Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1997, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1997 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1997 25 íþróttir ... —.. * íþróttir Skaginn í öðru sæti - með því að leggja slappa KR-inga að velli DV; Akranesi: „Við byrjuðum af krafti og sett- um tvö mörk fljótlega á þá. Við ætl- uðum að vinna þennan leik til að tryggja okkur Evrópusætið endan- lega. Það er alltaf gaman af fá KR- inga i heimsókn og þetta eru alltaf hörkuleikir. En það voru kannski vonbrigði hjá báðum liðum að vera ekki að berjast um titilinn í þessari umferð eins og í fyrra en þá voru 6 þúsund áhorfendur, núna nokkur hundruð," sagði Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson eftir sigur sinna manna á KR-ingum, 4-2. Fyrri hálfleikur var mjög fjörug- ur, fjögur mörk litu dagsins ljós og mikið um marktækifæri. Síöari hálfleikurinn var hins vegar ekki upp á marga fiska og lítið um mark- tækifæri. Ríkharður Daðson átti þó skot í þverslána og Ólafur Þórðar- son átti skot rétt fram hjá. Sigur Skagamanna var mjög sanngjam en Ólafur Þórðarson lék best í liði þeirra. „Það er ekki mikið um leikinn að segja. Við vorum bara hundlélegir og fengrnn það sem við áttum skilið. Mér fannst löngu kominn timi til að ég væri í byrjunarliðinu, satt að segja, og var ánægður með það þó svo að ég hafi ekki verið ánægður með úrslit leiksins," sagði KR-ing- urinn Guðmundur Benediktsson við DV eftir leikinn en hann bar af í slöppu liði KR í leiknum. -DVÓ Stend varla í lappirnar „Þaö er ekkert sem toppar þetta í fótbolta, að veröa íslandsmeistari. Við eigum þetta fyllilega skilið eins og við höfúm verið að spila í sumar. Reyndar er maður ekki farinn að átta sig almennilega á þessu því ég er svo þreyttur að ég stend varla í lappimar," sagði ívar Bjarklind sem hefur átt frábært sumar með liði ÍBV í sumar. -ÞoGu Markamaskínan mikla, Tryggvi Guömundsson, heldur hér á bikarnum og með honum eru Björn Pétursson og Leifur Geir Hafsteinsson. Leifur Geir og ívar Bjarklind ráöa sér ekki fyrir fögnuöi þegar titillinn er kominn í höfn hjá Eyjamönnum. y Lánlausir Valsmenn Valsmenn urðu að lúta í lægra haldi fyrir Fram á Laugardalsvelli í úrvalsdeildinni gær, lokatölur urðu 2-0 fyrir Fram. Þrátt fyrir að Hliðar- endastrákarnir fengju marktækifæri á færibandi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið. Að vísu átti Ólafur Pétursson stórleik í marki Fram og hafði það að sjálfsögðu sitt að segja. Fyrra mark Fram kom undir lok fyrri hálfleiks og var það svolítið á skjön við gang leiksins en fallegt var það. Seinna markið var sjálfsmark. „Við fórum í leikinn með það fyrir augum að vinna en þetta vafðist fyrir okkur og við misnotuðum tiltölulega einföld marktækifæri. Viö vorum meira með boltann en sóknarleikurinn var ekki nógu markviss," sagði Bjarki Stefánsson í Val. „Þetta tókst en var þó svolítið strembið. Valsmenn mættu ákveðnir í leikinn en það var þó aldrei erfitt að lesa sóknaraðgerðir þeirra," sagði Sævar Guðjónsson, vamarmaður Fram. -Hson Akranes (3)4 KR (1)2 1- 0 Pálmi Haraldsson (4.) Ólafur Þórðarson átti skot á mark KR, Krist- ján varði en hélt ekki boltanum og Pálmi fylgdi vel á eftir. 