Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1997, Blaðsíða 1
21 Hlynur Stefánsson, fyrirliði IBV, tók við Islandsbikarnum í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn urðu þá meistarar í annað skipti í sögunni. Á minni myndinni „tollera" leikmenn ÍBV þjálfara sinn, Bjarna Jóhannsson. DV-myndir Brynjar Gauti Guðmundur með KR? - Willum og Njáll líklega áfram með nýju liðin í úrvalsdeildinni, Þrótt og ÍR Þó svo að keppnistímabili knatt- spyrnumanna sé ekki lokið eru hafnar þreifingar fyrir næstu leik- tíð. Samkvæmt heimildum DV hafa KR-ingar rætt við Guðmund Torfa- son, þjálfara Grindvíkinga, um að hann taki við þjálfun KR-liðsins á næsta keppnistímabili en Guð- mundur hefur náð mjög góöum ár- angri með Grindavikurliðið. Þróttarar, sem leika í efstu deild eftir 12 ára hlé, hafa rætt við Will- um Þór Þórsson um aö hann haldi áfram þjálfun liðsins. Willum sagði í samtadi við DV að hann myndi skoða málið og gefa Þrótturum svar innan skamms. Þá er talið öruggt að Njáll Eiðs- son verði áfram þjálfari hinna ný- liðanna í úrvalsdeildinni, ÍR-inga, sem tryggðu sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti á laugardaginn. -GH/VS Góður útisigur hjá St. Otmar Júlíus Jónas- son og félagar í St. Otmar héldu áfram sigur- göngu sinni í svissneska hand- holtanum á laug- ardag. Þeir unnu þá Wacker Thun á útivelli, 27-28, og eru efstir eft- ir þrjár umferðir með sex stig. Júlíus skoraði 3 mörk í leiknum. „Þetta lið er mjög erfítt heim að sækja og þvi gott að sleppa með sigur þaðan. Við vorum mest sex mörkum yfir en þeir áttu góðan lokasprett. Mér sýnist við eiga góða möguleika á að vera við toppinn í vetur en Winterthur og Schafihausen verða sennilega erfiðustu mót- herjamir," sagði Júlíus við DV. -VS Damon Johnson á Skagann DV, Akranesi: Úrvalsdeildar- lið ÍA í körfu- knattleik fékk góðan liðsstyrk um helgina en þá gekk félagið frá samningi við Bandaríkja- manninn Dam- on Johnson. Johnson lék með Keflvíkingum á síðasta keppnis- tímabili og átti einn stærsta hlutixm í velgengni félagsins en hann var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn. „Þetta er enn einn liðurinn í því endurreisnarstarfi sem við stöndum nú í. Við bindum mikl- ar vonir við framlag Johnsons enda höfum við orðið fyrir veru- legum skakkaföllum frá því á síðasta tímabili. Þetta kom mjög snöggt upp á. Johnson var áður búinn að hafna tilboði frá okkur og við vorum nánast búnir að skrifa undir samning við annan leikmann þegar við fréttum af því að Johnson vildi koma til okkar,“ sagði Sigurður Sverris- son, formaður Körfúknattleiksfé- lags ÍA, við DV í gær. -DVÓ TBR í fimmta til áttunda sæti TBR náði góðum árangri í Evrópukeppni félagsliöa í bad- minton sem lauk á Norður-ír- landi um helgina. Félagið hafn- aði í 5.-8. sæti af um 20 liðum en TBR hefur reyndar oft áður náð þeim árangri. TBR tapaði, 0-7, fyrir Hvid- ovre frá panmörku í fyrsta leik en vann síðan St. Truiden frá Belgíu, 4-3, og Alicante frá Spáni, 5-2, og endaði í öðru sæti í sínum riðli. -VS Einar með KA? Sigurður Lárusson verður ekki áfram þjálfari 1. deildar liðs KA í knattspymu. Samkvæmt heimildum DV er mjög líklegt að Einar Einarsson taki við starf- inu en hann lék með KA í sum- ar. -VS Eiður á batavegi Eiður Smári Guðjohnsen, knattspymumaðurinn efnilegi, er kominn til PSV Eindhoven á ný eftir meðferð hjá sprautusér- fræðingum í Múnchen. Hann er á góðum batavegi og ætti að geta byrjað æfingar af fúllum krafti innan skamms. -KB/VS Lottó: 14 2124 26 B: 36 Enski boltinn: XX2 X22 Xll 1X22 {

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.