Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 Lee og Washington í körfubolta Spike Lee er að verða eins og Woody Allen - ekki fyrr búinn að klára eina mynd en hann byrjar á annarri. Nú eru ha&ar tökur á He Got Game sem segir frá manni sem situr í fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Honum er boðin náðun ef honum tekst að fá son sinn, sem er háskólakörfubolta- stjama, til að láta vissan umboðs- mann íþróttamaima sjá um mál sín. í aðalhlutverki er Denzel Was- hington. Er þetta þriðja myndin sem Washington leikur í fyrir Lee, hinar eru Mo’ Better Blues og Malcolm X. Kubríck flýtir sér hægt Eins og kunnugt er vinnur Stanley Kubrick að nýrri mynd, Eyes Wide Shut, og flýtir sér hægt. Hann byijaði tökur 7. nóvember og gerir sér vonir um að verða búinn áður en ár er liðið. Þetta hefur or- sakað rask hjá aðalleikurunum, hjónunum Tom Cruise og Nicole Kidman. Þrátt fyrir seinaganginn hafa þau þó haldið tryggð við Kubrick, öfiigt við Harvey Keitel sem byrjaði en gafst upp. Cruise er greinilega góður starfsmaður; hef- ur ekkert látið hafa eftir sér í blöð- unum á meðan aðrir hafa verið að kvarta yfir seinaganginum. Einn aukaleikari sagði fyrir stuttu: „Ég hélt ég væri ráðinn í eina kvik- mynd og að ekki væri um æviráðn- ingu að ræða.“ Sonur í spor föður Danny Huston byrjar fljótlega að leikstýra fjórðu kvikmynd sinni, Hlegals, sem gerð er eftir handriti Carls Gottliebs (Jaws). Fjallar myndin um mexíkóska þjóna sem haldið er í gíslingu á veitingastað í Los Angeles. Huston, sem er sonur eins frægasta leikstjóra samtím- ans, Johns Hustons, hefur ekki náð sama árangri og faðir hans en fyrri myndir hans, Mr. North, Becoming Colette og The Maddening, vöktu litla athygli. Mr. Bean vinsæll á Norðurlöndum Tvær helgar eru síöan allir fóru í bíó i Reykjavík til að sjá Mr. Bean og var niðurstaðan mesta aðsókn um helgi á eina kvikmynd síðan Independence Day var frumsýnd. Mr. Bean er að gera það mjög gott í Evrópu og er inngangseyrir þar kominn í 80 milljónir dollara. Bean er þó hvergi eins vinsæli og á Norðurlöndunum þar sem myndin sló aðsóknarmet yfir eina helgi, bæði í Danmörku og Noregi. Háskólabíó: Þegar við vorum kóngar „Enginn Víetkong-maður hefur kall- að mig negra (nigger).“ AIi var sviptur öllum titlum og dæmdur til fangelsisvistar. Hann reyndi aftur að ná heimsmeistaratitlinum en tapaði fyrir Frazier. Það var því engin fúrða að sérfræðingar væru búnir afskrifa hann. Háskólabíó mun í dag hefja sýn- ingar á óskarsverðlaunamyndinni When We Were Kings, heimildar- mynd sem tók tuttugu og þijú ár að fullgera. í myndinni sjáum við eitt mesta hnefaleikaeinvígi sem haldið hefur verið, viðureign Muhammads Alis og George Foremans í Saír árið 1974. Einvígið var háð undir vemdarvæng hins nýlátna ein- ræðisherra, Mobutu Sese Seko. En myndin er ekki bara einvígið heldur er hún lýsing á veru Alis í Afríku og tónleikum 1974 var Muhammed Ali 32 ára. Sonny Liston, boxarinn sem hann hafði sigrað fyrst í bardaga um heimsmeistaratitilinn, hafði látist vegna ofnotkunar fíkniefna árið 1970 og flestir ef ekki allir sérfræðingar höfðu afskrifað hann. Ali hafði neitað að ganga í herinn og berjast gegn Viet- kong: Ali notaði tímann eftir að einvíginu haföi veriö frestaö til aö fara á milli fólksins í Saír og stappa stálinu í al- þýðuna. Don King býður peninga sem hann á ekki til Á þessum árum var Don King að- eins fyrrum fangi sem var að reyna fyrir sér sem umboðsmaður boxara. Hann fór til George Foremans og spurði hvort hann vildi fá 5 millj- ónir dollara fyrir að berjast við Ali. Foreman játti því. King fór