Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1997, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1997 íþróttir 1. DillD KARLA FH 2 2 0 0 59-52 4 Afturelding 2 2 0 0 49-45 4 Haukar 2 1 1 0 55-54 3 Valur 2 1 1 0 46-45 3 ÍR 2 1 0 1 56-44 2 KA 2 1 0 1 58-56 2 Stjarnan 2 1 0 1 56-54 2 ÍBV 2 1 0 1 56-55 2 HK 2 1 0 1 49-48 2 Víkingur 2 0 0 2 49-52 0 Fram 2 0 0 2 51-58 0 Breiöablik 2 0 0 2 46-67 0 Jóhann Samúelsson, fyrrum leik- maður Aftureldingar og Þórs, hefur sett sig í samband við KA og lýst yfir áhuga á að leika með liðinu í vetur en hann lék í Danmörku á síöasta keppnistímabili. Ingimundur Helgason og Gunnar Andrésson, báðir úr Aftureldingu, reikna með aö verða orðnir klárir í slaginn eftir 2-3 vikur en þeir hafa átt við meiðsii að stríða. Siguróur Sveinsson, „stálmúsin" í liði Aftureldingar, er með rifna fest- ingu viö magavööva og hefur ekki getað leikiö meö sínum mönnum. Hann stefnir á að vera með í Evrðpu- leik Aftureldingar þann 5. október. Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, sneri sig á ökkla í síðari hálfleiknum gegn Haukum. Hann hafði spilað mjög vel og lék ekki meira eftir það en meiðslin virtust ekki alvarleg. Varamarkveróir Hauka og Vals voru drjúgir í gærkvöld. Magnús Sig- mundsson hjá Haukum og Svanur Baldursson hjá Val komu báðir tví- vegis inn á til að freista þess að veija víti, og þaö tókst í öllum tilvikum. Guömundur Guómundsson, þjálfari Fram, fékk rautt spjald fyrir mót- mæli í seinni hálfleiknum gegn Aft- ureldingu. Hjalti Gylfason, sem lék mjög vel með Vikingum í fyrstu umferðinni, tók sér frí frá leiknum við ÍBV og skrapp til London. Haukar (12) 26 Valur (14) 26 2-0, 2-4, 6-9, 0-9, 9-14, (12-14), 13-14, 16-16, 17-16, 20-20, 25-22, 25-24, 26-25, 26-26. Mörk Hauka: Gústaf Bjarnason 7/2, Aron Kristjánsson 6/2, Jón Freyr Egilsson 5, Þorkell Magnússon 5, Rúnar Sigtryggsson 2, Halldór Ingólfsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 11, Magnús Sigmundsson 2/2. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6/2, Júlíus Gunnarsson 5, Davíð Ólafsson 5, Sigfús Sigurðsson 3, Valgarð Thoroddsen 2, Ingi Rafn Jónsson 2, Theodór Valsson 2, Ari Allansson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 15, Svanur Baldursson 3/2. Brottvlsanir: Haukar 8 mín., Valur 8 min. Dómarar: Egill Már Markússon og Lárus Lárusson, dæmdu vel. Áhorfendur: Um 500. Maður leiksins: Jón Kristjáns- son, Val. HK (13) 25 Stsarnan (12)23 2-0, 2-2, 4-4, 4-8, 8-10, (13-12), 14-12, 17-17, 19-19, 21-21, 24-22, 24-23, 25-23. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 8/5, Már Þórarinsson 5, Helgi Arason 4, Oskar E. Óskarsson 3, Hjálmar Vil- hjálmsson 3, Guðjón Hauksson 2. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 16. Mörk Stjömunnar: Jón Þórðar- son 4, Hilmar Þórlindsson 4, Arnar Pétursson 3, Viðar Erlingsson 2, Valdimar Grímsson 2, Sigurður Við- arsson 2, Magnús A. Magnússon 2, Heiðmar Felixsson 2, Sæþór Ólafsson 1, Hafsteinn Hafsteinsson 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 13/1. Brottvlsanir: HK 2 mín, Stjarnan 6 mín (Magnús A. rautt) Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Amaldsson, góðir. Áhorfendur: Um 200. ' Maður leiksins: Hlynur Jóhann- esson, HK. DV „Svekkjandi að fá á sig svona mark“ - Júlíus jafnaði fyrir Val gegn Haukum þegar 2 sekúndur voru eftir Júlíus Gunnarsson tryggöi Val jafntefli gegn Haukum, 26-26, þegar 2 sekúndur voru eftir af leik lið- anna í Hafnarflröi í gærkvöld. Aron Kristjánsson hafði komið Haukum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir. Júlíus fékk boltann rétt fyrir utan punktalínu og skaut það- an undirhandarskoti í homið fjær. „Það var rosalega svekkjandi að fá á sig svona mark á síðustu stundu. Við vorum yfir og áttum að klára þetta. Við