Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Blaðsíða 2
■e Qfrikmyndir
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1997 JL>"V
Bíóhöllin/Regnboginn - Breakdown:
Eiginkona hverfur ★★★
Breakdown fjallar um hjón sem ákveöa að byrja nýtt líf, eyöa síðustu
peningunum til aö kaupa Grand Cherokee-jeppa og leggja í ferð þvert
yfir Bandaríkin, frá Boston til San Diego. Jeppakaupin eiga eftir að
reynast þeim örlagarík eins og síðar á eftir að koma fram. Sagan í
Breakdown er slík að það er best að segja sem minnst en leyfa frekar
væntanlegum áhorfendum að njóta myndarinnar, sem býður upp á flest
það sem góöar spennumyndir eiga að bjóða upp á, innihaldsríka sögu
sem þó er langt í frá að vera frumleg, spennu sem er vel uppbyggð og
persónur sem eru
eftirminnilegar.
Við að horfa á
hana komu upp í
huga mér jafn
ólíkar kvikmynd-
ir og The Vanis-
hing, bæði hol-
lenska útgáfan og
sú bandaríska og
svo Deliverance,
en Breakdown
sækir hugmyndir
í þessar myndir
svo einhverjar
séu nefndar.
Þó ekki sé farið nánar í söguþráðinn er vert að minnast á atriði sem
eru einstaklega vel heppnuð, til að mynda hvernig hugleiðing eiginkon-
unnar um það hvað það væri þægilegt að eiga 90.000 dollara, hugleiðing
sem síðar á eftir að bjarga lífi eiginmannsins, atriðið í bankanum þeg-
ar eiginmaðurinn í örvæntingarfullri tilraun reynir að koma einhverju
skipulagi á hvað gera skuli og svo magnað lokaatriði þar sem spennan
nær hámarki.
Breakdown er mun betur heppnuð en margar af þeim dýru sumar-
myndum sem hafa verið þaulsetnar í kvikmyndahúsunum í sumar,
myndir sem bjóða sumar hverjar ekki upp á annað en mikla flugelda-
sýningu. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Jonathan Mostow, sem
heyir hér frumraun sína í leikstjóm kvikmynda er greinilega kominn
til að vera, hefur styrka stjórn á öllu sem hann gerir og nær það sem
ekki öllum tekst í gerð spennumynda, að skapa magnþrungið andrúms-
loft sem helst alla myndina. Kurt Russell nær ágætlega að losna úr
hetjuhlutverkinu og sýna örvæntingu venjulegs manns sem lendir í að-
stöðu sem hann ræður ekki við, gleymir sér að vísu í lokin. Senuþjóf-
urinn er sá ágæti karakterleikari J.T. Walsh, sem er einstaklega ótukt-
arlegur en um leið eftirminnilegur í hlutverki trukkbilstjórans.
Leikstjóri: Jonathan Mostow. Handrit: Jonathan Mostow og Sam
Montgomery. Kvikmyndataka: Doug Milsome. Aðalleikarar: Kurt Russell,
Kathleen Quinlain og J.T. Walsh.
Hilmar Karlsson
Allt frá því Julia Roberts lék í Pretty Woman hef-
ur hún verið frekar seinheppin í vali á hlutverkum
og alls ekki uppfyllt þær vonir sem gerðar voru til
hennar. Hefur hún leikið í nokkrum mislukkuðum
dramatískum myndum (Dying Young, Sleeping
with the Enemy, Mary Reilly) og mislukkuðum
gamanmyndum (I Love Trouble, Something to Talk
about). Það virðist þó vera ljós í myrkrinu fyrir
hana því flestir eru sammála um að leikur hennar
í My Best Friend’s Wedding hafi ekki verið betri frá
því hún lék í Pretty Woman og svo hefur myndin
alls staðar fengið prýðisgóða aðsókn. Nýlega var
svo Conspiracy Theory sýnd, sakamálamynd þar
sem hún leikur á móti Mel Gibson og fékk sú mynd
einnig ágætar viðtökur.
1 My Best Friend’s Wedding leikur Julia Roberts
Julianne Potter sem á sér einkar góðan vin sem
einu sinni var elskhugi hennar. Þetta fyrirkomulag
á ágætlega við hana, enda sjálfstæð stúlka á frama-
braut. Þau höfðu gert með sér samning um að ef
þau hefðu ekki fundið lífstíðarfélaga þegar þau
væru 28 ára myndu þau giftast hvort öðru. 28 ára
aldurinn nálgast og bæði eru ógift. Þegar svo vinur-
inn ber upp bónorðið er það ekki til Julianne held-
ur til annarrar stúlku. Telur Julianne sig hafa ver-
ið svikna i tryggðum og getur alls ekki séð þetta
samband í réttu ljósi enda átti vinurinn að hennar
mati að ræða þetta við hana fyrst. Hún hefur því
aðeins fjóra daga til að koma í veg fyrir giftinguna
og þá daga hyggst hún nota vel í eigin þágu.
Delmott Mulroney, sem síðast sást í How to Make
an American Quilt og Copycat, leikur Michael
O’Neal, vininn góða sem Julianne telur hafa svikið
sig, Cameron Diaz leikur Kimmy, verðandi brúður
sem veit lítið um samband Michales og Julianne og
varar sig ekki á klækjum „vinkonunnar”, og
Rupert Everett leikur George, næstbesta vininn og
þann sem tekur þátt í refskák Julianne.
