Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Blaðsíða 5
Jj'V" FÖSTUDAGUR 8. ÁGLIST 1997 19 *#n helgina *★* ívar Valgarðsson opnar sýninguna „Innanhúss - utan- húss“ í Ásmundar- sal við Freyjugötu. (var Valgarðsson: , Fyllir upp í Asmundarsalinn Á morgun, laugardaginn 9. ágúst klukkan 15, opnar ívar Valgarðsson sýnlnguna „Innanhúss - utanhúss" í Ásmundarsal við Freyjugötu. ívar er vel þekktur meðal listáhugafólks en sýning hans á Kjarvalstöðum 1991 vakti mikla athygli og hneyksl- aði marga. „Uppistaðan í sýning- unni eru polyfylluefni sem allir þekkja og margir hafa jafnvel notað heima hjá sér. Þegar menn þurfa t.d. að fýlla upp í naglagöt eða hvers konar rifur og holur í veggjum," segir fvar. „Verkin á sýningunni eru skúlpt- úrar, allt að tveggja metra háir, sem hlaðnir eru úr polyfyllu. Þar sem ég nota bæði fylliefni ætlað til innan- húss og utanhússnota fannst mér viðeigandi að sýningin drægi nafn sitt af því.“ Að sögn ívars er hægt að skilja sýninguna á ýmsa vegu: „Þetta snýst náttúrlega fyrst og fremst um að fólk skoði með opnum huga og taki afstöðu - lífið snýst nú einu sinni um það að taka afstöðu. En af því að ég er að vinna með fylliefhi má kannski líta á þetta sem hluta af áráttu mannsins til að fýlla upp í öll hugsanleg tóm. Menn þola t.d. ekki að hafa vegg heima hjá sér tóman heldur verða þeir að fylla hann með einhverju.“ Auk myndlistar hefur ívar fengist við listaverkaviðgerðir, m.a. fyrir Reykjavíkurborg og aðra aðila. Sýningin er 12. einka- sýning ívars en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er eins og áður sagði í Ásmundarsal, Lista- safni ASÍ við Freyjugötu. Hún er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 og lýkur 24. ágúst. Matur og leiklist: Leikhúsfólk býður í mat Undanfamar vikur hafa þær Vala Þórsdóttir leikkona og Brynja Bene- diktsdóttir leikstjóri staðið fyrir harla óvenjulegum leiksýningum. Þær bjóða leikhúsgestum heim til sín í mat þar sem þeim gefst kostur á að fylgjast með leiksýningu. Að leiksýningunni lokinni setjast menn að snæðingi þar sem opinskáar um- ræður fara fram. „Leikritið er nokkurs konar tragí- kómedía," segir Brynja Bene- diktsdóttir, leikstjóri sýningarinn- ar. „Það fjallar í megindráttum um fráskilda konu sem kemur heim tii sín úr sundi og býr sig á ball. Síðan kemur hún heim af ballinu og segir farir sínar ekki sléttar. Dagskráin sjálf hefst með því að gestirnir koma og horfa á meistarakokkinn undirbúa máltíð úr íslensku hrá- efni. Síðan fara þeir upp og horfa á leiksýninguna. Eftir það koma gest- imir niður og setjast að snæðingi. Yfir máltíðinni eru loks umræður um islenska leiklist og matargerð." „Sýningin fer fram á ensku og er fyrst og fremst ætluð útlending- um. Við köllum þetta reyndar þriggja klukkustunda nám- skeið þar sem leiklist og mat- argerð eru sameinuð. Við Vala Þórsdóttir lendir í ýmsum hremmingum í þriggja tíma dagskrá þar sem matur og leikhús er hvort tveggja innifalið. hugsuðum þetta aðallega fyrir þá sem gera kannski stuttan stans í bæn- um Afrakstur Norðurlandaþings 1996: Norrænar nærmyndir í Ráðhúsi Reykjavíkur verður opn- uð í dag sýningin Norrænar nær- myndir eða Nordiske Nærbilder eins og Danir nefna hana. Um er að ræða heimildarsýningu á samnorrænum menningarviðburðum sem áttu sér stað í Kaupmannahöfn árið 1996 í tengslum við þing Norðurlandaráðs i borginni. Sýningin er farandssýning og kemur hingað frá Þórshöfn í Fær- eyjum og fer héðan eftir 28. ágúst til Nuuk í Grænlandi. Hún er samstarfs- verkefni danska meimtamálaráðu- neytisins, Norrænu