Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1997, Blaðsíða 8
•28 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1997 íþróttir DV 1- DEILD KARLA Lokastaðan 1997 Þróttur, R. 18 12 4 2 40-21 40 ÍR 18 12 3 3 50-25 39 FH 18 12 3 3 40-17 39 Breiðablik 18 12 3 3 37-14 39 Þór, A. 18 6 4 8 22-34 22 Fylkir 18 5 5 8 24-26 20 KA 18 4 6 8 24-31 18 Víkingur R. 18 4 4 10 21-31 16 Dalvík 18 3 3 12 22-41 12 ReynirS. 18 1 3 14 12-52 6 Markahæstir Kristján Brooks, ÍR.............19 Kjartan Einarsson, Breiðabliki . . 15 Brynjar Gestsson, FH...........10 Einar Örn Birgisson, Þrótti, R. . . 10 Guðjón Þorvarðarson, ÍR..........8 Steingrimur Eiðsson, KA..........7 Lúðvík Amarson, FH...............7 Vignir Sverrisson, Þrótti, R....7 Hreinn Hringsson, Þór.............7 Jón Gunnar Gunnarsson, FH . ... 7 Sváfnir Gíslason, Vikingi :......7 Grétar Steindórsson, Dalvík.....6 HK úr Kópavogi og KVA frá Reyð- arfirði og Eskifirði taka sæti Dalvík- ur og Reynis í 1. deildinni næsta sum- ar. Úr úrvalsdeildinni féllu Stjaman og Skallagrímur. - leikur í efstu deild í fyrsta skipti næsta sumar 0 -1 Steingrímur Eiðsson(10.) 1- 1 Amijótur Davíðsson (40.) 2- 1 Amijótur Daviðsson(50.) 3- 1 Ásbjöm Jónsson(60.) 4- 1 Kristján Halldórsson(76.) Það var mikil dramatík sem ein- kenndi síðustu leiki 1. deildar á laugardaginn og miðpunktur þeirra var í Breiðholtinu þar sem ÍR-ingar tryggðu sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti. „Þetta eru örugglega óvæntustu úrslitin í boltanum í sumar,“ sagði Njáll Eiðsson hálfklökkur við DV eftir leikinn enda menn ekki alveg búnir að ná sér niöur eftir ótrúlega spennu á lokamínútunum. Úrvals- deiidarsætið var ÍR-inga þar sem Blikar náðu ekki að leggja Fylki að velli. ' „Við lögðum áherslu á að klára okkar leik en ekki að hugsa um hina tvo. Nú þegar þessi ótrúlegi árangur er í höfn ætlum við að fagna honum um stund og geyma það eitthvað að hugsa um fram- haldið sem verður þó örugglega ekki síður skemmtilegt en sumarið í sumar.“ sagði Njáll ennfremur sigurglaður eins og aðrir ÍR-ingar eftir leik. ÍR-liðið byrjaði þó ekki nógu vel og spennan hafði eflaust þar sitt að segja. En eftir að leikmenn liðsins voru búnir að fá á sig mark náðu þeir að vinna sig aftur inn í leikinn og skotin og færin fóru að falla þeirra megin. Það var síðan engin spurning um sigurinn í seinni hálf- leik þar sem Breiðhyltingar spil- uðu mjög vel saman sem eitt lið og tryggðu sér glæsilegan sigur. Menn leiksins: ÍR-Iiðið allir sem einn. -ÓÓJ Stórsigur dugði ekki 1-0 Heiðar Sigurjónsson (4.) 1-1 Óskar Axelsson (43.) 1-2 Jón Gunnar Gunnarsson (53.) 1-3 Lúðvlk Arnarson (63.) 1-4 Jón Gunnar Gunarsson (89.) 1-5 Jón Gunnar Gunnarsson (90.) Þrátt fyrir stórsigur á Þrótti, meisturum 1. deildar, gengu leikmenn FH frekar niðurlútir af velli. Þeim hafði þá borist til eyrna lokatöl- ur úr leik ÍR og KA sem þýddu að ÍR-ingar fóru upp í úrvalsdeildina með Þrótti. Þróttar- ar gengu líka hálfsneyptir af velli en voru fljótir að jafna sig þegar þeir fréttu að Blikar hefðu gert jafntefli og þar með var ljóst að Þrótt- ur hafði unnið deildina. FH-ingar tóku Þróttara hreinlega í bakaríið á rennblautum Laugardalsvelli. Þeir léku virkilega vel á köflum og Þróttarar höfðu ekk- ert í baráttuglaða og hpra FH-inga að gera. „Þetta er í fyrsta skipti í sumar sem við sjá- um ekki um að klára leikinn. FH-ingar voru einfaldlega miklu betri og sigurvíman virtist ekki vera farin af mínum mönnum frá því um síðustu helgi. Ljósi punkturinn var að við unnum dolluna," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Þróttar, við DV eftir leikinn. Jón Gunnar Gunnarsson átti stórleik, skor- aði 3 glæsimörk og var ógnandi með leiftur- hraða sínum og Hallsteinn Amarson réð ríkjum á miðjunni. Þróttarar voru með hug- ann við eitthvað annað enda búnir að ná lang- þráðu takmarki. Heiðar Sigurjónsson fékk að líta rauða spjaldið 20 mínútum fyrir leikslok. Hann brást ókvæða við og henti treyju sinni að dómaranum sem gæti dregið dilk á effir sér. Maður leikshis: Jón G. Gunarsson, FH. -GH ISIANOS BA VA7 Bitirno, n IR-ingar fögnuðu að vonum innilega eftir að fréttirnar bárust úr Kópavoginum. Þeir eru komnir í efstu deild ina í fyrsta skipti í sögu féiagsins. Sannarlega glæsilegt tímabil hjá Breiðhoitsliðinu. DV-mynd BG Klúður Blika - sitja eftir í 1. deild 1-0 Kjartan Elnarsson (59.). 