Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Síða 10
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997
24
-v «
tíónlist
*
| t 1. (- ) Fat of the Land
Prodigy
| | 2. (1 ) OK Computer
Radiohead
I | 3. ( 2 ) Pottþétt 8
Ymsir
IÍ 4. ( 3 ) Forever
Wu Tang Clan
i 5. ( 4 ) Spice
Spice Girls
t 6. (10) Falling into You
Celine Dion
Í 7. ( 5 ) Stoosh
Skunk Anansie
4 8. ( 6 ) Evita
Ur söngleik
t 9. (- ) Bestu barnalögin
Safnplata
t 10. (-) Tjútt
Skítamórall
t 11. (19) 5th Element
Úr kvikmynd
i 12. ( 7 ) Tragic Kingdom
No Doubt
Í 13. ( 8 ) Very Best of
Cat Stevens
t 14. (- ) ln It for the Money
Supergrass
t 15. (- ) Rómeó og Júlía
Úr kvikmynd
Í 16. (12) Fields of Gold, Best of
Sting
i 17. (16) TheSaint
Úr kvikmynd
t 18. (- ) Best of
Tsjajkovskí
i 19.(11) 13sígildarsöngperlur
14 Fóstbræður
t 20. ( - ) Depoche Mode
Ultra
mwmxtis/sKmtamiMmtiiisk
London
t 1.(1) I II Be Missing You
Puff Daddy & Fait Evans
| | 2. ( 2 ) Ecuador
Sash! Featuring Rodriguez
t 3. (- ) The Journey
911
| t 4. ( 6 ) Free
Ultra Nate
| t 5. ( - ) Something Goin' on
Todd Terry
Í 6. ( 5 ) Bitter Sweet Symphony
The Verve
i 7. ( 4 ) MmmBob
Hanson
| t 8. (- ) A Change Would Do You Good
Sheryl Crow
| i 9. ( 7 ) I Wanna Be the Only One
Eternal Featuring BeBe Winans
Í 10. ( 3 ) JustAGirl
No Doubt
NewYork
-lög-
| 1.(1) l'll Be Missing You
Puff Daddy & Faith Evans
t 2. ( 3 ) Bitch
Meredith Brooks
i 3. ( 2 ) MmmBop
Hanson
| 4. ( 4 ) Roturn of the Mack
Mark Morrison
| 5. ( 5 ) Look into My Eyes
Bone Thugs-N-Harmony
| t 6. ( 7 ) I Belong to You
Rome
| i 7. ( 6 ) Say You'll Be there
Spice Girls
t 8. (-) Sunny Came Home
Shawn Colvin
t 9. (- ) Do You Know
Robyn
t 10. (- ) Quit Playing Games
Backstreet Boys
! .1 vHA . w
\ Bretland
J 1. (-) ThatFatofthe Land
The Prodigy
i 2. ( 1 ) OK Computer
Radiohead
i 3. ( 2) Heavy Soul
Paul Weller
| J 4. ( 4 ) Spice
Spice Girls
J 5. ( 5) Before the Rain
Eternal
t 6. ( -) Some Other Suckers Parade
Del Amitri
t 7. ( -) Guns in the Ghetto
UB40
i 8. ( 3 ) Destination Anywhere
Jon Bon Jovi
t 9. (10) Stoosh
Skunk Anansie
t 10. ( - ) Romanza
Abdra Bocelli
i ZI
\ Bandaríkin
..-r- plötur og diskar-
t 1. ( 2 ) Spice
Spice Girls
t Z ( 5 ) Middle of Nowhere
Hanson
J 3. ( 3 ) Everywhere
Tim McGraw
t 4. (- ) Generation Swine
Motley Crue
t 5. ( 6 ) Batman & Robin
Soundtrack
i 6. (1 ) Butterfly Kisses
Bob Carlisle
J 7. ( 7 ) God's Property
God's Property from Kirk Franklin's
i 8. ( 4 ) Wu-Tang Forever
Wu-Tang Clan
t 9. (- ) Bringing Down the Horse
The Wallflowers
tlO. (- ) Pieces of You
Jewel
r *
O
tokk
ER SKOLLIN
Tuttugu hljómsveitir voru
skráðar til leiks í hljóm-
sveitakeppninni Rokkstokk
’97 sem fer fram í Reykjanesbæ i dag
og á morgun. Fjöldinn var reyndar
stöðugt að taka breytingum, hljóm-
sveitir að detta út, aðrar að hlaupa í
skarðið og enn aðrar að breyta um
nöfn og liðsskipan og bjuggst að-
standendur keppninnar við að svo
yrði fram á síðustu stundu.
