Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Page 4
18 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 um helgina Tvær sýningar í Nýlistasafninu: tilfinningabókasafn „Ég hafði að sumu leyti hugsað mér þessa sýningu sem ádeilu á heim þar sem tamin nátt- úra er til á hveiju einasta heimili," segir Olga Bergmann, ung íslensk listakona sem nýlega opnaði sýninguna „Borðstofusafarí" í Nýlista- safninu. „Það sem ég deili fýrst og fremst á er að í heimi þar sem tamin náttúra er til á hverju einasta heimili verður ómögulegt að greina milli hins eðlilega og óeölilega. Þessi fjarstæðu- kenndu samskipti okkur við náttúruna koma m.a. fram i því að goggunarröðinni er hafhað um leið og hún er dáð.“ Sýning Önnu Halin; „Bókasafn tilfmning- anna“ samanstendur af ljósmyndum og skúlpt- úrum. „í ljósmyndunum reyni ég að fanga þá til- fmningu að vera milli draums og veruleika," segir listakonan um verk sín. „Oft upplifir mað- ur þetta ástand í s'æfnrofanum á morgnana, þ.e. maður hefur annan fótinn í drauminum en hinn í vökunni þannig að báðir þessir heimar verða jafnvægir." Af öðrum sýningum i Nýlistasafhinu má nefna sýningu Amars Herbertssonar í setustof- unni, sýningu Hafdísar Helgadóttir í Svarta og Bjarta og sýningu Nikolajs Pavlovs í Súm-saln- um. Pavlov kemur frá Jakútíu, landi í Norðaust- ur-Síberíu sem heitir opinberlega Lýðveldið Sakha. Nikolaj Pavlov er hingað komin á vegum Isjaka en svo nefnist vinafélag Islands og Jakútíu. Sýningarsalir Nýlistasafnsins eru opnir alla daga nema mánudaga. Á leikfangasýningunni í Perlunni veröa leikföng í öllum regnbogans litum. Sjón er sögu ríkari. DV-mynd ÞÖK Borðstofusafarí og Myndlistarsýning á Jómfrúnni Þessa dagana stendur yfir sýn- ing á veitingastaðnum Jómfrúnni, Lækjargötu 4, á málverkum Krist- bergs 0. Péturssonar. Verkin á sýningunni voru unnin í júlí og ágúst meðan Kristbergur dvaldist í gestavinnustofunni „Kunstler- haus“ í Cuxhaven í Þýskalandi. Sýningin er opin frá 11 til 22 meðan á Rúrek-djasshátíðinni stendur en frá klukkan 11 til 18 aö hátíðinni lokinni. Mikið verður um að vera í Perlunni um helgina þar sem opnuð verður glæsi- leg leikfanga- og spilasýning. Sýning þessi er að mestu leyti kynning á nýj- um leikföngum, þar á meðal sérstakri tegund byggingar- leikfanga. Meöal þess sem fyrir augu ber í Perlunni eru 20 parísarhjól, eld- flaug, dýr og margs konar farartæki. Fjöldi annarra leik- fanga og spila verður á sýningunni, m.a. þrí- víddarpúsl af heims- frægum mannvirkjum á borð við Taj Mahal- hofið á Indlandi, Eiffel- turninum og Breska þinghúsið. Sýningin verður opin á laugardaginn frá 11 til 18 en á sunnudaginn frá 12 til 18. Krakkar! Nú gefst ykkur tækifæri til aö gerast félagar í Krakka- klúbbi DV. Það eina sem þiö þurfiö aö gera er aö fylla út seöilinn sem er hér fyrir neöan og senda til Krakka- klúbbs DV, Þverhoiti 14, 105 Reykjavík. Krakkaklúbbur DV er fyrir alla hressa krakka, 12 ára og yngri. Krakkaklúbbur DV sendir öllum nýjum meölimum í klúbbnum Krakkaklúbbsskírteini. Á skírteininu er númer sem þiö notiö þegar þiö sendiö lausnir eöa þrautir úr Krakkaklúbbshorninu. Skírteinið er einnig afsláttarskírteini sem veitir ykkur afslátt á margvíslegri vöru og þjónustu. Aö auki fá allir Krakka- klúbbsmeölimir glaðning frá Tígra í afmælisgjöf. Barna-DV, sem kemur út á hverjum laugardegi, nýtur mikilla vinsælda. Tilgangur klúbbsins er einnig samvinna milli DV og yngri lesenda um skemmtilegt og fræöandi Barna-DV á laugardögum. () Já, takk, ég vil svo sannarlega gerast meölimur í Krakkaklúbbi DV. () Kortiö mitt er týnt og ég vil gjarnan fá nýtt kort. Naf n:_________________ Heimilisfang:__________ Póstfang:________Sími: Kennitala:_____________ . rrr w QaJ7 l w •-v Úlfur Chaka fer eflaust hamförum á sviðinu f kvöld eins hans er von og vísa. DV- mynd Hari. í kvöld Hljómsveitin Stjömukisi gaf nýverið út hljómdiskinn Geislaveisla og fagnar þvl á útgáfutónleikum á efri hæö l'unglsins í kvöld. Stjörnukisi er tveggja manna sveit, skipuð þeim Úlfi Chaka, textasmið og söngvara, og Gunn- ari Óskarssyni áem sér um forritun og gítarleik. Geisláveisla er fyrsti diskur þeirra félaga en margir muna eflaust eftir þeim úr hljómsveitinni 2001. Sérstakir gestir Stjörnukisa í kvöld verða DJ.Kári og Súrefni. Tónleikarnir heíjast klukkan 24 í kvöld. Gallerí Sævars Karls I dag opnar Aöalheiður Skarphéðinsdóttir sýningu í Galleríi Sævars Karls i Bankastræti 9. Á sýningunni eru tréristur og myndir, unnar með blandaðri tækni, og era öll verkin unnin á þessu ári. Þetta er áttunda einkasýning Að- alheiðar en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýn- inga um allan heim, þar á meðal í Kína, Japan, Skandin- avíu og víðar í Evrópu. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga frá 10 til 18 og henni lýkur 3. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.