Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997
rfirði:
vígaferli
stendur fóstudag og sunnudag frá 13
til 21 en á laugardag frá 14 til 21,“
segir Rögnvaldur. Föstudaginn
munu bardagalistamenn sýna víg-
fimi sína og kynna foman vopna-
búnað á Víðistaðatúni. Þá verða
hestar teymdir undir börnum og
Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir leik-
verkið Epli Iðunnar þar sem segir
frá því er Loki stal eplum Iðunnar.
Það hafði óheppilegar afleiðingar
fyrir goðin þar sem þau sóttu eilífan
æskuþrótt sinn til þessara epla. Auk
þessara atriða siglir vikingaskipið
Islendingur með gesti frá Fjörukrá-
arbryggju við Strandgötu og þá
;t er voöinn vís.
Etið og drukkiö aö víkingasiö. DV-mynd E.ÓI.
verður gestum boðið að spreyta sig
í bogaskotfimi. Þá verður hér vík-
ingamarkaður alla daga hátíðarinn-
ar þar sem margs konar vamingur
verður boðinn til sölu.
Skundað á Þingvöll
Á laugardagsmorgun verður fjöl-
mennt á Þingvöll þar sem fram fer
hátíðarþing að hætti vikinga. „Við
verðum með hópreið víkinga niður
Almannagjá og niður vellina neðan
við Öxarárfoss. Þá verðum við með
fiölbreytta dagskrá í Stekkjagjá.
Heiðursgestur okkar þann daginn
verður Ólafur G. Einarsson, forseti
Alþingis. Að lokinni dagskránni á
Þingvöllum verður haldið aftur í
bæinn þar sem dagskráin verður
með svipuðu sniði og daginn áður,
nema hvað efnt verður til Hallgerð-
arkeppni þar sem hárfegursta kon-
an verður valin.
Höfðingi heygdur og
brenndur
Á lokadegi hátíðarinnar verður
margt um að vera. Föstu liðirnir
verða áfram á sínum stað, þar á
meðal víkingamarkaðurinn og bar-
dagasýningamar. Klukkan 15 verð-
ur keltnesk messa og þá verða
skeggprúðasta víkingnum veitt
verðlaun fyrir skeggið. Klukkan 18
hefst síðan heljarmikill bardagi sem
lýkur með því að höfðingi úr öðru
liðinu fellur í valinn. Hann verður
heygður og síðan brenndur á stóru
víkingaskipi í tjörninni á Víðistaða-
túni. Ekki þarf að taka fram að
„höfðinginn“ sem hér um ræðir er
að sjálfsögðu ekki lifandi áhættu-
leikari heldur brúða.
Aðstandendur víkingahátiðarinn-
ar gera ráð fyrir að fiöldi gesta leggi
leið sína á hátíðina: „Við fengum 13
þúsund gesti á síðustu hátíð og von-
umst eftir 20 þúsund núna,“ segir
Rögnvaldur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri víkingahátíðarinnar í
Hafnafirði. -kbb
Þaö verður mikiö um dýröir á Selfossi um helgina.
Mynd Filmverk/Gunnar
Selfossbyggð:
Hápunktur afmælishátíðar
Afmælishátíð í tilefhi 50 ára af- skólann og vemdaðan vinnustað gildi. Lögin vom sett í kjölfar
mælis Selfossbyggðar nær há-
punkti sínum um helgina meö
heimsókn forseta íslands og konu
hans. Samtímis verða fiölmargar
uppákomur í bænum og ættu all-
ir, jafnt ungir sem aldnir, að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
„Ég geri ráð fyrir því að há-
tíðahöldin nái hápunkti sínum
um helgina og er forsetaheim-
sóknin að sjálfsögðu stærsti þátt-
urinn þar,“ segir Magnús Már
Magnússon, æskulýðsfulltrúi á
Selfossi, sem situr í afmælis-
nefnd bæjarins. „Annars skiptist
hátíðadagskráin hjá okkur
nokkum veginn jafht milli for-
setaheimsóknarinnar og al-
mennrar skemmtidagskrár.
