Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 £>V
i8 fjn helgina
Sterkustu menn íslands:
Stórslagur við
Skota um helgina
Frá einum af Hálandaleikum sem háðir hafa verið í
sumar.
Sterkustu menn
íslands munu um
helgina etja kappi
við kraftalandslið
Skota á Hálanda-
leikum i Mosfells-
bæ. „Þetta er í
fyrsta skipti sem
keppt er milli
landa á Hálanda-
leikum, að því er
ég best veit. Hún
skipar því óneit-
anlega nokkuð
sérstakan sess,“
segir Andrés Guð-
mundsson, krafta-
jötunn og einn
skipuleggjenda
leikanna.
Löng og sterk
hefð er fyrir Há-
landaleikum í Skotlandi og vaknar
því sú spurning hvort okkar menn
standi ekki höllum fæti gagnvart
Skotunum hvað reynslu varðar.
„Skotarnir hafa vitaskuld hefðina á
sínu bandi. Þarlendis keppa menn á
Hálandaleikum 4-6 sinnum í viku
og því talsvert oftar en við - enn
sem komið er,“ segir Andrés. „Þess
utan eru þeir með firnasterka menn
innanborðs, þar á meðal heims-
meistarann í Hálandagreinum," seg-
ir Andrés.
Keppt verður í 6 hefðbundnum
Skotagreinum á Hálandaleikunum,
þar á meðal í kasti lóða, sleggju og
kringlu, að ógleymdu staurakastinu
sem jafnan er hápunktur slíkra
leika. Keppendur á leikunum eru
sex talsins og er stigagjöf þannig
háttað að sigurvegarinn í hverri
grein hlýtur 6 stig en síðan koll af
mfBÍOiH SAMBÍÚÍ^ Á4MBlÓm VU/IBÍÓk
UTrnimmminmiiiuuiui i inm mimiiiniiiiniiiiiiiiiiirriminxi muummmimiiimmmiinmi e rnmiiiiimummimiimmmm
Forsýnum í kvöld
þessa stórkostlegu
grínmynd þar sem
IVIartin Lawrence og
Tím Robbins tara á
kostum. Ótrúlegt
rán, æðislegir
eltingaleikir og
endalaust grín.
l,.,tal.UI,IISi Sll hkdiJlliHN IAIJÍ8 BiílSII ^
■ >fpc ,
11
kolli. Loks gilda sérstakar reglur
um klæðaburð á Hálandaleikum en
öllum keppendum er skylt að klæð-
ast Skotapilsum.
Þess má geta að nokkur meiðsl
hafa hrjáð íslenska liðið að undan-
fómu og er fyrirséð að þeir Andr-
és og félagi hans, Hjalti „Úrsus“
Árnason, verða íjarri góðu
gamni á laugardaginn. góða.
Lið íslands verður því vænt-
anlega skipað þeim Auðuni
Jónssyni, Sæmundur Sæ-
mundssyni og Pétri Guð-
mundssyni kúluvarpara
eða Unnari Garðarssyni.
Þrátt fyrir forfoll telur
Andrés möguleika ís-
lenska liðsins í
keppninni nokkuð
góða: „Strákarnir
era býsna góðir
og geta full
komlega stað-
ið Skotunum
á sporði. Um
sigurlíkur
þori ég
ekki að spá
en ég get lof-
að mönnum
hörku-
keppni.“
Keppnin
við Skotana
hefst klukk-
an 15 á morg-
un við
íþróttavöll-
inn í Mos-
fellsbæ.
-kbb
Keppt veröur í 6 heföbundnum Skotagreinum á
Hálandaleikunum, þar á meðal í kasti lóöa, sleggju
og kringlu, að ógleymdu staurakastinu .
ON lceland 1997:
Villt list í Reykjavík
Alþjóðlega gerninga- og mynd-
bandahátíðin „ON Iceland 1997“
heldur áfram göngu sinni um helg-
ina. Hátiðin snýst í grófum dráttum
um svokallaða tímatengda mynd-
list, þ.e. myndlist þar sem tímamiðl-
ar eins og video, ljósmyndir og
gjörningar koma sérstaklega við
sögu. Ýmsar uppákomur tengdar
hátíðinni verða um helgina og
klukkan 14 á laugardag hefst fjöl-
breytt dagskrá í Nýlistasafninu þar
sem hinir og þessir listamenn munu
sviðsetja verk sín. Meðal
þeirra sem koma fram
era Árni Ingólfs-
son, Hannes
Lárasson,
The
Icelandic Love Corporation og In-
ferno 5. Hátíðin er liður í samnor-
rænu verkefni og viðamesta uppá-
koma sinnar tegundar sem haldin
hefur verið hér á landi. Henni lýkur
28. september en þangað til verður
ýmislegt á seyði í listasöfnum borg-
arinnar, m.a. á Kjarvalsstöðum, í
Listasafni íslands, Nýlistasafninu
og Norræna húsinu. @mynd:Margt
skrýtið ber fyrir augu gesta alþjóð-
legu gerningahátíðarinnar ON
Iceland sem fram fer í Reykjavík
þessa dagana. Hér má sjá
einn listamannanna svið-
setja geming í Nýlista-
safninu.