Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum: Svæfingalæknirinn fór fyrirvaralaust - sjúklingar sendir í aðgerð til Reykjavíkur \ „Það er rétt, við höfum engan svæfmgalækni hér nú eins og stað- an er. Það er afar bagalegt og heftir okkur ákaflega mikið varðandi allar aðgerðir," sagði Gunnar K. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri sjúkra- hússins í Vestmannaeyjum við DV. Svæfmgalæknirinn sem starfaði á sjúkrahúsinu er pólskur. Hann hafði ráðið sig í eitt ár en fór fyrir- varalaust fyrir viku. Þá hafði hann unnið á sjúkrahúsinu um tveggja mánaða skeið. „Það kom upp vandamál hér inn- an húss og af persónulegum ástæð- um treysti hann sér ekki til að vera lengur en fór heim til Póllands. Ég vil ekki fara nánar út í það mál,“ sagði Gunnar. í kjölfar hins skyndilega brott- hvarfs svæfingalæknisins hófú for- ráðamenn sjúkrahússins viðræður við sjúkrahúsin i Reykjavík, með tilstuðlan heilbrigðisráðuneytis. Eru þeir að kanna hvort möguleik- ar eru á að fá sendan svæfíngalækni til Vestmannaeyja einu sinni til tvisvar í viku. Þær viðræður eru á byrjunarstigi en forráðamenn sjúkrahússins vonast til að þær beri árangur innan tíðar. „Sl. 4-5 ár höfum við verið með pólska svæfingalækna og þeir hafa reynst prýðilega," sagði Gunnar. „Vandamálið með þá er að þeir hafa ekki íslenskt lækningaleyfi og starfa þvi á leyfi skurðlæknis, und- ir hans umsjón og á hans ábyrgð. En þeir hafa ágæta kunnáttu og þeim hefur gengið mjög vel. Ég á ekki von á að okkur takist að fá íslenska svæfingalækna þótt við myndum helst viija það því þeir eru ekki á lausu. Við höfum leitað fyrir okkur hér heima, á Norður- löndunum og í Bandaríkjunum. En i það hefur engan árangur borið ' hingað til.“ Gunnar sagði að ekki væri hægt að gera neinar aðgerðir á sjúkra- húsinu sem krefðust svæfinga. Þeir sjúklingar sem þyrftu á slíkum að- gerðum að halda væru sendir til Reykjavíkur. -JSS Sá fágæti atburður átti sér stað í Undirfellsrétt í Vatnsdal í Húnaþingi á dög- unum aö ær kom með jóösótt af fjalli eins og DV hefur greint frá. Myndarleg gimbur sá skömmu síðar dagsins Ijós við réttarveginn og fékk strax umönn- um móöurinnar. DV-mynd Þórhallur Hæstiréttur: Staðfestir fangelsisdóm Hæstiréttur hefúr staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 18 mánaða fangelsi yfir 18 ára pilti. Hann réðst með hamri á afgreiðslu- stúlku i sölutumi í Breiðholti í júli í fyrra. Pilturinn sló stúlkuna í höfuðið og handlegginn með hamrinum. Auk þess stal hann peningum úr af- greiðslukassa. Héraðsdómur frestaði fullnustu 15 mánaða af dómnum en dæmdi piltinn einnig til að borga stúlkunni 400 þúsund krónur í bætur og greiða málskostnað. -RR Héraðsdýralæknir gekk í „tamningarmálið“ Hesturinn leystur um helgina Hesturinn var bundinn viö staur langtímum saman. Vegna afskipta dýra- læknis verður hann leystur nú um helgina. DV-mynd KE „Ég er búinn að hafa símasam- band við fólkið á bænum og það verða gerðar ráðstafanir til þess að breyta þessari skipan," sagði Grétar Hrafli Harðarson, héraðsdýralæknir á Suðurlandi. DV greindi frá því í vikunni að hestur hefði verið bundinn