Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 fer á kreik Sumarið er gengið í garð hjá Sálinni hans Jóns míns, einni langlífustu hljómsveit þjóðarinnar. Tvennir tón- leikar eru að baki á sumar- vertíðinni, rúmlega tugur eftir. Hljómsveitin ætlar að vera að fram í miðjan ágúst. Þá leggst hún í dvala að nýju. „Okkur hefur gengið ágætlega hingað til,“ sagði Guðmundur Jónsson, gitar- leikari og lagahöfundur, þegar slegið var á þráðinn til hans í sólina og steikar- hitann í Lundúnum fyrr í vikunni. „Við spiluðum ásamt fleiri á afmælishátíð á Selfossi fyrir háifum mán- uði og vorum í Ýdölum á laugardaginn. Það komu um þúsund manns sem verður að teljast ágætt á þessum síðustu og verstu tímum.“ Sálin ætlar að efna til tónleika í Inghóli á Selfossi annað kvöld. í næstu viku hefst vertíðin síðan fyrir al- vöru og þá verður leikið hvert fóstudags- og laugar- dagskvöld þar til staðar verður numið að nýju. „Staðan hjá okkur er hálf- skrýtin enn. Ég er enn þá í London en flyt heim í sex vikur núna í vikulokin," segir Guðmundur. „Atli (Örvarsson) er enn ekki mættur til leiks. Hann er á Kýpur að spila með skóla- bræðrum sínum frá Banda- ríkjunum en hann verður með frá og með næstu viku.“ Þrjú ný lög Sálin hans Jóns míns sendir ekki frá sér plötu í sumar. Hún á hins vegar þrjú lög á safndiskinum Bandalög 7 sem Spor ætlar að gefa út innan tveggja vikna. Eitt lagið, Englar er þegar orðið vel þekkt eftir að hafa hljóm- að oft „Upphaflega áttu lögin aðeins að vera tvö. Atli flaug heim til að taka þau upp með okkur. Þá var trommuleikarinn okkar, Tómas Jóhannesson, hins vegar ekki til staðar þannig að við þ um að fá ið snúið þegar liðsmenn hljómsveitarinnar eru dreifðir út og suður,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að ekki standi til að hljóðrita meira af nýjum lögum á þessu ári. „Raunar er allt óráðið eftir miðjan ágúst. Kannski höld- um við nokkra tón- leika um jólin.“ Jónsson lofar því hins vegar að meira verði um að vera hjá Sálinni hans Jóns míns á næsta ári. „Hljómsveitin á tíu ára starfsafmæli 1998 og það stendur til að halda al- mennilega upp á það,“ segir hann. „Það hefur komið til tals að gefa út safnplötu með úrvali af því sem við höfum sent frá okkur og jafnvel eitthvað meira. Sálin hans Jóns míns: Tíu ára starfsaf- mæli á ári. á dag í músíkút- varpsstöðvunum að undanfórnu. Nýju lögin eru öll eft- ir Guðmund. Stefán Hilmarsson söngvari samdi texta við tvö og Friðrik Sturluson bassaleik- ari á einn. lánstrommara og trommuheila. Svo hættist þriðja lagið við. Þá komst Atli ekki svo að Jens Hansson tók að sér hljómborðsleikinn. Sam- starfíð getur því verið dálít- Afmælis- ár'98 Guð- mund- ur Það er annars útbreiddur misskilningur að Sálin sé sífellt að hætta og byrja aft- ur,“ bætir hann við. „í okk- ar huga höfum við aldrei hætt. Við erum alltaf í þess- ari hljómsveit en tökum okkur bara góð hlé milli vinnutarna. Fyrstu flmm árin spiluðum við um nán- ast hverja einustu helgi og það var einfaldlega of mik- ið. Fyrir fjórum árum var samstarfið alveg að springa. Þá ákváðum við að gera eins og hljómsveitin Grafik gerði á sinum tíma; spila sjaldnar en vera virkilega að þann tíma sem spilatím- inn stendur yfir. Núna hef- ur vinskapurinn meira vægi en áður innan hljóm- sveitarinnar og samstarfið gengur með ágætum. Tryggir aðdáendur Við værum raunar löngu hættir ef ekki kæmi fólk til að hlusta á okkur,“ segir Guðmundur Jónsson að lok- um. „Ef við höfum það í huga að eitt dægurlag lifir aðeins nokkrar vikur eru það forréttindi að fá þúsund manns til að koma og hlusta og skemmta sér með okkur eins og í Ýdölum um sið- ustu helgi. Fyrir slíka tryggð við okkur erum við að sjálfsögðu þakklátir." -ÁT U2 spila heima U2 hafa loksins staðfest að þeir muni halda tónleika í heimaborg sinni, Dublin, 30. ágúst næstkomandi. Það var vafaatriði hvort hljómsveitin fengi að spila vegna strangra reglna sem gilda í borginni um