Heimsókn forsetans hefst klukk-
an 11 um morguninn með mót-
töku við Selfosskirkju og von-
umst við til að bæjarbúar fiöl-
menni þar. Eftir það heimsækir
forsetinn hina og þessa staði í
bænum, þar á meðal Fjölbrauta-
þar sem fatlaðir em með vinnu-
stofú. Loks liggur leiðin að úti-
vistarsvæðinu við Gesthús en
þar verður almenn hátíðarsam-
koma með hefðbundnu sniði, svo
sem ávörpum, kórsöng og fleira í
þeim dúr. Efnt verður til gríðar-
stórrar grillveislu og samhliða
grillinu verða fiölmargar uppá-
komur aðrer, svo sem andlits-
málun, leikir og alls konar sprell
hér og þar. Ég geri ráð fyrir að
forsetahjónin kveðji bæjarbúa
um kvöldmatarleytið og haldi
heim á leið en bæjarbúar munu
væntanlega skemmta sér eitt-
hvað fram eftir,“ segir Magnús
og segist vonast eftir um 3000
gestum á hátíðahöldin.
Um kvöldið verður hljómsveit-
in Sálin hans Jóns míns með tón-
leika á stóra sviðinu í Inghóli.
Selfosshreppur varð til árið
1947 þegar lög um sameiningu
Sandvíkurhrepps, Ölfushrepps
og Hraungerðishrepps gengu í
langvinnra viðræðna milli full-
trúa hreppanna og þegar ekki
gekk saman hjó Alþingi á hnút-
inn með lagasetningu. Byggðin
sjálf við Selfoss er nokkru eldri
en segja má að kjami hennar
hafi myndast í kringum 1891 við
smíði Ölfusárbrúar. í þá daga
var Ölfusárbrú mesta mannvirki
sinnar tegundar hérlendis og
gerð hennar markaði byltingu í
samgöngumálum hérlendis. Sel-
fossbær eins og hann er nú á því
tilvist sína að þakka brúarstæð-
inu góða en óhætt er að segja að
bærinn hefði risið annars staðar
ef það hefði ekki verið fyrir
hendi.
Afmælishátíð Selfossbyggðar
hefur nú staðið síðan í maí og
nær, sem fyrr segir, hápunkti sín-
um um helgina. Þar með er henni
þó hvergi nærri lokið því að upp-
ákomur og hátíðahöld munu
halda áfram með reglulegu milli-
bili fram í desember. -kbb
}Ma helgina •
SÝNINGAR
Gallcrí Handverks & hönnunar,
Amtmannsstíg 1. Guflsmiöjan Stubbur
er með sýningu á leikföngum. Til sýnis
eru leikföng, hönnuö og smíðuð af Georg
Hollanders. Sýningin stendur til 12. júlí
og er opin virka daga kl. 11-17 og á laug- '
ardögum 12-16.
Gallerí Homlð, Hafnarstraái 15.
Gunnar Þjóðbjöm Jónsson opnar sýn-
ingu á málverkum og er þetta fyrsta
einkasýning hans. Sýningin stendur til
30. júll og verður hún opin frá kl.
11.00-23.30 en sérinngangur gallerísins
er þó aðeins opinn trá kl. 14.00-18.00.
Gallerí Ingólfsstræti 8. Nú stendur yfir
sýning með nýjum málverkum eftir Tuma
Magnússon. Sýningin stendur til 31. júlí.
Gallerí Listakot, Laugavegi 70.
Laugardaginn 12. júlí kl. 14.00 opnar ung-
verska grafiklistakonan Magdolna Szabó
sýningu. Sýningin stendur tii 2. ágúst og
er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16
laugardaga. f
Gallerí Nema hvað, Þingholts-
strætí 6. Nú stendur yfir fyrsta einka-
sýning Kolbrúnar Sigurðardóttur. Sýn-
ingin er opin frá 5.-17. júlí, frá kl. 15-18
þriöjudaga tii föstudaga og kl. 14-18 laug-
ardaga og sunnudaga.
Gallerí Regnbogans, Hverfisgötu
54. Sýning á verkum Sigurðar Örlygs-
sonar er opin virka daga frá kl. 16-24 og
frá kl. 14-24 um helgar.
Gallerí Sýnirými: Sýningar í júlí.
Gailerí Sýnibox: Liija Björk Egilsdótt-
ir„ Gallerí Barmur: Hulda Ágústs-
dóttir, berendur eru Bruce Concle og
Hildur Bjamadóttir. Gallerí Hlust:
(551-4348): Kristbergur Ó. Pétursson.
Galierí 20 m2: Oliver Kochta.
Gerðuberg. Jón Jónsson er með mál-
verkasýningu. Opið fmuntud. til sunnud.
frá kl. 14-18.
Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafh-
arfirði. Nú stendur yfir sýning á verk- v"
um þýska listamannsins Wulfs Kirs-
chners. Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 12-18 fram til 21. júlí.