Keppnin sjálf á morgun
Hátíðin hefst klukkan ijögur í dag
þegar hljómsveitimar koma fram á
tveimur útisviðum í Keflavik. Tíu
spila á hvoru sviði. Fari svo aö ekki
viðri til útitónleika verða hljóm-
sveitirnar færðar inn. Keppnin sjálf
fer siðan fram á morgun í Félags-
bíói, hefst klukkan þrjú og lýkur ein-
hvem tíma á þriðja tímanum um
nóttina.
„Á útitónleikunum verðum við
bara með lítil hljóðkerfi. Fyrirkomu-
lagið verður nánast eins og hljóm-
sveitirnar hafi bara fært sig út fyrir
bílskúrsdymar og spili þar í staðinn
fyrir að vera inni,“ segir Kiddi, einn
aðalskipuleggjandi keppninnar. „I
Félagsbíói verðum við hins vegar
með stórt kerfi og þar verður mikið
lagt upp úr þvi að hafa hljóminn sem bestan.
Mikill áhugi
Kiddi segir að áhuga á þátttöku hafi ekki skort.
Flestar hljómsveitirnar sem skráðar eru til
keppni eru reyndar af Suðumesjum. Nokkrar em
úr höfuðborginni og nágrenni hennar og ein frá
Vestmannaeyjum. „Þær spila flestar rokk, tvær
til þrjár eru með tölvumúsík og ein þeirra,
Rassálfar, sker sig nokkuð úr. í henni er leikið á
ýmiss konar hljóðfæri sem heyrist ekki oft í þeg-
ar rokk er annars vegar,“ segir Kiddi.
Þrjú frumsamin
Á tónleikunum í dag hefur hver
hljómsveit hálfa klukkustund til að
kynna sig og má þá spila hvað sem
er. í hljómsveitakeppninni á morgun
á hver hljómsveit hins vegar að leika
þrjú frumsamin lög. Þriggja manna
dómnefnd hefur því ærinn starfa fyr-
ir höndum að komast að niðurstöðu
um hvaða hljómsveit skarar fram úr
og hlýtur utanlandsferð sem boðin er
í verðlaun. Að auki verða veitt verð-
laun fyrir besta sönginn og hljóð-
færaleikinn og einnig fær frumleg-
asta hljómsveitin sérstök verðlaun.
Dómnefndina skipa Kiddi kanína,
ísar Logi úr Undirtónum og Heiðar
úr Botnleðju.
Gefa út geislaplötu
Hlutverki Heiðars er aldeilis ekki
lokið þegar dómnefndarstörfum
sleppir. Hljómsveit hans, Botnleðja,
kemur fram um kvöldmatarleytið á
morgun. Hin gestahljómsveitin, Qua-
rashi, spilar hins vegar í lokin, með-
an dómnefndin er að bræða með sér
hvaða hljómsveit hafi sigrað í
keppninni.
Leikur allra hljómsveitanna verð-
ur tekinn upp á laugardag og stend-
ur til að gefa út geislaplötu með því athyglisverð-
asta sem fyrir eyrun ber.
Eitt skilyrðið fyrir þátttöku í keppninni var
einmitt að hljómsveitirnar hefðu ekki gefið út
geisladisk áður.
Þess má að lokum geta að heilmiklar upplýs-
ingar um Rokkstokk ’97 er að finna á heimasíðu
keppninnar og fróðleik um hana og hljómsveit-
irnar sem verða með. Slóðin er ok.is/rokkstokk.
-ÁT-
Botnleðja verður önnur tveggja gestahljómsveita í Rokkstokk-keppninni á
morgun.
Hljómsveitimar sem voru skráðar til keppni í
byrjun vikunnar eru Klotera Inc., Drákon, Blús-
bræður, Rassálfar, OP!, Fálkar, Geðklofi, Dan-
modan og Splendid, allar úr Keflavík eða Reykja-
nesbæ. Úr Reykjavík koma Kristiníus, Siðfágun,
Tempest, StarBitch, Panorama og Port. Dúnmjúk-
ar kanínur er eina hljómsveitin sem skráð er til
leiks frá unghljómsveitabænum Hafnarfirði,
Konukvöl er úr Sandgerði og D-7 úr Vestmanna-
eyjum. Tvær hljómsveitir, Fleður og Sódóma, eru
óstaðsettar í sveitarfélög.
sumar
Hljómsveitin Soma: Það blundar fremur lítil Rabarbara-Rúna í henni.
Hljómsveitin Soma lætur
það ekki aftra sér að gefa
út plötuna Föl þótt hásum-
ar sé. Það er heldur ekkert hráslaga-
legt við lögin þrettán á plötunni,
rokkað hressilega í sumum, farið
ögn rólegar í öðrum en hvergi sleg-
ið af.
