Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Page 2
16
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 UV
kýikmyndir
Contact:
Skilaboð til
jarðarbúa
Tólf ár eru frá því stjamfræðingurinn frægi
Carl Sagan skrifaði skáldsögu sína, Contact, og
varð bókin strax metsölubók enda baðaði Sagan
sig á þessum árum í frægð hinnar frábæru sjón-
varpsseríu Cosmos þar sem hann útskýrði á
mannamáli þá stóru veröld sem umlykur jörð-
ina. Strax eftir útkomu bókarinnar fengu kvik-
myndaframleiðendur í Hollywood áhuga á að
kvikmynda söguna, en ekki varð af því fyrr en
þeir hittust Sagan og Robert Zemeckis og urðu
sammála um leiðir til að gera myndina. Carl
Sagan fylgdi síðan eftir kvikmyndagerðinni þar
til hann lést á síðasta ári.
Aðalpersónan er Dr. Eleanor Arroway sem
alla sína ævi hefur leitað svara. Sem lítil stúlka
vakti hún á nóttunni og hlustaði á raddir svara
sinni eigin í talstöðvarsambandi. í menntaskóla
hóf hún síðan að leita radda utan úr geimnum og
dag einn í eyðimörkinni fær hún skilaboð frá
stjömunni Vega sem er 26 ljósár frá jörðu. Skila-
Heisti mótleikari Jodie Foster f Contact er Matthew McConaughey.
Stjörnubíó/Kringlubíó - My Best Friends Wedding
•kick
í My Best Friend’s Wedding leikur Jul-
ia Roberts matargagnrýnandann Julianne
Potter, sjálfstæða konu sem ekki er gefin
fyrir óþarfa tiifinnmgasemi. Þegar besti
vinur hennar og gamall kærasti, Michael
O’Neal (Dermot Mulroney), ákveður að
gifta sig kemur það þó sem reiðarslag þvi
Julianne uppgötvar skyndilega að hún
hefur elskað hann árum saman. Hún
heldur því í brúðkaupið með það í hyggju
að endurheimta kærastann. Þetta reynist
henni erfitt því að brúðurin (Cameron
Diaz) er nánast fullkomin, fjölskylda
hennar óflekkuð af auði sínum og Michael er svo ástfanginn að Julianne verður að grípa til
sóðalegri bragða en hún hafði gert ráð fyrir.
Ronald Bass er virtur handritshöfundur í Hollywood og hefur meðal annars skrifað handrit-
in að myndunum Sleeping With the Enemy, Dangerous Minds og Waiting to Exhale. Ég myndi
seint teljast aðdáandi hans og því kom það mér á óvart hversu vel hann nær að spinna saman
léttleika og alvöru í My Best Friend’s Wedding. Myndin minnir um margt á klassískan ærsla-
leik (slapstick), en margar af bestu gamanmyndum gullaldaráranna tilheyra þeirri grein og
nægir að nefna þrjár af myndum Carys Grants, Bringing up Baby (1938), My Favorite Wife (1940)
og His Girl Friday (1940). í þeirri síðastnefndu leikur Cary hjónadjöful, sem líkt og Julia Roberts
vinnur að því leynt og ljóst að endurheimta gömlu elskuna sína. I aukahlutverkum eru margir
ágætir leikarar, s.s. Rachel Griffiths, sem lék vinkonu Muriel í samnefndri brúðkaupsmynd
leikstjórans (Arabella í Jude). Bestur er þó Rupert Everett sem leikur vin Julianne. Everett, sem
lýsa má sem hæfileikaríkum Hugh Grant, á alla athygli áhorfandans í fyndnustu senum mynd-
arinnar og engin furða, hann er frábær leikari. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér feril hans
nánar ættu að leigja Dance with a Stranger (1985), The Comfort of Strangers (1990) og The Mad-
ness of King George (1994), þar sem hann leikur prinsinn af Wales.
