Helstu magntölur eru: 3.200 m3 3.000 m3 4.400 m2 1.300 m2 650 m2 5.000 m2 Skilad. síðasta verkhluta er 1. nóv. 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriöjudeginum 1. júlí 1997 gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 10. júlí 1997 kl. 11.00 á sama stað. gat 103/7 (Uppúrtekt: (Fyllingar: (Malbik: (Hellu-& steinlagnir: (Steypa: (Ræktun: INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Netfang: isr@rvk.is _ Clu5) ÓBAIL Austurstræti 12a - 101 Reykjavík Sími (tel) 354-562 3570 - Fax 354-562 3571 Opnunartími Opening hours sun til fim Sun to Thu 22.00-01.00 fös til lau Fri to Sat 21.00-03.00 Steggir! - þið fáið sérstaka meðhöndlun hjá dansmeyjum Óðals. Hópar á sérkjörum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.