Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 V HLJÓMPLQTU LflTIN JflZZ at Ronnie Scott’s Þær upptökur sem hér um ræðir voru gerðar „live“ í djass- klúbbi Ronnie Scott’s sáluga árið 1993 og gefnar út á hljómdiski í fyrra. Þetta er svona sýnishoma- diskur frá tónleikum fimm hljómsveita sem leikið hafa í klúbbnum. Fyrsta ber að telja hina kúbversku 11 manna mini- stórsveit, Irakere, en í diskbæk- lingi stendur einmitt að hún sé trúlega merkasta útflutnings- vara Kúbu, að sykri meðtöldum. Það má til sanns vegar færa. Undirritaður hefur fylgst svolítið með Irakeré í rúmlega tiu ár og þeir eru í einu orði sagt stórkostleg hljómsveit sem hefur m.a. framleitt tvær djassstjörnur á heimsmælikvarða, trompetleikarann Arturo Sandoval og saxafón- og klarinettleikarann Paquito D’Rivera. Þriðji snillingurinn er svo núverandi hljómsveitarstjóri Irakere og meistari píanósins, Chucho Valdes. Þeir ellefumenningamir eiga hér þrjú lög, sem reyndar má finna ásamt fleirum á sérstökum diski „Irakere, Live at Ronnie Scott’s". Það má segja að músíkin á þessum diski skiptist nokkuð i tvö hom. Annars vegar er djass-samba og hins vegar djass-salsa. Hin kunna brasil- íska djasssöngkona, Flora Purim, og eiginmaður hennar, slagverksleik- arinn Airto, em fulltrúar sömbunnar með stórfinni hljómsveit sinni, Fo- urth World, og era þau líka með þrjú lög. Síðan era það hljómsveitir víbrafónleikarans Ron Ayers, áðumefnds Sandovals og spænska saxafón- leikarans Perico Sambeats sem eiga eitt lag hver. Hljómsveit Ayers flyt- ur „Philadelphia Mambo“ eftir Tito Puente og sérstaka athygli vekur gít- aristinn, Zachary Breaux sem er alveg frábær og það sama má einnig segja um gítarleikarann í Fourth World. Á þessum diski er samba kannski ívið meira áberandi en salsa, kannski vegna þess að Brassar halda sig venjulega við músik síns heima- lands en láta rúmbur, cha-cha og þvíumlíkt eiga sig, en Kúbanimir era hins vegar alltaf alveg ófeimnir að reyna við sömbur. Lagið „Johana" með Irakere er t.d. bossanova-lag og Sandoval og hljómsveit flytja lagið „Sambeando" sem er ekta samba en inniheldur dálítið af kúbönskum framefnum á borð við „ostinato" og „montuno", t.d. er hljómsveitin syng- ur bút úr laginu yflr slagverkssóló. Lagið sem Sambeat flytur er „Lament" eftir J. J. Johnson og telst varla vera eiginlegur latin-djass, þótt það sé í bossanovatakti. Maður hefur það stundum á tilfinningunni að Kúbanir séu mestu skemmtikraftar djasstónlistarinnar. Það er næsta víst að þeir eru ógur- legir stuðboltar og óhræddir að sýna leikni sína á blásturshljóðfæri t.d. með ótrúlegum glissandóum og hálsbrjótandi hröðu spili og svo þegar þeir flytja döpur lög þá era þau líka ógurlega dapurleg. Brasilíska mús- íkin með flóknari hljómastrúktúr sinum freistar kannski djassleikara annars staðar úr heiminum meira en salsa og hún er „mýkri" áferðar, en djassspilarar sem hafa kynnt sér salsa (eða öfugt) geta búið til mikinn töfraheim tóna sem sannast vel hér. Ingvi Þór Kormáksson The Wannadies - Bagsy Me: Kröftugt og Ijúft **★ Sænska hljómsveitin The Wannadies hefur starfað allt frá árinu 1989 og olli þá þó nokkru uppnámi í sænsku tón- listarlífi. Nýjasta plata sveitar- innar, Bagsy Me, veröur að telj- ast með betri rokkplötum sem geöiar hafa verið út af skandin- avískum sveitmn að undan- fornu. Lagið Someone Somewhere ættu allir að þekkja en það skaust upp lista víðsvegar um álfuna á þessu ári. You And Me Song er okkur heldur ekki ókunnugt úr myndinni Romeo And Juliet. Af öðrum lög- um plötunnar ólöstuðum verð ég að nefna lagið Oh Yes (It's A Mess), That's All og Silent People sem er frábært lag og minnir um margt á Smashing Pumpkins og Prefab Sprout. Stórgóð sveit sem er orðin orðin þroskuð og vænta má mikils frá. -ps