Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Blaðsíða 4
18
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997 ■
ilþn helgina
Tónleikar
Unnendur sígildrar tónlistar ættu
að finna eitthvað við sitt hæfi um
helgina því að þá verða haldnir ár-
legir kammertónleikar á Kirkjubæj-
arklaustri. Tónleikarnir skipa orðið
fastan sess í íslensku tónlistarlífi en
þeir hafa verið haldnir reglulega
undanfarin 7 ár við góða aðsókn.
Margir af þekktustu tónlistar-
mönnum þjóðarinnar koma fram á
tónleikunum. Þar má nefna Rann-
veigu Fríðu Bragadóttur messósópr-
ansöngkonu sem kemur hingað til
lands frá Vínarborg þar sem hún
hefur sungið í Ríkisóperunni við
góðan orðstír. Hún er þó ekki ein
um að koma langt að á tónleikana
því að systkinin Svava og Sigur-
björn Bernharðsbörn verða einnig
meðal flytjenda á hátiðinni. Sigur-
björn stundar nú mastersnám í
fiðluleik við Northon Illinois-há-
skólann í Chicago en Svava starfar
nú sem víóluleikari í Slóvensku fil-
harmóníunni þar sem hún leiðir
víólusveitina. Svava hefur verið bú-
sett í Slóveníu frá 1994 en eiginmað-
ur hennar Matej Sarc óbóleikari,
sem fylgir henni einmitt hingað til
tónleikahalds, er Slóveni og jafn-
framt fyrsti óbóleikari Fílharmóní-
unnar.
Af öðrum listamönnum, sem fram
koma á tónleikunum, má nefna
Dominique de Williencourt selló-
leikra. Dominique hefur komið
fram sem einleikari víða um heim
og unnið til fjölda verðlauna fyrir
leik sinn. Síðast en ekki síst koma
píanóleikararnir Jónas Ingimundar-
son og Edda Erlendsdóttir fram á
tónleikunum en Edda er listrænn
stjórnandi tónleikanna.
Að venju er dagskráin breytileg
frá einum degi til annars en aUs
verða tónleikarnir þrennir, þeir
fyrstu í kvöld klukkan 21 þar sem
m.a. verður fluttur píanókvartett
eftir Mozart og söngljóð eftir
Brahms. Á morgun verða tónleikar
klukkan 21 og meðal verka sem þá
verða flutt eru ljóð eftir Schubert og
Brahms og píanótríó eftir Beet-
hoven. Síðustu tónleikar helgarinn-
ar verða á sunnudag klukkan 17 og
verða þar m.a. flutt ljóð eftir íslensk
tónskáld.
Þau Edda Erlendsóttir píanóleikari, Matej Sarc óbóleikari og Svava Bernharösdóttir víóluleikari munu leika tónlist á
Kirkjubæjarklaustri um helgina.
Ef þú veit það og örfáar aðrar staðreyndir um BLUR
gætir þú unnið miða á tónleikana með hljómsveitinni
31. ágúst næstkomandi með því að taka þátt í
skemmtilegum símaleik á Símatorgi DV.
Leikurinn stendur í eina viku, frá föstudeginum 22. ágúst tii föstudagsins
29. ágúst. í DV 29. ágúst verður birtur listi yfir 100 vinningshafa.
íir
Rj m wBn
Listasafn íslands:
Þrír heims-
þekktir lista-
menn
Á morgun opnar í Listasafni
íslands sýning þriggja lista-
manna frá Sviss en sýningin er
framlag listasafnsins til mynd-
listarhátíðarinnar On Iceland
sem staðið hefur undanfarnar
vikur. Listamennirnir sem
sýna eru Thomas Huber og tvi-
eykið Peter Fischli og David
Weiss.
Listamannatvíeykið Peter
Fischli og David Weiss hafa á
undanfornum árum sýnt um
allan heim og geta með sönnu
kallast alþjóðlegir listamenn.
Þeir voru fulltrúar þjóðar sinn-
ar á síðasta Feneyjartvíæringi
og sýna reglulega í einum
virtasta sýningarsal New York-
borgar. Síðastliðið sumar tóku
þeir þátt í Muenstertíæringn-
um í Þýskalandi en sú sýning
er eirrn af stórviðburðum síð-
ustu ára í listalífi í heiminum.
Thomas Huer hefur verið að
vinna sér sess sem einn af
áhugaverðustu listamönnum
Evrópu. Hann hefur á undan-
fómum árum sýnt í öllum
helstu sýningarsölum, bæði í
Frakklandi og Þýskalandi.
Auk þess að opna sýningu
þessara heimsþekktu lista-
manna munu verða sýnd verk
úr eigu safnsins. í sal 2 verða
sýnd verk listamanna sem
tengjast SÚM-hópnum, verk
eftir Hrein Friðfinnsson og
Kristján og Sigurð Guðmunds-
syni. í sal 4 verða sýnd íslensk
abstraktverk og frumheijar ís-
lenskrar myndlistar um síð-
ustu aldamót verða til sýnis í
sal 3.
Listasafn íslands er opið
mánudaga til sunnudaga, frá
klukkan 11 til 17.