síðan til Ali og spurði hann hvort hann vildi fá 5 milljónir dollara fyrir að berjast við Foreman. Ali játti því. Það var því ekkert til fyrirstöðu nema það að Don King átti aö sjálfsögðu engar 10 milljónir dollara. Inn á sviðið kemur bjargvætturinn Mobutu sem King nánast seldi einvígið og King varð milljónamæringur. Einvígið varð heimsviðburður og það var enginn sem spáði Ali sigri. Virtasti iþróttafréttamaður Banda- ríkjanna á þessum árum, Howard Cosell, sagði: „Ég tel að Ali eigi enga möguleika. Kannski skeður kraftaverk en ég mun ekki veðja á það.“ Meðal þeirra sem koma fram í myndinni og voru áhorfendur að einvíginu var skáldiö Norman Mailer. Hann segir: „Ég held að Ali hafi verið mjög hræddur og varð hræddari eftir því sem nær dró en sjálfstraustið bilaði aldrei og hann fyllti sjálfan sig þeirri vissu að hann myndi sigra Foreman." Þess má geta að læknir Alis var til- búinn með flugvél að flytja særðan kappa til Madrid yrði það nauðsynlegt. When We Were Kings hef- ur fengið afbragsdóma og eru margir sem telja hana eina af bestu heimildar- myndum sem gerðar hafa verið. Leikstjóri er Leon Gast sem Don King valdi sjálfúr þótt honum stæði einnig tÖ. boða að nýta sér krafta Martins Scorsese: Gast flaug til baka til Banda- ríkjanna með 300.000 fet af filmu og kominn á hausinn. Tók nú við langt og erfitt stríð við að koma myndinni saman og það tók hann fimmtán ár að borga alla reikninga sem hlóðust upp fyrir notkun á klippiher- bergi. -HK sem haldnir voru. Aðeins fiórum dögum áður en einvígið átti að hefiast lýstu að- standendur keppninnar því yfir að sex vikna seinkun yrði á einvíginu þar sem Foreman hafði meiðst. Þessar sex vikur var Ali kóngur í ríki sínu og heimspressan fylgdist með. Hann gekk út á milli kyn- bræðra sinna stappaði í þá stálinu og hagaði sér eins og sá sem veit að allir muni fylgja honum. Átti enga möguleika fyrir fram 1973 hafði George Foreman unnið heimsmeistaratitilinn af Joe Frazi- er. Þetta gerði hann á 25 ára afmæl- isdegi sínum. í mars 1974 hafði hann malað Ken Norton í bardaga um heimsmeistaratitilinn. Hvorki Frazier né Norton stóðu tvær lotur gegn þessu heljarmenni. Á æfingu fyrir einvtgiö. Sambíóin sýna Breakdown: Eiginkona hverfur sporlaust Sambíóin frumsýna í dag spennumyndina Brekadown með Kurt Russell í aðalhlutverki. Hann og Kathleen Quinlain leika hjón sem leggja í ferð frá Boston til San Diego, þvert yfir Bandaríkin, ákveðin í að skilja vandamálin eftir og hefia nýtt líf. Á leið þeirra yfir eyði- mörk í suðvesturhluta Bandaríkjanna bilar bíllinn og þau hjón, Jeff og Amy, eru stranda- glópar langt frá byggð. Þegar átján hjóla trukkur stoppar og bílstjórinn býðst til að hjálpa þeim eru þau hin glöðustu, Amy fer með bílstjómaum í næsta bæ þar sem hún ætl- ar að fá viðgerðarmann með sér úti í eyði- mörkina. í millitíðinni tekst Jeff að gera við bílinn og heldur af staö í humátt á eftir þeim. Þegar hann kemur á ákvörðunarstað kannast enginn við að hafa séð trukkinn eða eiginkonu hans og hvar sem hann kemur kannast enginn við það að hafa séð Amy. Jeff grunar að hon- um sé ekki sagður sannleikurinn og verður al- veg viss í sinni trú þegar hann hittir bílstjóra trukksins sem þykist hvorki kannast við hann né að hafa tekið eiginkonu hans upp í bíl sinn. Jeff (Kurt Russell) lendir í miklum háska í leit aö eiginkonu sinni. Keimur af vestra Leiksfióri og handritshöfundur er Jonathan Mostow sem er að leikstýra fyrstu stóru mynd- inni sinni. Það var framleiðandinn afkasta- mikli, Dino De Laurentiis, sem sá kvikmynd hans, Flight of Black Angel, og ákvað þar með að hann