Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Síða 12
*■* 26 í( tyndbönd MYNDBAIiDA mm* Romeo & Juliet: Veisla fyrir augað ★★★★ Hér er eitt frægasta verk Shakespeare, Rómeó og Júl- ía, kvikmynduð með MTV-kynslóðina í huga. Hraða- breytingar, nýstárleg sjónarhorn, hraðar klippingar og mikil hreyfing á myndavélinni, ásamt litadýrð og stöð- ugum straumi myndrænna tákna gera myndina að miklu augnakonfekti sem krefst stöðugrar athygli áhorfandans. Myndin er afar draumræn og nánast eins og vísindaskáldskapur, enda býr htm til ímyndaðan heim, en textinn er kjölfesta myndarinnar. Þótt ýmsu sé sleppt eins og alltaf þegar Shakespeare er settur upp á sviði eða kvikmyndaður, og amerískir leikarar tali með sinum ameríska hreim er hvergi hvikað frá upprunalega textanum. Texti leikskáldsins gamla smellpassar við táknhlaðinn MTV- stíl- inn og tónlistina, enda virka bæði jafn veruleikafirrt í gráum hversdags- leika nútímans. Leonardo DiCaprio er frábær leikari og helsti sniUingur ungu kynslóðarinnar. Hann fer jafnvel með viðkvæmnina og ofsann í Rómeó. Claire Danes er ekki eins mikil stórstjama en smellpassar í hina saklausu Júlíu. Aukaleikaramir fá mismikið að leika sér en skemmtilegast- ir em Pete Postlethwaithe í hlutverki prestsins og John Leguizamo sem er alveg sérstaklega rennilegur sem kattakonungurinn Tybalt. Ef Shakespeare væri uppi í dag væri hann að gera kvikmyndir (og sjálfsagt hefði framleið- endamafian látið breyta endinum þannig að allt færi vel). Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Baz Luhrman. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio og Claire Danes. Bandarísk, 1996. Lengd: 120 mín. Bönnuð inn- an 12 ára. \ -PJ Robocop: Vélrænn lögreglumaður w I rrrrl Þessi tíu ára gamla mynd átti á sínum tíma að gerast í náinni framtíð og segir frá lögreglumanni sem er drep- inn i skotbardaga. Lik hans er notað til að skapa Ro- bocop sem er að hálfú maður og að hálfu vél. Heili hans og taugakerfi era tengd við rafrænan og vélrænan bún- að og allt draslið síðan klætt með léttri brynju. Hæfi- leiki hans við löggæslustörf felst einkum í afli hans, hittni (enda með tölvustýrt miðunarkerfi) og því að byssukúlur bíta lítt á hann. Þessi mynd er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og var á sínum tíma mjög ný- stárleg og uppfull af ferskum hugmyndum. Hún býður jafnframt upp á fyrirtaks hasaratriði og tiltölulega lítið heimska atburðarás. Leikstjórinn er Paul Verhoeven og eins og hans er von og visa er myndin ansi blóðug og hrottaleg á köflum. Meðalmennskan ræð- ur ríkjum í leikhópnum þótt Peter Weller standi sig reyndar sæmilega sem Robocop en eins og oft þegar um miðlungsleikhóp er að ræða er það vondi kallinn sem nær að láta ljós sitt skína og hér er Kurtwood Smith skemmti- lega hrokafullur og fyrirlitlegur skúrkur. Þessi mynd hefur bæði kvik- myndasögulegt gildi og afþreyingargildi. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Paul Verhoeven. Aðalhlutverk: Peter Weller og Nancy Allen. Bandarísk, 1987. Lengd: 98 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Dads Week Off: Fjörlegt frí Jack er sölumaður sem er að drepast úr stressi. Læknirinn skipar honum að slappa af í eina viku og konan hans fer þvi með krakkana í útilegu og eftirlæt- ur honum húsið alla vikuna. Vinnufélagi hans sér hins vegar til þess að hann fái litla hvild, stofhar til gleð- skapar heima hjá honum og kynnir hann fyrir kol- geggjaðri fegurðardís sem snýr öllu á hvolf í lífi hans. Brjálæðislega afbrýðisamur fyrrverandi kærasti henn- ar, sveitalubbafjölskylda hennar, japanskt glæpagengi, lögreglan, slökkviliðið og hinn fullkomlega óþolandi besti vinur hans gera honum lífið leitt alla vikuna. Eiginlega er illskiljanlegt hverjum þessi mynd er ætluð þvi að aðalsöguhetjan er miðaldra karlmaður meðan húmorinn er af þeirri sortinni sem helst sést í unglingagrínmyndum. Enda er myndin fremur lítið fyndin þótt nokkur atriði nái reyndar aðeins að létta í manni lundina. Leikaramir eru allir í slappari kantinum en enginn aðalleikar- anna er neitt áberandi lélegur. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Neal Israel. Aðalhlutverk: Henry Winkler, Olivia d'Abo, Richard Jeni. Bandarísk, 1996. Lengd: 96 mín. Öll- um leyfð. -PJ Metro: Hasar ★★ Eddie Murphy leikur málglaða löggu sem ekur um á flottum kagga í stórborg á vesturströnd Bandaríkj- anna. Óneitanlega hljómar þetta eins og Beverly Hills Cop Part 4, 5, 6, o.s.frv. og þvi kemur það þægi- lega á óvart að Metro líkist Beverly Hills Cop í raun ákaflega lítiö (enda missir hann flotta kaggann strax í upphafi og ekur um á ljótri druslu það sem eftir er). Söguþráðurinn er fyrirsjáanleg klisja. Vondtm kall drepur besta vin löggunnar, löggan nær vonda kaU- inum og kemur honum í fangelsi, vondi kallinn brýst út úr fangelsinu og rænir stúlkunni sem lögg- an elskar og að lokum fer löggan, bjargar stúlkunni og kálar vonda kallinum. Inn í dæmið kemur síðan „sidekick" löggunn- ar sem hún er að þjálfa í starfið. Michael Rapaport skilar því hlutverki sæmilega. Eddie Murphy heldur stælunum í skefjum og er því furðu þol- anlegur. Michael Wincott kastar síða hárinu og setur upp gleraugu og er bara ansi djöfullegur sem vondi kallinn. Hasarinn er ekkert verri en í hverri annarri hasarmynd. Metro er ágæt heilalaus skemmtun. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Thomas Carter. Aðalhlutverk: Eddie Murphy. Bandarísk, 1996. Lengd: 113 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1997 T*>~\7' 2». jðlí til 4. á|úst júlf tcn i FYRRI' VIKUR j T1T1I1 j nT.„ jTt. SÆTIi VIKA já LISTA T,T,LL 1 ÚTÍEF- iT“’ 1 j j j Hý j j j 1 j Metro j j j J • j MHI ■jllllll J Skffaa j J Sjuaa 2 j j j 1 j j mm } ! J Jerty Miguire j j j Draaa 3 j j 2 j j 3 j Michael j j • J mjMnn j Caaaa 4 j j j 3 j j j j 3 j Ghost aid the Daríuess j j j CIC-ayWOM J Spaau S J J Hý j j 1 j Remeo + Juliet J J Skffa j SpWMfl 1 J J J J J S j j j j J 2 j j 4 J j 5 j j Supercop j j j j j j Skffa j SptflBfl 7 4 MarsAttacks Wanwrayiir J Skffaa j J Caaua S j j j 6 J J J J Extreme Measures J J j Sptflflfl 9 J J S j j j j j 2 j SpaceJam J J m J WnMTHJMI ^ Caaua 1« j j j 11 3 i J My Fellow Amerícaos j j j j m •*-- WHMTBJMÍ J J Caaua 11 j j 7 j j 7 j FM j j m »- J NfllN ■JflWr j Spaaaa 12 j j j j j 19 j j j j 7 j Ransom j j j j Spaaaa 13 9 j j 4 j Thiiner J J j \m mjwéM j Spnu 14 J J J 13 j j j ‘ j j j 7 j j 7 J Daylight j j j j j j j j j J CIC-ajiftM j Skffaa J j ClC-ajnOkiW j j Spaaaa 15 j j j j j 12 ShestheOae Caaua 16 Ný