Limp Bizkít—Three Dollar Bills Yall$: Geggjað rokk ★★★ Floridadrengimir í Limp Bizkit hafa starfað saman frá 1994. Nafn sveitarinnar var einfaldlega fengið þegar einn meðlima sveitarinnar sagðist, líða eins og hann væri mátt- laus kexkaka. Sveitarmeðlimir eru frægir fyrir grafifitilist sína sem meðal annars prýðir um- slag disksins. Tónlistin minnir um margt á sveitir eins og Rage Against The Machine og stundum örlar á fönktakti líkt og þeir séu undir áhrifum frá Red Hot Chili Peppers. Annars er tónlistin blanda af hörðu rokki, rappi og fonki. Three Dollar Bills Y'allS er kraftmikil plata sem lum- ar á stórgóðum lögum eins og Pollution, Stalemate, Stinkfinger, Indigo Flow og Everything. Ekki má heldur gleyma frábærri útgáfu sveitarinnar af lagi George Michael, Faith. Það verður enginn rokkunnandi svikinn af þessum diski. -ps -saman á nýrri safnplötu Björk og U2 eru meöal þeirra hljómsveita sem eiga lög á safndiskinum sem kemur út í nóvember. 4* í nóvember næstkomandi verður gefin út þriggja diska safnplata sem inniheldur lög frá tíbetsku frelsis- tónleikunum 1996 og 1997. Diskur- inn innheldur lög allra þá lista- menn sem komu fram í ár þar á meðal Eddie Wedder og Mike MacCready úr Pearl Jam, Patti Smith, Radiohead og U2 og hluta þeirra sem komu fram í fyrra. Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem stigu á svið í fyrra og flutti þá lagið Hyper-Ballad sem verður á diski númer 2 á safnplötunni. Allur ágóði af útgáfunni rennur í Milarepasjóðinn en samtök þau er standa að sjóðnum vinna að þvi að frelsa tíbetsku þjóðina undan áþján kínverskra stjómvalda. Úheppnin eltir Red Hot Chili Peppers Trommari hljómsveitarinnar, Red Hot Chili Peppers, Chad Smith lenti nú nýverið í mótorhjólaslysi með þeim af- leiðingum að hann meiddist illa á öxl. Smith var að aka hjóli sínu niður Sun- set Boulevard í Los Angeles þegar slys- ið varð. Fyrir mánuði lenti söngvari hljómsveitarinnar, Anthony Kiedis, í svipuðu slysi en slapp með úlnliðsbrot. Hljómsveitin hefur frestað öllum tón- leikum á næstunni. Morrison handtekinn Þótt ekki séu liðnir nema tveir mán- uðir síðan Mark Morrison var látinn laus úr fangelsi á Bretlandi hefúr hann aftur komist í kast við lögin. Eins og i fyrra skiptið er Morrison ákærður fyr- ir ólöglega vopnaeign og nú lítur út fýr- ir að kappinn muni aftur lenda á bak við lás og slá. Tónleikarnir sem Björk kom hundrað þúsund manns og söfnuð- fram á í fyrra vora haldnir í San ust um 56 milljónir íslenskra króna. Francisco og sóttu þá rúmlega -ps Barbarella til sölu á netinu r1 ÍJÁJJLTJ jIJJJJJJJJj' C HJjómsveitin Duran Duran hef- ur nýlega sent frá sér smáskífuna Electric Barbarella. Með útgáfu lagsins hefur útgáfufyrirtæki Dur- an Duran, Capitol Records, ákveð- ið aö fara nýjar leiðir en fyrsta mánuðinn veröur eingöngu hægt að nálgast og kaupa lagið á Inter- netinu. Þetta mun í fyrsta skipti sem smáskífa er seld með þessurn hætti á netinu. Hægt er að hlaða niður tveimur útgáfum iagsins og er verði mjög stillt í hóf. Margir kannast vafalaust nú jtegar við lagið Electric Barbarella enda nokkuð síðan það fór fyrst að heyrast hér á landi. Það situr nú í sautjánda sæti íslenska listans. Titill lagsins, Electric Bar- barella, er engin tilviljun. Þaö má segja að með þessum titli séu með- limir Dm-an Duran sveitarinnar aö leita í sömu smiöju og þegar þeir nefndu hljómsveit sína upp- J; haflega. Hér er að sjálfsögðu átt við kvikmyndina Barbarella, Queen of Galaxy, en þar gengm- eitt af illmennum myndarinnar undir nafninu Duran Duran. m Það er tilvaliö fyrfr Duran Dur- an aðdáendur að heimsækja Capitol-útgáfufyrirtækið á netinu og hlýða á lagið þar. Smáskífan er væntanleg í verslanir eftir mán- uð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.