Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Blaðsíða 2
i6 &ikmyndir
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
Dauðadómi fullnægt
irk
Yfirleitt bíða kvikmyndaframleiðendur í Hollywood spenntir eftir að John Grisham
tilkynni að hann sé með nýja skáldsögu í smíðum og er löngu búið að selja kvik-
myndaréttinn áður en Grisham hefur lokið við bók sína. Klefinn (The Chamber) var
engin undantekning að því leytinu til. Það sem aftur á móti setti strik í reikninginn
er að Klefinn er um margt ólík fyrri bókum Grisham og þótti strax ekki fýsilegur
kostur til kvikmyndunar, enda lykilpersóna sögunnnar ógeðfellt gamalmenni sem
bíður aftöku í dauðadeild fangelsisins í Mississippi. Er sagan öll langt í frá að vera
léttmeti.
Vandamálið hefur verið leyst með því að gera öllu geðfelldari persónu, barnabarn
morðingjans, lögfræðinginn Adam Hall, að meira áberandi persónu sem um leið veik-
ir söguna. Hall telur það skylduverkefni sitt að reyna að koma í veg fyrir að afi hans
verði settur í gasklefann eftir 28 daga. Það er ekkert verið að fela það að sá gamli,
Sam Cayhall, er sekur um það að vera þess valdandi að tvö böm létust í sprengingu
sem hann stóð fyrir, það er heldur ekkert verið að fela það að Cayhall hafði alla tíð
verið svertingjahatari og virkur Ku Klux Klan meðlimur og er valdur að dauða fleiri
manna. Þrátt fyrir þetta gengur myndin að mestu út á það að verið er að finna mann
sem stóð á bak við sprenginguna örlagaríku og þar með að bjarga Cayhall frá gasklef-
anum. Auk þess er reynt að sýna manneskjulega hlið á Cayhall. Mótsagnirnar eru of
miklar til að fá myndina til að ganga upp og lendir hún því í sama vandræðafarinu
og bókin; að vera um of yfirborðskennd um málefni sem heíði átt að fá dýpri útlist-
un.
Gene Hackman leikur Sam Cayhall og gerir sér mat úr hlutverkinu, eins og hans er
von og vísa, nær vel að sýna hatrið sem búið hefur í Cayhall alla ævi, þó lendir Hack-
man í vandræðum með persónuna eins og í einstaka atriðum þar sem tilfinningum
er ofaukið. Chris O’Donnell leikur lögfræðinginn pýútskrifaða sem hefur ekki erindi
sem erfiði og fer ágætlega með hlutverkið en er einhvernvegin of strákslegur til að
hægt sé að taka hann alvarlega
Öfugt við aðrar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir skáldsögum John Grisham er
Klefinn þungmelt mynd, hefur áhugaverða sögu en nær aldrei að standa traustum
fótum, býður upp á takmarkaða spennu og það er ekki íyrr en í lokin að sú undiralda
sem verið hefur að geijast í slitróttum texta gægist upp á yfirborðið.
Leikstjóri: James Foley. Handrit: William Goldman og Chris Reese. Kvikmyndtaka:
lan Baker. Tónlist: Carter Burwell. Aöalleikarar: Chris O’Donnell, Gene Hackman,
Faye Dunaway og Robert Prosky. Hilmar Karlsson
Sambíóin/Regnboginn - Batman og Robin:
Gróska í Frosti
Framhaldsmyndir þykja yfirleitt ekki mjög fínn pappír og því er með ólíkindum að
Batman skuli hafa enst þetta vel í gegnum þrjár myndir. Enda er í hinni 60 ára sögu
teiknimynda-Batmans nægilegt efni í heilan leðurblökuher mynda. Af einhverjum
ástæðum virðist Schumacher ekki hafa gert sér grein fyrir þessari auðgi Bat-mýtunn-
ar, allavega kann hann ekki að nýta sér hana. í stað þess einfaldlega að velja sér góða
sögu úr seríunum eða búa til nýja, velur leikstjórinn þá leið að ofhlaða myndina nýj-
um persónum og þunnum bröndurum. Vonda fólkið er Arnold Schwarzenegger sem
Mr. Freeze og Uma Thurman sem Poison Ivy og eru þau á allan hátt það langbesta við
þessa annars lítið skemmtilegu mynd. Eins og frægt er orðið er George Clooney úr ER
nýjasti Leðurblökumaðurinn og gerir hvorki að pirra né heilla, Robin er enn hin óvið-
jafnanlega leiðinlegi Chris O’Donnell (ekki lítið afrek að velja leikara sem er jafnleið-
inlegur og hlutverkið sem hann hefur) og nýjasti meðlimurinn í leðurQölskyldunni er
Leðurblökustúlkan, Alicia Silverstone, sem er svo sem ósköp fín en hefur einstaklega
lítið að gera þarna annað en að vera eins konar friðþæging fyrir femínista. Sem slík
er hún fáránleg og er þar ekki síst um að kenna ótrúlega lélegu og innantómu hand-
riti sem verður að teljast almesti galli þessa gallagrips. Frösum og aulabröndurum
rignir yfir áhorfendur í bland við frámunalega langdregnar og yfirborðslegar senur
með Batman og þjóninum Alfreð, sem er deyjandi gegnum alla myndina. Það virðist
sem Hollywood sé staðráðin í að ganga af fjölskyldunni dauðri, miðað við þær klisjur
og tilgerð sem hún dælir fram um fjölskyldulíf og gildi. Stíllinn er endurtekið efni frá
fyrri mynd, bara aðeins meira af öllu, undantekningarnar eru umhverfi Mr. Freeze og
Poison Ivy, sem eru bæði smart og virka vel, Uma er æðisleg sem ýkt útgáfa af nátt-
úruvemdarsinna (plöntur fram yfir fólk) og Amie er alltaf hressandi og sérlega sætur
svona silfraður í framan og með nælonbláar linsur. Fyrir svona fólk gæti ég bæði þol-
að frosthörkur og fijóofnæmi...
Leikstjóri: Joel Schumacher. Handrit: Akiva Goldsman. Tónlist: Elliot Goldenthal. Aöal-
hlutverk: Arnold Schwarzenegger, George Clooney, Chris O’Donnell, Uma Thurman,
Alicia Sllverstone -Úd
Leikstjórar frá Hong Kong:
Nýjustu hetjur
hasarmyndanna
Mikill áhugi hefur vaknað á síð-
ustu árum á kvikmyndum gerðum í
Hong Kong. Þar hefur orðið til
nokkurs konar neðanjarðarfylking
kvikmyndagerðarmanna sem hafa
vakið mikla athygli undanfarin ár
fyrir ódýrar myndir sinar sem
keyrðar eru áfram með miklu of-
beldi og hressilegum hasarsenum.
Frægustu leikstjórar nýlendunnar
fyrrverandi eru nú famir að reyna
fyrir sér í Hollywood. í fararbroddi
fór John Woo sem vakti mikla
lukku með myndum sínum Hard
Target og Broken Arrow með John
Travolta. Getspakir menn í
Hollywood spá því að Tsu Hark,
leikstjóri Double Team, sé næsti
Hong Kongleikstjórinn sem muni
rífa upp allar dyr í kvikmyndaborg-
inni. Þeir sem eru áhugasamir um
helstu verk þessa nýjasta spútníks
frá Hollywood austursins má benda
á myndimar A Better Tomorrow, A
Better Tomorrow III og The Killer.
-vix
JEAN-CLAUDE VAN DAMME DENNIS RODMAN MICKEY ROURKE