1-1 Kristinn Tómasson (76.) Blikamir urðu að sætta sig við jafntefli, 1-1, gegn frísku Fylkisliði á Kópavogsvelli í síðustu umferð 1. deildar á laugardag og misstu því af lestinni upp í úrvalsdeildina. Þeir höfðu sætið í hendi sér en klúðruðu þvi. Sigur heföi dugað en í staðinn missti Kópavogsliðið bæði ÍR og FH upp fyrir sig og endaði í fjórða sæti. Ólýsanleg vonbrigði „Þetta eru ólýsanleg vonbrigði fyrir okkur. Við áttum að vera menn til að klára dæmið í fyrri hálf- leik. Við vorum að spila ágætan leik en það vom mörkin sem vantaði," sagði Hákon Sverrisson, fyrirliöi Breiðabliks, við DV eftir leikinn. Blikamir óðu í fæmm i fyrri hálf- leik og ekkert hefði verið athuga- vert við tveggja marka forystu þeirra i leikhléi. Fylkismenn sýna ört vaxandi getu og þrautseigju og vom alltaf ógnandi. Maður leiksins: Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis. -Hson Fyrsti sigur Reynismanna - lögðu Dalvík, 2-0 1- 0 Ólafur Sævarsson (6.) 2- 0 Marteinn Guöjónsson (50.) Reynismenn kvöddu 1. deild- ina með þvi að innbyrða fyrsta sigur sinn í sumar þegar þeir lögðu Dalvíkinga að velli, 2-0. Með tapinu féll Dalvík meö Reyni í 2. deildina en norðanmenn áttu fyrir leikinn tölfræðilegan möguleika á að halda sæti sínu. Reynismenn vom betri aðil- inn allan timann og höfðu alla buröi til að vinna stærri sigur. Þeir fengu til aö mynda víta- spymu á 40. mínútu en Anthony Stissi skaut í stöng og þar með fóm allar 5 vítaspymur liðsins forgöröum í sumar. Maður leiksins: Kristján Jó- hannsson, Reyni. -ÆMK - sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, eftir skellinn gegn Minden íslendingahersveitin í Wuppertal fékk heldur betur á baukinn í fyrsta leik sínum í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Liðið sótti þá Minden heim og tapaði með 9 marka mun, 30-21, en staðan í hálfleik var hvorki meira né minna en, 17-5. „Þetta var hreinn hryllingur hjá mínum mönnum og við vorum gjör- samlega rassskelltir. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Leikur okkar hrundi og menn fóm algjörlega á taugum í þessum fyrsta leik. Við lentum 8-1 undir eftir 17 mínútna leik og þar með var leikurinn tapað- ur. Við náðum aðeins að klóra í bakkann í síðari hálfleik og minnkuðum muninn niður i 5 mörk en það dró aftur í sundur á lokakafl- anum,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, við DV í gær. ÞÝSKALAND Eisenach-Nettelstedt .....25-33 Kiel-Essen................29-27 Minden-Wuppertal .........30-21 Lemgo-Grosswallstadt .....29-21 Massenheim-Flensburg ...... 27-24 Rheinhausen-Dormagen........... Gummersbach-Hameln .......27-24 Viggó hafði engan skiptimann en í leiknum gegn Nettelsted í næstu viku vonast hann til að geta verið með fullmannað lið. Norðmennimir tveir verða þá orðnir löglegir og þá kemur Hvít-Rússinn Orlov til reynslu hjá félaginu. Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Wuppertal, þar af 4 úr víta- köstum, Geir Sveinsson skoraði 2 en Dagur Sigurðsson komst ekki á blað. Róbert Sighvatsson náði ekki að skora fyrir Dormagen, sem tapaði fyrir Rheinhausen í gær, og Hameln, lið Alfreðs Gíslasonar, tap- aði fyrir Gummersbach. -GH/VS Víkingar sluppu - jafntefli á Akureyri 1-0 Hrelnn Hrlngsson (21.) 1- 1 Sváfnir Gislason (24.) 2- 1 Ámi Þór Ámason (37.) 2-2 Sváfnlr Gíslason (42.) Víkingar tryggðu sér áfram- haldandi sæti í 1. deildinni í knattspyrnu þegar þeir gerðu jaíntefli, 2-2, við Þórsara á Akur- éyri á laugardaginn. Reyndar skiptu úrslitin ekki máli þegar upp var staðið því Dalvík tapaði í Sandgerði en hefði þurft stór- sigur þar ef Víkingur hefði tapað fyrir norðan. Víkingar náðu ekki að sigra í síðustu tíu leikjum sínum. Þórs- arar enduðu lítið skár því þeir léku síöustu sjö leikina án sig- urs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.