Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 jLí"V
2» tölvur
Ef þú værir aðdáandi hljóm-
sveitarinnar Genesis hefðirðu get-
aö beðið þolinmóð(ur) eftir því að
ný plata frá þeim kæmi í búðir.
Eða þú gætir kveikt á tölvunni og
farið á vefsíðu Liveconcerts (http:
//www.liveconcerts.com) og séð
þá ýta hljómplötunni úr vör í
Kennedy-geimferðamiðstöðinni í
lok ágúst sl. Eða brjálaðir aðdá-
endur U2 sem myndu gera hvað
sem er til að sjá tónleika með
þeim með því skilyrði að það kost-
aði ekki meira en fimm þúsund
kall gátu farið á U2’s Popmart
Web á heimasíðu Microsoft 31.
ágúst síðastliðinn. Þar var bein
útsending á vefnum frá tónleikum
sem sveitin hélt í Dublin. Að-
gangseyrir: Enginn.
Ekki stór nöfn strax
Þessi tvö dæmi eru aðeins brot
af dæmum um hvernig hægt er að
njóta tónleika með uppáhalds-
hljómsveit sinni heima hjá sér án
' þess að þurfa að borga svimandi
háar upphæðir til að komast á
tónleika. Beinar útsendingar um
Netið er það sem koma skal.
En það er best að vara fólk við.
Það finnast ekki mjög margir tón-
leikar með stórstjörmun á vefnum
alveg strax. Flestar vefsíður sem
bjóða upp á beina útsendingu frá
tónleikum bjóða upp á blöndu af
þokkalega frægum og algjörlega
óþekktmn hljómsveitum. Stóriun
nöfnum á þó eftir að fjölga eftir
xþví sem tónlistarmenn gera sér
betur grein fyrir markaðs- og út-
breiðslumöguleikum Netsins.
3,5-4 milljónir heim-
sókna á mánuði
Sérfræðingar telja að af þeim
vefsíðum sem upp á slíkt bjóða sé
L.A. Live (http://www.lalive.com)
sú sem einfaldast er að flakka um
og er einnig hvað innihaldsríkust.
Sú vefsíða fær um 3,5 til 4 milljón-
ir heimsókna á mánuði. Það þykir
aðalkosturinn við þessa vefsíðu að
lítið er um skraut sem tekur lang-
an tíma að hlaða inn. Það eru sýn-
ingamar sem eru látnar tala.
Chris Hovarth, einn af aðstand-
endum L.A. Live, segir að síðan
hafi sent út á vefnum yfir hundr-
að tónleika og uppákomur síðan
1995 og fá sýningarnar að meðal-
tali 100 þúsund áhorfendur hver.
Hann segir að þessar beinu út-
sendingar verði sífellt vinsælli
sama hvort um stóra eða smáa at-
burði sé að ræða. Einnig séu
hljómsveitir að gera þetta i aukn-
tun mæli til að ná til fleiri áhorf-
enda.
Hovarth vill þó taka skýrt fram
að þetta muni aldrei koma í stað-
inn fyrir að fara á tónleika með
hljómsveitunum. „Þetta gefur
hins vegar fólki sem kemst ekki á
tónleikana eða hefur ekki efni á
því tækifæri til að sjá hljómsveit-
ina,“ segir hann.
Hjá L.A. Live em ekki aðeins
beinar útsendingar heldur er
einnig hægt að sjá fyrri tónleika
sem hafa áður verið sýndir beint.
Fleiri tónleikastaðir
Önnur síða sem sérhæfir sig í
beinum útsendingum frá tónleik-
um er Liveconcerts (http:
//www.liveconcerts.com). Fyrsta
útsendingin á þeirra vegum fór
fram á síðasta ári og síðan þá hafa
þeir sent út tónleika frá mörgum
þekktum tónlistarmönnum, m.a.
Tinu Turner. Það er að vísu nokk-
uð erfitt að hlaða síðuna inn en á
móti kemur að þeir eiga gott safn
af tónleikum. Auðvelt er að leita í
safninu. Það er flokkað eftir tón-
listartegundum þannig að maður
leitar aðeins að tónleikum sem
era innan þeirrar tónlistarstefnu
sem maður er hrifnastur af.
AudioNet hreykir sjálfa sig að
því að vera í forystu í netvarpi.
Það er að vissu leyti rétt því úr-
valið þar er ótrúlega mikið. Þar
era reyndar ekki bara tónleikar í
beinni útsendingu bæði í útvarpi
og sjónvarpi. Þar eru einnig
iþróttaviðburðir, fréttaefhi og ým-
Ókeypis geisladiskur með
Internethugbúnaði og
fjöldinn alluraf leikjum
Fyrsti mánuðurinn ókeypis
Hringdu í síma 750 5000
/f'i islandia internet
W KtoKhJlsi 6 H0Re»K|.nA Simi ?50 SOCO
Phil Collins og félagar í Genesis hafa haldiö tónleika á vefnum.
islegt fleira.