2- 0 Jóhannes Harðarson (12.) meö föstu skoti sem hafði viðkomu i Alexander. 2- 1 Guðmundur Benediktsson (27.) fékk boltann utan teigs og skor- aði meö glæsilegu skoti sem fór í þverslána, stöngina og inn. 3- 1 Ólafur Þórðarson (40.) renndi boltanum í netið eftir góða sendingu Kára Steins. 3- 2 Einar Þór Danlelsson (73.) eftir sendingu frá Sigþóri Júliussyni. 4- 2 Ólafur Þórðarson (78.) hamr- aði boltanum í netið eftir að vamar- manni KR hafði mistekist að hreinsa frá markinu. Lið ÍA: Þórður Þórðarson @ - Gunnlaugur Jónsson @, Ólafur Ad- olfsson @, Steinar Adolfsson @, Sturlaugur Haraldsson - Pálmi Har- aldsson, Alexander Högnason, Jó- hannes Harðarson @, Haraldur Ing- ólfsson @ (Ragnar Hauksson 72.) - Ólafur Þóröarson @@, Kári S. Reyn- isson @. Lið KR: Kristján Finnbogason @ - Óskar Þorvaldsson, Þormóður Eg- ilsson, Bjami Þorsteinsson, Edilon Hreinsson @ - Hilmar Bjömsson (Ríkharður Daðason 56.), Þorsteinn Jónsson @, Heimir Guðjónsson (Sig- þór Júlíusson 66.), Einar Þór Daniels- son - Andri Sigþórsson, Guðmundur Benediktsson @@. Markskot: IA 14, KR 9. Hom: ÍA 7, KR 4. Gul spjöld: Alexander (I), Stur- laugur (1), Edilon (K), Sigþór (K). Dómari: Eyjólfur Ólafsson sem dæmdi vel. Áhorfendur: 750. Skilyrði: Rigningarsuddi, völiur- inn blautur og erfiður. Maður leiksins: Ólafur Þórðar- son, ÍA. Sigur fyrir knattspyrnuna „Ég er varla farinn að átta mig enn á þessu. Ég er búinn að starfa í þessu i J0 ár meö góðum og hörðum kjama sem eru 5-7 menn. Við höfum unnið vel sam- an. Það er frábært að uppskera sjálfan titilinn eftir öll þessi ár. Þótt á móti hafi blásið á köflum og liðið verið í fallbaráttu í 2. deild höfum við aldrei gefist upp. Þetta er stór dagur fyrir Eyja- menn og ég óska þeim öllum til hamingju,“ sagði Jóhannes Ólafsson, formaður knattspymu- deildar ÍBV. Jóhannes hrósar Bjama þjálf- ar í hástert fyrir fagleg vinnu- brögð. „Lykillinn i sumar hefur verið þolinmæði. Strákarnir hafa spilað með Eyjahjcirtanu og hafa lagt mikið á sig. Að ÍBV skuli fagna titlinum í ár er sigur fyrir knattspymuna á íslandi," segir Jóhannes. -ÞoGu Fram (1)2 Valur (0)0 1- 0 Steinar Guðgeirsson (40.) skaut viðstöðulaust eftir góða fyrir- gjöf frá Kristófer Sigurgeirssyni. 2- 0 Sjálfsmark (48.) Jóns S. Helgasonar sem skailaði boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Kristófers. Lið Fram: Ólafur Pétursson @@ - Ásgeir Halldórsson, Freyr Karlsson @, Sævar Guðjónsson - Kristófer Sigurgeirsson @, Þorvaidur Ásgeirs- son, Ámi Ingi Pjetursson @, Steinar Guðgeirsson @, Ásmundur Arnars- son (Sigurður Haraldsson 75.) - Ant- on Bjöm Markússon, Þorbjöm Atli Sveinsson. Lið Vals: Láms Sigurðsson - Bjarki Stefánsson @, Jón S. Helga- son, Guðmundur Brynjólfsson @ - Sigurbjörn Hreiðarsson @, Jón Grét- ar Jónsson (Jón Ingi Inghnarsson 72.), ívar Ingimarsson @, Salih Heimir Porca @, Ólafur Brynjólfsson (Stefán Ómarsson 62.) - Arnar Hrafn Jóhannsson (Anthony Karl Gregory 72.), Hörður Magnússon. Markskot: Fram 10, Valur 14. Horn: Fram 3, Valur 7. Gul spjöld: Kristófer (F), ívar (V). Dómari: Egili Már Markússon, ágætur. Áhorfendur: Um 500. Skilyrði: Gott veður, sólarlaust, 'yöllurinn rakur. Maður leiksins: Ólafur Péturs- son, markvörður Fram. Varði vel, nokkrum sinnum úr dauðafærum. ÍBV (3)5 Keflavík (1)1 1-0 Sigurvin Ólafsson (19.) beint úr aukaspymu af 25 metra færi. 1- 1 Jóhann B. Guömundsson (21.) af stuttu færi eftir að Gunnar hafði varið skot Gests Gylfasonar en misst ( boltann frá sér. 2- 1 Steingrímur Jóhannesson (41.) renndi boltanum í netið eftir fyrirgjöf Tryggva frá vinstri. 