Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997 hlióhplítii ÖtójJJiYj'JJ Oasis - Be hete now: ★★★★ Þessi þungu högg Þeir sem áttu von á léttum við- lögum, sérhönnuðum til söngs í öftustu sætum rútubíla í rigning- arblautum óbyggðaferðum að sumarlagi, verða sennilega fyrir vonbrigðum. Á Be here now er ekkert So Sally can wait se knows it’s too late as we’re walking on by eða annað álíka grípandi og var að finna á Morning Glory. En sem betur fer gleður eitt og annað eyr- un í staðinn. í staðinn fyrir popp- að rokkið á Moming Glory er nú komin þyngri tónlist. Iðulega er hún þó tiltölulega auðmelt enda sækir Noel Gallagher sem fyrr í smiðju til fremstu handverksmanna bresku bylgjunnar í leit að áhrifum. Manna eins og Lennons, Bowies, Rays Davies, Marriots og Laines og svei mér ef ekki má merkja McCartney á fáeinum stöðum að þessu sinni. Og gott ef þungu höggin hans Bonhams heyrast ekki nokkram sinnum í þyngstu sköflunum. Oasis er þó engin kópíeringarhljómsveit. Hún flytur sína eigin tón- list á eigin forsendum. Liam syngur texta bróður síns einkar áheyri- lega. Þótt þroskinn og hegðunarmynstrið sé álíka og hjá böldnum drenghnokka er söngröddin og túlkunin í lagi. Og aðrir liðsmenn hljóm- sveitarinnar eiga einnig góðan leik. Sérlega mikið mæðir á gíturunum að þessu sinni og verður hljómveggur þeirra iðulega álíka þykkur og hjá Phil Spector forðum daga. Útkoman er einkar áheyrileg og ætti að falla þeim i geð sem hafa gaman af þungum slætti með bresku yfir- bragði. Ásgeir Tómasson The Very Best of Cleo Laine ★★★•* í góðu lagi Breska söngkonan Cleo Laine er dálítið sér á parti. Þótt oft- ast sé hún bendluð við djass fer hún tíðum út fyrir það svið tónlistar. Hún syngur eiginlega hvað sem henni dettur í hug að því er virðist og ekki sakar það hana að hafa eig- inmanninn, John Dankworth, sér við hlið. Þann slynga hljómsveitar- stjóra, útsetjara, lagahöfund og saxa- fónleikara. Úrvali af bestu hljóðrit- unum söngkonunnar hefur nú verið komið á tvo geisladiska í einum pakka. Sjálf valdi hún lögin með að- stoð Dankworths og eins og þeirra er von og vísa kennir hér ýmissa grasa. Fyrst og fremst er á diskunum fjöldi góðra djasslaga, gamalla og nýrra, ballöður í dægurlagastíl eru ófáar og enn fremur nokkur lög í þjóðlagastíl. Upptökurnar ná yfir tímabilið frá 1974-1995. Fjöldi frægra gesta kemur við sögu auk hljómsveitar Johns Dankworths: Söngvarinn Ray Charles, trompetleikarinn Clark Terry, munnhörpuleikar- inn Toots Thielemans, flautuleikarinn James Galway og gítarleikarinn John Williams og fleiri. Enn fremur leikur hinn kunni grínisti og leikari, Dudley Moore, á píanó í tveimm lögum, en hann þótti vel liðtækur djass- maðm fyrr á árum. Cleo Laine hefur tvisvar heimsótt ísland og margir muna eflaust eftir ágætum tónleikum hennar ásamt hljómsveit Dankworths. Rödd hennar er kraftmikil en oftar en ekki dempar hún röddina mikið niður sem virkar ágætlega sem effekt en getm stundum orðið leiðigjarnt. Raddsviðið er líka mikið og í einu laginu sem tekið er upp á tónleikum syngur hún alllengi Es-tón fyrir ofan háa C. Slíkar kúnstir og þvílíkar koma fyrir í stöku lög- um en ekki mikið. Sumar plötm söngkonunnar hafa ekki verið ýkja skemmtilegar, en á þessum diskum er meirihlutinn af 32 lögum í meira en góðu lagi. Ingvi Þór Kormáksson Blossi 810551: Tónlist úr kvikmyndinni Geisladiskur með lög- um úr kvikmyndinni Blossi er kominn út. Diskurinn inniheldm 20 lög sem eru tekin héðan og þaðan úr tónlistar- heiminum. Meðal laga á diskinum sem hafa notið hvað mestra vinsælda eru: Catch 22 með Qu- arash og Botnleðju, Égí- meilaðig með Maus, Cr- azy með Subterranean, Hún og þær með Vinyl og Breathe með The Pro- digy. Umsjón með útgáfunni höfðu Júlíus Kemp, sem jafnframt er leikstjóri myndarinnar, Lars Emil Árnason handritshöfundur, Arnar Sævarsson