Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 JjV Þegar Michael Enzi öldungadeildar- þingmaður Bandarikjaþings kom með fartölvuna sina inn i þingsali ætlaði allt vitlaust að verða meðal starfsfé- laga hans í þinginu. Enzi ætlaði aðeins í sakleysi sínu að taka smápunkta niður hjá sér i tölvuna og kannski gera örlitlar rann- sóknir. En þó að þingmenn noti nú kúlupenna en ekki blekpenna og leyfi sjónvarpsmyndatökur í þingsölum finnst sumum nóg komið þegar þing- menn eru famir að koma með tölv- urnar sínar í vinnuna. Þeir eru ekki svona tæknilega sinnaðir. „Ég geri mér grein fyrir því að við hreyfumst ekki mjög hratt fram á við. við jafnvel viljum það ekki. Það er hluti þinghefðarinnar," sagði Enzi, sem er á sínu fyrsta ári í öldunga- deild. „Ég vil ekki brjóta hefðina. En öldungadeildin hefur breyst og tölv- urnar gætu orðið hluti af þeirri breyt- ingu.“ Fartölvurnar Ijótar Það er hugsanlegt, já. En líklega eru samt einhver ár i það ef marka má viðhorf sumra öldungardeildar- þingmanna til fartölva. Þeir segja far- tölvurnar vera ljótar, truflandi og dragi úr hömlulausum viðræðum. Einn þingmaður hafði það til dæmis á orði að hann hefði áhyggjur af því að umræðurnar væru eins og í handriti ef þingmenn hefðu aðgang af fartölv- um. Einnig hafa heyrst þær raddir að þeir sem þyrftu endilega að nota þær ættu að halda þeim í eigin skrifstof- um. Svona viðbrögð við nýjungum eru víst ekki ný af nálinni í þessu þingi og em jafnvel órjúfanlegur hluti af þing- sögunni. Þetta segir að minnsta kosti Dick Baker sagnfræðingur. „Öldunga- deildin er sú deild innan hins opin- bera i Bandaríkjunum sem er hvað mest fastheldin á hefðir. Það er mjög líklegt að einhver gerir eitthvað sem ekki hefur verið gert áður er það litið hornauga," segir hann. Þingmenn í sambandi fyrir utan þinghúsið? Andstæðingar fartölva hafa einnig komið með þau rök að með þeim geti þingmenn haft samskipti við menn utan þingsins á meðan umræður um viðkvæm mál fara fram. Enzi vísaði þessari gagnrýni á bug. Hann segir að hann hafi aldrei lagt til að notað yrði fartölvumótald innan þingsins og þar að auki væri hægt að koma upp ein- fóldu öryggisneti til að koma í veg fyr- ir þetta. Búist er við að sérstök nefnd muni úrskurða bráðleg hvort leyfa eigi þingmönnum að koma með fartölvur í þingsali. -HI/Reuter Ætli svona tæki muni bráöum sjást í sölum Alþingis? Heimilistæki: Fjölbreytt úrval ISDN-búnaðar Hjá tækni- og tölvudeild heimilis- tækja fæst fjölbreytt úrval ISDN-hún- aðar til tengingar við Samnet Pósts og síma, allt frá einstökum símtækjum upp i stærstu einkasímstöðvar. Heim- ilistæki hefir einnig tekið að sér sölu á samnetslínum frá Pósti og síma og því er hægt að ganga frá samnetspönt- un um leið og keyptur er samnetsbún- aður. Ýmsar samnetslausnir Meðal annars tölvubúnaðar sem boðið er upp á er Twinny Nova frá þýska fyrirtækinu DeTeWe. Þetta er þráðlaus stafrænn sími fyrir samnetið sem er með innbyggt tengi fyrir tvö venjuleg símtækifaxtæki/símsvara. Það þarf því ekki að kaupa þau frá pósti og síma þegar sótt er um sam- netslínu. Einnig er hægt að bæta fjór- um þráðlausum simtólum við simann. Einnig má nefna hugbúnaðarpakk- ann ISDN for Windows 95 sem er frá öðru þýsku fyrirtæki, Acotec. Með honum má senda skjöl og fóx og einn- ig notatölvuna sem símsvara. Einnig er boðíð upp á ýmsar netlausnir fyrir