Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
isll&Hvur
* * i*
Ýmislegt nýtt hjá Apple-umboðinu:
Kerfi 8 gjörbreyting frá
eldri stýrikerfum
Þab verfiur mikiö um aö vera hjá Apple á næstunni.
Ýmsar nýjungar eru að koma
hjá Apple-umboðinu sem ættu að
gleðja Machintosh-notendur hér á
landi.
Eigendur Machintosh-tölva geta
nú notið þess besta úr bæði PC og
Machintosh-umhverfinu án mikils
tilkostnaðar. Hingaö til hefúr
Machintosh-notendum staðið til
boða að setja spjald í Makkann
sem inniheldur PC móðurborð. Sú
lausn er dýr og ekki á hvers
manns færi. Nú býðst Makkaeig-
endum að kaupa hugbúnað frá
Connectix sem ber nafniö Virtual
PC og gerir í raun það sama og
fyrrnefnd spjöld. Forritið rúmast á
einum disklingi. Þegar það er ræst
líkir það eftir Pentium MMX tölvu
og má þá nota öll þau stýrikerfi og
forrit sem ganga fyrir PC-tölvur.
Forritið er einfalt í uppsetningu
og eru til útgáfur til aö setja upp
bæði Windows 3.x og Windows 95.
Hægt er að setja upp sameiginlega
möppu sem nota má bæöi inni í
Virtual PC og Machintosh-hlutan-
um. Þetta er mjög hentugt ef verið
er að vinna með skjöl sem flytja
þarf i PC- umhverfi.
Kerfi 8
Apple hefur nú einnig komið
með nýja uppfærslu á MacOS
stýrikerfi Machintoshtölva. Aö
sögn forsvarsmanna Apple er nýja
kerfið mikil bylting og mikill
munur er á kerfi 7.6.1. og 8.0,
reyndar svo mikil aö líkja má við
breytinguna sem varö á milli 6.5
og 7 á sínum tíma. Nýja kerflö er
einkum ætlað nýrri tölvum og
gengur aðeins á tölvum með Moto-
rola 68040 eða PowerPC örgjörva.
Þetta þýðir að kerfi 7.6.1. er sein-
asta stýrikerfíð fyrir eldri Machin-
tosh tölviu-. Með því aö sleppa
þeim var hægt aö framleiða tölu-
vert hraöara og betra kerfi fyrir
nýju vélamar.
Útlit nýja kerfisins er alveg
nýtt. Þegar tölvan er ræst eftir
innsetningu á kerfi 8 birtist alveg
nýtt umhverfi. Gamla Machintosh-
umhverfið er farið og í staðinn
komið nýtt útlit. Hægt er aö hafa
eigin ljósmynd á skjáboröinu sem
gerir mnhverfið í tölvunni per-
sónulegt og eru gæði myndanna
alveg imdraverð. Ef ekki er notuð
ljósmyndin eru skjáborösmynstrin
frá kerfi 7 enn til staðar.
Allt sem tengist gluggaumhverf-
inu, eins og heitisrönd, sknmrönd
og möppur, hefur fengið þrívítt út-
lit. Hægt er að skoöa innihald
glugga sem hnappa, sem gerir tölv-
una aögengilegri fyrir böm, þar
sem aðeins þarf að smella einu
sinni á hnappinn en ekki tvisvar.
Auðveldara er að feröast um
stýrikerfiö þar sem ekki þarf að
tvísmella á allar möppur til að
komast á þá réttu. Músarhnappn-
um er einfaldlega haldið niðri
þangað til komið er að réttu möpp-
unni.
Kerfið sjálft hefur líka tekið
töluveröum breytingum. Finder
hefur verið endurskrifaður fyrir
PowerPC örgjörvann en hann var
áður aðeins skrifaður fyrir 680x0
örgjörvann sem gerði forritið hæg-
virkara en ella. Finder styðm* nú
fjölverkavinnslu þannig að hægt
er að setja í gang fleiri en eina af-
ritirn í einu og samt gera enn
fleira á meöan á því stendur, t.d.
tæma ruslið. Notandinn þarf því
ekki að bíða meöan Finder er að
afrita.
öll uppsetning á Kerfi 8 tekur
sérstakt tillit til Netsins og að tölv-
an sé uppsett til netnotkunar. All-
ur hugbúnaöur, sem notaður er í
netvinnslu, fylgir meö kerfmu.
Kerfið er það hraðvirkasta sem
komið hefúr frá Apple. Sýndar-
minnið er orðið enn hraðvirkara
en í 7.6.1. þannig að ekki þarf að
nota forrit frá þriðja aðila til að
búa til sýndarminni.
Rhapsody
Loks skal minnast á nýja stýri-
kerfið Rhapsody sem nú er komið
út. Flest MacOs forrit munu geta
keyrt á Rhapsody.
