Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Blaðsíða 12
26 iyndbönd FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MYNDB/HHDA Murder in Mind SáHræðitryllir w Ung kona, sem er handtekin og sökuð um morð á eiginmanni sínum, segist ekkert muna. Afbrotasál- fræðingurinn Dr. Mark Ellis er því fenginn til að- stoðar. Hann reynir með dáleiðslu að laða fram minni hennar. Dáleiðslan dregur fram bældar minn- ingar hennar um illa meðferð eiginmannsins á henni og svo virðist sem hann hafi ætlað að drepa hana. Eins og í flestum almennilegum sálfræði- tryllum er sannleikurinn falinn undir mörgum lögum blekkinga. Hér er um nokkuð flókna sögufléttu að ræða sem á að koma áhorfandanum á óvart, svo það er best að rekja ekki söguþráðinn of langt. Þessi litla mynd kemur nokkuð á óvart með því að vera oft ansi spennandi og ekk- ert ótæpilega vitlaus, þótt fléttcm sjálf sé eðlilega ansi ólíkindaleg. Nigel Hawthorne er skemmtilega yfirlætislegur í hlutveri sálfræðingsins og Mary- Louise Parker stendur sig einnig vel. Aðrir leikarar eru af slapp- ari sortinni. Leikstjóri: Andrew Morahan. Aðalhlutverk: Nigel Hawthorne, Mary-Lou- ise Parker, Jason Scott Lee og Jimmy Smits. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ SpaceJam Körfuboltaskrípó í Space Jam leika teiknimyndapersónur á móti leikurum af holdi og blóði. Körfuboltasnillingurinn Michael Jordan fer fyrir mennsku leikurunum, en einnig koma Wayne Knight og Bill Murray nokkuð við sögu. Fulltrúar teiknimyndanna eru Looney Toons gengið með Bugs Bunny í fararbroddi, en í hlutverki vondu kallanna eru nýjar teiknimyndaper- sónur - nördarnir. Framundan er afar þýðingarmik- ill körfuboltaleikur milli nördanna og Looney Toons gengisins, en ótætis nördarnir stela hæfileikum allra helstu stjarncmna í NBA-deildinni. Góðu gæjarnir svara með því að fá Michael Jordan til liðs við sig. Leiklistarhæfileikar Michaels Jordans virðast í álíka magni og hornaboltahæfileikar hans og ætti hann heldur að halda sig við körfuboltann þar sem snilligáfa hans fær að njóta sín. Reyndar er mennska hliðin öll á þessari mynd fremur slöpp og allir bestu brandararnir koma frá teiknuðu persónunum, sem gera myndina vel þolanlega. Nördarnir eru ekkert sérstaklega vel heppnaðir og virka fremur þunnir samanborið við klassískar persónur Looney Toons gengisins. Böm ættu að hafa gaman af þessari mynd og fullorðnir hafa sjálfsagt séð margt verra. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Joe Pytka. Aðalhlutverk: Bugs Bunny og Michael Jordan. Bandarísk, 1996. Lengd: 88 mín. Öllum leyfð. -PJ Supercop Ofurlögga ★★★ Jackie Chan hefur verið að ná fótfestu á bandaríska kvikmyndamarkaðnum, einkum vegna vinsælda Rumble in the Bronx. Þessari mynd er ætlað að fylgja þeim vinsældum eftir þangað til hann hefur tíma til að klára nýja mynd. Supercop er endurannin mynd sem hann gerði fyrir nokkrum árum í Hong Kong, hét þá Police Story 3 og var, eins og nafnið gefur til kynna, framhald af framhaldsmynd. Jackie Chan hefur hér lát- ið döbba myndina og einnig hefur hann látið einhvem MTV-gæja gera nýja titla á hana. Þá er hún krydduð með amerískri rapptónlist sem virkar hálfundarlega í þessu umhverfi. Jackie Chan leikur löggu í Hong Kong sem, í samfloti með kínverskri lögreglukonu, laumar sér inn í glæpaklíku sem verslar með eiturlyf. Leikurinn berst víða, en að lokum kemst upp um kauða og vondu kallarnir ræna kærustu hans. Það er hins vegar ekki sögu- þráðurinn, heldur grínið og slagsmálaatriðin, sem bera þessa mynd uppi. Ofurlöggan Jackie Chan er afar mannleg, gerir fullt af mistökmn og hagar sér oft bjánalega. Þar með er hann mun viðkunnanlegri hasarhetja en Hollywood-buffin. Þrátt fyrir ýmsa vankanta er myndin einfaldlega sniðug og þrælskemmtileg og fær þvi þrjár stjömur. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Stanley Tong. Aðalhlutverk: Jackie Chan og Michelle Khan. USA/Hong Kong, 1996. Lengd: 93 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Phantom * í fjólubláum nærfötum Lesendur Tímans sáluga muna margir eftir Skugga og aðstoðardýrum hans, hestinum Hetju og úlfinum Djöfli. í kjölfar vinsælda mynda um myndasöguhetjur mundi einhver Hollywoodari eftir Skugga og hér er hann mætt- ur á skjáinn. Bijálaði milljónamæringurinn Drax er að reyna að safna saman Toganda- hauskúpunum þremur sem eiga að gefa honum yfimáttúrulegan kraft. Skuggi reynir að stoppa hann. Svo era einhveijir kvenmenn þama líka, ein góð og ein vond (nema hún er ekkert svo óskaplega vond í rauninni, hefur bara átt erfitt í uppeld- inu eða eitthvað blabla). Þetta er fremur aldin mynda- saga og í upphafi er myndin nokkuð skemmtilega úr takti við kvikmyndahefð nútímans. Þetta verður hins vegar fljótlega þreytt og það eina sem heldur ein- hveijum dampi í myndinni er glaðhlakkalegi bófinn Xander Drax, sem Treat Williams leikur af krafti. Segja má að Billy Zane passi vel í aðalhlutverkið. Skuggi var aldrei merkileg myndasögupersóna og Billy Zane er heldur ekki merkilegur leikari. Þessi mynd er eins og hetjan í fjólubláu nærunum - lúða- leg og leiðinleg. