Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 V * tónlist L ; * & * - standa á eigin vegum án hjálpar frá Bob Dylan einu fór boltinn aö rúlla. Wallflowers hafði líka fengið til liðs við sig reyndan pródúsent, að nafni T-Bone Burnett, lagasmið og tónlistarmann, sem kom með góðar tillögur sem sveitin samþykkti við gerð plötunnar. Upptökur á plötunni voru hafnar áður en gítarleikari hafði verið endanlega tekinn í sveit- ina og því eru nokkrir gestagítar- leikarar á plötunni. Gítarleikararnir Fred Tackett úr Little Feat, Mike Campbell úr Heartbreakers og Gary Louris úr Jayhawks setja ákveðinn svip á sum lög plötunnar enda réðst það hver kom best út í hverju lagi þegar hljóðupptökur fóru fram. Jakob Dylan segir þó að þetta sé eitthvað sem hljómsveitin vilji ekki endurtaka enda erfitt að starfa með gítarleikara sem maður veit ekki fyrir fram hvernig kemur út. Jakob sem semur bæði texta og lög sveitarinnar er eina barn Bobs Dylans sem haldið hefur út á braut tónlistarinnar. Hann segir texta sina koma alls staðar að, líkt og textinn í 6th Avenue Heartache. Dylan bjó um tíma í New York og í hvert skipti sem hann fór fram úr rúminu á morgnana sá hann út um gluggann náunga einn sitja á tröppum hinum megin við götuna. Náunginn spilaði á gítar fyrir vegfarendur og fékk smáaura fyrir og yfir nóttina lagðist hann til hvíldar á tröppunum. Einn daginn var hann horfinn en dótið hans lá eftir og brátt fóru hinir og þessir að taka eitthvað af því þar til allt var horfið. Jakob Dylan fannst eins og hann sæi sjálfan sig í hnot- skurn í lífi þessa manns og samdi út frá því textann við 6th Avenue He- artache. Tónlistin Tónlist Wallflowers er sálartón- list og ósjálfrátt fer maður að raula með og hreyfa sig í takt við hana. Lög eins og One Headlight, 6th Avenue Heartache, Three Marlenas og Invisible City bera vitni um frá- bæran tónlistarmann og hljómsveit. Ýmsir hafa sagt að raddir þeirra feðga séu ólíkar en í sumum lögum er eins og Bob Dylan sé sjálfur kom- inn, hvort sem röddinni eða tilfinn- ingunni sé um að kenna. Það er eins með Van Morrison og Wallflowers, þegar maður er orðinn áttavilltur í tónlistinni þarf aðeins að skella diski með þeim undir geislann og þú ert einhvern veginn kominn að: rótum „filingsins" og hefur náð átt- um að nýju. -ps söngvari, gítarleikari og lagasmiður Wallflowers. „Það leit út eins og út- gáfufyrirtækið væri að reka okkur og ég var sonur Dylcms. Fólk hlaut að halda að við værum virkilega lé- legir!“ Eftir þetta leystist hljómsveitin nánast upp þvi trommuleikarinn, bassaleikarinn og gitarleikarinn fóru að sinna verkefnum á öðrum vígstöðvum og aðeins hljómborðs- leikarinn var eftir ásamt Dylan. Þeir íhuguðu að breyta nafni sveitarinn- ar en það varð úr að halda nafninu og halda áfram þar sem frá var horf- ið frá fyrstu plötunni. Jakob Dylan hefur ekki farið var- hluta af frægð fóður síns enda er erfitt að vera sífellt stimplaður sem arftaki hins fræga tónlistarmanns. Þegar fyrsta plata Wallflowers kom út neitaði Jakob viðtölum við tón- listarpressuna og vildi að tónlist sin gæti staðið á eigin fótum án viðmiðun- ar við tónlist Bobs Dylans. Hann segir áhrif foður sins ekki mikil, hann hafi sem unglingur hlustað á hljóm- sveitir eins og bresku pönksveit- ina The Clash og síðar orðið alæta á tónlist. Jakob Dylan hefur ekki fariö varhluta af frægö fööur síns enda er erfitt aö vera sífellt stimplaður sem arftaki hins fræga tónlistarmanns. Átoppinn! í fyrra kom út platan Bringing down the Horse sem skaut sveitinni upp á toppinn og lagið 6th Avenue He- artache af plötunni hefur nánast mettað útvarpsmarkaðinn vestra. Platan hefur þegar selst í þremur milljónum eintaka. Hljómsveitin hafði gert samning við út- gáfufyrirtækið Interscope og allt í Wallílowers T ZE Fyrir fjórum árum var hljómsveit- in Wallflowers á samningi hjá Virg- in Records. Útgáfufyrirtækið gerði lítið sem ekkert fyrir sveitina og eft- ir að fyrsta plata Wallflowers seldist í litlu upplagi varð það að samkomu- lagi hjá báðum aðilum að rifta samningnum. „í þessari aðstöðu var mjög erfitt að vera sonur fóður síns,“ segir Jakob Dylan, hinn 26 ára gamli sonur hins heimsfræga tónlistarmanns Bobs Dylans og ‘m «4 ll e ± n 4 li|e|l|gli|n Skítamórali íVestmanna- eyjum Hljómsveitin Skítamórall mun spila í Vestmannaeyjum um helgina. í kvöld spilar hún á framhaldsskólaballi en á morgun spilar hljómsveitin i Höfða. Þetta er í fyrsta sinn síðan um verslun- armannahelgina sem hljómsveitin spil- ar í Eyjum. Björgúlfsson sem leikur líka á tromm- ur. Einnig er Todmobile- bassaleikar- inn Eiður Arnarson í hljómsveitinni. Moon Boots á Gauknum Sóldögg í Stapanum Skítamórall veröur í Vestmannaeyjum um helgina. Hljómsveitin Moon Boots heldur uppi stuðinu á Gauki á Stöng um helg- ina. Hún leikur þar bæði föstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudag mun hins vegar Snigla- bandið slá á létta strengi á Gauknum. Fánar á Kaffi Reykjavík Skemmtikvartettinn Fánar ætlar að skemmta á Kaffi Reykjavík annað kvöld. Þrír söngvarar eru nú í hljóm- sveitinni, Seyðfirðingamir Magnús Einarsson og Tómas Tómasson, sem leika einnig á gítar, og Bergsteinn Hljómsveitin Sóldögg leikur á sjálf- stæðisballi í Stapanum í Keflavík ann- að kvöld. Hljómsveitin hefur verið að gera það gott í sumar og hefur verið að spila víða um land. Ruth og Birgir Jóhann í kvöld og annað kvöld leika Ruth Reginalds og Birgir Jóhann danstónlist við allra hæfi á Kaffi Akureyri. Ultra á Barbró Hljómsveitin Ultra mun annað kvöld Ultra veröur á Akranesi annaö kvöld. spila á Barbró á Akranesi. Að þessu sinni verður spilað haustrokk með Evr- óvisjónlögum í bland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.