Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Side 6
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 T*>V
20 um helgina
VEITINGASTADIR
A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., s. 565
I 1693. Opið 11.30-22.30 alla daga.
Amigos Tryggvagötu 8, s. 551
1333. Op. 17.30-22.30 v.d. og sd.,
17.30- 23.30 fd. og ld.
Argentína Barónsstíg Ua, s. 551
9555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um
i helgar.
Asía Laugavegi 10, s. 562 6210. Opið
11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd„
1 11.30-23.30 fd. og ld.
Askur Suðurlandsbr. 4, s. 553 8550.
Op. 11-22 sd.-fid., 11-23.30 fd. og ld.
Austur Indía fjeíagið Hverfisgötu
56, s. 552 1630. Opið a.d. frá kl. 18.
Á næstu grösurn Laugavegi 20, s.
552 8410. Opið 11.30-14 og 18-22
v.d., 18-22 sd. og lokað ld.
Banthai Laugavegi 130, s. 552 2444.
Op. 18-22 md.- fid. og 18-23 fod.-sd.
’ Carpe Diem Rauðarárstíg 18, s. 562
J 3350. Opið 11-23 alla daga.
Caruso Þingholtsstræti 1, s. 562
| 7335. Opið sd.-fid. 11.30-23.30. Fd.
Iog ld. 12.-2.
Grænn kostur Skólavörðustíg 8b, s.
552 2028. Opið md.-ld. frá 11.30-21
og sd. frá 18-21.
Hard Roek Café Kringlunni, s. 568
9888. Opið 11.45-23.30 md.-ld.,
12-23.30 sd.
Homið Hafnarstræti 15, s. 551
3340. Opið 11-23.30 alla daga.
Hótel Borg Pósthússtræti 11, s. 551
1440. Opið 8-23.30 alla daga.
Hótel Esja Suðurlandsbraut 2, s.
568 9509. Opið 11-22 alla daga.
Hótel Holt Bergstaðastræti 37, s.
552 5700. Opið 12-14.30 og 19-22.30
v.d., 12-14.30 og 18-22 fd. og ld.
Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflug-
velli, s. 552 2322. Opið í Lóninu
í 5-23, í Blómasal 18.30-22.
i: Hótel Óðinsvé v/Óðinstorg, s. 552
I 5224. Opið 12-15 og 18-23 v.d.,
12-15 og 18-23.30 fd. og ld.
Hótel Saga Grillið, s. 552 5033,
í Súlnasalur, s. 552 0221. Skrúður, s.
i 552 9900. Grillið opið 19-22.30 a.d.,
Súlnasalur 19-3 ld„ Skrúður 12-14
og 18-22 a.d..
Humarhúsið Amtmannsstíg 1, s.
561 3303. Opið 10-23.30 v.d„ 10-1
:j ld. og sd.
Indókína Laugavegi 19, s. 552 2399.
'i Opið 11.30-22.30 alla daga, ld. frá
I 11.30-23.30.
Ítalía Laugavegi 11, s. 552 4630.
: Opið 11.30- 23.30 alla daga.
Jónatan Livingston Mávur
} Tryggvagötu 4-6, s. 551 5520. Opið
I 17.30-23 v.d„ 17.30-23.30 fd. og ld.
Kinahofið Nýbýlavegi 20, s. 554
5022. Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45
fd„ ld. og sd.
Kína-húsið Lækjargötu 8, s. 551
I 1014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„
17.30-23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd.
Kínamúrinn Laugavegi 126, s. 562
2258. Opið fd„ ld„ 11.30-23.30,
I sd.-fid. 11.30-22.30.
Kofi Tómasar frænda Laugavegi 2,
3 s. 551 1855. Opið 10-01 sd.-fid. og
'i 11-03 fd. og ld.
Kringlukráin Kringlunni 4, s. 568
0878. Opið 12-1 vd„ 12-3 fd. og ld.
Lauga-ás Laugarásvegi 1, s. 553
a 1620. Opið 11-22 og 11-21 um helgar.
: Lækjarbrekka Bankastræti 2, s.
3 551 4430. Opið md.-mid. 11-23.30,
fid.-sd. 11-0.30.
Madonna Rauðarárstíg 27-29, s.
I 562 1988. Opið 11.30-23.30 a.d.
Marhaba Rauðrárstíg 37, s. 562
j 6766. Opið a.d. nema md.
| 17.30-23.30.