og Isar Logi Arnarsson. Umbrot og grafiska hönnun önnuðust Lars Emil Árnason og ísleifur B. Þórhailsson. Japis sér um dreifingu. ínlist 23 Sniglabandið situr ekki auðum höndum: Lög úr Prinsessunni á|p|l|Ö^UL Heldur hljótt 'hefur verið um Sniglabandið að undanfórnu. Til að grennslast fyrir um hvað væri á döf- inni hjá hljómsveitinni sneri DV sér til Þorgils Björgvinssonar Snigla- manns. Við erum að leggja lokahönd á geisladisk fyrir söngleikinn Prinsess- una sem á að frumsýna þann 4. sept- ember á Hótel íslandi. Þar eru nokkur þekkt lög ásamt nýjum lögum í bland, alls 13 lög. Þessi diskur er væntanleg- ur um mánaðamótin ágúst-september. Bassaleikari hljómsveitarinnar er Tómas M. Tómasson (Stuðmaður) og sér hann einnig um upptökur og hljóðblöndun á fyrrnefndum geisla- diskum," sagði Þorgils. Þá hefur Sniglabandið verið að vinna að annarri nýrri plötu í sumar, þ.e. plötunni „Ágúst kemur klukkan tvö“. Þetta er 10 laga plata með 9 frumsömdum lögum eftir Pálma Sig. og textum eftir Kára Waage. Á plöt- unni er einnig eitt þekkt lag í útsetn- ingu Tómasar M. Tómassonar bassa- leikara og kemur það væntanlega nokkuð á óvart. Platan kemur út í september klukkan tvö! -DVÓ Svekkjandi en fallegt Hljómsveitin The Verve mun ekki fá borgað fyrir höfundarréttinn þeg- ar lag hennar, Bitter Sweet Symphony, er spilað í íjölmiðlum. Ástæðan er sú að hugmyndin að lag- inu er að hluta til fengin úr lagi The Rolling Stones, The Last Time, sem er í eigu fyrrverandi umboðsmanns hljómsveitarinnar, Allens Kleins. The Verve hafði staðið í þeim trú að Klein fengi einungis greiddan helm- inginn af höfundarréttinum en ann- að kom aldeilis á daginn. Richard Aschroft segir að auðvitað sé þetta svekkjandi en það þýði ekkert annað en að líta á jákvæðu hliðamar og í rauninni sé þetta einnig mjög „fall- egt“. í laginu fræga, Bitter Sweet Symphony, segir nefnilega: You’re a slave to the money then you die. Bitter Sweet Symphony er af mörgum talið besta lag ársins og eru það því engir smápeningar sem hljómsveitin er að fara á mis við. Selja ekki djöflinum sál sína Prodigy hefur vinsamlegast af- þakkað að vinna með Madonnu við nýju plötuna hennar. „Madonna bað okkur að vinna með sér og ég velti því einu sinni fyrir mér,“ segir Liam Howlett í Prodigy. „Að gefa Madonnu hluta af tónlistinni okkar er eins og að selja djöflinum sál sína. Þessa stundina afþökkum við allt samstarf við aðrar hljómsveitir nema hvað hugsanlegt er að við for- um út í einhverja samvinnu við hljómsveitina Kom. Prodigy gengur fyrir þessa dagana og ekkert gæti fengið mig til þess að snúa mér að öðrum verkefnum." Prodigy gaf nýlega út plötuna The Fat of the Land og hefur hún fengið betri viðtökur en jafnvel bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. Spice Girls á Indlandi The Spice Girls munu í fyrsta skipti skemmta á Indlandi 18. október næst- komandi. Tilefnið er afhending tónlist- arverðlauna og er þetta stærsti við- burðurinn af þessu tagi á Indlandi. Bæði innlendir og erlendir tónlistar- menn og hljómsveitir hljóta verðlaun en ekki fylgir sögunni hvort Spice Girls búast sjálfar við að hljóta verð- laun. Nýja plata The Rolling Sto- nes „Bridges To Babylon” verður gefin út 22. september næstkomandi. í kjölfar útgáf- unnar ætlar hljómsveitin að leggja í enn eina tónleikaferð- ina um heiminn. „Bridges To Babylon” var tekin upp í Los Angeles í apríl og maí á þessu ári. Ýmsir kunnir tónlistarmenn komu við sögu plötunnar og sem dæmi má nefna trommuleikar- ann Jim Keltner, gítarleikar- ann Waddy Wachtel, hljóm- borðsleikarann Benmont Tench og píanóleikarann Billy Preston en hairn hefur löngum veriö hljómsveitinni innan handar. Til gamans: Mick Jagger og Bono úr U2 spiluðu saman i Dylan í Evrópureisu sem The Rolling Stones fór í 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.