3- 1 Tryggvi Guðmimdsson (44.), vippaði boltanum snyrtiiega yfir Bjarka úr miðjum teignum. 4- 1 Tryggvi Guðmundsson (48.) skoraði beint úr aukaspymu en bolt- inn hafði viðkomu í vamarmanni. 5- 1 Tryggvi Guömundsson (87.) sneiddi boltann í netið af markteig eftir fyrirgjöf Sverris. Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson - Guöni Rúnar Helgason (Ingi Sigurðs- son 68., Hlynur Stefánsson @, Zoran Miljkovic @, Hjalti Jóhannesson @ (Bjöm Jakobsson 80.) - ívar Bjark- lind, Sverrir Sverrisson @, Kristinn Hafliðason, Sigurvin Ólafsson @ (Bjamólfur Lárusson 75.) - Tryggvi Guömundsson @@, Steingrimur Jó- hannesson @. Lið Keflavíkur: Bjarki Guð- mundsson - Jakob Már Jónharðsson (Snorri M. Jónsson 53.), Guðmundur Oddsson, Kristinn Guðbrandsson ®, Karl Finnbogason - Jóhann B. Guð- mundsson @, Gunnar Oddsson, Gest- ur Gylfason @, Guömundur Stein- arsson, Eysteinn Hauksson - Haukur Ingi Guðnason @ (Adolf Sveinsson 83.) Markskot: ÍBV15, Keflavík 12. Hom: ÍBV 6, Keflavík 4. Gul spjöld: Jakob (K), Guðmund- ur (K). Dómari: Kristinn Jakobsson, góð- ur. Áhorfendur: Um 1500. Skilyrði: Skýjað, logn og Hásteins- völlur í góðu formi, Maður leiksins: Tryggvi Guð- mundsson, ÍBV, Skoraði glæsilega þrennu, lagði eitt upp og skapaði hvað eftir annað hættu upp við mark Keflvlkinga. Tryggvi Guómunsson setti tvö met í leiknum í gær. Hann skoraði í 13. heimaleik ÍBV í röð og hefur skorað 19 mörk i þeim leikjum. Þá hefur Tryggvi skoraði 15 mörk á heimavelli i deildinni sem er met en gamla met- ið átti Hörður Magnússon sem skor- aöi 12 mörk á heimavelli fyrir FH 1993. Eyjamennirnir Rútur Snorrason, Hjaiti Jóhannesson, Tryggvi Guðmundsson, ívar Bjarklind, Steingrímur Jóhannesson og Bjarnóifur Lárusson stíga hér villtan stríösdans skömmu eftir að íslandsmeistaratitillinn var í höfn. 18 ára bið Eyjamanna tók loks enda en liðið varö siðast íslandsmeistari áriö 1979. DV-myndir Brynjar Gauti Vinnur IBV allt sem í boöi er? Eyjamenn eiga möguleika á að hreppa alla titlana sem eru í boði á þessu keppnistímabili. Þeir hafa þegar tryggt sér tvo titla á þessu tímabili, íslands- meistaratitilinn og þeir unnu sigur i deildabikarkeppninni. Eyjamenn eiga svo eftir að mæta Keflvíkingum í tveimur úrslita- leikjum, fyrst í bikarkeppninni og síðan í meistarakeppninni. Tryggvi og Sigurvin Þá er næsta vist að Tryggvi Guðmundsson verður marka- kóngur og ekki ætti að koma á óvart ef hann yrði útnefndur leikmaður íslandsmótsins og Sigurvin Ólafsson sá efnOegasti. -GH Gaman aö afhenda bikarinn í Eyjum „Það er stórkostlegt að verða vitni að þessu hér í Eyjum, þessari frábæru stemningu og myndarlegu umgjörð. Það var virkilega gaman að fá að afhenda ÍBV bikarinn hér á heimavelli. v Hér er mikil uppsveifla í fótbolt- anum og atvinnulífinu og ég held að þetta sé bara byrjunin að ein- hverju meiru. Þetta er gaman fyr- ir