Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 HLJÓMPLjÍTU US 3 - Broadway and 52nd: Góður bræðingur Geoff Wilkinson heitir Englendingur nokkur, land- fræðingur að mennt, upp- tökustjóri og músíkgruflari. Eftir að menn frá hinu þekkta djassútgáfufyrir- tæki Blue Note höfðu heyrt músíktilraunir hans gáfu þeir honum grænt ljós svo hann gæti notað alla þeirra músík, gamla og nýja, sem bakgrunn fyrir rapp/djass sinn. Þannig varð Us 3 til. Tveir rapparar, KCB og Shabaam Sahdeeq, gera textalanglokur yflr undirleik, sem að hluta er unninn þannig að flikkað er upp á upptökur af lögum eftir menn á borð við Horace Silver, Lou Donaldson eða Bobby Timmons, eða bútar úr lögum þeirra og annarra eru notaðir til viðbótar við nýjar upptökur. í slíku safni laga mætir fyrirtaks djasstónlist liðinna ára nútíman- um í bræðingi sem virkar furðuvel. Trúlega er þessi tilraun í hip hop- djasstónlist sú skásta hingað til. Eldri upptökurnar eru lagaðar til með „lifandi“ hljóðfæraleik svo að ýmis (og oft hálfpirrandi) trommuheilasánd eru til að mynda fjarri góðu gamni. Gamla djassfönkið frá því í kringum 1960 er hér aðallega lagt til grundvallar og þetta er svo frábær músík að ekki þarf miklar breytingar að gera á henni tO að hún hljómi nútímalega og oft þarf bara einfalt ásláttarhljóðfæri á borð við tambúrínu eða cabasa tÖ að lappa aðeins upp á trommutakt. Ingvi Þór Kormáksson ★★★* UB40 - GUNSIN THE GETTO: Þægileg áheyrnar *** „Guns in the Getto“ er sextánda plata hljómsveitar- innar UB40 en hún hefur frá upphafi haldið sig við popptónlist með sterkum reaggie-áhrifum. Þessi for- múla hefur gefist vel og afl- aö hljómsveitinnrverulegra vinsælda. Margir muna ef- laust eftir rauðvínslaginu fræga sem hljómaði lon og don í útvarpi um nokkurra ára skeið. Meðlimir hljóm- sveitarinnar semja öll lögin sjálfir og sjá um upptöku- stjórn i sameiningu. Grunnbygging laganna er ákaflega fábrotin, yfirleitt ekki nema tveir til þrír hljómar og stundum bara einn hljómur út allt lagið. Til að gera tónlistina áhugaverða þarf því að koma til fjölbreytni í hrynjandi og útsetningum. Á „Guns in the Getto“ er hvort tveggja fyrir hendi. Enn fremur tekst UB40 að hafa laglínurnar allvel áheyrilegar innan þessa þrönga ramma sem þeim er skorinn með svo fáum hljómum. Má i þvi sambandi nefna titillagið og hið rómantíska „Oracabessa Moonshine“. Það er augljóst að engar sérstakar breytingar hafa orðið á tónlist UB40 með þessum nýja diski. Tónlistin er enn mjög þægileg áheyrn- ar en þrátt fyrir ásláttarhljóðfæri af ýmsu tagi og ýmsar takttegund- ir er hún dálítið loðmulluleg í heildina. Bassatónar eru óþægilega djúpir þannig að manni flnnst stundmn eins og splunkunýir og sterkir hátalarar séu farnir að gefa sig. Ingvi Þór Kormáksson Bruce Cockburn — The Charity of Night Meðvitaður Kanadamaður **** Sú var tíðin að karlar og konur sungu söngva um ósóma heimsins og hvernig bæta mætti úr slæmu ástandi ýmissa mála. Kana- díski tónlistarmaðurinn Bruce Cockbum trúir enn á mátt hins meðvitaða dæg- urlagatexta ef marka má að minnsta kosti sum yrkis- efnin á plötunni The Charity of Night. Til dæmis leggur hann sitt lóð á vog- arskálarnar í sívaxandi baráttu fólks gegn notkun jarðsprengna í hemaði með laginu The Mines of Mosambique. Fleiri lög á plötunni em athyglisverð þótt ekki séu þau jafli þjóðfélagslega meðvituð. Live on My Mind lætur vel í eyrum. Sömuleiðis kántríflugan The Whole Sky Night þar sem Bonnie Raitt leikur á slidegítarinn af sinni alkunnu snilld. Bruce Cockburn er áheyrilegur söngvari og hann ætti að vera i þokkalegri æfingu því að ferillinn er orðinn langur og plötum- ar margar, tuttugu og þrjár talsins á næstum jafnmörgum árum. Stefna Cockburns er fýrst og fremst svonefnt folkrokk eða rokk í þjóðlagastíl eins og það er oft kallað á íslensku. Hann lætur sig hins vegar ekki muna um að blanda tónlist sína djassi og öðrum stefnum þegar honum þykir það henta. Og útkoman er hin