Á heildina litið er My Best Friend’s Wedding ágætis afþreying sem hægt er að mæla með, þótt
ekki væri nema fyrir margar óborganlegar hliðarsenur.
Leikstjóri: P.J. Hogan. Handrit: Ronald Bass. Aðalhlutverk: Julia Roberts, Dermot Mulroney,
Cameron Diaz, Rupert Everett, Philip Bosco og Rachel Griffiths.
Guðni Elísson
. .. ,. . .ÆÉÉS.
boðin fela í
sér að búa
til farar-
tæki sem
getur
flutt
mann-
eskju út
í geim-
inn. Þeg-
ar fjöl-
miðlar
taka að
ókyrrast
vegna
þessara
skilaboða
verður
Ellie um-
deild og álit-
in hættuleg
vörnum
Bandaríkjanna.
Hún þarf að berjast
fyrir því að fá að stjórna
rannsókn málsins og verða
fyrst jarðarbúa til að komast
í samband við íbúa reiki-
stjömunnar Vega.
Það er Jodie Foster sem leik-
ur Ellen Arroway, nýstirnið
Matthew McConaughey leikur
Palmer Joss, sem er ráðgjafi
hjá Bandaríkjastjórn, en hann
og Ellie höfðu átt í ástarsam-
bandi sem endaði þegar Ellie
lagði alla áherslu á feril
sinn sem visindamaður.
Aðrir leikarar í stórum
hlutverkum eru James
Woods, John Hurt, Tom
Skerritt og Angela Bas-
sett.
Carl Sagan hefur
sagt að Contact sé gjöf
sín til þeirra sem eru for- Jodie
vitnir um veröldina í
kringum okkur og tilbúnir til
að trúa. Robert Zemeckis hef-
ur sínar skoðanir á sögunni:
„Contact er um manneskjuna
og hvernig viðbrögð hennar
eru gagnvart boðum sem eru
óskiljanleg flestum. Contact
er ekki um geimverur. Hún
er fyrst og fremst um okkur
sjálf, hvað verður um okkur
þegar hin staðfasta trú okkar
á okkur sjálf verður fyrir
áfalli. Ég hef alltaf haft þá trú
að geimferðir nútímans séu
fyrst og fremst til að leita
svara um okkur sjálf og
Contact er gerð í þeim anda.“
Þeir félagar Robert Zem-
eckis og Carl Sagan unnu
saman að útlínum myndar-
innar og hvar mörkin ættu
að vera á milli áhuga hins
venjulega manns og vísinda-
mannsins og segir Zemeckis
að hann sem venjulegur
áhorfandi og Sagan sem vís-
indamaður hafi ekki alltaf lit-
ið hlutina sömu augum: „Við
áttum góðar stundir saman,
ég og Carl,“ segir Zemeckis.
„Þegar við fórum að huga að
handriti eftir sögunni varði hann vísindin af
öllum kröftum og passaði upp á að allt
væri rétt með farið á meðan ég var að
hugsa um dramtíska athurðarás með
það í huga að myndin yrði ekki um
of tæknileg, reyndi eins og ég gat
að gera vísindin áhugaverð. Hann
kom siðan á móts við mig og ein-
faldaði flókna hluti sem nauðsyn-
legt var að hafa með.“
Til að skapa hina flóknu sviðs-
mynd og ná sem mestu út úr
tækninni fékk Robert Zemecikis
til liös við sig sömu menn og
gerðu með honum Forrest
Gump. Sviðshönnuðinn Ed
Verreaux, kvikmyndatöku-
manninn Don Burgess,
klipparann Arthur
Schmidt, búninga-
hönnuðinn
Johnston,
meistarann
Ralston og
Joanna
brellu-
Ken
tón-
skáldið Alan
Silvestri.
-HK
Foster leikur vísindamanninn dr. Ellie Arroway.