tónleikahald. Samningar hafa sem sagt tekist og U2 eru á leið- inni heim. Dublínarbúar eru mjög spenntir að fá „strákana sína“ heim aftur og eiga miðamir á tónleikana vafalítið eftir að selj- ast upp á skotstundu. Nóg að gera Shaun Ryder er ekki uppi- skroppa með verkefhi þessa dag- ana. Hann er að vinna með hljóm- sveitinni Black Grape að nýrri plötu sem er væntanleg um miðj- an október og einnig er hann að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Avengers. Með honum í myndinni leika engu ómerkilegri leikarar en Sean Connery, Uma Thurman, Patrick McNee og Eddie Izzard. 18.-19. júlí hitar Black Grape upp fyrir U2-tónleika í Rotterdam. Um lie Sálin í Inghóli Síðastliðinn laugardag hóf Sálin hans Jóns míns sumartúrinn eftir alllangt hlé. Um helgina ætla þeir Sálar- menn að gera allt brjálað á Sel- fossi en þeir spila fyrir gesti og gangandi á stóra sviðinu í Inghóli. Fyrir áhugasama Sálarmenn og - konur er rétt að benda á heima- síðu Sálarinnar. Þar er hægt að fylgjast með ferðum sveitarinnar í allt sumar, fá tóndæmi af nýjum lögum og fræðast um hvaðeina sem lýtur að Sálinni. Slóðin er:www.mmedia.is/salin Sniglabandið Sniglabandið hefur um árabil skemmt landsmönnum, ungum sem öldnum, og þessa helgina verður ekkert lát á því. í kvöld spilar hljómsveitin á skemmtistaðnum Dubliner í Reykjavík og annað kvöld verður hún í Úthlíð í Biskupstungum. Sniglabandið er nú að leggja loka- hönd á geisladisk sem ber nafnið Ágúst kemur klukkan tvö, og er hann væntanlegur í september.. Paparnir Um helgina verður þjóðhátíð þjófstartað er hinir hressu írskættuðu Hljómsveitin Sniglabandið heldur í kvöld uppi fjörinu á Dubliner. Papar úr Eyjum spila á Gauki á Stöng. Greifarnir Hunang Annað kvöld mun hljómsveitin Hunang brenna norður á Sauðár- krók og slá upp hörkudansleik á Kaffi Króki. Þeir félagar eru ekki þekktir fyrir annað en taumlausa gleði svo Skagfirðingar sem og aðrir landsmenn ættu ekki að þurfa að láta sér leiðast á Krókn- um. Um helgina halda Greifarnir stórdansleik í Hnifsdal. Félags- heimilið á ísafirði var of lítið en ætli samkomuhúsið í Hnífsdal verði nógu stórt? Dansleikur sem enginn má missa af. Hótel Saga Um helgina leikur Hilmar Sverrisson fyrir gesti Mímisbars- ins. Hann er gestum sínum löngu kunnur fyrir góðan leik. Rokkstokk Um helgina verður hljómsveita- keppnin Rokkstokk haldin í Reykjanesbæ. Keppnin fer fram á nokkrum stöðum í bænum og verður bæði haldin í dag og á morgun. Aðalkeppnin fer fram á morgun í Félagsbíói. Kringlukráin Á Kringlukránni verður ýmis- legt um að vera. í kvöld leikur sveitin Léttir sprettir fyrir dansi. Eins og nafnið gefur til kynna flytur hún létta og skemmtilega tónlist og verða lög eftir Bítlana í fararbroddi. Annað kvöld mun hljómsveitin halda uppi krárstemningu á Kringlu- kránni. Geirmundur íTjaldi galdramannsins Geirmundur klikkar aldrei og í kvöld spilar kappinn ásamt hljóm- sveit sinni í Tjaldi galdramanns- ins að Lónkoti í Skagafirði. Hefst sveiflan klukkan 23 og kostar 1000 krónur inn. Bylting Hljómsveitin Bylting frá Akureyri spilar bæði í kvöld og annað kvöld á Café Amsterdam Sóldögg á Austurlandi Hljómsveitin Sóldögg heldur austur um helgina. í kvöld spilar hún í Valaskjálf Egilsstöðum og annað kvöld í Miklagarði Vopnafirði. Gömlu brýnin á Gullöld Um helgina leika gömlu brýnin Svenni og Halli fyrir dansi á Gullöldinni, kránni í hjarta Grafarvogs. Últra Hljómsveitin Últra spilar í Katalínu í Kópavogi, bæði í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin lofar miklu fjöri og góðri tónlist. Sveitaball Annað kvöld verður geggjað sveitaball í Njálsbúð en þar munu hljómsveitirnar Botnleðja, Kolrassa krókríðandi, Maus, Soðin fiðla, Spírandi baunir og Sóma leika fyrir dansi. Forsala er í Spútnik og Hljómalind. Miðaverð er 1500 krónur og er 16 ára aldurstakmark. Sætaferðir á tónleikana verða frá BSÍ. -me mmmmmmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.