ráðherranefndar- innar og Norræna hússins. Hugmynda- og hönnunarsmiður sýningarinnar er danska listakonan Akhanda og ljósmyndir tók Torben Huss. Akhanda leit við á ritstjómar- skrifstofu DV í vikunni og sagði að- eins nánar frá tilurð norrænu nær- myndanna. „Sýningin er yfirlit nær- mynda af öllum norrænu viðburðun- um sem áttu sér stað í Kaupmanna- höfii í kringum þing Norðurlandaráðs í borginni 1996. Þar voru samankomn- ir þátttakendur alls staðar af Norður- löndum. Að frumkvæði danska menntamálaráðuneytisins var þessi samantekt unnin. Hugmyndin var að búa til lifandi sýningu sem hægt væri að ferðast með um Norðurlöndin þannig að fólk mætti sjá og upplifa það sem var veriö að fást við á þessum tíma. Á þennan hátt gætum við að hluta til endurgoldið framlag lista- mannanna og þá sköpun sem við fengum að njóta í gegn- um vinnuna í Kaupmannahöfn." Akhanda er dönsk listakona sem fékk nafn sitt á ferð um Indland fyrir löngu. „Maöur á að taka með sér þaö sem maður getur notað í sínu Iffi og þess vegna tók ég nafniö meö mér.“ Hún hefur staðið að baki Nor- rænum nærmyndum frá því í nóv- ember 1994. Hverjir eru höfundar verkanna? „Það voru norræn ungmenni, kenn- arar og listamenn sem standa að baki verkunum. Rakel Pétursdóttir var stjómandi verksins á íslandi. Á milli 80 og 90 íslensk ungmenni tóku þátt í vinnunni, kennarar þeirra og nokkrir listamenn. Hugmyndin að baki vinn- unni var að efla sjálfsmynd ungmenn- anna gegnum myndmál, hreyfingu, tónlist og að fá fram þeirra hugmynd- ir um eigið líf og framtið. Síðan var verkinu skipt upp í ólíkar leiðir þar sem listamennimir rem undir hug- myndaflug þátttakendanna og leiddu vinnuna áfram. Fimm borgir á Norðurlöndunum tóku þátt I verkefhinu; Reykjavik, Þrándheimur, Tampere, Malmö og Kaupmannahöfh. Flestir listamenn- imir upplifðu hversu létt það var að starfa saman að verkinu og tilfinning- in, sem fylgdi því að sjá allan afrakst- urinn samankominn i fullkominni ringulreið í 5000 fm sal í Kaupmanna- höfn, var stórkostleg.“ Sýningin er uppbyggð sem marg- miðlunarverk; marglitir súlulaga og fjölhyrndir sýningarkassar með marg- víslegum hljóðum og lýsingu. Til dæmis eru 2ja mínútna stef af fjöl- mörgum djasstónleikum sem voru i Kaupmannahöfn á síðasta ári. Sýningin er að hluta til heimildarsýning á þeirri vinnu sem fram fór í Kaup- mannahöfn en stendur fyllilega fyrir því að vera sjálf- stæð sýning. -ST DV-mynd JAK áður en haldið er út á land og vild- um gefa mönnum kost á skjótfengn- um kynnum af íslenskri menningu um leið og þeir fengju eitthvað að borða.“ Reglulegum sýningum hefur nú verið hætt en hægt er að panta sér- stakar sýningar fyrir hópa. Eins og áöur segir fer sýningin fram á ensku en einnig gefst kostur á sýn- ingum á norsku og ítölsku. Verð fyrir mat og sýningu er 3.500 krón- ur. Þess má að lokum geta að þær Vala og Brynja eru nýfarnar til Lettlands þar sem leikritið verður fært upp í tengslum við ráðstefnu um jafnréttismál. -kbb íslensk kráarstemming ■ ■ Olkjallarinn Opiö um helgina frá kl. 11 - 03 Pósthússtræti 17 sími 552-5075 Restaurant Bar • Café 0 p i ö a 11 a h e I g i n a Heimilismatur Sérréttamatseðill Kaffi og kökur Barirm opirm Laugavegur 103 sími 552 5444 Athafna og mannlíf fyrri tíma hefur gefið þessu fallega gamla húsi sál. j/AFFI REYMAVIK Bryggjuhúsið Vesturgata 2 simi 562 5540 og 552 5530 fax 562 5520 Yfir strikiö leikur um helgina Opnunartími; Priðjudaga - fimmtudaga 20.00 - 01.00 föstudaga - laugardaga 20.00 - 03.00 sunnudaga 20.00 - 01.00 tj þfátiMiAa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.