stjórnina og ég tala nú ekki um Jóhannes Ólafsson sem hefur starfað í þessu í 10 ár og lagt ómælda vinnu á sig. Ég óska öll- um Eyjamönnum til hamingju með titilinn. Hann á ÍBV virki- lega skilið,“ sagði Eggert Magn- ússon, formaður KSf. Fyrir leikinn hafði það verið gef- ið út að bikarinn yrði ekki af- - hentur fyrr en eftir síðasta leik en Eggert segir að ætlunin hafi verið að afhenda hann í Eyjum ef mótið kláraðist en það mátti ekki 1 segja opinberlega. -ÞG - 18 ára bið Eyjamanna á enda eftir 5-1 sigur á Keflavík DV, Eyjum: Átján ára bið Eyjamanna eftir ís- landsmeistaratitlinum í knattspyrnu er á enda. Eyjamenn tryggðu sér titil- inn, þrátt fyrir að einni umferð sé ólokið, með því að bursta Keflavík, 5-1. Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu og er kominn með 18 mörk í deildinni og vantar aðeins eitt til að jafha markametið. Gífurleg fagnaðar- læti brutust út í Eyjum í gær þegar titillinn var í höfn. Gleðitár runnu í stríðum straumum á ótrúlegasta fólki, fólk sem leikmenn féllust í faðma og jafnvel hörðustu Týrarar og Þórarar grétu á öxl hver annars. Þegar Hlyn- ur Stefánsson, fyrirliði fBV, hampaði glænýjum fslandsbikarnum í leikslok var skotið úr aldagamalli fallbyssu sem bærinn fékk að gjöf á laugardag- inn til minningar um Tyrkjaránið. En hér var ekki um neitt rán að ræða því Eyjamenn eru svo sannarlega vel að titilinum komnir í ár eftir 5 ára sigur- göngu Skagamanna. Leikur ÍBV og Keflvíkinga fór ró- lega af stað og töluverður taugatitr- ingur var í loftinu. Það var eins og Eyjamenn væru á línu til að byrja með þvi veiðin var engin og Keflvík- ingar fastir fyrir. Vöm ÍBV var í hin- um mestu vandræðum með Hauk Inga og Jóhann og miðja ÍBV var lengi í gang. Sigurvin braut svo ísinn um miðjan fyrri hálfleik en Keflvík- ingar svöruðu strax fyrir sig. Undir lok hálfleiksins skiptu Eyjamenn um veiðarfæri, settu trollið út og þá fóru hlutimir að gerast. Þeir bættu við tveimur mörkum undir lok hálfleiks- ins. Aflakóngurinn Tryggvi var kominn á bragðið og var greinilega langt frá því að vera búinn með kvótann. í seinni hálfleik setti hann flottrollið út og uppskar því tvö falleg mörk. En stóra halið kom svo í leikslok þegar sjálfur íslandsmeistaratitiUinn var í höfh. Þá brosti kafteinninn í brúnni, Bjami Jóhannsson, út að eyrum. „Ég er ekki enn þá búinn að melta þetta að fullu og átta mig á þvi að ís- landsmeistaratitillinn sé okkar. Ég hef þann vana að einbeita mér að hverju verkefhi fyrir sig og er nú að ná áttum. En tilfinningin er ljúfari Skil ekki vælið í Ólafi „Við erum besta liðið, með besta þjálfarann og bestu áhorfendurna. Við erum einfaldlega bestir á öllum sviðum. Ég skil satt að segja ekki þetta væl í Ólafi Þórðarsyni. Við höfum aðeins tapað einum leik í sumar og aðeins misst eitt stig gegn bonliði Stjömunnar. Ummæli hans dæma sig sjálf. Tilfmningin að verða meistari er meiri háttar. Ég viðurkenni að ég var orðinn ansi markagráðugur undir lokin. Ég lofaði konunni minni í vor að ég myndi hirða gullskóinn og ætla að standa við það,“ sagði Tryggvi Guðmundsson. -ÞoGu með hverri mínútunni sem líður,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, við DV eftir leikinn. „Ég sagði við