byrjuðum leikinn ilia en þetta fór að ganga betur eft- ir að við fórum að spila saman eins og lið,“ sagði Aron við DV. Bæði lið léku undir getu í gær- kvöld og eiga án efa eftir að slípa sinn leik. Þó var leikurinn fjömgur og úrslitin sanngjörn þegar upp var staðið. Það háði Valsmönnum að missa Jón Kristjánsson meiddan út af og þá náði Ingi Rafn sér aldrei á strik fyrir utan. Guðmundur Hrafnkelsson varði vel, sérstaklega í fyi-ri hálfleik. Haukamir virkuðu ekki sannfærandi. Þeir skoruðu flest sín mörk úr homum og af línu og það sem gerði útslagið hjá þeim var að Gústaf Bjamason lék vel í seinni hálfleik eftir að hafa verið atkvæðalítill I þeim fyrri. -sv Hafsteinn Hafsteinsson úr Stjörnunni sækir aö vörn HK í Digranesinu í gærkvöld. Varnarjaxlinn Siguröur Valur Sveinsson, þjálfari HK, er greinilega ekki á því aö láta hann fara langt, enda hrósaöi hann sigri þegar upp var staöiö. DV-mynd Brynjar Gauti Páll í stuði Afturelding lagði Framara í miklum baráttuleik i Mosfells- bænum. Leikurinn var i járnum í fyrri hálfleik en í þeimsiðari náðu Mosfellingar strax foryst- unni sem þeir létu ekki af hendi allt til leiksloka. Nokkur harka var í leiknum og vom Framarar ekki sáttir við dómgæsluna. „Þetta var hörku- leikur en við spiluðum vel og í anda þess sem við höfum veriö að gera að undanfórnu," sagði Páll Þórólfsson, leikmaður Aft- ureldingar, sem skoraði 11 mörk. Páll og Bergsveinn markvörð- ur léku best hjá heimamönnum en Titov og Reynir markvörður vora skástir hjá Fram. -RS Aftureld (10) 25 Fram (10) 22 6-1, 1-3, 3-5, 5-7, 8-7, 9-9, (10-10), 11-10, 14-12, 17-15, 22-18, 24-22, 25-22. Mörk Aftureldingar: Páil Þórólfs- son 11/3, Einar G. Sigurðsson 6, Jason K. ólafsson 3, Branisiav Dimitriev 2, Einar Einarsson 2, Sig- urjón Bjarnason 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 20/2. Mörk Fram: Oleg Titov 8/3, Magn- ús A. Amgrímsson 4, Sigurpáll Á. Að- alsteinsson 3/2, Páll Beck 2, Daöi Haf- þórsson 2, Njörður Ámason 2, Guð- mundur H. Pálsson 1. Varin skot: Reynir Þ. Reynisson 14/1. Brottvísanir: Aftureld. 4 mín, Fram, 10 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, mjög slakir. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: Páll Þórólfsson, Aftureldingu. ÍBV-sigur í Vikinni „Ég var ánægður með seinni hálfleikinn og stigin tvö. Þetta er spurning um einbeitingu og bar- áttu enda erum við ekki með það sterkt lið,“ sagði Þorbergur Að- alsteinsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á Víkingi í gær. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Eyjamenn öll völd á vellinum og sigu hægt og bítandi fram úr. Zoltan Belánýi, hinn ungi Hjört- ur Hinriksson sem kom úr FH, og Sigmar Þröstur Óskarsson léku allir vel hjá ÍBV en Birkir Guðmundsson, ungur markvörð- ur, lék best Víkinga og Rögn- valdur Johnsen átti ágætan fyrri hálfleik. -RR Víkingur (15)26 ÍBV (15) 28 2-0, 4-3, 6-5, 9-8, 9-10, 12-13, (15-15), 16-17, 16-22, 18-22, 18-25, 22-27, 26-28. Mörk Víkings: Rögnvaldur John- sen 8, Alexei Trufan 5, Birgir Sigurös- son 5, Níels Carlsson 3, Davor Kovacevic 2, Hjörtur Amarson 1, Kristján Ágústsson 1, Hinrik Bjama- son 1. Varin skot: Birkir Guðmundsson 18/1. Mörk ÍBV: Zoltán Belánýi 9/3, Hjörtur Hinriksson 7, Guðfinnur Kristmannsson 4, Erlingur Richards- son 4, Svavar Vignisson 4. Varin skot: Sigmar Þröstiu-17/2. Brottvísanir: Víkingur 2 mín, ÍBV10. Dómarar: Hlynur Leifsson og Ant- on Pálsson, frekar slakir. Áhorfendur: Um 150. Maöur leiksins: Hjörtur Hin- riksson, ÍBV. Hraðinn of mik- ill fyrir Blika Rétt eins og f fyrsta leiknum héldu nýliðar Breiðabliks í mót- herja sína, nú ÍR-inga, fram í byrjun síðari hálfleiks. En þegar líða tók á leikinn sagði reynslu- leysi Blika til sín. Þeir réðu ekki við hraðann, gátu ekki róað leik- inn niður, og misstu leikinn út úr höndum sér. Mistökin hrúg- uðust upp og ÍR vann aö lokum stórsigur, 37-24. Hallgrímur Jónasson kom í mark ÍR um miðjan fyrri hálf- leik og átti stóran þátt í að brjóta Blikana niður. ÍR náði hverju hraöaupphlaupinu af öðm í kjöl- far markvörslu hans en alls skoraði liðið úr 12 slíkum. -ÓÓJ IR (17) 37 Breiöablik (14) 24 1-0, 6-6, 10-9, 13-14, (17-14), 17-15, 21-17, 25-19, 28-21, 32-22, 37-24. Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 9, Jó- hann Ásgeirsson 8/2, Frosti Guð- laugsson 5, Ólafur Sigurjónsson 4, Haraldur Þorvarðarson 3, Ólafur Gylfason 3, Ingimundur Ingimundar- son 2, Brynjar Steinarsson 2, Erlend- ur Stefánsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 18, Hrafn Margeirsson 4. Mörk Breiðabliks: Sigurbjöm Narfason 6, Ragnar Kristjánsson 6, Brypjar Geirsson 4/1, Örvar Am- grímsson 3, Bragi Jónsson 2/2, Bjöm Hólmþórsson 2, Magnús Blöndahl 1. Varin skot: Elías Guðmundsson 13/1, Guðmundur K. Geirsson 2. Brottvfsanir: ÍR 8 mín. (Ingi- mundur rautt), Breiðablik 8 min. Dómarar: Einar Sveinsson og Þor- lákur Kjartansson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 200. Maöur leiksins: Hallgrímur Jón- asson,ÍR. Baráttusigur HK HK náði í gær að innbyrða sín fyrstu stig þegar liðið lagði Stjörn- una að velli. Heimamenn skomðu fyrstu tvö mörk leiksins en í stöð- unni 4-2 gerði Stjaman 6 mörk í röð og virtist þá vera aö ná góðu valdi á leiknum. En HK lét ekki slá sig út af laginu og með mikilli baráttu tókst liðinu að snúa leiknum aftur sér í hag. í síðari hálfleik reyndu Stjömu- menn allt hvað þeir gátu til að ná forystunni aftur. Þeir náðu nokkrum sinnum að jafna metin og fengu tækifæri til að komast yfir. Heimamenn vom hins vegar stað- ráðnir í að láta forystuna ekki svo glatt af hendi og börðust hvað þeir gátu. Sagan úr Krikanum frá því i 1. umferðinni átti ekki að endurtaka sig. Þegar ein og hálf mínúta var eft- ir náði Stjaman að minnka muninn í eitt mark. Heimamenn héldu í sókn en þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum misstu þeir boltann klaufa- lega og gestirnir héldu í sókn. Stjarnan lagði allt í að jafna metin en allt kom fyrfr ekki og HK-menn náðu boltanum og innsigluðu sigurinn á lokasekúndunni. -ÖB Sannfærandi hjá FH á Akureyri DV, Akureyri: „Við vorum að spila góðan sókn- arleik og þegar 6-0 vömin small saman hjá okkur var þetta komið," sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir að hans menn höföu sigraö KA 28-34 á Akureyri í gærkvöldi. FH- ingar byrja mótið sterkir en meiri vandræði virðast vera fram undan hjá KA-mönnum. Sigur FH í leiknum var aldrei í hættu, liðið lék sem sterk heild og breiddin í liðinu er góð með Guðjón Árnason sem besta mann og snjalla markvörslu hjá Lee. Það hlýtur að valda KA-mönnum áhyggjum hversu slakur Alsíringur- inn Yala var í gærkvöldi. Hann kom varla skoti á markið og var hafður á varamannabekknum lengst af í síð- ari hálfleik. Þá var markvarslan hjá KA slök í gærkvöldi og leikur liðs- ins í heildina slakur. -gk KA (16) 28 FH (16)34 3-8, 4-1, 5-5, 9-8, 11-12, 13-13, (16-16), 16-18, 18-18, 18-20, 20-23, 24-28, 25-32, 28-34. Mörk KA: Haildór Sigfússon 8/4, Jóhann G. Jóhannsson 4, Leó öm Þorleifsson 3, Björgvin Björgvinsson 3, Heimir Ámason 3, Sverrir Bjöms- son 3, Karim Yala 2/1, Sævar Árna- son 2. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 6, Hermann Karlsson 3. Mörk FH: Hálfdán Þóröarson 7, Knútur Sigurösson 6/2, Guöjón Áma- son 6, Vaiur Amarson 5, Guðmundur Petersen 5/2, Gunnar Beinteinsson 3, Stefán Guðmundsson 1, Gunnar Gunnarsson 1. Varin skot: Suk Hyung Lee 16. Brottvísanir: KA 4 mín., FH 8 mín. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: Guðjón Áma- son, FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.