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjórí: Simon Wincer. Aðalhlutverk: Billy Zane og Treat Williams. Bandarísk, 1996. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Myndbandalisti vikunnar 29. jálí til 4. ágúst júlí FYRRI: VIKUR j t rvi i r i nni . vinun i SIT,j' VIKA á LISTAj TITILL 1 j j j 1 j j j, j j j 2 j j j Jeny Masuirc j j J Sktfaa J j j Braaa 2 j j j 2 2 j j j Michael J J J SaoHBynlUid j J J Camaa 3 j ' j 4 j J. „ 2 j j Ghost »4 the Dariness j CKhvwOM j SptftHI lí Ný 10 j 7 11 12 | 10 13 ] 12 14 15 10 13 17 j 14 1S 1 10 19 20 í Ný MarsAttaeks Spaceian Extreme Measores Fled Ransem MyFellewAmericans She'stheOne Hi{h Scheel Hifh Twe Days ín the Valley la Leve and War Shlne Preacher'sWHe Setiteff Murderin Mind Jerry Maguire er í efsta sæti myndbandalist- ans. Á myndinni er hinn ungi leikari, Jonathan Lipnichi, sem leikur lykilhiutverk í myndinni og sýnir aö margur er knár þótt hann sé smár. Tvær nýjar myndir koma inn á listann yfir þær tíu efstu, Space Jam, sem er blanda af teikni- mynd og leikinni mynd, og spennumyndin Supercop meö hinum eldfima slagsmála- meistara Jackie Chan í aöalhlutverki. Jerry Maguire Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. Jeiry (Cruise) starfar hjá umboðsfyrirtæki og er sérfræðingur i að búa til stjömur úr efhilegujn íþróttamönnum. Einn dagirrn tekur hann upp á þvi að fara að efast um siðgæðið innan fyrirtæk- isins. Þetta hefur þau áhrif að hann er rekinn. Einn skjólstæðinga hans vill hafa hann áfram. Það er Ron Tidwell (Gooding) en hann er annars flokks raðningskappi. Jerry ein- setur sér að gera hann að stjömu eftir heiðarlegum leiðum og sanna fyrir sér og öðrum að hann hafl rétt fyrir sér. Michael John Travolta, Andie McDowell, John Hurt, Bob Hoskins og Robert Pastorelli Sögusagnir þess efnis að erkiengiJlinn Michael sé staddur á bóndabæ í Iowa-ríki í Bandaríkjun- um verða til þess að hinn útbrunni blaðamaður fer á staðinn til að semja upp- sláttarfrétt, sama hvort sönn sé eða login. Hinn önugi ritstjóri blaðsins treystir honum þó ekki betur en svo að hann sendir englasérfræðing- inn Dorothy Winters (McDowell) og annan álíka misheppnaðan blaðamann með honum, ásamt hundinum Sparky sem. er lukkudýr blaðs- ins.Á leiðinni eru allir sannfærðir um að þetta sé ekkert annað en gabb en það breytist er þau hitta Michael (Travolta). Hann er fiðraður mjög á bakinu og framleiðir kraftaverk í bunum ásamt því að ganga í störf Amors. The Ghost and the Darkness Michael Douglas og Val Kilmer Myndin er byggð á at- burðum sem áttu sér staö I Austur-Afríku 1896 þegar tvö mannætuljón ollu usla þar. Ljónin í myndinni of- sækja menn sem vinna að byggingu brúar inni í miðju landinu. Þau vinna saman og hræð- ast ekkert, auk þess sem þau virðast drepa sér til ánægju, ekki til matar. Veiðimaöurinn Rem- ington (Douglas) og verkfræðingurinn Patt- erson (Kilmer) fá það verkefni að stöðva dýr- in. Mars Attacks! SpaceJam Jack Nlcholson, Annette Bening og Glenn Close Myndin segir frá því er geimskip byrja skyndflega að streýma tU jarðar frá Mars. Inn- anborðs eru heldur ófrýnUegir Marsbúar sem ómögulegt er að geta sér tU um hvað eru aö hugsa. Það verður að sjálfsögðu uppi fótur og fit á jörðu mðri þar sem fólk hefur enga hug- mynd um hvemig taka skuli á móti hinum óvæntu gestum. Herinn er þó í viðbragðsstöðu og 1 ljós kemur að fuU þörf er fyrft hann. Michael Jordan, Kalli kanína og Danny DeVito Hinn óforskammaði foringi Njarðanna, Svakahamar, hefur í hyggju að ræna Kalla kanínu og félögum og Uytja þá í misheppnað- an skemmtigarð sinn á FávitafjaUi á Njarðar- plánetunni. KaUi kan- ína ákveður að skora Nirðina á hólm í körfu- boltaleik enda getur hann ekki séð að þessar pínulitlu geimverur eigi nokkum séns í Geggj- aða gengið. Nirðirnir eru ekki aUir þar sem þeir eru séðir og þótt KaUi fái tU liðs við sig sjálfan Michael Jordan er ómögulegt að segja tU um úrsiit leiksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.