kunningja minn í apr- íl að ég væri með mikið í spilunum. Mannskapurinn væri sterkur og til alls líklegur. Það er enginn heppnis- stimpill á þessu hjá okkur. Með mikúli fórnfýsi leikmanna og knatt- spymudeildar hefur þetta gengið al- veg frábærlega. Því má ekki gleyma að við seldum okkar besta mann, Her- mann Hreiðarsson, og Rútur var snemma úr leik. Við fengum góðan mann í stað Hermanns og strákamir þjöppuðu sér betur saman. Þetta er fyrsti Islandsmeistaratitillinn hjá mér, knattspymuráði og öllum leik- mönnum liðsins ef frá er talinn Milj- Kann ekki að tapa „Ég held að ég kunni bara ekki að tapa. Ég hef leikið fjögur sumar á íslandi og alltaf orðið meistari. Við ætlum líka að vinna bikarinn því við erum ekki saddir ennþá. Ég er hepp- inn að spila með góðum strák- um. ÍBV spilar alvörufótbolta og liðið getur orðið enn betra,“ sagði Zoran Miljkovic, varnar- maðurinn sterki hjá ÍBV. -ÞoGu „Eru að uppskera eins og til var sáð“ „Ég er nú bara grátklökkur yfir þessu öllu. Ég sagði fyrir þremur árum þegar ég kom að það tæki þrjú ár að byggja upp topplið. Það stóðst. Stákarnir í liðinu og allir Eyjamenn eiga þetta svo sannarlega skilið, ÍBV er langbesta liðið í sumar. Það er kalt á toppnum og margar öfundaradd- ir heyrast. En ég segi við ykkur, Eyjamenn: njótið þess í botn að vera ís- landsmeistarar," sagði Atli Eðvaldsson, fyrrum þjálfari ÍBV. „Þetta var virkilega skemmtilegur leikur. Eyjamenn eru vel að titlin- um komnir og verðskulda haim. Hér hafa menn skipulagt sig vel og hald- ið vel utan um liðið og nú eru þeir að uppskera eins og til var sáð. Ég óska Eyjamönnum til hamingju. Ég stóð reyndar á hólnum þegar titlin- um var fagnað í leikslok og það var lífsreynsla út af fyrir sig,“ sagöi Guð- jón Þórðarson landsliðsþjálfari við DV. -ÞoGu kovic. Enu sinni er allt fyrst og þetta er dásamlegt," sagði Bjami. Tryggvi Guðmundsson fór á kostum og hann sýndi að hann er heitasti knattspymumaður landsins um þessar mundir. Á miöjunni sá vélstjórinn Sverrir um smurninguna og Sigurvin var stýrimaðurinn í spilinu. Aftast voru Hlynur og Zoran eins og grjóthörðustu botnhlerar. Áhöfnin á ÍBV er án efa sú harðsnúnasta og aflasælasta í sumar og er vel að titlinum komin. Útgerðin vann sína heimavinnu og nú er spumingin hvort eitthvað sé eftir af kvótanum eða Eyjamenn þurfi að landa tonn á móti tonni (bikar á móti bikar) Keflvíkinga þegar liðin mætast i bikarúrslitunum 5. október. -ÞoGu Meistari síöast 1976 Loksins, loksins, loksins. Ég var fyrst með ÍBV 1981 og loks- ins er titillinn í höfn. Við emm bestir í ár vegna þess að í liðinu eru góðir fótboltamenn, þjálfar- inn frábær og stjómin öflug. Einnig erum við með bestu aðdá- endur á landinu. í liðinu ríkir leikgleði og sigurvilji. Ég varð síðast meistari með ÍBV í 5. flokki áriö 1976,“ sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV. -ÞoGu Hlynur Stefánsson og Guöni Rúnar Helgason fara hér fyrir Eyjamönnum í sigurhring liösins með bikarinn. Guöni Rúnar Helgason, Sigurvin Ólafsson og Leifur Geir Hafsteinsson klappa stuöningsmönnum sínum lof í lófa fyrir stuðninginn. Eyjamenn, allir sem einn, fagna hér vel og innilega hetjunum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.