Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Side 4
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1997 JUP’V" i» um helgina *★ Landslagið í nærmynd DV. Akranesi:________ Stefán Magnússon myndlist- armaður frá Birkihlíð í Reyk- holtsdal opnar myndlistarsýn- ingu í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi laugardaginn 20. september, kl. 14. Á sýningunni verða 20 olíumálverk, máluð á þessu ári og þvi siðasta. Myndefnið sækir Stefán í ná- grenni Akraness og í Borgar- fjörð. Stefán byrjaði að fást við myndlist á sjöunda áratugnum. Hann hefur stundað listina af auknum krafti frá árinu 1992 og hóf þá að sækja námskeið í Myndlistarskólanum í Reykja- vík sem hann gerir enn. Stefán hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum á Akranesi og í Reyk- holtsdal. Sýning Stefáns, Lands- lagið í nærmynd, stendur yfir í hálfan mánuð og lýkur sunnu- daginn 5. okt. Listasetrið er opið alla daga frá klukkan 15-18. - Sölusýning á verkum Þorvalds Skúlasonar Galleri Borg hefur undanfarið safnað saman nokkrum verkum eftir Þorvald Skúlason listmál- ara. Myndimar, sem era um fimmtíu talsins, eru unnar með olíu, krít og vatnslitum um og eftir 1940. Fæstar þeirra hafa verið sýndar hér á landi en stór hluti þeirra kemur úr búi Astrid Fugman sem var gift Þorvaldi. Þorvaldur Skúlason er með ástsælustu listmálurum þjóðar- innar. Eiginkona Þorvalds, Astrid Fugman, erfði gott safn málverka við lát listamannsins árið 1984 og var það flutt til Dan- merkur. Fyrir tilstilli hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar hafa mörg þessara verka verið flutt aftur til íslands og enn hefur verið bætt úr með framtaki Gallerí Borgar nú. Sýningin á verkum Þorvalds er i nýjum húsakynnum Gallerí Borgar í Síðumúla 34. Hér á landi er staddur 100 manna blandaður kór, myndaður af fulltrú- um frá hinum ýmsu söfnuðum Sjö- unda dags aðventista í Noregi. Kór- inn er á tónleikaferðalagi og mun halda tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudaginn, kl. 17. Kórinn hefur haldið fjölda tón- leika og er kórstjórinn, Sverre Valen, vel þekktur fyrir störf sín sem kórstjómandi. Flann hefur stjórnað mörgum kórum og: unnið til ýmissa verðlauna, s.s. verðlauna breska útvarpsins, BBC. Adventsangeme hafa einnig kom- ið víða við í Norður-Evrópu, m.a. i Notre Dame í París og dómkirkj- unni í Berlín. Undirleikarar kórsins eru dr. Solveig Nordheim og Tor- mod Ovrum. Fógetanum Adventsangerne eru 100 manna blandaöur kór frá Noregi en um 70 þeirra munu syngja á tónleikunum í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Adventsangerne á Islandi laugardagskvöldið stígur á stokk hin unga sveit Blues Express sem er skipuð þeim Gunnari Reynissyni, söngvara og munnhörpuleikara, Matthíasi Stefánssyni gítarleikara, Atla Frey Ólafssyni bassaleikara og Valdimari Kristjánssyni trommu- leikara. Tónlist þeirra félaga er af ýmsum toga en þeir eiga það sam- eiginlegt aö hafa brennandi áhuga á bluestónlist. Afmælishátíðinni lýkur á sunnu- dagskvöldið með tónleikum Kuran Kvart- ettinn Kuran Swing hefur getið sér gott orð fyrir fagmannlega spila- mennsku. Kvartettinn skipa þeir Szymon Kuran, Björn Thoroddsen, Ólafur Þórðarson og Bjarni Svein- björnsson. Swing. Þar er létt „swing“ í fyrir- rúmi en tónlistin er örlítið í stíl við Djano Reinhards og Grappelli. Kvartettinn skipa þeir Szymon Kur- an fiðluleikari, Bjöm Thoroddsen gítarleikari, Ólafur Þórðarson rhytmagítarleikari og Bjarni Svein- björnsson kontrabassaleikari. •»— Á5 Starfsmenn Jacks Daniels brugg- hússins hafa í yfir hundrað ár hald- ið afmæli herra Daniels hátíðlegt, jafnvel þó að þeir viti ekki afmælis- dag hans nákvæmlega. Allan sept- embermánuð heldur heimabær Jacks Daniels, Lynchburg, hátíð vegna þess að íbú- arnir hafa ekki getað komið sér saman um hvenær mánaðar- ins skuli halda upp á afmælið. Núna er haldið upp á afmæli Jacks Daniels í fyrsta skipti á ís- landi og er það Fógetinn sem stendur fyrir há- tíðinni. Herleg- heitin hófust á miðvikudag og standa veislu- höldin yfir fram á sunnudagskvöld. í kvöld skemmta Bluesmenn Andreu og gestir hennar. Andrea býður til sín söngkonunum Telmu Ágústsdóttur, Margréti Sigurðardóttur og Heru Björk Þórhallsdóttur sem allar eru ungar og bráð- efnilegar söng- konur. Blues- menn Andreu skipa þeir Guð- mundur Péturs- son gítarleikari, Kjartan Valde- marsson píanó- leikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari og Róbert Þórhalls- son bassaleikari. Einnig kemur við sögu Dóri „Vinur Dóra“ sem allir íslenskir bluesaðdáendur kannast við. *• • f'*:" ImMé1 jff Dóri „Vinur Dóra“ kemur við sögu á afmæiishátíð Jacks Daniels. Andrea Gylfadóttir þenur raddbönd- in ásamt þremur ungum söngkon- um og bluesmönnum stnum í kvöld. Verk eftir Ómar Stefánsson. Textílsýning í Asmundarsal: Blár Á morgun, laugardag, opna sex listakonur í Textílfélaginu þrykk- sýningu í Listasafni ASÍ, Ásmund- arsal, við Freyjugötu í Reykjavík. Þema sýningarinnar er „blár“ og listakonurnar, sem taka þátt í sýn- ingunni, eru Anna María Geirsdótt- ir, sem þrykkir á bómull, Björk Magnúsdóttir, sem þrykkir á flauel, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, sem þrykkir á bómullarsatín, Hrafnhild- ur Sigurðardóttir, sem þrykkir á handgerðan pappír, Hrönn Vil- helmsdóttir, sem þrykkir á vis- kóssatín og Þóra Björk Schram sem sýnir upplýst myndverk unnin á silki með blandaðri tækni. Textílfélagið var stofnað árið 1974 og í því eru 40 félagar. Félagið hefur haft að venju að halda sýningar á fimm ára fresti og á næstu árum er fyrirhugað að halda þemasýningar og er þrykksýningin Blár sú fyrsta í röðinni. Sýningin stendur til og með 5. október. Listakonurnar sex sem sýna þrykk í Ásmundarsal Olíumálverk á „22“ Á morgun, kl. 17, opnar Ómar Stefánsson myndlistarmaður sýn- ingu á olíumálverkum á veitinga- staðnum „22“ við Laugaveg 22. Málverkin eru öll unnin á þessu ári og til. sölu. Ómar er menntaður úr nýlistadeild MHÍ og málara- deild prof. Fussman í Berlín 1978-1986. Þetta er tíunda einka- sýning Ómars en hann hefur einnig tekið þátt í tugum samsýn- inga, geminga og tónleika með sveit sinni, Infemo 5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.