Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Page 2
i6 tfrikmyndir FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 H3 V Stjörnubíó - Blossi: Ný íslensk stórmynd, kvik- myndin Blossi/810551, verð- ur frumsýnd t Stjörnubíói í dag. Blossi/810551 er önnur mætt til kvikmynd leikstjórans Júlí- usar Kemp. Fyrri mynd hans, Veggfóður, naut mik- illa vinsælda og eigi færri en 45.000 áhorfendur sáu hana hér á landi, þar af 13.000 manns á fyrstu sýningar- helginni. Framtíðartryllir Lawrence Fishbume og Sam Neill eru í að- alhlutverkum í myndinni Event Horizon sem frumsýnd er í dag í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á vísindaskáldsögu og er um björgun- arfór geimskips sem sent er til útjaðra sólkerf- is okkar í tilraun til að bjarga öðru geimskipi sem ekkert hafði frést af í 7 ár. Myndin á að gerast árið 2047. Aðaileikaramir mættu á forsýningu mynd- arinnar síðastliðinn þriðjudag og vora ánægð- ir með viðtökur áhorfenda. j'J U Stjörnubíó — Tvíeykið: Van Damme í stórræðum 'k'k'k Það er stutt á milli hasarmynda með belgíska slags- málaséníinu Jean Claude Van Damme og er Tvíeykið (Double Team) sú síðasta í röð mynda sem allar hafa sama yfirbragð en em samt misgóðar. Tvíeykið fer beint í hóp betri mynda Van Damme og er það fyrst og fremst handbragð leikstjórans Tsui Hark sem gerir það að verk- um að Tvíeykið er hin skemmtilegasta afþreying. Hark er einn þeirra Hong Kong leikstjóra sem Hollywood hef- ur verið að veiða upp úr flóm hasarmynda frá Hong Kong og er ljóst að Hark ræður vel við það sem hann er að gera og kann svo sannarlega að láta myndavélina túlka á áhrifamikinn hátt það sem er að gerast á tjald- inu. Van Damme er ekki óvanur að leika undir stjóm leikstjóra frá Hong Kong, það var einmitt hann sem fékk John Woo til að leikstýra Hart Target sem var fyrsta mynd Woos vestan hafs. Van Damme hefur leikið annan snilldarleik þegar hann fékk vandræðagemlinginn í ameríska körfuboltanum, Dennis Rodman, til að leika á móti sér. Hvað sem segja má um persónu Rodmans í einkalífmu og á körfuboltavellinum þá hefur hann mikla útgeislun og kann að gera grin að sjálfum sér. Vert er að taka eftir að hann er með sinn hvem háralit- inn í hveiju atriði sem hann er í, í öllum regnbogans litum. Þriðji töffarinn í myndinni er Mickey Rourke sem ekki hefur verið til minni vandræða en Rodman. Greinilegt er að Rourke hefur stundað líkamsrækt meðfram villtu lifemi og tekur hann sig vel út í hlutverki skúrksins, hefur ekki verið betri í langan tíma. Sagan, sem sögð er í Tvíeykinu, um fyrrum njósnara sem herst gegn hættulegasta hryðjuverkamanni heimsins, er ekki merkileg enda er hún algjört aukaatriði og best að vera ekkert að hugsa um alla annmarkana á henni heldur njóta þess að sjá þrjá töffara gera það sem þeir kunna best og taka má ffarn að það er alls ekki sú list að geta haldið uppi samræðum. Leikstjóri: Tsu Hark. Aðalleikarar: Jean Claude Van Damme, Dennis Rodman og Mickey Ro- urke. Kvikmyndin Blossi/810551 gerist í nútíman- um og nánustu framtíð. Myndrænt yfirbragð hennar og útlit er allt mjög nútímalegt. Hún fjallar nær eingöngu um fólk sem fætt er eftir árið 1975. Það er fólkið sem aldrei hefur verið