Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 ilvur 27 Netfíkill í fangelsi Netfíkn getur komiö fram í ýmsum myndum og eru sumir verr haldnir af henni en aðrir. Oft er líka auðvelt að gleyma tímanum og menn týnast oft í því upplýsingahafi sem Netið er. Það eru þó sennilega fáir jafnslæmir og kona í Ohio sem nýlega fréttist af. Hún hefur verið dæmd í tveggja ára fang- eisi fyrir að vanrækja böm sin meðan hún var að svala netfíkn sinni. Hún setti böm sin þrjú inn í skítugt herbergi og lokaði þau þar inni áður en hún settist fyrir framan tölvuskjáinn og hóf flakk sitt. Börnin em 2, 3 og 5 ára. Eiginmaður konunnar hefúr fengið forræðið yfir þeim. Menn geta sennilega verið fegn- ir á meðan menn verða ekki svona langt leiddir af netfíkn- inni. En hún getur greinilega verið jafn slæm ef ekki verri en önnur fíkn. Reuters með nýjan fréttavef Reuter-fréttastofan hefur komið á fót vefsíöu sem á að koma í veg fyrir að fólk deyi vegna náttúruhamfara. Þjón- usta þessi kallast AlertNet og er sérstaklega ætluð óopinberam samtökum til aö þau geti sam- þætt aðgerðir sínar og látið allt hjálparstarf ganga hraðar. Reuter Foundation mun reka vefsíðuna en þetta em samtök stofnuð sérstaklega i menntun- ar- og góðgerðarskyni af Reuters. Ýmsum samtökum er boðið að ganga í AlertNet og hafa 16 þegar gert það. Búist er við yfir 50 þátttakendum í lok ársins. Þjónusta þessi kostar ekkert en þeir sem em félagar eiga í staðinn að leggja fram upplýsingar um starfsemi sína. Reuters hefúr verið aðalupplýs- ingalind fréttastofa um allan heim þegar leita hefur þurft frétta úr umheiminum enda eru þeir með menn um allan heim sem skrifa fyrir þá um það sem efst er á baugi á hverj- um stað fyrir sig. Vopnasala á Taívan rannsökuð Vamarmálaráðuneytið á Taí- van rannsakar nú vefsíðu sem kallast „Guðfaðir eldvopna". Á vefsíðu þessari eru boðnar byssur til sölu. Talsmaður ráðuneytisins segist hafa séð vefsíðu sem auglýsir slík vopn til sölu. Slík vopn séu ólögleg á Taívan. Hann sagði enn fremur að ekki væri vitað með vissu hvort þessi síða væri raunveru- leg. Málið væri hins vegar enn í rannsókn. Sem dæmi um vopn má nefna að .32 kalíbera ítölsk Beretta Tomcat skammbyssa var seld á 2.500 dollara (175.000 krónur). Á Taívan er bannað að eiga byssur nema að einstaka leyfi eru gefin út til að nota í veiðar eða aðra dægradvöl. Dauðarefsing liggur við að kaupa eða selja vopn ólöglega. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR /yr/'r WIND0WS Yfir 1200 notendur gn KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Mál og menning meí netverslun Mál og menning stefnir að því að setja upp á Netinu upplýsingaveitu á bókmenntasviðinu. Hluti af henni er þegar komið í gagnið en stefnt er að því að í framtíðinni geti fólk bæði leitað upplýsinga um ýmislegt sem tengist bókmenntum og orðið sér úti um eitthvað sem höfundar bókanna hafa skrifað. Þessi upplýsingaveita verður tví- skipt. Annars vegar verður starf- rækt verslun. Þar verður hægt aö athuga hvaða bækur em til sölu í Máli og menningu, fá upplýsingar um þá bók sem áhugi er fyrir og síð- an panta hana. Hins vegar verða upplýsingai- um höfunda og bæk- urnar ásamt myndum. Allar þessar upplýsingar verða bæði á íslensku og ensku. Þegar er búið að sefja upp vísi að þessu. Á mánudaginn var tekin í gagiiið héinlínutengd pöntunarþjón- usta. Þar geta viðskiptavinir leitáð í um 40 þúsund titlum og síðan lagt inn pöntun. Stefnt er að þvi að tengja saman báða þessa hluta. Þegar það hefur verið gert verður hægt að fá upplýs- ingar um höfund bókarinnar um leið og flett er upp i henni. Mál og menning stefnir að því að efla þjónustu við skólana en sér- stakt kennslubókasvið er á heima- síðunni. Allar upplýsingar um kennslubækur sem fyrirtækið gefur út verða inni á síðunni og kennarar munu geta sótt þangað kennsluleið- beiningar og verkefnabækur. Þrátt fyrfr að síðan hafi ekki ver- ið auglýst sérstaklega hefur hún verið vel sótt. í ágúst skoðuðu 56.000 manns síðuna, þarf af var tæplega helmingur erlendis frá. Vinna við vefinn stendur enn yffr en stefnt er að því að Ijúka fljótlega öllu nema beintengingu úr verslun yfir í höf- unda. Þaö mun þó verða að veru- leika síðar á árinu. Slóðin á heimasíðu Máls og menningar er http://www.mm.is. \_ ÞRJAR GOÐAR ÁSTÆÐU R til þess að endurskoða hugbúnaðarnotkun í þínu umhverfi: Þú munt sofa betur. Það er lögbrot að nota hugbúnað sem ekki hefur verið greitt fyrir. Stofnanir eins og Software Publishers Association og Business Software Association hafa lögsótt fjölda fyrirtækja sem hefur leitt til hárra fjársekta. Microsoft hefur einnig aukið umsvif sín í Evrópu á þessu sviði. Sjá grein þar að lútandi á http://www.techweb.com/wire/news/jul0701pirates.html * ■ r ■ # i • /l* _ * l _ / _ .1 _l / _ i_ ' I_jl og http://www.microsoft.com/licenses/licguide/softaudd/metering.htm Þú munt sjá hvernig þú getur sparað peninga. Áður en þú uppfærir núverandi hugbúnað er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig núverandi hugbúnaðarleyfi eru notuð. Express Meter Audit Kit frá WRQ framleiðanda á Reflection hugbúnaði sýnir kerfisstjórum hvernig á að lágmarka notkun og eyða eins litlu fé og mögulegt er í hugbúnaðaruppfærslur Þú getur gert þetta frítt! í takmarkaðan tíma bjóða Boðeind og WRQ þér ExpressMeter Audit Kit frítt . Express Meter er auðvelt í notkun en kraftmikið áhald við að greina hugbúnaðarnotkun ekki bara ólögleg eintök. Þú munt komast að hvort þú ert að nota hugbúnað löglega og hversu mikla peninga þú getur sparað. Hringdu í okkur og pantaðu frítt eintak af Express Mefer Audit Kit. Gerðu það í dag. WRQ AUTHORIZED EXPRESS DISTRIBUT0R BOÐEIND TÖLVUVERSLUN - ÞJÓNUSTA Mörkin 6-108 Reykjavik - sími 588 2061 - fax 588 2062 www.bodeind.is i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.