við staur á bænum Syðri-Rauðalæk í Rangárvallasýslu langtímum sam- an. Höfðu allmargir haft samband við blaðið vegna þessa og sagt að hann hefði verið bundinn svo vik- um skipti. Þegar blaðið ræddi við Elsu Júní- usdóttur, húsfreyju á bænum, sagði hún að hesturinn væri í tamningu en fengi hey og vatn og væri teymd- ur á kvöldin. Mynd, sem birtist með fréttinni, sýndi glögglega að hestur- inn haföi verið mikið á rjátli í kringum staurinn þvi mikið traðk var umhverfis hann. I framhaldi af frétt DV hafði Grét- ar Hrafti Harðarson héraðsdýra- læknir samband við Syðri-Rauða- læk og beindi þeim tilmælum til fólksins að hesturinn yrði leystur frá staumum. „Það er mismunandi mat á því hvað telst eðlilegt og hvað óeðlilegt," sagði Grétar Hrafh, „en þetta er allt komið í góðan farveg. Ég hef ekki neina ástæðu til að ætla annað en að tilmæli mín verði virt. Þessu verður breytt og aðrar ráð- stafanir verða gerðar nú mn helg- ina.“ -JSS Atvinnuleysi á íslandi: 4.475 voru án atvinnu - 236 störf á lausu á sama tíma Atvinnulausir íslendingar voru 4.475 í ágúst að meðaltali, þaö er ef mið er tekið af atvinnuleysisdögum. Skráðir atvinnulausir í lok mánað- arins voru hins vegar 4.985. Á sama tíma voru laus störf hjá vinnumiðl- unum 236. Flestir eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu, eða 3.141, og fæstir á Vestfjörðum, eða 46. Á Austurlandi voru 75 atvinnulausir og þar var 51 starf laust. Til muna fleiri komu' voru án at- vinnu í ágúst en karlar. Atvinnu- lausar konur voru 3.049 en karlarn- ir voru 1.426. Það sem af er þessu ári hefur verið veitt 831 atvinnu- leyfi til útlendinga. í ágúst voru veitt 150 atvinnuleyfi. í síðasta mánuði var atvinnuleysi 3,2 prósent sem er minna en í júlí en þá voru 3,6 prósent án atvinnu. Fyr- ir ári var atvinnuleysi í ágúst 3,9 prósent. Hlutfall atvinnulausra skiptist þannig að 70 prósent þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu, 8 prósent á Norðurlandi eystra, 6 prósent á Suð- urlandi, 5 prósent á Norðurlandi vestra, 4 prósent á Suðumesjum og á Vesturlandi, 2 prósent á Austur- landi og eitt prósent á Vestfjörðum. -sme 3000 2500 2000 1500 1000 500 (331 >o S 8 > cn (0 U> Fjöldi atvinnulausra og í boði - ágúst 1997 - (T1 Atvinnulausir |§| Störf í boöi -a c (0 ti> $ lr 1n 1 0> ••>•• TJ C CB tf> >» O T5 C CB «2 i . 4 □ •c «o s? >■ o ■O c CB tf> 3 < T3 C J5 *c 3 «o 3 </> tf> 0> c Wi —-~3— iO 3 n Landsbankinn: Greiddi lánið með öðru láni - og háar fjárhæðir Víkjandi lán, sem Landsbank- inn fékk á árinu 1991 frá Trygg- ingasjóði viðskiptabankanna og Seðlabanka, hefur verið greitt. Lánið nam um tveimur milljörð- um króna. Landsbankinn tók lán hjá erlendum banka til að greiöa upp lánið. „Lánið var á dýrum kjömm og við höfum endurfjármagnað það. Kjörin á nýja láninu em hagstæðari en þau vom á eldra láninu. Það eldra var verðtryggt í íslenskum krónum en það nýja í dollurum meö Liborálagi. Það er erfitt að nefna eina tölu sem sparast með þessu en það eru einhver prósentustig,“ sagði Haukur Þór Haraldsson hjá Landsbankanum. -sme i \ \ i \ i I i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.