Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 14
MIÐYIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 33'V 28 + Ivur Svona bílar veröa Ifklega bráöum almennt nettengdir. arliðnum. Intel er ekki bara í örgjörvafram- leiðslunni. Nú eru þar verið að þróa tækni þess eðlis að hægt verður að flakka um upplýsingahraðbrautina þó að maður sé á fúllri ferð á þjóð- veginum. Örgjörvaframleiðandinn og bíla- framleiðandinn Peugeot Citroen SA sýndu nefnilega nýja afurð á bíla- sýningu í Frankfurt um síðustu helgi. Bíllinn var hlaðinn tölvubún- aði sem hægt var að stjóma með röddinni. Tölva þessi gat tekið á móti tölvupósti, kíkt á Netið eftir fréttum, komið með upplýsingar um umferðina eða jaöivel flutt stafræn- ar kvikmyndir fyrir krakkana í aft- ursætinu. „Ég held að þetta sé raunhæft," sagði Ron Smith, formaður sam- starfshópsins sem vinnur að því að flnna nýjan markað fyrir OC-tölvur sem keyra á örgjörvum frá Intel. Hann tekur dæmi af sjálfum sér: „Ég er 20 mínútur að keyra í vinn- una. Það væri mjög gott að geta náð ' í fréttir á leiðinni af til dæmis fjár- málamarkaðnum eða öðru sem tengist mínu starfi. Þannig myndi ég vita á hvaða málum ég þyrfti að taka þegar ég kem á skrifstofuna. Það myndi verða mér mikils virði.“ Þetta myndi líka vera lögreglunni nokkurs virði. Ef bílnum er stolið getur lögreglan staðsett hann og jafnvel slökkt á rafmagnskerfinu í honum. Einnig getur þetta tryggt öryggi þeirra sem i bílnum eru því að hægt er að láta kerfið kalla sjálf- vkrafa á hjálp ef maður lendir í slysi. Mikið skemmtanagildi Skemmtanagildið er einnig tölu- vert með slíkum búnaði. Krakk- arnir í aftursætinu geta verið með heymartól og valið um hvort þeir fara í tölvuleik eða horfa á bíó- mynd. Ef öll fjölskyldan vill hins vegar skemmta sér saman er hægt að fara í karaoke og halda jafnvel tónleika með þeirri tækni á meðan ekið er um þjóðvegina. „Fólk er vant tölvum heima hjá sér og í vinnunni. Bandaríkjamenn eyða að meðaltali 17% ævinnar í bíl. Við erum þeirrar skoðunar að fólk eigi að njóta sömu þæginda þar,“ segir Smith. Intel telur að markaður sé fyrir fimm milljón netbíla á næstu þremur árum. Meira að segja hef- ur þegar verið gerður samningm- við einn bílaframleiðanda, Fiat, um að örgjörvi frá Intel verði not- aður í netbílum sem framleiddir eru af viðkomandi framleiðanda. Fleiri slíkir samningar eru í burð- Tónlist og kvikmyndir Þessi tengdi bíll sem Intel og Citroén sýndu var með tölvu sem var tengd við farsíma og þannig tengdist hún Netinu. Einnig var geisladrif sem gat spilað tónlist og kvikmyndir af geisladiskum. Þar var einnig stýripinni til að nota í tölvuleiki og einnig staðsetningar- tæki sem gat gefið upp nákvæm- lega hvar bíllinn var staddur. Einnig var hægt að fá nákvæmar upplýsingar lun umferð á þeim slóðum sem leiðin lá um, einnig veðurhorfur og horfúr í flugsam- göngum, t.d. upplýsingar rnn hvort vélin sem maður væri að fara með færi ekki örugglega á réttiun tíma. Bílstjóramir gátu einnig með því að gefa skipanir með röddinni sagt tölvunni að senda tölvupóst, taka á móti faxi, athuga símaskila- boðin og leita síðan frétta frá Net- inu. Tölvan gat lesið upphátt skila- boðin eða fréttimar fyrir bílstjór- ann. Smith segir að ætlunin sé að tölvuframleiðendur framleiði bún- að sem síðan er hægt að setja inn í bílinn. Er þetta öruggt? Smith viðurkennir að ísetning slíkra tækja kunni að vekja spum- ingar um öryggi. Er skemmst að minnast þess að oft hefur orsök slysa verið talin sú að bílstjórinn hafi of mikið verið með hugann við viðmælanda sinn í farsíman- um. En Smith segir þó að tölvurn- ar séu miklu frekar hjálplegar en truflandi. „Krakkar með heymar- tól, uppteknir af að spila tölvuleik, held ég að sé töluvert meira aðlað- andi tilhugsun en krakkar að slást. Vegna tölvuraddarinnar get- ur bílstjórinn haft báðar hendur á stýrinu." Og svo má að lokum geta þess að tölva sem segir manni hvar á að beygja er líklega öruggari en bílstjóri sem leitar í örvæntingu að réttu leiöinni á kortinu. Hvíta húsið í klámið -t Vefsíðuhönnuður pólitískrar ádeiluvefsiðu (http: //www,- whitehouse.com), Dan Parisi, var í ákveðnum vanda staddur. Vefsíð- an var að tapa miklum peningum og allt stefndi í að það þyrfti að leggja hana niður. Vefnotendur skoðuðu skopteikningar hans mjög lauslega og virtust ekki hafa mikinn áhuga á pólitískum skoð- unum hans. En þá datt honum ráð í hug. Hann fór að hugleiða að það væri hugsanlegt að hann gæti grætt eitthvað á því að skella smá klámi á vefinn í staðinn. Ekki leið á löngu þar til síöan Whitehou- se.com varð miðstöö þeirra sem vildu leita uppi bert kvenfólk á Netinu. Tengingar voru við um 200 slíkar síður frá þessari vefsíðu og að sjálfsögðu sýnishorn frá síð- olivetti Bleksprautuprentarj 1 llt unum. Umferðin um síðuna jókst strax til muna og Parisi hugsaði sér gott til glóðarinnar að græða nú dá- lítið á þessum notendum. En hann laðaði ekki bara fólk að vefsíðunni. Bill og Hillary Clinton voru ekki sérstaklega sátt við þessa síðu. Sérstaklega ekki fyrstu myndina sem blasti við þeg- ar komið var inn á síðuna. Þar sást Hillary í frekar djarflegum klæðnaði og fyr- ir aftan hana eiginmaður hennar í skrautlegri hunda- ól og með svipu utan um sig. Það sem er kannski furðu- legast í þessu er að þegar embættismenn iiman Hvíta hússins vilja tala um þetta er ekki rætt um siöferði. Heldur gera menn helst at- hugasemdir að nafn Hvíta hússins og forsetahjónanna er notað á opinberum vett- vangi án tilskilinna leyfa. Þykir mörgum það furðu sæta að menn hafi meiri áhyggjur af því að nafn Hvíta hússins sé notað í leyfisleysi en að það sé sví- virt á alþjóðlegum vett- vangi. Sérstaklega í ljósi þess að það eru margar síð- ur á vefnum sem snúast um að rætið grín sé gert að for- setahjónunum og öðrum embættismönnum hins op- inbera í Bandaríkjunum. -HI/ABCnews Margir vilja gera grín aö Clinton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.