ísafoldarhúsið, Þingholtsstræti 5.
Heidi Kristiansen sýnir myndteppi.
Vinnustofan er opin aúa virka daga frá
kl. 12-18.
Kjarvalsstaöir Sýningin íslensk
myndlist til 31. ágúst. Opiö aila daga frá
kl. 10-18.
Listasafh Ámesinga, Tryggvagötu
23. í tilefhi 50 ára afmælis Selfossbæjar
er haldin þessa dagana myndlistarsýn-
ing eflir 15 Selfyssinga. Sýningin stendur
til 31. ágúst og er opið frá 14-18 alla daga.
Listasafn íslands. Sýning á myndlist
og miðaldabókum Islands. Á sýningunni
eru málverk, graflk og höggmyndir sem
byggðar eru á íslenskum fomritum.
Listasafh Kópavogs. Nú stendur yfir
sýningin fjarvera/nærvera. Christine
Borland, Krisiján Guðmundsson og Juli-
ao Sarmento.
Listhúsið í Laugardal. Gallerí Sjöfn
Har. Myndlistarsýning á verkum eftir
Sjöfh Har. Opið virka daga kl. 13-18 og
laugardaga kl. 11-14.
Listasafh Sigurjóns Ólafssonar,
Laugaraesi. Sumarsýning á 27 völdum
verkum eftir Siguijón. Opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 14-17.
Listhús Ófeigs, Skólavöröustíg 5.
Finninn Harri Syijánen er með sýningu
á verkum sínum. Opið mán.- fös. frá kl.
10-18 og lau. frá kl. 11-14.
Mokka, Skólavöröustíg 3A. Þann 11.
júlí opnar Hlin Gylfadóttir sýningu á sili-
kondýrum. Sýningin stendur til 6. ágúst. ‘-
Nýiistasafniö, Vatnasíg 3B. Fimm
sýningar. Raddskúlptúr eftir Magnús
Pálsson. 1 Forsal kynna Særún Stefáns-
dóttir, Jóní Jónsdóttir, Hlín Gylfadóttir,
Dóra isleifsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir
„Yngstu kynslóðina". Áslaug Thorlacius
sýnir ijósmyndir og þrívið verk i Bjarta og
Svarta sal. Á efetu hæð hússins, eða i
Súm-sal, verður haldið upp á 20 ára af-
mæli sýningarhússins Suðurgötu 7. Um-
sjónarmenn eru Halldór Ásgeirsson og
Steingrímur EySörð. í setustofh Jón Reyk-
dal. Sýningamar em opnar daglega nema
á mán. frá kl. 14-18 og þeim lýkur 20. júlí.
Sjómhxjasafh íslands, Hafharfirði.
Sýning á 20 olíumáiverkum eftir Bjama
Jónsson listmálara. Sýningin stendur
yfir sumartímann. Til 30. september
verður Sjóminjasafnið opið aila daga frá
kl. 13-17.
Sjónarhóll, Hverfisgötu 12. Nú -j
stendur yfir sýning Helga Hjaltalín á
Sjónarhóli. Sýningunni lýkur þann 27.
júlí. Sjónarhóll er opinn funmtudaga til
sunnudaga ki. 14-18.
Snegla, listhús, Grettisgötu 7. í
gluggum stendur yfir kynning á verkum
Sigríðar Erlu úr jaröleir. Opið virka
daga kl. 12-18 og kl. 10-14 laugard.
SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Sýn-
ing á verkum Aðalheiöar Valgeirsdóttur
til 8. ágúst. Opið frá mánudegi til föstu-
dags, frá kl. 9.15-16.
Stofhun Áma Magnússonar, Áma-
garði. Sumarsýning handrita 1997. Opið
daglega kl. 13-17 til ágústloka.
Við Fjömborðiö, Stokkseyri. Gunnar
Gránz heldur sýningu á um 20 myndverk-
um.Sýninginstendurfrál2.júlíitll.ágúst. <
Vorhugur, sýning á skúlptúrverkum
Þorgerðar Jörundardóttur og Mimi Stall-
bom stendur yfir í húsnæði Kvennalist-
ans að Pósthússtræti 7, 3. hæð. Opiö á
skrifstofutíma kl. 13-17 alla virka daga.
Skálholt. Sýningin Kristnitaka sem
er samvinnuverkefhi Myndhöggvarafé-
lagsins í Reykjavík, Skálholtsstaðar og
Skálholtsskóla. Sýningin stendur til 14.
október. _