Naustið Vesturgötu 6-8, s. 551
1 7759. Opið 12-14 og 18-01 v.d„
j 12-14 og 18-03 fd. og ld.
b Ópera Lækjargötu 2, s. 552 9499.
! Op. 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id.
Pasta Basta Klapparstíg 38, s. 561
} 3131. Opið virka daga frá 11.30 til
í 1.00 og um helgar til 3.00.
Perlan Öskjuhlíð, s. 562 0200. Opið
| 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld.
Potturinn og pannan Brautarholti
22, s. 551 1690. Opið a.d. 11.30-22.
Primavera Austurstræti, s. 588
I 8555. Op. 12-14.30, 18-22 v.d„
18-23 fd„ 18-23.30 ld„ 18-22 sd.
Salatbarinn hjá Eika Fákafeni 9,
| s. 588 0222. Opið alla daga frá kl.
| 11.30.-20.30. nema ld. frá 11.30.-16.
: Lokað á sd.
Samurai Ingólfsstræti la, s. 551
| 7776. Opið v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23.
::! Singapore Reykjavíkurvegi 68, s.
i 555 4999. Opið 18-22 þd.-fid„ 18-23
s fd.-sd.
} Sjanghæ Laugavegi 28, s. 551 6513.
Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd.
Sjö rósir Sigtúni 38, s. 588 3550.
; Opið 7-23.30 alla daga.
Skólabrú Skólahrú 1, s. 562 4455.
j Opið frá kl. 18 alla daga og í hd.
Steikhús Harðar Laugavegi 34, s.
j 551 3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„
11.30-23.30 fd. og ld.
j Tilveran Linnetsstíg 1, s. 565 5250.
Opið 11-23 alla daga.
Við Tjörnina Templarasundi 3, s.
551 8666. Opið 12-14 og 18-22.30
|md.-fd„ 18-23 ld. og sd.
Viðeyjarstofa Viðey, s. 568 1045 og
562 1934. Opið fid,- sud„ kaffist. kl.
14-17. Veitingasalur kl. 18-23.30.
Vitabar Bergþórugötu 21, s. 551
| 7200. Opið 15-23.30,v.d„ 12-02 a.d.
Þrír Frakkar hjá Úlfari Baldurs-
götu 14, s. 552 3939. Opið 11-14.30
í og 18-23.30 ld. og sd.
Og yfir öllu saman vakir svo allsherjargoöinn.
Alþjóðleg víkingahátíð í Hafna
Vopnaskak og1
Víkingahátíðin í Hafnarfirði var
sett á miðvikudaginn. Þetta er í
annað sinn sem slík hátíð er haldin
hérlendis en fyrsta hátiðin var hald-
in 1995. Sú hátíð gekk í alla staði vel
og var því ákveðið að endurtaka
leikinn. „Hugmyndin að hátíðinni
er upphaflega komin frá dönskum
manni, Lars Bæk Sorensen. Við
héma á íslandi höfðum spurnir af
því að Lars hefði gengist fyrir sams
konar víkingarhátíðum bæði í Dan-
mörku og Póllandi og þegar við
höfðum fengið nánari upplýsingar
fannst okkur tilvalið að slík hátíð
yrði haldin hér,“ segir Rögnvaldur
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar. „Við leituðum síðan
til bæjarstjórnar sem tók erindinu
vel og sömu sögu var að segja um þá
fjölmörgu styrktaraðila sem við
fengum til liðs við okkur. Stofnað
var hlutafélag í kringum hátíðina
og þegar upp var staðið komum við
ágætlega út úr þessu. Það lá því
beint við að endurtaka leikinn."
Aukinn áhugi fslendinga
Þátttakendur á hátíðinni koma
víða að og greinilegt er að talsverð-
ur áhugi er meðal útlendinga fyrir
þessum viðburði. Að sögn Rögn-
valds er þó mikill áhugi á hátíðinni
meðal íslendinga: „Ég hef það á til-
finningunni að áhuginn hérlendis
hafi aukist talsvert frá síðustu há-
tíð. Við höfum þegar fengið ótal fyr-
irspurnir og meira fer fyrir íslensk-
um atriðum í dagskránni en áður.
Hins vegar verður áfram þó nokkuð
um útlenda gesti. Hingað eru til
dæmis komnir erlendir leikarar og
hestamenn, að ógleymdum þraut-
þjálfuðum bardagamönnum sem
sýna munu bardagalistir." Alls eru
80 til 90 sveitir bardagamanna á há-
tíðinni, þar af ein íslensk.
