Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Blaðsíða 2
16 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997 frikmyndir Laugarásbíó: Laugarásbíó tekur í dag til sýn- ingar gamanmyndina Trial and Error. Richard Rietti (Michael Richards) hefur skipulagt ærlegt steggjapartí fyrir besta vin sinn, lögfræðinginn Charles Tuttle (Jeff Daniels). En aðeins nokkrum dög- um fyrir brúðkaup Tuttles lítur út fyrir að slá verði steggjapartíinu á frest því lögfræðifyrirtækið sem Tuttle vinnur hjá felur honum verkefni í litlum bæ í órafjarlægð. Rietti ákveður að láta það ekki koma í veg fyrir áform sín um villt steggjapartí og kemur Tuttle félaga sínum á óvart með því að mæta til leiks í bænum kvöldið fyrir réttarhöldin. Steggjapartíið er haldið og Tuttle er allur mar- inn og úr skorðum farinn þegar löng nótt endar. Hann ákveður að biðja um frest á réttarhaldinu daginn eftir en dómari hafnar óvænt beiðni hans og gefur út skipun um að málið verði strax tekið fyrir. Tuttle gerir sér grein fyrir að starfsferill hans er í veði en mála- ferlin reynast mun umfangsmeiri en hann hafði gert sér grein fyrir i upphafi. Tuttle gengur illa til að byrja með og leitar huggunar hjá þjónustustúlkunni BOlie (Charlize Theron) og samband þeirra þróast á viðkvæmt stig. Mitt í öllum hamagangnum fer Tuttle að end- urmeta líf sitt og gerir sér grein fyrir að hann stendur frammi fyr- ir stórum og erfiðum ákvörðun- um. Trial and Error er leikstýrð af Jonathan Lynn, en hann leik- stýrði meðal annars myndinni My Cousin Vinny. Með önnur aðal- hlutverk í myndinni fara Rip Tom, Alexandra Wentworth (sem fer með hlutverk heitkonu Tuttle’s) og Jessica Steen. -ÍS Vinirnir Tuttle og Rietti lenda í miklum ævintýrum í myndinni. M \j jJ j'J J Speed 2 ++* Blóðsugurnar um borð á Seabourn Legend eru ekki af því tagi sem smökkuðu á Keanu Reeves héma um árið enda er hann sjálfur fjarri góðu gamni. í stað Reeves, sem gerði fyrri myndina svo ánægjulega áhorfs, er nú kominn Jason Patric, sem síðast sást i hinni grunsamlegu „Sleepers“. Meðan fyrri myndin hélst í skemmtilegu jafnvægi milli Söndru Bullock og Reeves, virðist þessi seinni öllu feimnari við að hafa sterka kvenhetju. Hlutverk Söndru er hér mun minna auk þess sem áherslan virðist sú að gera þessa kjarnakonu sem sannaði sig svo vel i Speed að aðhlát- ursefhi (sem brjáluð bílstýra), um leið og henni er ýtt í skuggann af hetjunni. Þegar hetjan er eins litlaus og flatneskjuleg og Alex (Patric) þá fer virkilega að syrta í ál- inn. Speed 2 gerist á skemmtisnekkju þar sem Alex hefúr boðið Annie (Bullock) til að biðja um fyrirgefningu og hönd hennar í einni ferð. Til að Annie drepist ekki úr leiðindum (væntanlega) hefur dauðvona tölvuséni ákveðið að breyta ferðaáætlun og ræna skipinu. Hér vantar yfirhöfúð allt það sem gerði Speed að framúrskarandi hasarmynd. Handritið i Speed 2 er gloppótt og hvorki það né myndmálið bjóða upp á þá sjálfspeglun sem dreif Speed áfram. Hliðarplottið með hina heyrnarlausu Lolitu var hálfútþynnt enda rann það út í sjóinn og trúlofunarhringsdæmið var með eindæmum kauðalega útfært, tilgangslaust. Þótt myndatakan og spennu- og hasaratriðin séu enn auðkennd af handbragði meistarans þá dugir það bara ekki til með þetta tómlega handrit og enn tómlegri hetju. Ekki einu sinni Willem Dafoe (sem leikur ýmist Jesúm eða geð- veikan krimma) virðist nenna að gefa sig í hlutverk sitt sem illmennið Geiger og blóðsugum- ar sem hann notar í lækningaskyni eru ekkert hrollvekjandi þegar það kemur í ljós að hann ætlar ekki að henda þeim í sundlaugina. Það eina sem minnti á gamla góða takta var Skotinn Brian McCardie (Merced) sem taldi niður hnútana glaður í bragði þegar hann sá að það að sigla niður báta og hafiiir og hús og götur hafði þau ánægjulegu (en ekki alls óvæntu) áhrif að hægja á skipinu. Sá lokakafli hlýjaði gömlum Speed- fríkum um hjartað. Leikstjóri: Jan De Bont. Handrit: Randall McCormick og Jeff Nathanson. Tónlist: Mark Mancina. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Jason Patric, Willem Dafoe, Temuera Morrison, Brian McCardie, Christine Firkins og Glenn Plummer. -Úd Lögfræöingurinn Charles Tuttle (Jeff Daniels) fær myndarlegan koss frá þjónustustúlkunni Billie (Charlize Theron). Sambíóin Kringlunni og Snorrabraut: Engu að tapa Bíóborgin og Kringlubíó hafa tekið til sýninga gaman- og spennumyndina Engu að tapa, en hún heitir á frummálinu „Nothing to Lose“. Aðalleikar- ar í þeirri mynd eru Tim Robbins og Martin Lawrence en leikstjórinn er Steve Oedekerk. Lífið gæti ekki versnað fyrir auglýsingasfjórann Nick Beam (Robbins). Allt samband hans við raun- veruleikann hefur verið rofíð eftir að hann kom að eiginkonu sinni í rúminu með yfumanni sinum. í algjöru losti gengur hann út og ekur burt en vandamálin eru rétt að byrja. Ringlaður á umferð- arljósum lendir hann í bílræningja (Lawrence) sem hefði ekki getað valið verri mann til að ræna. Alveg sama um allt og engu að tapa snýr Nick leiknum við og rænir ræningjanum. Eftir æðislega eltingarleiki, klúðurslegt rán og mikla hefnd fer vinskapur að myndast með félögunum tveimur í þessari hraðskreiðu gamanmynd. Aðrir leikarar í myndinni eru ekki af verri end- anum, John McGinley sem meðal annars hefúr leikið í „The Rock“ og „Seven", Giancarlo Esposito („The Usual Suspects", „Waiting to Exhale"), Kelly Nick (Tim Robbins) kemur ekkert sérlega vel fram viö bílræningjann (Lawrence) til aö byrja meö. Preston („Jerry Maguire", „Twins") og Michael McKean (,,Jack“). Leikstjóri myndarinnar, Steve Oedekerk, hefur starfað að nokkrmn frægum myndum eins og Ace Ventura, Pet Detective og The Nutty Professor auk þess sem hann leikstýrði og skrifaði handritið að Ace Ventura H: When Nat- ure Calls. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.