Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997 7 Fréttir Norskir útvegsmenn ósáttir við „loðnustríðsafbrotadómstól“: Óskandi að norsk stjórn- völd gefi eftir - norskir sjómenn fá ströng fyrirmæli um að fylgja reglunum DV, Ósló: „Ég er á endanum farinn að óska þess að norsk stjórnvöld gefi eftir í þessari þrætu um Sigurð VE og sýni örlítið meiri sveigjanleika í veiðieft- irlitinu. Þá fengjum við norskir út- vegsmenn manneskulegri meðferð af hálfú norsku strandgæslunnar hér á heimamiðunum. Ef eitthvað er fer strandgæslan verr með okkur en íslendingana," segir Audun Marák, formaður félags norskra bátaútvegsmanna, í samtali við DV. Marák kvartaði sáran undan því í viðtalinu við DV að norskum út- vegsmönnum væri saklausum refs- að fyrir það sem norska strandgæsl- an hefði gert. Nú síðast kæmu fram hugmyndir um að rannsaka meint brot norskra loðnuskipstjóra á mið- unum við ísland á síðustu vertíð. Hugmyndin var rædd á embættis- mannafundinum í Reykjavík í fyrradag og var tekið með opnum hug af norsku sendimönnunum. Óskiljanlegt „Ég skil ekki hvernig þessir menn ætla að koma svona rannsókn við og ég skil ekki heldur af hverju íslensk stjómvöld ætla nú að taka upp mál sem voru látin átölulaus í fyrra,“ sagði Marák og tók fram að þessar hugmyndir væm algerlega nýjar fyrir sér og hann varaði sterk- lega við þeim. „Svona rannsókn verður ekki til annars er að magna enn deilumar milli íslendinga og Norðmanna og það litla samstarf sem enn er við lýði verður úr sögunni. Ég veit ekki hver tapar þá mestu þegar upp er staðið. Þetta væri mikið óheilla- spor,“ sagði Marák. Hann sagðist efast um að hægt væri að taka upp gömul mál sem ís- lensk stjórnvöld hefðu þegar af- greitt og látið sem engu skiptu. Söguleg rannsókn á loðnuveiðunum ætti þá einnig að gildu um íslensk skip. Ekki 73 brot Aðspurður hvort þessi viðbrögð jafngiltu ekki því að hann viður- kenndi að Norðmenn hefðu óhreint mjöl í pokahorninu sagði Marák að það væri alltaf hægt aö finna eitt- hvað athugavert. Hann vildi hins vegar ekki kannast við að brot Norðmanna frá í fyrra væru 73. „Ég skil ekki hvemig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að grípa til aðgerða af þessu tagi nú. Af hverju var ekkert gert þegar þessi meintu brot vom framin? Norskir sjómenn vissu að íslenska landhelg- isgæslan tók ekki hart á smávægi- legum yfirsjónum. Það var á allra vitorði að reglurnar væm túlkaðar frjálslega,“ sagði Marák. Taka Sigurðar VE hefur valdið auknum kulda í samskiptum íslands og Noregs. Hann sagði að þeir Norðmenn sem fæm til loðnuveiða eftir mán- aðamótin fengju ströng fyrirmæli um að fylgja reglunum að ýtrustu nákvæmni til að koma í veg fyrir töku skipa. Hins vegar væri þeim vandi á höndum þar sem þeir hefðu enn ekki séð nýju reglugerðina. íslendingar í stríðshug „Við vitum að íslendingar em í stríðshug og ætlum að haga okkur í samræmi við það. Við getum enga áhættu tekið og munum ekki gera það. íslendingar bíða eftir að geta tekið skip frá okkur," sagði Marák. „Við vitum að allt þetta uppi- stand er vegna Sigurðarmálsins. Það finnst okkur mesta óréttlætið að okkur er refsað fyrir það sem norska strandgæslan gerði. Norskir útgerðarmenn hafa lent í mörgum sambærilegum málum en það er aldrei hlustað á kvartanir okkar. Á íslandi geta útvegsmenn kallað á stjómvöld sér til hjálpar hvenær sem er,“ sagði Marák. Af hálfu norskra stjómvalda er látið í veðri vaka að sambúðin við ísland sé nú komin í eðlilegt horf á ný. Embættismenn séu að fara yfir reglur og framkvæmd þeirra. Nýja reglugerðin um loðnuveiðarnar við ísland fær hinar bestu móttökur op- inberlega og allt er i himnalagi. Embættismenn sem DV hefur rætt við segja að stefnan nú sé að forðast öll stóryrði og taka vel í allt sem íslendingar leggi til án þess þó að viðurkenna nokkur mistök í meðferð Sigurðarmálsins. Norsk stjómvöld geta á engan hátt gefið eftir því þá vaknar upp mikill grát- kór norskra útgerðarmanna sem vilja fá leiðréttingu á sektum fyrir fjölmörg smábrot. Auðun Marák og félögum hans verður því ekki í bráð að ósk sinni um að norsk stjórnvöld sýni sveigjanleika við veiðieftirlit- ið. „Það er ekki rétt að skella skuld- inni á norsku strandgæsluna. Vand- inn felst í reglunum. Það er ekkert að pianóinu en nóturnar sem spilað er eftir eru ómögulegar," sagði Marák. -GK Stýrikerfi og net Ritvinnsla Töflureiknir Gagnagrunnur Framsetning Dagbók og tölvupóstur Microsoft Office, almennt Internetið Hópvinnukerfi Forritun Enska Lokaverkefni Ttílvur Enska Bókhald Islenska Verslunarreikningur Tollskýrslugerð Vélritun Námstefnur Starfsþjálfun Markaðs-og sölunám HmÉk-Æ.íárnmm 3Ji iJ3iiJ3íiJdiJjiJ íjJíJí: Fjármála- og rekstrarnám Almennt skrifstofunám Almennt skrifstofunám Upplýsingar og innritun í síma 569 7640 Staófesta þarf skólavist fyrir 15. júlí n.k. Ttílvur Enska Bókhald Fjármál og reikningsskil Rekstrarfræði Tollskýrslugerð Námstefnur Starfsþjálfun Lokaverkefni Markaifc-M sölunám iTölv I Ensl I Mar Tölvur Enska Markaðsfræði Sölutækni Ttílfræði og aðferðir Stjórnun Lögfræði Tollskýrslugerð Námstefnur Starfsþjálfun Lokaverkefni Almennt skrifstofunám Fjármála- og rekstrarnám Almennt skrifstofunám Ttílvur Enska Stílutækni Markaðsfræði Starfsmannastjórnun Ltígfræði Bókhald Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Námstefnur Lokaverkefni r Vió flytjum Faxafen 10 Hús Framtfðar 108 Reykjaví arl ll VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLIN N Ánanaustum 15’ 101 Reykjavík • Sími: 569 7640 ■ Fax: 552 8583

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.