ISDN. X' Heimilistæki bjóða einnig upp á vönduð svissnesk samnetssímtæki, Eurit 20 og eurit 30, en þau hafa feng- ið fjölmörg verðlaun fyrir hönnún og gæði. Tölvur og stafrænar myndavelar Á næstunni munu Heimilistæki bjóða nýjan borðskanna frá Laser computer í Hollandi með upplausnina 600 x 300 dpi. Þeir munu kosta um 18.000 krónur og henta vel fyrir heim- Oi og þá sem vinna að heimasíðugerð. Einnig verður boðið upp á nýja línu af ódýrum tölvum frá Laser Computer i Hollandi. Þessar vélar eru með Cyrix 6x86 örgjörva og AMD örgjörvum og kosta frá tæplega 85.00 krónum. í næsta mánuði verða svo kynntar nýj- ar Expression vélar meö Pentium II örgjörvum. Að lokum skal minnst á stafrænar myndavélar frá Casio og Sanyo. Nýju Casio-vélarnar, QV-100 og QV-300, taka allt að 192 myndir í minni og eru tengjanlegar við PC, Macintosh, sjón- varp og myndbandstæki. Munurinn á þessum tveimur vélum er sá að QV- 300 er með aðdráttarlinsu og stærri litaskjá. Sanyo kynnir hins vegar VPC-G200 myndavélina, sem er með flassi, sjáif- virkum fókus og tveggja tomma lita- skjá. Hún tekur 120 myndir í minni og sex sekúndur af hljóði með hverri mynd. Hana er einnig hægt að tengja við PC, Macintosh, sjónvarp og mynd- bandstæki. -HI Ef þú vilt þab besta þá kaupir þú Margverðlaunaðar bandarískar hágæðatölvur með 3ja ára ábyrgð L____________________________________________________________A Home MMX Örgjörvi: MMX™ 166-200-233 MHz Intel Penlium Skyndiminni: 512K Pipeline BurstTM SRAM Minni: 32MB EDO DIMM SDRAM (Stækkonl. i 128MB) Tengiraular: 2ISA, 3 PCI og 1 ISA/PCI Phaenix Plug-n-Play Ready Flash BIOS (uppfæranlegur) Kubbasett: Intel 82430TX PCIset Disklingadrif: 1.44MB 3.5" 100MB lomega Zip drif innbyggt Geisladrif: 16X (sextán hraía IDE drif) HarSur diskur: 2,1 GB Enhanced IDE Western Digital Skjákort: Diamond Stealth 3D 2000 Pro m/4MB EDO Skjár: 15" litaskjár, 0,28 punktast., stafrænn 1280*1024 Hljáðkort: Yamaha 32radda Wave Stereo innb.-t- hátalarar Tengi: 1 samhliða-, 2 raðtengi og 2 USB tengi Kassi: Meðal turn "toolfree" Lyklaborð: 104 lykla íslenskt, MS Intellimouse mús + motta MS Windows 95,-Plus 95 og MS Works 95 (CD og uppsett) FCC dass B-, UL-, CUL- og CE-viðurkenningar EPA Energy Star samhæfð Þriggja ára ábyrgð Verð frá kr. 199.900 stgr. Gagnabanki íslands óskilur sér rétt til breytinga ó verði og útfærslu búnaðar ón fyrivara Millennia XRU Pentium II 266 Örgjörvi: MMX™ 266MHz Intel® Pentium II Skyndiminni: 512K Internal L2 Secondary Minni: 32MB EDO SIMM (Stækkanl. i 256MB) Tengiraufar: 2 ISA, 3 PCI og l ISA/PCI AMI Plug-n-Play Ready 2MB Flash BIOS (uppfæranlegur) Kubbasett: Intel 82440FX PCIsel Disklingadrif: l.44MB 3.5" US Robotics Sportster 56K *2 innbyggt faxmótold Geisladrif: 16X (sextán hraða IDE drif) Harður diskur: 6,4 Gl Enhanced IDE Ouantum Skjákort: Diamond Stealth 3D 2000 Pro m/4MB EDO Skjár: 15" litaskjár, 0,28 punktast., stafrænn 1280*1024 Hljóðkort: Yamaha 32radda Wave Stereo innb.t hátalarar Tengi: 1 samhliða-, 2 raðtengi og 2 USB tengi Kassi: Meðul turn "toolfree" Lyklaborð: 104 lyklo islenskt, MS Intellimouse mús + motto MS Windows NT Workst. og MS Works 95 (CD og uppsett) FCC dass B-, UL-, CUL- og CE-viðurkenningor EPA Energy Star samhæfð Þriggja ára ábyrgð Aðeins kr. 309.900 stgr. GAGNABANKIÍSLANDS 3-5 105 Reykjavík •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.