Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Side 4
4 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum: Svæfingalæknirinn fór fyrirvaralaust - sjúklingar sendir í aðgerð til Reykjavíkur \ „Það er rétt, við höfum engan svæfmgalækni hér nú eins og stað- an er. Það er afar bagalegt og heftir okkur ákaflega mikið varðandi allar aðgerðir," sagði Gunnar K. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri sjúkra- hússins í Vestmannaeyjum við DV. Svæfmgalæknirinn sem starfaði á sjúkrahúsinu er pólskur. Hann hafði ráðið sig í eitt ár en fór fyrir- varalaust fyrir viku. Þá hafði hann unnið á sjúkrahúsinu um tveggja mánaða skeið. „Það kom upp vandamál hér inn- an húss og af persónulegum ástæð- um treysti hann sér ekki til að vera lengur en fór heim til Póllands. Ég vil ekki fara nánar út í það mál,“ sagði Gunnar. í kjölfar hins skyndilega brott- hvarfs svæfingalæknisins hófú for- ráðamenn sjúkrahússins viðræður við sjúkrahúsin i Reykjavík, með tilstuðlan heilbrigðisráðuneytis. Eru þeir að kanna hvort möguleik- ar eru á að fá sendan svæfíngalækni til Vestmannaeyja einu sinni til tvisvar í viku. Þær viðræður eru á byrjunarstigi en forráðamenn sjúkrahússins vonast til að þær beri árangur innan tíðar. „Sl. 4-5 ár höfum við verið með pólska svæfingalækna og þeir hafa reynst prýðilega," sagði Gunnar. „Vandamálið með þá er að þeir hafa ekki íslenskt lækningaleyfi og starfa þvi á leyfi skurðlæknis, und- ir hans umsjón og á hans ábyrgð. En þeir hafa ágæta kunnáttu og þeim hefur gengið mjög vel. Ég á ekki von á að okkur takist að fá íslenska svæfingalækna þótt við myndum helst viija það því þeir eru ekki á lausu. Við höfum leitað fyrir okkur hér heima, á Norður- löndunum og í Bandaríkjunum. En i það hefur engan árangur borið ' hingað til.“ Gunnar sagði að ekki væri hægt að gera neinar aðgerðir á sjúkra- húsinu sem krefðust svæfinga. Þeir sjúklingar sem þyrftu á slíkum að- gerðum að halda væru sendir til Reykjavíkur. -JSS Sá fágæti atburður átti sér stað í Undirfellsrétt í Vatnsdal í Húnaþingi á dög- unum aö ær kom með jóösótt af fjalli eins og DV hefur greint frá. Myndarleg gimbur sá skömmu síðar dagsins Ijós við réttarveginn og fékk strax umönn- um móöurinnar. DV-mynd Þórhallur Hæstiréttur: Staðfestir fangelsisdóm Hæstiréttur hefúr staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 18 mánaða fangelsi yfir 18 ára pilti. Hann réðst með hamri á afgreiðslu- stúlku i sölutumi í Breiðholti í júli í fyrra. Pilturinn sló stúlkuna í höfuðið og handlegginn með hamrinum. Auk þess stal hann peningum úr af- greiðslukassa. Héraðsdómur frestaði fullnustu 15 mánaða af dómnum en dæmdi piltinn einnig til að borga stúlkunni 400 þúsund krónur í bætur og greiða málskostnað. -RR Héraðsdýralæknir gekk í „tamningarmálið“ Hesturinn leystur um helgina Hesturinn var bundinn viö staur langtímum saman. Vegna afskipta dýra- læknis verður hann leystur nú um helgina. DV-mynd KE „Ég er búinn að hafa símasam- band við fólkið á bænum og það verða gerðar ráðstafanir til þess að breyta þessari skipan," sagði Grétar Hrafli Harðarson, héraðsdýralæknir á Suðurlandi. DV greindi frá því í vikunni