Handritið skrifaði Ronald Bass en hann er ekki
aðeins virtur handritshöfundur heldur einnig góð-
ur skáldsagnahöfundur. Kvikmyndir sem hann hef-
ur skrifað handrit fyrir eru meðal annars Rain
Man, en fyrir hana fékk hann óskarsverðlaun,
Waiting to Exhale, The Joy Luck Club og Black
Widow. Bass fékk hugmyndina að My Best Friend’s
Wedding þegar hann var við brúðkaup í Chicago
sem var einstaklega glæsilegt.
-HK
Julia Roberts
leikur hina
ákveönu vinkonu
sem hefur fjóra
daga til aö
koma í veg
fyrir
brúökaup
vinar síns.
Háskólabíó - Ghosts From the Past:
Úr viðjum fortíðar ★★
„Ghosts From the Past“ segir frá at-
burðum sem gerðust í Missisippi. í
júní 1963 var Medgar Evers, baráttu-
maður fyrir réttindum svartra, myrtur
fyrir utan húsið sitt. Morðinginn,
Byron De La Beckwith (James Woods),
var handsamaður en þrátt fyrir aug-
ljósa sekt var hann tvisvar látinn laus
eftir að málið hafði siglt í strand. Það
var ekki fyrr en 1989 að ungur sækj-
andi, Bobby DeLaughter (Alec Bald-
win), ákvað að taka málið upp aftur,
löngu eftir að helstu sönnunargögn
höfðu „glatast” og flest vitnin voru lát-
in. Myndin lýsir löngum og erfiðum
undirbúningi þar sem koma þarf sam-
an nýjum gögnum, fmna morðvopnið
og berjast við fordóma samfélags þar
sem aðskilnaðarstefiian er enn rótgró-
inn hluti af daglegu lífi. Bobby er
studdur af ekkju Medgars, Myrlie Evers (Whoopi Goldberg), sem í 30 ár hef-
ur barist fyrir að fá mál eiginmanns síns tekið upp aftur.
Réttarfarsmyndir sem snúast um kynþáttahatur eru margar og misjafnar
að gæðum. Frægust er án efa „To Kiil a Mockingbird” frá 1962, en auk þess
má nefna „A Time To Kill“. Að sama skapi eru fá viðfangsefni jafn eldfim. Því
fara bandarískir leikstjórar oft þá leið að segja sögu einstaklings sem þrátt
fyrir mótlæti sigrar að lokum og leiðir þjóð sína eitt hænufet nær samfélagi
þar sem allir eru raunverulega jafnir. Suðurríkin eru oft sögusviðiö og ekki
laust við að áhorfendur fái á tilfinninguna að kynþáttahatur sé staðbundið
vandamál í Bandaríkjunum. Meðan sökudólga er leitað á hlöðufundi KKK viil
gleymast að aðskilnaðarstefnan hggur mun dýpra en svo að það nægi að beina
augum að nokkrum afspymuljótum og ódönnuðum sveitalubbum.
Það sem helst fór í taugamar á mér vom augljósar gloppur í handritinu. í
myndinni gengur hinum hvíta Bobby erfiðlega að vinna traust Myrlie. Hann
er búinn að glíma við málið í eitt, tvö ár þegar hún lætur hann loksins fá ein-
tak af týndu dómskjölunum sem vora ein helsta fyrirstaða þess að hann gæti
hafið málsóknina. „Þetta er eina eintakið” segir hún, „ef það glatast er allt
unnið fyrir gýg.“ Bobby þakkar pent fyrir sig og sýnir að hann er traustsins
verður. Þetta er áhrifamikil sena sem líður aðeins fyrir þá staðreynd að
Myrlie tafði rannsóknina um langa hríð vegna þess að enginn nennti að ljós-
rita skjölin fyrir hana.
„Ghosts From the Past“ er langt í frá besta mynd Reiners og Goldberg hef-
ur leikið betur. Alec Baldwin stendur sig ágætlega í hlutverki saksóknarans,
en eins og svo oft áður er það James Woods sem stelur senunni.
Leikstjóri: Rob Reiner. Aðalhlutverk: Alec Baldwin, Whoopi Goldberg,
James Woods, Craig T. Nelson, William H. Macy og Virginia Madsen.
Guðni Elísson
Brúðkaup besta vinar míns:
Leikstjóri My Best Friend’s Wedding ásamt Juliu
Roberts.
P.J. Hogan
Leikstjóri My Best Friend’s Wedding er Ástr-
alinn P.J. Hogan, sem sló heldur betur í gegn
með sinni fyrstu kvikmynd, Muriel’s Wedding
sem hann skrifaði einnig handritið að. Áður en
Hogan hóf störf við kvikmyndir vann hann
lengi hjá ástralska sjónvarpinu. í kjölfar vin-
sælda Muriel’s Wedding fékk hann fjölda til-
boða og valdi My Friend’s Wedding úr þeim til-
boðum og víst er að ekki munu vinsældir
myndarinnar draga úr eftirspurn eftir þjónustu
hans. Hogan hafði leikstýrt nokkram sjón-
varpsmyndum sem höfðu vakið athygli þegar
hann gerðist aðstoðarleikstjóri við Proof, sem
eiginkona hans, Jocelyn Moorhouse (How to
make an American Quilt) leikstýrði. Á meðan
Hogan var að leikstýra My Friend’s Best Wedd-
ing í Chicago var eiginkonan í næsta nágrenni
að leikstýra A Thousand Acres með þeim
Jessicu Lange, Michelle Pfeiffer og Jennifer
Jason Leigh í Bandaríkjunum. -HK