Ef leitað er að tónleikum er al-
gjör nauðsyn að líta inn á Plug-
gedin.com. sem starfrækt er af
AudioNet. Þar er hægt að hlusta á
tónleika, geisladiska og útvarps-
stöðvar. Það verður hægt að velja
um tónlistarmann til að horfa á
eða velja hvað marga tónleika
maður vill sjá. Þar hefur maður í
raun svið sem maður hefur full-
komna stjórn á sjálfur. Þar þarf
reyndar að ná sér í Real Audio
(sem reyndar er nauðsynlegt til að
hlusta á beinar útsendingar),
Microsoft NetShow og VDO Live
Player.
Svo skal minnst á Imusic. Þar
er að vísu ekki stórt safn en nokk-
ur stór nöfn á borð við No Doubt,
Smashing Pumpkins, Prodigy og
Garbage. Að vísu ekki útsending-
ar frá tónleikum þeirra en eitt-
hvað af gömlum tónleikmn.
Einnig era yfirlit yfir næstu tón-
leika, sem og textar við lög þeirra.
Það er því ljóst að tónlistar-
áhugamenn geta fundið ýmislegt
við sitt hæfi á vefnum, sérstaklega
þegar beinum útsendingum frá
tónleikum frægra hljómsveita og
tónlistarmanna á vefnum mun
fjölga.
-m/CNN
Tölvuverðlaunahátíð
tilnefningar
Tölvuaðdáendur eiga sína hlið-
stæðu við óskarsverðlaunin. 14.-19.
október stendur yfir í Hollywood
tölvuverðlaunahátið, þar sem veitt
verða verðlaun fyrir ýmislegt sem
tengist tölvmn og Neti.
Það var nefnd skipuð forsvars-
mönnum ýmissa margmiðlunarfyr-
irtækja og öðrum tölvuáhugamönn-
um sem valdi þá sem tilneöidir eru
til verðlauna. Meðal þeirra sem
skipuðu nefndina voru Gene Hack-
man leikari og leikstjórarnir Rob
Reiner og Mark Rydell. Hátíð þessi
er hugmynd komin frá Carlos og
Janice de Abreau sem eru þekktust
fyrir að hafa skrifað bókina „Hus-
band, Lover, Spy“ sem komst á met-
sölulista New York Times fyrir
tveimur áram.
Kynningin verður að sjálfsögðu
sýnd beint á Netinu á slóðinni http:
//www.HollywoodAwards.com. Þar
fást einnig nánari upplýsingar um
hátíðma.
Hér á eftir fer listi yfir nokkra af
þeim sem tilnefndir eru til verð-
launanna:
Besta skemmtanavefsíðan:
- E! Online (http://www.eonl-
ine.com).
Comedy Central (http:
// www.ComedyCentral.com).
- ESPNet SportsZone (http://esp-
net.sportzone.com).
- You Don’t Know Jack (http:
// www.bezerk.com).
Besti margmiðlunarframleið-
andi:
- Erik Dehkoda, Disney Online
- Robert Gonzalez, Wamer Bros.
Online
- Lynda Weinman, Art Center Col-
lege of Design
- Brett Leonard og Michael Lewis,
L-Squared Entertainment
Besta skemmtiefni á geisladiski:
- Batman & Robin
- Passage to Vietnam
- The Individualist
- Mt. Diablo
Besti tölvuleikurinn á
geisladiski:
- Baldies
- Microsoft Close Combat
- Meat Puppet
Tölvuleikjaverölaun veröa veitt á þessari hátíö.
- The Art of Fly-Fishing Vol. I: Ri-
vers of the British Isles
Besti tölvuleikur ársins:
- Carmedgeddon
- PGA Tour Pro
- Riana Rouge
- You Don’t Know Jack Volume 2
Besti leikjavefur
- CNET (http://www.gamecent-
er.com).
SpotMedia Communications:
GameSpot.com (http://www.game-
spot.com).
Attitude Network (http:
/ / www.happypuppy.com).
- Activision (http://www.activisi-
on.com).
-HI/Reuter
26 milljón
tölvur á Netinu
Nýleg könnun sem birtist í
New York Times sýnir að 26
milljón tölvur séu nú tengdar
Netinu. Fyrir ári var þessi
fjöldi 14,7 milljónir. Könnun
þessi var gerð af Cristian
Huitema vísindamanni við
rannsóknarstoöiun Bellcores í
arkitektúr. Þess má geta að
samkvæmt sömu könnun voru
19,5 milljónir tölva nettengdar í
júlí. Sama tala ári áður hljóðaði
upp á 12,8 milljónir. Það er því
ljóst að þeim fjölgar mjög hratt
sem tengjast Netinu í heimin-
um. -HI