að hestur hefði verið bundinn við staur á bænum Syðri-Rauðalæk í Rangárvallasýslu langtímum sam- an. Höfðu allmargir haft samband við blaðið vegna þessa og sagt að hann hefði verið bundinn svo vik- um skipti. Þegar blaðið ræddi við Elsu Júní- usdóttur, húsfreyju á bænum, sagði hún að hesturinn væri í tamningu en fengi hey og vatn og væri teymd- ur á kvöldin. Mynd, sem birtist með fréttinni, sýndi glögglega að hestur- inn haföi verið mikið á rjátli í kringum staurinn þvi mikið traðk var umhverfis hann. I framhaldi af frétt DV hafði Grét- ar Hrafti Harðarson héraðsdýra- læknir samband við Syðri-Rauða- læk og beindi þeim tilmælum til fólksins að hesturinn yrði leystur frá staumum. „Það er mismunandi mat á því hvað telst eðlilegt og hvað óeðlilegt," sagði Grétar Hrafh, „en þetta er allt komið í góðan farveg. Ég hef ekki neina ástæðu til að ætla annað en að tilmæli mín verði virt. Þessu verður breytt og aðrar ráð- stafanir verða gerðar nú mn helg- ina.“ -JSS Atvinnuleysi á íslandi: 4.475 voru án atvinnu - 236 störf á lausu á sama tíma Atvinnulausir íslendingar voru 4.475 í ágúst að meðaltali, þaö er ef mið er tekið af atvinnuleysisdögum. Skráðir atvinnulausir í lok mánað- arins voru hins vegar 4.985. Á sama tíma voru laus störf hjá vinnumiðl- unum 236. Flestir eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu, eða 3.141, og fæstir á Vestfjörðum, eða 46. Á Austurlandi voru 75 atvinnulausir og þar var 51 starf laust. Til muna fleiri komu' voru án at- vinnu í ágúst en karlar. Atvinnu- lausar konur voru 3.049 en karlarn- ir voru 1.426. Það sem af er þessu ári hefur verið veitt 831 atvinnu- leyfi til útlendinga. í ágúst voru veitt 150 atvinnuleyfi. í síðasta mánuði var atvinnuleysi 3,2 prósent sem er minna en í júlí en þá voru 3,6 prósent án atvinnu. Fyr- ir ári var atvinnuleysi í ágúst 3,9 prósent. Hlutfall atvinnulausra skiptist þannig að 70 prósent þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu, 8 prósent á Norðurlandi eystra, 6 prósent á Suð- urlandi, 5 prósent á Norðurlandi vestra, 4 prósent á Suðumesjum og á Vesturlandi, 2 prósent á Austur- landi og eitt prósent á Vestfjörðum. -sme 3000 2500 2000 1500 1000 500 (331 >o S 8 > cn (0 U> Fjöldi atvinnulausra og í boði - ágúst 1997 - (T1 Atvinnulausir |§| Störf í boöi -a c (0 ti> $ lr 1n 1 0> ••>•• TJ C CB tf> >» O T5 C CB «2 i . 4 □ •c «o s? >■ o ■O c CB tf> 3 < T3 C J5 *c 3 «o 3 </> tf> 0> c Wi —-~3— iO 3 n Landsbankinn: Greiddi lánið með öðru láni - og háar fjárhæðir Víkjandi lán, sem Landsbank- inn fékk á árinu 1991 frá Trygg- ingasjóði viðskiptabankanna og Seðlabanka, hefur verið greitt. Lánið nam um tveimur milljörð- um króna. Landsbankinn tók lán hjá erlendum banka til að greiöa upp lánið. „Lánið var á dýrum kjömm og við höfum endurfjármagnað það. Kjörin á nýja láninu em hagstæðari en þau vom á eldra láninu. Það eldra var verðtryggt í íslenskum krónum en það nýja í dollurum meö Liborálagi. Það er erfitt að nefna eina tölu sem sparast með þessu en það eru einhver prósentustig,“ sagði Haukur Þór Haraldsson hjá Landsbankanum. -sme i \ \ i \ i I i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.