„Við sigruðum í hljómsveita-
keppni FÍH, Fjörunganum, í apríl í
fyrra og þá má segja að hljómsveit-
in hafi byrjað upp á nýtt,“ segir
Halldór Sölvi Hrafnsson, ryþmagít-
arleikari Soma. „Annars byrjaði
þetta allt saman á Kleppi,“ bætir
hann við og hlær. „Við vinnum þar
báðir gitarleikarar hljómsveitarinn-
ar og stofnuðum á sínum tíma
hljómsveitina Glimmer. Málin hafa
síðan þróast eðlilega og nú erum við
sem sagt komnir með plötu sem við
leggjum höfuðáhersluna á aö kynna
núna í sumar.
Gítarleikarinn sem Halldór Sölvi
nefndi er Snorri Gunnarsson. Aðrir
liðsmenn hljómsveitarinnar eru
Þorlákur Lúðvíksson hljómborðs-
leikari, Jónas Vilhelmsson sem leik-
ur á trommur, Kristinn Jón Amar-
son bassaleikari, og Guðmundur
Annas Ámason söngvari.
„Guðmundur kom ekki í hljóm-
sveitina fyrr en þremur vikum áður
en við tókum þátt í hljómsveita-
keppninni," segir Halldór. „Það
kom þó ekki í veg fyrir að við
sigruðum. Heldur ekki að helming-
ur hljómsveitarinnar mætti allt of
seint og fyrir vikið urðum við að
fara á sviðið án þess að hafa fengið
hljóðprufu fyrst. Eftir þetta urðu
síðan bassaleikaraskipti hjá okkur."
Hratt unnið
Fyrir sigurinn fengu liðsmenn
Soma sextíu upptökutíma í stúdíó
Gný. Þeir nýttu þá til að vinna
prufuupptökur. Áttu enda nóg af
frumsömdu efni. Áður en að þvi
kom hins vegar að hljóðrita plötuna
ákváðu sexmenningamir að leggja
öllu gamla efninu og semja nýtt.
Nýju lögin vom síðan hljóðrituð í
Grjótnámunni og Stúdió Stefi. Hall-
dór segir að upptökumar hafi verið
unnar á nokkuð löngum tíma en
stúdíótímarnir hafi þegar upp var
staðið samt ekki verið nema
120-130. „Og þá er öll vinnslan með
talin þannig að við höfum í raun og
vem verið fljótir þótt við dreifðum
upptökutimanum á nokkuð langt
tímabil.“
Platan Föl kom síðan út fimmta
júní. Soma hélt útgáfutónleika þá
imi kvöldið í Þjóðleikhúskjallaran-
um og fékk þrjú hundmð gesti.
Harla gott þegar haft er í huga að
boðið var upp á lifandi tónlist víða
um höfuðborgina þetta sama kvöld.
„Við höfum reyndar aðallega spil-
að í Rosenbergkjallaranum, komum
þar alloft fram síðastliðinn vetur og
spiluðum þá aðallega tónlist eftir
aðra,“ segir Halldór. „Núna leggjum
við hins vegar höfuðáhersluna á að
spila lög af plötunni. Við komum
fram i miðborg Reykjavíkur á þjóð-
hátíðardaginn og höfum síðan verið
hér og þar. Annað kvöld verðum við
í Njálsbúð með Botnleðju, Kolrössu,
Maus, Soðinni fiðlu og fleiri hljóm-
sveitum og að viku liðinni spilum
við í Miðgarði á undan Sálinni hans
Jóns míns.“
Milliþungt rokk
Halldór Sölvi bætir því við að
hljómsveitin Soma sé fyrst og
fremst rokkhljómsveit sem ekki
bjóði upp á hefðbundið prógramm
fyrir sveitadansleiki. „Við höfum
reyndar æft þrjátíu til fiörutíu lög
eftir aðra sem við flíkum ekkert
mikið um þessar mundir," segir
hann. „Það er hins vegar frekar lít-
il Rabarbara-Rúna í okkur þannig
að við hentum ekki fyrir sfiórn-
lausa stuðdansleiki. Reyndar er tón-
listin hjá okkur stöðugt að þróast.
Við settum stefhima á milliþungt
rokk þegar við byrjuðum að taka
upp plötuna og ég held að segja
megi að sú stefna sé ráðandi hjá
okkur núna. Þó að við bjóðum ekki
upp á böll með helstu stuðlögum
síðustu áratuga gengur okkur ágæt-
lega að finna verkefni sem við fáum
borgað fyrir þannig að ég held að ég
megi segja að okkur gangi bara
ágætlega að koma tónlistinni okkar
á framfæri." -ÁT