Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1997 HLJÓMPLm mmim Joe Cocker - Across from Midnight: Skrásett vörumerki ★★* Joe Cocker á greinilega ekki eftir að koma okkur á óvart framar. Hann er sjálfum sér líkur frá plötu til plötu, hás og kraftmikúl, bestur í millihröðu lögunum og aldrei lélegur. Aðallagið á Across írom Midnight og jafnframt það sem oftast hefur heyrst á öldum ljósvakans undanfamar vikur er Could You Be Loved eftir Bob Marley. Útgáfa Cockers er sæmileg en stenst ekki saman- burð við það þegar höfundur- inn sjálfur flutti lagið á plöt- unni Kaya. Titillagið er miklu áheyrilegra og hæfir Cocker betur. Skemmtilegasta lag plöhmnar er hins vegar blúsflugan Need Your Love so Bad eftir Little Willie John og gefur til kynna að Joe Cocker þurfti ekki að skrásetja vörumerki sitt í miðjumoðslegu poppi. Rödd hans hæfir nefhilega alveg ágætlega blús- og soultónlist. Ásgeir Tómasson Poems and Melodies from lceland: Menning til útflutnings ★★★ Þýðing á íslenskum ljóðum yfir á ensku er ekki fyrir neinn meðalmann í tungu- málunum, sérstaklega þegar um er að ræða ljóð sem þorri þjóðarinnar þekkir til. Og víst er að Magnús Magnússon, sem er einhver þekktasti ís- lendingur sem býr erlendis, menningarsinnaður maður sem þykir vænt um allt gott sem kemur frá íslandi, bæri sér ekki í munn ljóð nema það sem stæðust ströngustu kröfur. Það er ekki annað að heyra á Poems and Melodies from Iceland en vel hafi tekist að flytja þekkt íslensk ljóð eftir þjóðskáldin yfir á ensku og hin hljómfagra rödd Magnúsar nýtur sín vel á plötunni sem fyrst og fremst er ætluð enskumælandi mönnum og er tilval- in til gjafa. Þótt ekki skili sér alltaf allt innihaldið af frummálinu yfir á enskuna þá bera þýðingarnar, sem unnar eru af Magnúsi sjálfum, Alan Boucher og fleirum, að vandað hefur verið til verks og í heildina má segja mikill fengur af upplestri Magnúsar inn á þessa geislaplötu. Sá sem stendur á bak við þessa metnaðarfullu útgáfu er Torfi Ólafsson, laga- og textahöfundur, og inni á milli eru lög sem hann hefur tekið af plötu sinni íslandstónum, sem kom út í fyrra, þar sem flytjendur eru Martieal Nardeau á flautu, Tryggvi Húbner á gítar og Þórir Úlfarsson á hljómborð. Þetta eru ágæt lög, allt frá þjóðvísum upp í lög Torfa, en þó er eins og vanti heilarsvip, eitt- hvert eitt þema. Þjóðlög í þjóðlegum flutningi hefðu örugglega hentað betur og gefið plötunni meiri vigt. Hilmar Karlsson Egils Strauma Trío - Jazz Standars: Fínir spilarar ★★★ Tríó Egils Strauma lék ný- lega á RúRek-djasshátíðinni í Reykjavík. Það var eftirminni- leg upplifun að heyra trióið flytja tiltölulega þungmelt og fremur langt nútímatónverk, sem bara að hluta til hafði með djass að gera, eins og það gerði á aðaltónleikum sínum. En tríóið sýndi líka á sér fleiri hliðar og gerði allt vitlaust á Jómfrúnni í Lækjargötu er það flutti þar sígild djasslög, mörg einmitt þau sömu og eru á þessum hljómdiski sem út kom á síðasta ári. Flutningurinn er afar hefðbundinn og jafnvel oft dálítið gamaldags og lagavalið reyndar líka: „Smoke Gets in Your Eyes“, „Take Five“, „Tea for Two“ og „Caravan“ sem tríóið flutti í Útvarpshúsinu á opnunar- tónleikum RúRekhátíðarinnar. Egils Strauma leikur á píanó, saxófóna, klarinett og blokkflautu. Hann er þekkt tónskáld í heimalandi sínu, Lettlandi, og hefur sent frá sér tónlist á um 20 hljómdiskum og breiðskífum. Bassaleikar- inn, Ivars Galenieks, er fær og vel kunnur hljóðfæraleikari í djassi og klassík og rússneski trommarinn, Maris Briezkalns, hefur spil- að með ýmsum frægðarmönnum; Grover Washington Jr. og Cecil Taylor meðal annarra og er flinkur i meira lagi. Reyndar eru „live“-upptökur frá Euroconcert. - Þar sem óvíst er hvort hægt er að nálgast þennan disk og aðra með Egils Strauma Trio hérlendis skal gefið upp heimilisfang útgáfunnar: 24 Kugu Street, Riga, LV- 1048, Latvia. Ingvi Þór Kormáksson tónlist ' **■* - ný plata kemur út á mánudaginn Björk sendir á mánudag- inn frá sér nýja plötu, Homogenic. Þetta er þriðja sólóplata Bjarkar en áður hafa komið út plöturnar Debut og Post. Smáskífa með laginu Joga kom út síðasta mánudag og hefur Nýjasta lagið heyrst nokkuð á öld- um Ijósvakans undanfama daga. I fréttatilkynningu frá hljómplötufyrirtækinu hennar, One Little Indian Records, segir