í sveit, hefur verið matað alla ævi og hefur allan sinn lærdóm úr tískufjölmiðlum. Sumir kalla þessa kynslóð MTV-kynslóðina en hún hefur fengið ýmis önnur heiti. Lars Emil Ámason er handritshöfundur myndarinnar. „Ég kýs að kalla þessa kynslóð „malbikunar- kynslóðina" en Július Kemp, leikstjóri mynd- arinnar, er einmitt af þessari kynslóð. Hann hefur enda beint sjónum sínum að þessari kynslóð í myndum sínum til þessa,“ segir Emil. Myndin Blossi sýnir á óvæginn hætt hvem- ig þessi kynslóð lifir. Hún lifir fyrir daginn í dag og er ólík fyrri kynslóðum hvað það varð- ar. Hún hefur allt annað gildismat og allt aðra sýn á tilveruna. Aðal sögupersónurnar eru tveir krakkar af ungu kynslóðinni. Krakkam- ir em Stella (Þóra Dungal), menntaskólastúlka sem þyrstir í hasar, og Róbert (Páll Banine), smákrimmi sem verður á vegi hennar og veit- ir henni meiri hasar en hún fær ráðið við. Þau keyra um landið á stolnum bíl með stolið góður inn við beinið en hefur lent í heldur betur vafasömum félagsskap." Páll er sjálfur sannfærður um að Blossi komi til með að slá í gegn. Þóra Dungal er sama sinnis og er ánægð með samstarfið við leikstjórann og handritshöfundinn. „Það var mjög skemmtilegt að vinna með Júlla Kemp og Lars Emil (sem einnig var hönnuður leik- mynda og búninga). Þeir vissu mjög vel hvað þeir voru að gera og ég held að myndin líti mjög vel út, að minnsta kosti eru þau skot sem ég hef séð alveg rosalega fLott. Páll Bani- ne er rosalega professional,“ segir Þóra. r A erindi erlendis Lars Emil telur að malbikunarkynslóðin hér á landi sé ekkert ólík jafhöldrum sínum í öðrum vestrænum löndum. „Blossi gæti því vel átt erindi á erlendan markað. Annars er ég bjartsýnn á að hún nái góðri aðsókn hér- lendis, hún hefur allt til þess að bera.“ Fram- leiðsla myndarinnar gekk samkvæmt áætlun en áætlað er að hún hafi kostað á milli 50 <pg 70 milljónir í framleiðslu. -ÍS Hilmar Karlsson Róbert (Páll Banine) og Stella (Póra Dungal) gera úttekt á gleraugnamarkaöi bensínstöövar. kreditkort með geðveika dópsala á eftir sér. Einn þeirra er Úlfur (Finnur Jóhannesson). Lars Emil var spurður að því hvort að- standendur Blossa væru ekki hræddir um að reynsluleysi aðalleikaranna myndi há mynd- inni. „Nei, það held ég ekki. Við tókum fullt af leikurum í prufutökur og Þór, Páll og Finnur komu einfaldlega best út. Ætli það sé ekki vegna þess að það vom karaktereinkenni þefrra sem réðu valinu," segir Emil. Nú hefur Finnur verið nokkuð til umfjöllunar í fölmiðl- um en hann var í fyrra settur i tveggja ára keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun. „Finn- ur virðist algjörlega hafa náð tökum á lífi sínu á ný og stóð sig vel í hlutverki Úlfs.“ Páll Banine er ekki meö öllu óþekktur þó hann hafi hingað til ekki haft sig mikið í frammi sem leikari. Hann hefur einu sinni glímt við smáhlutverk í leikritinu Standandi Pína. Páll er aðallega þekktur fyrir að vera fyrmm söngvari hljómsveitarinnar vinsælu, Bubbleflies. Hann er nú nemandi í Myndlista- og handíðaskólanum. Páll segir um persónuna Róbert í myndinni; „Robbi er bara venjulegur strákur sem hefur ratað á villigötur. Hann er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.