Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
31
0lvur
Skjárinn bundinn um höfuðið
Nýtt tæki er að leggja Bandaríkin
undir sig. Þetta tæki kallast á ensku
„Glasstron" og er sjónvarps- eða
tölvuskjár sem notandinn getur haft
á sér eins og hjálm. Tækið vegur
um þrjú kíló og sá sem notar það
fær á tilfinninguna að mynd á 52
tomma skjá birtist um tvo metra
fyrir framan hann.
Tæki þetta, sem sést á myndinni,
kom fram á sjónarsviðið frá Sony í
fyrra og hafa um 5.000 slík selst á
mánuði síðan. Tækið er bæði notað
gagnsemi. Þessi hlutur kostar nú
frá heildsölu í Japan um 60.000
krónur en verðið verður væntan-
lega öllu hærra í búðum. Augljós-
asta gagnsemin sem hægt er að hafa
af tækinu er að skella því á krakk-
ann i aftursætinu ef hann fer að
hafa of hátt. Menn eru hins vegar
enn þá í vafa um hversu öruggt er
að hafa svona tæki á sér og Sony
hefur mælt með því að börn yngri
en 15 ára noti ekki tækið.
Sérfræðingar eru þó á þvi að á
endanum muni þeta tæki ná hylli
almennings. Hugbúnaðarframleið-
endur muni fara að framleiða búnað
fyrir tækið og gera það nytsamlegra
en það sýnist vera í dag.
-HI/ABCnews
til að spila tölvuleiki og horfa á
sjónvarpið.
Fylgir höfuðhreyfingum
Að mörgu leyti eru þessi tæki
byggð upp á svipaðan hátt og venju-
leg heymartól. Hægt er að tengja
þau við sjónvarpstæki, myndbands-
tæki og tölvur. Tækið fylgir höfuð-
hreyflngum þannig að myndin
breytist eftir því hvernig höfuðið
hreyfist. Þannig skapast sú tilfmn-
ing að maður sé staddur í venjulegu
þrívíddarumhverfi. Þessi eiginleiki
hefur verið lofaður mjög af tölvu-
leikjaframleiðendum enda býður
hann upp á gríðarlega möguleika á
þeim vígstöðvum. Sá sem leikur
tölvuleikinn mun þá hafa það á til-
flnningunni að hann sé inni í tölvu-
leiknum en ekki utan hans eins og
þegar hann horfir bara á venjulegan
tölvuskjá.
Fyrst gert 1968
Þessi tækni er ekki svo ný af nál-
inni. Slíkt tæki var fyrst búið til
árið 1968 og síðan þá hefur tölvuiðn-
aðurinn spáð því að þetta eigi eftir
að verða notað um allan heim. Fjög-
ur fyrirtæki hafa á síðustu fimm
árum reynt að markaðssetja tækn-
ina en hafa við það annaðhvort orð-
ið gjaldþrota eða misst öll viðskipti.
Hins vegar hefur Sony markaðs-
stöðu sem gæti gert fyrirtækinu
mögulegt að koma þessu á ffamfæri
við almenning. Fyrirtækið hefur til
dæmis framleitt ferðageislaspilara
sem getur spilað kvikmyndir í fullri
lengd á einum geisladiski.
Stóra spurningin er hins vegar:
Vill einhver kaupa svona vöru?
Talið er að svarið við því velti aðal-
lega á tveimur þáttum; verði og
Þetta tæki getur haft mikil áhrif á fólk, ef dæma má af svipbrigðum þessa
manns. Mynd frá ABCnews
Davis Powerbeam tölvuskjávarpi
er stafrænn myndvarpi sem tengist
tölvu, myndbandstæki eða fjarfundarbúnaði.
Allt kynningar og kennsluefni er hannað í tölvum
í dag og þess vegna er nauðsynlegt að hafa öflugan
myndvarpa sem er bjartur, léttur og auðveldur I
notkun.
j Hringið í síma 581 2099
eða heimsækið www.davisna.com
fmmlll SÝNIR sf. Bolholti 6,105 Reykjavík
NÝHERJI
- Vanlun -
Skaitahlíð 24 • Sími 569 77DD
http ://www.nyherji.is
Nýherji býður nú
takmarkað magn af sérlega
vönduðum Tulip dt 5-166 marg-
miðlunartölvum, Umax PageQffice
litaskönnum ag Canon BJC 24Q
litprenturum á pakkatilboði
sem á sér enga hliðstæðu.
ánjiui.iiuiun
~I litMs
Örgjörvi: Pentium 166 MHz
Vinnsluminni: 32 MB ED0
má auka í 128 MB
Skyndiminni: 256K L2
Skjáminni: 2 MB
Harðdiskur: 1,6 GB
Tengiraufar: PCI/ISA
Tengill: Universal SerialBus
Skjár: Tulip 15" XVGA
Skjáupplausn: 1280x1024
Saisladrif: Innbyggt 24x
Hljáðkort: Soundblaster AWE 64
Hátalarnr: 240W