þokka- legasta. Ásgeir Tómasson Senn líður að því að hljómsveitin The Doors láti frá sér efni sem hingað til hefur ekki fengið að koma fyrir eym almennings. Rúm- lega aldaríjórðungur er liðinn síðan Jim Morri- son, söngvari hljóm- sveitarinnar, fannst lát- inn í baðkari í París. Það aftrar honum þó ekki frá því að syngja „nýja“ tónlist frekar en John heitnum Lennon. Lesendum er eflaust í fersku minni að The Beatles sendu frá sér tvö lög, Free As A Bird og Real Love, fyrir nokkrum misserum. Lögin hafði John Lennon sungið inn á kassettu nokkru áður en hann var myrtur. Nú ætla fyrrverandi samstarfsmenn Jims Morrisons í The Doors að leika sama leikinn. Þeir Ray Manzarek, John Densmore og Robbie Krieger hafa spilað ofan á flögur lög sem Jim hljóðritaði við eigin píanóundirleik skömmu áðiu- en hljóm- sveitin leystist upp. Pamela, kærasta Jims, var viðstödd upptökuna og hún varðveitti hana þar til hún lést af of- neyslu eiturlyfla árið 1974. Síðan tóku ætt- ingjar söngvarans hljóðritið í sína vörslu Hijómsveitin The Doors: ný lög væntanleg í október. og við því hefur ekki verið hreyft fyrr en nú. Það hefur alla tíð gengið undir heitinu Orange County Suite. Ætt- ingjamir hafa verið tregir til að láta lögin af hendi og stóðu samn- ingaumleitanir yfir í þijú ár áður en samkomulag náðist. sína gömlu félaga síðla árs 1970 og flutti sig til Parísar. Þeir héldu þó áfram að hittast og æfa ef söngvar- anum dytti i hug að snúa aftur heim til Bandaríkjanna og vilja taka upp þráðinn að nýju. Æfingar lögðust hins vegar af þegar hann dó í baði á heimili sínu í París í júlíbyrjun 1971. Söngvarinn var jarðsettur í París og hefur legstaður hans verið vinsæll samkomustaður bóhema og sukkara alla tíð. ThelDoors - sendir frá sér „nýtt" efni Einnig tölvutækir Útgáfudagur nýju laganna er fimmtándi október. Aðdáendur The Doors fá eitt og annað til viðbótar til að moða úr þann dag. Þá verður gefin út platan The Doors’ Greatest Hits á geisladiski. Hún hefur reynd- ar verið á markaði um nokkurt skeið en á nýju útgáfunni verður að finna myndband með laginu Ghost Song og eitt og annað til viðbótar sem tölvueigendur geta nýtt sér. Sömuleiðis verður endurútgefin platan Absolutely Live frá árinu 1970. Hún hefur hingað til ekki ver- ið til á geisladiski. Greatest Hits diskurinn hefur selst vel á undanfömum ámm. Brace Botnick, upptökumaður sem starfaði með The Doors á sínum tíma, hefur hins vegar hreinsað upptökurnar þannig að á nýju tölvutæku útgáfunni eiga lögin að hljóma enn betur en hingað til. The Doors er ein þeirra hljóm- sveita frá sjöunda áratugnum sem nýtur sifelldra vinsælda. Ekki ein- ungis meðal þeirra sem hrifust af tónlist hennar fyrir þremur áratug- um eða svo heldur vekur hljóm- sveitin sífellt forvitni unglinga. Fyrst og fremst er þessi athygli Jim heitnum Morrison að þakka. Hann þótti áheyrilegur rokksöngvari, ágætis textahöfundur og ljóðskáld og ekki spillir fyrir að lífsstíllinn var skrautlegur. Fjórmenningamir í Doors voru talsvert fyrir ýmisleg ólögleg efni fyrstu árin á ferlinum og Morrison hélt áfram að neyta þeirra allt fram í andlátið. Á tón- leikum var sviðsframkoman ögrandi og nokkrum sinnum kom fyrir að lögreglan skarst í leikinn þegar henni þótti athæfi söngvarans á sviöi vera helst til ósæmilegt. Jim Morrison sagði skilið við 1 j 1 Nafn vikunnar að þessu inguna og rokiö í Reykholti. sinni er hljómsveitin Boney M Boney M var mjög \ meö söngkonuna Liz Mitchell 8. áratugnum og á enn í fararbroddi. Sem kunnugt er mörg vinsæl lög: Rivers var hljómsveitin stödd hér á Babylon, Daddy Cool, Sunny, landi um síðustu helgi spila á Regnbogahátíðinni Reykholti. Reyndar endaði útihátiðin sem innihátíö í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem hátíöargestir flúðu rign- Girl in the Ri) Ma Bak Hooray!, It’s a Holi-Holiday, svo að fáein séu nefnd. í dag heldur sveitin sig meira viö trúarlega tónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.