Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997 Fréttir DV F I R I! i! S f fi jsiiiiBas » Lionsklúbburinn Eir: Afhenti tæki til vímuefnavarna Nokkrir af krökkunum sem hjóluðu frá Hvammstanga til Blönduóss. Lengst t.v. er Svanborg Þórdís Frostadóttir, úti- bússtjóri Búnaðarbankans á Blönduósi, sem hjólaði með krökkunum og mun fylgja þeim í Danmerkurferðina ásamt kennara þeirra. DV-mynd Magnús Blönduós: Lionskonur afhentu fíkniefnadeifdinni á dögunum hin ýmsu tæki til fikni- efnavarna. Fra vinstri eru Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, Guð- mundur Guðjónsson yfirlögregiuþjónn, Einar Karl Kristjánsson í fíkniefna- deild og Lionskonurnar Rannveig Ingvarsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Steinunn Friðriksdóttir og Guðríður Hafsteinsdóttir. Safnað fyrir Danmerkurferð DV, Húnaþingi: Böm 1 sjöunda bekk grunnskólans á Blönduósi hafa í vetur og vor staðið fyrir mikilli fjáröflun vegna ferðar sem þau ætla í á komandi hausti til Horsens í Danmörku. Horsens er einn af vinabæjum Blönduóss og hafa krakkamir staðið í bréfaskriftum og krakkar þaðan kom- ið í heimsókn til Blönduóss. Krakk- amir hafa haldið kökubasar, bingó og selt kort og nú síðast tóku þeir sér fjr- ir hendur að hjóla frá Hvammstanga til Blönduóss og söfnuðu áheitum. Gekk sú ferð vel og skilaði góðri upp- hæð í ferðasjóðinn. -MÓ Aukablað um Húsið í Sandgerði sem hefur staðið autt í 14 ár. Þar hefst í haust framleiðsla á minkafóðri til útflutnings. DV-mynd Ægir Már Minkafóður í Sandgerði: Útflutningur til Danmerkur DV, Suðurnesjum: „Þetta er áhugaverð framleiðsla. Við erum nú þegar búnir að fá danskan kaupanda að öflu því fóðri sem við getum framleitt næstu 10 árin,“ sagði Teitur Garðarsson, framkvæmdastjóri Skinnfisks ehf., í samtali við DV. Hann er að hefja framleiðslu á minkafóðri i Sandgerði til útflutn- ings til Danmerkur og er fyrirhugað að framleiða 15-20 þúsund tonn á ári. Möguleiki er að framleiða meira sem byggist á hve mikið hrá- efni er hægt að fá í framleiðsluna en það er innyfli fisks og afskurður úr fiskvinnslu ásamt loðnu. Þannig er nýtt hráefni sem annars færi í bræðslu - það hakkað og fryst. Kostnaður við að koma fyrirtæk- inu af stað er um 100 millj. króna og velta áætluð um 300 milljónir króna á ári. 10 manns fá þama vinnu og stefnt er á að hefja framleiðslu í september. Húsnæðið í Sandgerði er 2000 m2 með frystigeymslu. Það hef- ur staðið autt nánast frá upphafi en var byggt fyrir 14 árum. Eigendur Skinnflsks eru danski kaupandinn með 25% og tveir íslendingar. „Danir eru með um 60% af heims- markaði minkabúa og framleiðslu af minkafóðri. Þeir geta hins vegar ekki framleitt nóg. Næsta skref okk- ar er að setja upp 4-5 þúsund tonna meltutanka," sagði Teitur Garðars- son. -ÆMK Samtökin íslenskt dagsverk afhentu á dögunum fyrsta framlag sitt til upp- byggingar iönnámi á Indlandi. Alls söfnuðust 4,6 milljónir króna. 30 þúsund manna námsmannahreyfing stóð á bak viö söfnunina. Það var John Win- ston, sem rekur skóla og sjúkrahús á vegum sameinuðu kristnu kirkjunnar á Indlandi, sem tók við framlaginu í Kornhlöðunni. DV-mynd Hilmar Þór Ég auglýsti bílinn og hann seldist eftír 3 tíma! q\\t milf) hlmifc Smáauglýsingar 550 5000 Lionsklúbburinn Eir hefur sl. 13 ár haft vímuefnavarnir sem aðal- verkefni. Á hverju ári hafa Lions- konur úr Eir selt bíómiða í Háskóla- bíó og allur ágóði runnið óskiptur til vimuefnavarna. Yfirleitt er um að ræða forvamir af ýmsu tagi en aðallega hafa Lions- konur haft samráð við flkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík og keypt þann tækjabúnað sem þörf er á. Á dögunum afhentu Lionskonur fikniefnadeildinni hin ýmsu tæki til vímuefnavarna. -RR Þeir sem áhuga hafa á aS koma á framfæri efni í blaöið er bent á að hafa samband viS GuSrúnu GySu, blaSamann DV, í síma 550-5821. Auglýsendum er bent á aS hafa samband viS Gústaf Kristinsson, auglýsingadeild DV, í síma 550-5731 fyrir 4. júlí. Miðvikudaginn 9. júlí mun veglegt aukablað um suðurland fylgja DV. Meðal efnis: Sögufrægir staðir - Ferðaþjónusta - Afþreying Atvinnulíf - Garðyrkjubændur og sjómenska 50 ára afmæli Selfosskaupstaðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.