Robert Zemeckis
Robert Zemeckis er sá leikstjóri sem hefur nýtt sér tæknifram-
farir einna best og skynsamlegast. Nægir að benda á tvær mynd-
ir, Who Framed Roger Rabbit og Forest Gump, sem dæmi. Þá má
ekki gleyma Back to the Future-myndunum sem einnig voru frá-
bærlega vel gerðar tæknilega. Zemeckis hefur tekist það sem
fáum hefur verið fært, að sameina tækni og kvikmyndalist.
Robert Zemeckis er alinn upp í Chicago og hóf að búa til eigin
kvikmyndir á 8 mm vél þegar í gagnfræðaskóla. Meðan hann
nam kvikmyndafræði í háskóla í Kaliforníu fékk hann verðlaun
fyrir kvikmynd sem hét Field of Honor. Steven Spielberg sá þessa
mynd og réð hann í vinnu við kvikmyndina 1941 og í framhaldi
skrifaði hann handrit og leikstýrði I Wanna Hold Your Hand.
Auk þess að leikstýra eigin kvikmyndum hefur Zemeckis ver-
ið afkastamikill framleiðandi og unnið jöfnum höndum í sjón-
varpi, meðal annars leikstýrt þáttum í sjónvarpsseríunum
Amazing Stories og Tales from the Crypt. Hér á eftir fer listi yfir
þær kvikmyndir sem Robert Zemeckis hefur leikstýrt:
I Wanna Hold Your Hand, 1977
Used Cars, 1980,
Romancing the Stone, 1984
Back to the Future, 1985
Who Framed Roger Rabbit, 1988
Back to the Future, Part II, 1989
Back to the Future, Part III, 1990
Death Becomes Her, 1992
Forrest Gump, 1994
Contact, 1997 -HK
Terence Malick
snýr aftur
Á áttunda áratugnum urðu til margar klass-
ískar kvikmyndir, áratugur sem byrjaði með
því að Robert Altman sendi frá sér MASH og
endaði á meistarverki Francis Ford Coppola,
Apocalypse Now. Meðal nýrra leikstjóra, sem
komu fram á áratugnum og mörkuðu spor í al-
heimskvikmyndagerð, var Terence Malick sem
sendi frá sér tvær myndir, Badlands, 1973, sem
af mörgum er talið eitt sterkasta byrjandaverk
sem gert hefur verið, og Days of Heavens, sem
sömu viija meina að sé fallegasta litmynd sem
gerð hefur verið. Terence Malick, sem var í kjöl-
farið hælt sem nýjum Orson Welles, hvarf síðan
af sjónarsviðinu.
Næsta ár mun marka endurkomu Malick í
kvikmyndaheiminn en þessa dagana er hann
staddur í Quensland i Ástralíu við leikstjórn á
A Thin Red Line. Skrifaði hann sjálfur handrit-
ið eftir skáldsögu James Jones. Þetta er engin
smámynd heldur epísk stórmynd sem hefur
fjárhagsáætlun upp á 50 milljón dollara. Ekki er
hægt að kvarta yfir leikaravalinu hjá Malick. í
aðalhlutverkum eru John Travolta, Sean Penn
og Nick Nolte. Þess má geta að Malick hafði ætl-
að John Travolta aðalhlutverkið í Days of Hea-
vens á sínum tíma en þegar Travolta fékk sig
ekki lausan frá sjónvarpinu fékk Richard Gere
hlutverkið.
The Thin Red Line fjallar um orrustu sem
hófst 9. nóvember 1942 og er ein blóðugustu orr-
usta sem háð var á Kyrrhafinu í seinni heims-
styrjöldinni. Margir hafa undrast að þegar
Malick loks boðaði endurkomu sína skyldi hann
ekki vera með frumsamið handrit því vitað var
að hann hafði verið að vinna að mörgum hand-
ritum; staðreyndin er að hann er mikill aðdá-
andi skáldsögunnar og hafði meðfram öðriun
verkefnum verið með handritið í smíðum.