Meðal kosta þessa stýrikerfis
má nefna samhliða fjölör-
gjörvavinnslu. Rhapsody mun geta
nýtt allt að 20 örgjörva í einu sem
er nokkuð sem hvorki MacOs né
Windows NT geta. Kerfinu verður
skipt í tvennt, í Unix skel og Find-
er. Því þarf ekki að endurskrifa
forrit fyrir Rhapsody sem eru
skrifuð fyrir Unix. QuickDraw og
QuickTime verða flutt yfir á
Rhapsody.
Guli kassinn er meginhluti
Rhapsody en forrit framtíðarinnar
munu keyra í honum. Eldri forrit,
sem skrifuð eru fyrir MacOs,
mvmu hins vegar keyra í Bláa
kassanmn sem er reyndar forrit í
Gula kassanum. Rhapsody verður
einnig með innbyggða Java-sýnd-
arvél og forrit, sem skrifuð eru í
Java, keyra beint á kerfið og nota
sjálfkrafa MacOs viðmótið.
Slóðin á vefsíðu Apple er http:
//www.apple.is.
HÉR FYRIR NEDAN GEFUR AD LÍTA GOTT MMX TILBOD
Nuna komum vid jafnvel sjálfum okkuc á
ovart med þessu
spcengitilbodi
Ef þú býrð á Reykjavikursvæðinu bjóðumst við til
þess að koma heim til þín, setja upp vélina og kenna
þér fyrstu skrefin svo að þeir sem óöruggir eru geti
nýtt vélina frá fyrsta degi.
langholtsvegur 115 ■ 104 Reykjavík ■ Simk 568 1616 ■ http://www.treknet.is/frontur ■ frontur@treknet.is
* 200 Mhi MMX örgjörvl
*24 hraða geisladrif
* 32 MB EDO mlnni
*512K flýtlminni
* 3.1 GB narður diskm
* 15" Skjár
* 33.600 mótald
mánuðl hjá Hríng
* 16 bita 30 hljóðkort
* 120W hátalarar
* S3 Virge 30 skjákort
með 4Mb
* 7 geisladiskar með
Mitrosoft forritum.
* Win 95 uppsett á vél
með CD og handbók
—200-MHz-MMXi
129*900
Við hjá Fronti
biðjum þig um
að gera verð-
samanburð
vegna þeirrar
staðreyndar
að þetta verð
er nlægilega
lágt.
AGRESSO 5
- ný útgáfa
Ný útgáfa af viðskiptahugbúnaö-
arkerfinu Agresso - Agresso 5 - er
komin á markaðinn. Agresso 5
byggir á styrk fyrri úgáfu, fjöldi
samtengdra kerfishluta og má i því
sambandi nefna fjárhagsbókhald,
viðskiptamannabókhald, birgðabók-
hald, starfsmannastjómun og launa-
kerfi og verkbókhald. Fyrri útgáfa
vann til fjölda verölauna og viður-
kenninga og má nefna að hið virta
tímarit PC-User veitti Agresso gull-
verölaun. Alþjóðleg samtök fram-
leiðenda á hugbúnaði völdu Agresso
sem besta viöskiptahugbúnaöar-
kerfiö fyrir meðalstór og stór fyrir-
tæki og stofnanir. Það er Skýrr hf.
sem er þjónustuaðili Agresso á ís-
landi.
Ýmislegt nýtt er í nýju útgáfunni.
Meðal annars er unnt að vera með
mörg tungumál og gengi, tækni-
vandamál vegna ársins 2000 verða
leyst og hægt er að skanna og
geyma skjöl og reikninga. Einnig er
hægt aö tengja kerfið við tölvupóst
sem auðveldar rafræna skýrslu-
dreifmgu og velja á milli tengingar
við gagnagnmnana Oracle, Sybase,
Informix, Ms SQL Server eða Ingris.
Agresso er staðlaður hugbúnaður
meö mikinn sveigjanleika. Unnt er
að laga kerfið að þörfum hvers fyr-
irtækis án þess að forrita í kerfinu
sjálfú. Virkni og útlit mynda er
samræmt, þannig að þegar notandi
hefur náð tökum á einum kerfis-
hluta á hann auövelt meö að ná tök-
um á þeim næsta. Hægt er að vera
meö mörg fyrirtæki í sama kerfinu.
Agresso er hannað fyrir Windows-
umhverfi og því er auðvelt að flytja
gögn á milli eða tengjast öðrmn
Windows-forritum, s.s Excel.
Þess má geta að lokum að nú er
unnið að uppsetningu á Agresso hjá
Reykjavíkurborg, Rafmangsveitu
Reykjavíkur og fjármálafyrirtækj-
um.
-HI