J J J J 1 j j Phantem Spaaaa 17 j j 16 j j j j j « j In Love and War J j MyiOfani j Druu 1S j j j 14 6 Í j Hifh Scbeel Hifh j j j J Skffaa j J Caaua 19 j j 17 j j 5 j Shine j j Hátkélabfi j nraaa 29 j j j Hý j j j j 1 i Reseweed j j j J Wanarajiár j Caaua Tvær ólíkar myndir koma stormandi inn á mynd- bandalistann þessa vikuna. í efsta sæti listans er Metro og Romeo + Juliet er í fimmta sæti. Vert er aö benda öllum kvikmyndaáhugamönnum á Ros- ewood sem hefur tyllt sér í tuttugasta sæti listans. Um er aö ræöa nýjustu kvikmynd Johns Singletons, leikstjórans sem geröi Boyz N the Hood, og hefur hún fengiö góöa dóma. I henni segir frá atviki sem átti sér staö í Suöurríkjunum rétt eftir aldamótin. í aöalhlutverki er John Voight. Einhverra hluta vegna fór myndin aldrei í kvikmyndahús hér á landi. Á myndinni er Eddie Murphy í hlutverki sínu í Metro. Metro Eddie Murphy og Michael Rapaport Samnfngamaður- inn sjálfumglaði, Scott Ropert, hefur gert það að sérgrein sinni að semja við ræningja og gísla- tökumenn. Fram til þessa hefur gengið nokkuð vel hjá Scott. En hæfileikar og tungulipurð nægja ekki til að koma honum út úr þeim vandræðum þegar geðveikur morðingi tekur unn- ustu Scotts í gísl- ingu. Viö þennan mann er ekkert hægt að tala og Scott verður að grípa til annarra ráða. I 1 OM C S V ) S c rliw.y Jerry Maguire Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. Jerry (Cruise) starfar hjá umboðs- fyrirtæki og er sér- fræðingur í að búa til stjömur úr efni- legum íþróttamönn- um. Einn daginn tekur hann upp á því að fara að efast um siðgæðið innan fyrirtækisins. Þetta hefur þau áhrif að hann er rekinn. Einn skjólstæðinga hans, raðnings- kappi, vill hafa hann áfram. Jerry ákveður að gera hann að stjömu og sanna fyrir sér og öðrum að hann hafi rétt fyrir sér. Michael John Travolta, Andie McDowell og John Hurt. Sögusagnir þess efnis að erkiengill- inn Michael sé staddur á bóndabæ í Iowaríki í Banda- ríkjunum verða til þess að blaðamað- ur, englasérfræð- ingur og hundur fara á staðinn til að semja uppsláttar- frétt. Á leiðinni eru allir sannfærðir um að þetta sé ekkert annað en gabb en það breytist er þau hitta Michael (Tra- volta). Hann er fiðr- aður mjög á bakinu og framleiðir kraftaverk í bunum ásamt því að ganga í störf Amors. The Ghost and the Darkness Michael Douglas og Val Kilmer. Myndin er byggð á atburðum sem áttu sér stað í Austur-Afr- íku 1896 þegar tvö mannætuljón ollu usla þar. Ljónin í myndinni ofsækja menn sem vinna að byggingu brúar inni í miðju landinu. Veiðimaðurinn Rem- ington og verkfræð- ingurinn Patterson fá það verkefni að stöðva dýrin. Þeir eiga þó fljótlega eftir að komast að því að ljónin virðast búa yfir einhverju æðra skilningarviti. Romeo + Juliet Claire Danes og Le- onardo DiCaprio. I Verona Beach gnæfa tveir skýja- kljúfar ofar öllum húsum. Þessi stór- hýsi tilheyra tveim- ur fjölskyldum og þær hafa um árabil eldað saman grátt silfur og leitt til þess að yngra fólkið í fjöl- skyldunni hefur stofnað gengi til að herja hvert á öðra. í viðleitni sinni til að stilla til ffiðar hefur verið ákveðið að halda grímubaU þar sem fjölskyldurnar koma saman. í þess- ari veislu hittir Romeo Júlíu í fyrsta sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.