Skemmtidagskrá á
Víðistaðatúni
„Dagskráin hjá okkur er marg-
þætt en skiptist í megindráttum í
menningardagskrá og skemmtidag-
skrá. Skemmtidagskráin fer að
mestu leyti fram á Víðistaðatúni og
„Eigi skal höggva!" Þegar víkingar reiöas
Kraftajötnar
í Skotapilsum
Kraftakeppni á vaxandi vinsældum að fagna
sem íþróttagrein hérlendis. íslenskir kraftakarl-
ar hafa gert garðinn frægan erlendis og
skemmst er að minnast frábærs árangurs þeirra
í keppninni um sterkasta mann heims. Það ætti
því að vera mörgum gleðiefni að á morgun hefst
fyrsti áfangi hinna íslensku Hálandaleika við
knattspyrnuvöllinn á Eskifirði.
„Hugmyndin að því að halda Hálandaleika
hérlendis kviknaði fyrst árið 1984 þegar Jón
Páll fór til Skotlands og keppti þar á Hálanda-
leikum. Áður hafði Hreinn Haíídórsson kúlu-
varpari farið á þessa leika en það fór einhvern
veginn fram hjá mönnum þá,“ segir Hjalti
„Úrsus“ Árnason, einn af aðstandendum Há-
landaleikanna. „Skotland er nafli kraftiþrótta-
heimsins og þar njóta Hálandaleikar gríðar-
legra vinsælda, eru vinsælasta íþróttin á eftir
fótholtanum. Okkur fannst gráupplagt að halda
slika á íslandi, og sérstaklega þar sem Hálanda-
leikum fylgir ekki jafnmikil meiðslahætta og í
annars konar kraftakeppni, t.d keppninni um
sterkasta mann heims. Það er ekkert óalgengt
að menn fari inn á sjúkrahús í þrjár vikur með
slíka keppni að baki en á Hálandaleikum getum
við keppt margar vikur í röð án þess að meið-
ast,“ segir Hjalti.
Skotapils og Bravsheart
Að sögn Hjalta eiga kraftaíþróttir miklum
vinsældum að fagna um allan heim. „Ég veit til
þess að í Ameríku einni eru yfir 200 leikar og í
Skotlandi ber Hálandaleika næstum því upp á
hvern einasta dag.“ Keppnisgreinar á Hálanda-
leikum eru alls 5. „Fyrsta greinin er steinkast
sem gengur út á það að kasta 8 kg steini sem
lengst. Þetta er líklega ein elsta íþróttagrein
mannkynsins." Eftir það er lóðakast, þar sem 12
kg lóði er kastað eins langt og menn geta.
„Þessu er kastað með kringlukastsstíl. Skoskir
bændur notuðu þetta sem vopn áður fyrr og
dæmi um þá notkun mátti t.d. sjá i myndinni
Braveheart. Sá er þó munurinn á okkur og Skot-
unum í Braveheart að við erum ekki að kasta
þessu í neitt. - Við gerum ekki flugu mein,“ seg-
ir Hjalti. Þessu næst fylgir staurakastið.
„Staurakastið er yfirleitt hápunktur allra Há-
landaleika og þá er áhorfendum vissara að
halda sig í öruggri fjarlægð, því að staurarnir
geta flogið í allar áttir. Aðrar greinar eru lóða-
kast yfir rá og sleggjukast, þar sem venjulegri
sleggju er kastað."
Þegar Hálandaleikar eru annars vegar eru
Skotapilsin ómissandi: „Keppendur verða að
sjálfsögðu allir í Skotapilsum. Að keppa á Há-
landaleikum án Skotapilsa væri álíka óviðeig-
andi og keppa í Formúlu eitt kappakstri á
kassabíl," segir Hjcdti. „Við verðum þó að játa
að pilsin sem við klæðumst eru öllu fáskrúðugri
en þau sem Skotarnir klæðast, þar sem i pils
þeirra eru vafin flókin mynstur sem sýna ætt-
göfgi hvers og eins.“
Meðal þekktra keppenda á Hálandaleikunum
auk Hjalta eru Andrés Guðmundsson kraftajöt-
unn, Pétur Guðmundsson kúluvarpari, Auðunn
Jónsson kraftlyftingakappi og Sölvi Fannar, en
sá síðastnefndi er líklega þekktastur fyrir að
hafa þjálfað Gaua litla í sjónvarpinu í vetur. Að
sögn Hjalta er stefnt að því að gera leikana að
hátíð fyrir alla fjölskylduna og stendur til að
leyfa áhorfendum að spreyta sig.