að þessi plata marki tímamót í 20 ára ferli Bjarkar. Til dæmis er þessi plata sú fyrsta sem Björk framleiðir algjörlega sjálf. Homogenic var tekin upp í upp- tökuveri í E1 Mandronal á Suður- Spáni. Mark Bell sá um forritun trommutaktsins sen hann vann fyrst með Björk árið 1991. Strengja- sveitin er hins vegar íslensk og út- setti Björk strengina ásamt Eumir Deadato. plata Bjarkar er ólík fyrri plötum hennar. Þessi plata er meira krefjandi en fyrri plötur hennar og verulega reynir stundum á raddsvið hennar. Útsetningar eru nokkuð flóknar. Blandað er saman strengjaútsetn- ingum og rafmagnstakti með nokk- uð athyglisverðri útkomu. í frétta- tilkynningunni segir að Homogenic sé þroskaðri en Post og að Björk sé að þróa stíl sem sé nánast jafnfrum- legur og óvenjulegur og söngstíll hennar. Björk segir í umræddri tilkynn- ingu að íslenskt landslag hafi veitt henni innblástur. „Ég fór í göngu- ferð ein og sá ísinn þiðna í hraun- breiðunni. Ég heyrði aðeins ísbrest- ina sem bergmáluðu hátt. Ég gat séð ljósin frá bæjum bernsku minnar endurspeglast í þykkum skýjum á meðan brestirnir heyrðust úr hrauninu. Þetta var mjög líkt techno." 10 lög eru á plötunni. Þau eru: 1. Hunter 2. Joga 3. Unravel 4. Bachelorette 5. All Neons Like 6. 5 Years 7. Immature 8. Alarm Call 9. Pluto 10. AIlIsFullofLove -HI Málaferli Þau eru oft mörg málaferlin sem tengjast tónlistarmönnum ýmist beint eða óbeint. Eitt mál af hvorri tegund er í gangi þessa dagana. Kviðdómendur í Seattle eru þessa dagana að rýna vand- lega í gegnum myndband Pearl Jam við lagið Jeremy. Ástæðan er sú að verjandi 16 ára drengs sem drap þrjá í skólanum sem hann gekk í í fyrra held- ur því fram að mýndbandið hafi átt þátt í morðinu. Hin málaferlin eru hins vegar af allt öðrum toga. Fyrirtækið Mattel sem framleiðir Barbídúkkurnar hefur farið í mál við MCA Records. Þeir gefa nefni- lega út plötu dönsku hljómsveitarinnar Aqua sem flytur hið geysivinsæla lag Barbie Girl. Mattel fmnst lagið vera ósmekklegt og vill líka kæra fyrir brot á höfundarrétti. Mattel vill að bæði smáskífan og breiðskífan sem inni- halda lagið verði innkallaðar og að vef- siða Aqua á Netinu verði lokuð. For- svarsmenn MCA vildu htið segja um þessa kæru annað en að lagið væri að- eins skemmtilegt popplag og telur að Mattel hafi engin rök í höndunum. Gítarleikari Silver Sun á sjúkrahús Paul Smith, gítarleikari Silver Sun, var fluttur á sjúkrahús í siðustu viku með heilahristing. Ástæðan var sú að þegar hann var á leiðinni heim úr veislu í London fékk hann þá flugu í höfuðið að gaman væri að prófa að klifra upp á ljósastaur. Það fór á versta veg þar sem hann datt af staumum úr nokkuð mikilli hæð. Talsmaður hljóm- sveitarinnar viðurkenndi að Smith hefði aðeins verið búinn að fá sér í glas þegar atvikið átti sér staö. , ÍJíJjjJ yjJiLjjjjjjjj Á umslagi næstu smáskifu U2, „Please", verður mynd af Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, Dav- id Trimble lyá Sambandssinna- ílokki Ulster, Ian Paisley frá Lýöræðislega sambandsflokkn- um og John Hume lijá Jafnaðar- og verkamannaflokknum. Og þessum mönnum verður stillt upp hlið við hlið. Smáskífa þessi kemur út eftir helgina. Myndir þessar eiga að minna á friðarvið- ræðurnar á írlandi. Þegar U2 flutti lagiö nýlega á tónleikum sagði Bono aö þetta væri áskor- un um aö vopnahléi IRA yröi haldið til streitu. Á sömu tón- leikunum flutti hljómsveitin lag Elvis Presleys, Suspicious Minds, og tileinkaöi það moðal annars þessnm fjórum sem voru nefndir að framan og öðrum sem tengdust friðarbaráttunni. Bono vildi taka fram að nýja lagið væri ekki hugsaö sem eitt- hvert uppreisnarlag, slíkt myndi frekar eiga við lagið Sunday Bloody Sunday. Á B-hliö þessar- ar smáskífu verður lag sem heit- ir Dirty Days og einnig sönglaus útgáfa af laginu l’m not Your Baby sem Bono söng upphaflega með Sinead O’Connor i kvik- mynd Wim Wenders, The End of Violence. U2 er ein af mörgum hljóm- sveitum sem hafa tekið lát Díönu prinsessu nærri sér og birti mynd af henni á stórum skjá á tónleikum sínum 31. ágiist i Dublin. Þess má geta aö sjón- varpsleikrit sem Bono hefur skrifað verður flutt á næstunni á írlandi. Sean Penn mun leika að- alhlutverkið en Bono nnm einnig fara með lítlö aukahlut- verk. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.