Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 t&lvun. Lycos tekur breytingum Netið í evrópska skóla m Hópur fyrirtækja í tölvu-, > hugbúnaðar- og fjarskiptaþjón- ustu hefur myndað með sér I samtök með það að markmiði | að koma Netinu og margmiðl- unarbúnaði inn í evrópska j skóla. Samtök þessi heita The European Education Partners- ; hip (EEP). Meðal fyrirtækja sem taka þátt í þessum samtök- um eru Apple, Sun Micro- : systems, Oracle, France Tele- | kom og Deutsche Telekom. Talsmenn samtakanna telja mikla þörf á þeim til að koma ; hreyfingu á menntunina í Evr- 1 ópu. Samtökin telja að það sé | verkefni sem eitt fyrirtæki geti ekki gert einsamalt. Evrópa : hefur dregist töluvert aftur úr I Bandaríkjunum hvað varðar I tölvueign í framhaldsskólum. Á meðan ein tölva er á hverja sjö j nemendur í Bandaríkjunum eru allt að 140 nemendur um hverja tölvu í sumum Evrópu- f landanna. Samtökin vilja vinna með yfirvöldum hvers lands | fyrir sig um að tengja skólana j við Netið og bjarga þeim um I margmiðlunartæki. Slík við- j leitni mun víst eiga að byrja þegar í næsta mánuði. Bandaríkin: 2000 vandinn ai aukast Fjöldi tölvukerfa í Bandaríkj- unum sem þarf að skipta um að j gera við fyrir árið 2000 hefur 3 aukist nokkuð og áætlaður j kostnaður hefur hækkað um j einn milljarð Bandaríkjadala. j Þetta kom fram í yflrlýsingu frá ríkisstjóm Clintons nú í vik- unni. Margar stofnanir hafa ekki enn þá lokið við að leysa þau vandamál sem þessi tveggja stafa ártöl í tölvum geta haft í for með sér. Vandamálin sem menn standa frammi fyrir j eru margvísleg, allt frá því að ! aldraðir fá ekki sendan ellilíf- eyri upp í að öll flugumferð fari úr skorðum. Sally Katzen, sem stjómar aðgerðum hins opinbera vegna ! ársins 2000, segir að ástandið sé | verst í landbúnaðar-, mennta- J mála- og samgönguráðuneytun- : um. Hún segir einnig að önnur j ráðuneyti gætu lent í veruleg- j um vandræöum og þurft að • eyöa meiri peningum en ella ef þau koma ekki vel út í skýrslu [ sem væntanleg er um þetta málefni 15. nóvember. „Við sendum merki sem er líklegt til að ná athygli þeirra,“ j segir Katzen. „Við verðum að j fryggja að gert verði við keif- j in.“ Kostnaður bandarísku skatt- j borgaranna vegna þessa vanda- Imáls er nú áætlaður 3,8 millj- arðar Bandaríkjadala. Katzen telur líklegt að kostnaðurinn muni jafnvel verða enn mefri en tekur fram að þó sé alls ekki ómögulegt að leysa málið. Ríkisstjórn Clintons hefur : undanfarið sætt mikilli gagn- j rýni fyrir að ganga ekki nógu I langt til að leysa málið. -HI/Reuter Lycos hefur nú bætt nýrri þjón- ustu við vefinn hjá sér sem fyrirtæk- ið hefm- verið að þróa undanfarið ár. Ný leitartækni sem leitast átti við að koma upplýsingum um vefsíð- ur á sem öruggastan hátt var fyrst reynd í júni undir nafninu Lycos Pro. Vinsældir Lycos jukust mjög við þetta og heimsóknafjöldinn þre- faldaðist á stuttum tíma. í þessari nýju tækni er innbyggt mynstur sem á að gefa þeim sem leitar að einhverju eins nákvæma niðurstöðu og mögulegt er. Gagna- safn hefur verið byggt upp senrat- hugar í hverri viku hvaða nýjar vef- síður eru komnar svo að ferskustu upplýsingarnar eru alltaf til staðar þegar leitað er. Þrátt fyrir miklar tæknilegar viðbætur eru þó enn kunnuglegir hlutir til staðar, eins og til dæmis bláa Lycos-leitarröndin og eins gullni takkinn sem virkar sem eins konar inngangur að upplýsing- unum sem leitarvélin hefur fúndið. Hönnunin hefur einnig verið tek- in í gegn. Hún var einkum hugsuð til að leitin tæki minni tíma og auð- veldara væri að flakka milli tengla. Aðgangur fæst hratt og auðveldlega að leiðsögninni um vefinn og þekkt- um þáttum Lycos eins og gulu síðun- um og borgarleiðsögninni. Það helsta sem er nýtt hjá Lycos er kraftmeiri leit, búnaður sem skil- ar þeim niðurstöðum sem passa best við það sem leitað er að, alltaf er leitað í nýjustu síðunum og öll leit gengur hraðar fyrir sig. Það virðist því vera að Lycos sé vel samkeppn- isfært við aðrar leitarvélar á vefn- um. Lycos hefur undanfarið verið með vinsælli leitarvélum á Netinu þó að vélar á borð við Yahoo! og Webcraw- ler hafi yfirleitt verið vinsælli. Lycos ætlar sér hins vegar að reyna að koma sér almennilega á kortið meðal leitarstöðva á vefnum. Slóðin á heimasíðu Lycos er http: //www.lycos.com. -HI/Business Wire m Pc - leikir Mac - leikir Frœðsluefni PlayStation Fylgihlutir Aukahlutir Landsins mesta úrval tölvuleikja? - kannaðu málið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.