skyldi leikstýra næstu mynd fyrir sig. Mostow fékk að skrifa handritið sjálfur og í heild gaf De Lauentis honum tækifæri til að gera myndina eftir eigin höföi. Hefur Break- down fengið ágætar viðtökur og dómar verið jákvæðir: „Breakdown er fyrst og fremst spennumynd en það er dálítið af vestra í sög- unni þar sem myndin fiallar um fólk sem lifir í bæ þar sem engar reglur eru virtar, segir Mostow." Breakdown er að hluta tekin í Moab-auðn- inni í Utcih en á þessum slóðum hafa verið tek- in útiatriði í yfir 400 kvikmyndir á siðustu fiörutíu árum. Auk Kurts Russels og Kathleen Quinlain leikur J.T. Walsh stór hlutverk í myndinni. -HK kvikmyndirn t-_________ Face off í þessari nýju mynd sinni skapar Woo spennuhasar sem jafhíramt því að vera vel skorðaöur í bandarísku kvik- myndasamhengi ber stil og hæfhi Woos fagurt vitní: Travolta og Cage eru þarna í súperformi; sérstaklega er gam- an að sjá Travolta sanna sig þarna errn og aftur og að öllu leyti er valinn mað- ur í hverju rúmi. -úd Lady and the Tramp Þessi klassíska teiknimynd segir frá tíkinni Lafði og flækingsrakka sem viö skulum kalla Snata. Hún er sak- laus og fógur, hann kankvís þorpari með hjarta úr gulli. Þegar Lafði lendir í ræsinu tekur Snati hana upp á sína arma (ef hundar geta slíkt), rómantík- in blómstrar og þau lenda í ýmsum ævintýrum. -GE Nothing to Lose 'trk'k Handritið er skemmtilega skrifað og Robbins og Lawrence ná samleik sem hefur myndina langt yfir þá með- almennsku sem einkennir fjölmarga þá dóma sem ég las um hana. Ég er haldinn þeirri sérvisku að telja gam- anmynd góöa ef hún er fyndin. Jude k~kk Myndin er afbragðsvel unnin, leik- urinn og leikstjómin til fyrirmyndar og kvikmyndatakan í samræmi við andrúmsloft myndarinnar. Handritið er ágætt í flesta staöi en ber þess þó vitni að það er unniö upp úr langri skáldsögu. -GE Blossi krkk Blossi sýnir og sannar að ekki bara Júlíus Kemp heldur íslensk kvik- myndagerð í heild sinni hefur komiö langan veg síðan eftir Veggfóður. Sam- ræðurnar rúlluðu vel i meðfórum þeirra Páls Banine og Þóm Dungal sem, þrátt fýrir reynsluleysi, vom með eindæmum sannfærandi og skemmtileg sem dálítiö ráðvillt ung- menni. -ÚD Horfínn heimur: kirk Jurassic Park Eftir ffekar hæga byrjun, þar sem mikill tími fer í útskýringar, tekur Hofi- inn heimur vel við sér þegar komið er í návlgi við grameðlur, snareðlur og aðr- ar fomar eðlur. Sagan er greinileg ffam- haldssaga, þar sem litiö er um nýjar hugmyndir, en af sinni alkunnu snilld og fagmennsku tekst Steven Spielberg að skapa ógnvekjandi skemmtun sem fær stundum hárin til að rísa. -HK Men in Black krkk l í MIB er eins og yfirfærslan úr teiknimyndasögu í kvikmynd sé aldrei fullfrágengin og kemur þetta sérstak- lega niöur á plottinu. Áherslan er slík á húmor og stíl aö sjálfur hasarinn verður útundan og í raun virkar MIB meira sem grínmynd en hasar. En þrátt fyrir alla galla er þessi mynd ómissandi fyrir alla þá sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. -úd Bean krkri Af Bean má hafa bestu skemmtun. í henni eru margar óborganlegar senur sem ég hefði kosiö að sjá fléttaðar saman af meiri kostgæftii. -GE Lifsháski krkri í fjölbýlishúsi býr borgarbúinn oft í einangruðu en nánu samlífi við fólk sem hann hvorki þekkir né vill kynn- ast. Myndir líkar Lífsháska leggja áherslu á þessa einangrun með því að færa aðalhetjuna í annarlegt umhverfi og neyða hana til þess að laga sig að þessu litla samfélagi. Lifsháski vísar skemmtilega í hefðina og leikaramir eru sannfærandi i óvenjulegum hlut- verkum. -GE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.