Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1997 Í • ★ nlist 25 'é EltonWJ ohn Heföi einhver sagt Elton John þegar hann vann að breiðskífunni The Big Picture fyrr á árinu að hann ætti mest selda lagið í Bret- landi þegar platan kæmi út er hætt við að hann hefði hrist höfúðið fremur vantrúaður. Þessi er eigi að siður raunin. Smáskífan Candle in the Wind kom út í sinni nýju mynd um síðustu helgi og aldrei hefur nokkur önnur verið rifin úr hönd- um afgreiðslufólks hljómplötuversl- ananna af jafnmikilli áfergju. Plötu- pressur í Bretlandi og Þýskalandi höföu ekki undan að framleiða smá- skífur til að byrja með. Sex hundruð þúsund eintök hurfu eins og dögg fyrir sólu og milljón til viðbótar gerði ekki meira en að fullnægja eft- irspuminni. Það er ekki fyrr en nú, viku síðar, að átján hundruð eintök- in sem Skífan pantaði fyrir íslands- markað eru að koma til landsins. Það verður skammt stórra högga á milli hjá Elton John því að The Big Picture verður að öllu óbreyttu gefin út um allan heim á mánudag- inn kemur. Á plötunni era ellefú lög og er Candle in the Wind ekki þeirra á meöal. Hún er fyrsta platan með nýrri tónlist sem Elton sendir frá sér síðan Made in England kom út árið 1995 og er númer fjörutíu og eitthvað í röðinni á ferli poppstjöm- unnar sem spannar núorðið meira en þrjátíu ár. Annasamt ár Elton John hefur við nóg að sýsla á árinu 1997. Útgáfa smáskífunnar Candle in the Wind var að sjálf- sögðu ekki inni í myndinni i upp- hafi ársins og reyndar ekki fyrr en í byrjun september, eftir sviplegt fráfall Díönu prinsessu af Wales. Fyrsta stórverkefni söngvarans á þessu ári var að halda upp á fimm- tíu ára afmælið. Talsverður hluti ársins hefur far- ið í að vinna með Sir Tim Rice að tónlist sem byggð verður á óperunni Aidu eftir Verdi og Disney ætlar aö gefa út sem teiknimynd áður en - ótrúlega vinsæll um þessar mundir langt um liður. Elton John og Tim Rice náðu einmitt prýðilega saman fyrir nokkrum árum þegar þeir sömdu saman lög og texta fyrir aðra Disneymynd, The Lion King. Það verkefni er aldeilis ekki úr sögunni því að söngleikurinn Lion King með tónlist þeirra félaganna verður frumsýndur á Broadway í New York í nóvember. Á þessu ári eru þrjátíu ár liðin síðan Elton John og Bernie Taubin hófu að vinna saman. Taubin hefur einmitt samið velflesta textana við lög Eltons og lét sig ekki muna um að breyta textanum við Candle in the Wind á örskammri stund núna um daginn. Platan The Big Picture er meðal annars gefin út til að fagna þessu gifturíka samstarfi tvímenn- inganna. Viðurkenningafjöld Elton John hefur verið önnum kafinn við að taka á móti ýmiss konar viðurkenningum fyrir vel unnin störf undanfarin misseri. Bretadrottning sæmdi hann CBE- orðunni í fyrra. Árið á undan af- henti Svíakonungur honum Polar- tónlistarverðlaunin sem Stikkan Anderson, umboðsmaður ABBA, stendur aö. Hann var fyrir nokkru tekinn inn í frægðarsal rokksins vestur í Bandaríkjunum. Við Brit- verðlaunaafhendingu fékk hann viðurkenningu fyrir gifturíkt ævi- starf og síðast en ekki síst var hann gerður að heiðursfélaga við konung- legu tónlistarakademíuna fyrr á þessu ári. Slíkur heiður hlotnast fáum öðrum en stórjöfrum tónlistar- innar á borð við Mendelssohn, Liszt og Richard Strauss. Ljóst er af öllum þessum ósköp- um að Elton John er einn ástsælasti dægurtónlistarmaður heimsins nú um stundir. Plötur hans hafa selst í um það bil hundrað og fimmtíu milljón eintökum frá því að sú fyrsta kom út árið 1969. Ljóst er að ófáar milljónimar bætast við á næstu vikum. -ÁT Elton John: Vinsældir hans eru meö fádæmum um þessar mundir. ii e ± n lilell xln Greifarnir á Norðurlandi Reggae on lce í Búðardal Hljómsveitin Greifamir verða á ferð um Norðurland þessa helgina. I kvöld spilar sveitin í Miðgarði í Skagafirði og annað kvöld verða þeir í Sjall- anum á Ak- Greifarnir veröa fyrir noröan. eyri. Eftir þessa helgi taka Greif- amir sér síðan tveggja helga frí til að leggja lokahönd á nýjan geisladisk sem væntanlegur er frá þeim. Hljómsveitin Reggae on Ice verður í fríi í kvöld. Á morgun heldur hún hins vegar vestur og spilar á réttarballi í Tjarnarlundi rétt fyrir utan Búðardal. Sóldögg á Isafirði Hljómsveitin Sóldögg heldur vestur um helgina og leikur í Sjallanum á ísa- firði í kvöld og annað kvöld. Skítamórall Hljómsveitin Skítamórall mun spila á Gauki á Stöng í kvöld. Annaö kvöld mun hljómsveitin síðan halda til Selfoss og spila á Inghóli. SÍN á Kringlukránni í kvöld og annað kvöld mun hljóm- sveitin SÍn halda uppi fjörinu í Kringlu- kránni. Hljómsveit þessa skipa Guð- mundur Símonarson og Guðlaugur Sig- urðsson. í leikstofunni mun Viðar Jóns- son trúbador halda uppi stemningunni. Svensen og Hallfunkel a Gullöldinni Hinir frábæra „stuð- hattar" Svensen og Hall- funkel.munu skemmta á GuUöldinni í kvöld og annað kvöld. Vanir menn í Naustkjallar- anum Það er dúettinn Vanir menn sem spila lifandi tónlist í kvöld og annað kvöld í Naustkjallaranum. Ultra á Þorláks- höfn Hin geöþekka hljóm- sveit Ultra mun annað kvöld skemmta Þorláks- hafnarbúum og nær- sveitarmönnum á Dugg- unni. Stuöhattarnir Svensen og Hall- funkel veröa á Gullöldinni. ’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.