Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 12
'» myndbönd . t ♦ i > > MYNDBAHDA ±m\\ o w \ Jjí L'appat Veruleikafirring Myndin íjallar um þrjú frönsk ungmenni - Nathalie, kærasta hennar og vin þeirra. Nathalie notar fegurð sína til að kynnast vel stæðum mönn- mn með sambönd, sem hugsanlega gætu komið henni á framfæri, en kærasta hennar dreymir um að komast til Bandaríkjanna, fyrirheitna landsins, þar sem hann ætlar að stofna verslanakeðju. Til þess þarf fjármagn og þau leggja því á ráðin um að ræna einhverja af hinum ríku kunningjum Nathalie en gera sér enga grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Öll þrjú eru veruleikafirrt draumórafólk sem sækir sina visku í sjónvarp og kvikmyndir og hefur ekki sjálfsaga til að vinna fyrir draumum sínum. Frábær lokasena kemur einmitt þessari firringu vel til skila. Mikið er vísað í myndina Scarface og m.a. spilað stefið úr henni til að leggja áherslu á hvernig þau sogast niður í atburðarás sem þau ráða ekki við. Hlutverk ungmennanna eru mjög vel skipuð og sérstaklega sýnir Marie Gillain stórleik í hlutverki Nathalie. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Bertrand Tavernier. Aðalhlutverk: Marie Gillain, Olivier Sitruk og Bruno Putzulu. Frönsk, 1994. Lengd: 113 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Box of Moonlight Að finna barnið í sér ★★★ A1 Fountain er leiðindagaur sem lifír leiðindalífi. Dag nokkurn tekur hann eftir fyrsta gráa hárinu sínu og undarlegir hlutir fara að gerast í kringum hann. Hann ákveður að taka sér nokkurra daga frí og ekur af stað í leit að afskekktum skemmtigarði sem hann kom í á bamsaldri. Á leið sinni hittir hann ungan mann sem er algjör andstæða hans - óagaður og óábyrgur stráklingur sem kemur honum í alls kyns vandræði en þrátt fyrir að hafa megnustu skömm á honum í fyrstu fer svo að A1 eyðir nokknun dögum með honum. Þetta er ein af þessum myndum sem sameinar svo vel að vera bæði mannleg og skemmtileg. A1 Fountain og stráklmgurinn em gerólíkar persónur en báðar áhugaverð- ar á sinn hátt. John Turturro og Sam Rockwell fara vel með hlutverk þeirra og sérstaklega er John Turturro alveg hreint yndislegur leiðinda- púki. Það er mikið af táknum og duldum meiningum i myndinni til að brjóta heilann um en fyrst og fremst er hún bara skemmtileg. Leikstjór- inn Tom DiCillo er greinilega einhver sem vert er að fylgjast með en hann gerði m.a. hina frábæm Johnny Suede þar sem Brad Pitt fór á kostum í sínu fyrsta aðalhlutverki. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Tom DiCillo. Aöalhlutverk: John Turturro og Sam Rockwell. Bandarísk, 1996. Lengd: 107 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Shanghai Triad ★★ Kínversk glæpaklíka Zhang Yimou er þekktasti leikstjóri Kína um þess- ar mundir og gerði meðal annars Rauða lampann. Hérna tekur hann sér til fyrirmyndar amerískar myndir um gangstera bannáranna og heimfærir upp á Kína. Sveitastrákur kemur til Shanghai þar sem frændi hans er meðlimur í Tang-bófaflokknum. Hon- um er gert að þjóna hjákonu foringjans og í þjónustu sinni verður hann vitni að miklum svikráðum. Hjá- konan er fordekruð og yfirborðskennd en hann kemst þó um síðir að því að það er meira í hana spunnið og hún er eftir allt saman hálfgerð utan- garðsmanneskja í þessum félagsskap, eins og hann. Þetta er fremur einföld saga um grimm örlög og máttleysi hinna minni máttar gagnvart yfirgangi hinna sterku. Það sem gerir myndina nokk- uð athyglisverða er sú staðreynd að hún gerist í Shanghai á fjórða ára- tugnum og býður þar með upp á óvanalegt sögusvið. Erfitt er að segja til um frammistöðu leikara sem tala óskiljanlegt tungumál, þannig að ég læt hana liggja milli hluta, en söngrödd Gong Li fór í taugarnar á mér. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Zhang Yimou. Aðalhlutverk: Gong Li og Li Baotiun. Kínversk, 1995. Lengd: 112 mín. Bönnuð innan 16 ára. PERiy^ Shnnqhiii oenpið Gorky Park Morðrannsókn í Moskvu ★★★ -pj 1 WII.i l/VMIIUKi I.KL MARVIN GORKYPARK £.1 f*,. ,«■ WiUiam Hurt leikur rússneska rannsóknarlög- reglumanninn Arkady Renko. Þrjú andlitslaus lík finnast í Gorky-garðinum í Moskvu og hann fær mál- ið til rannsóknar. Honum þykir KGB hafa óeðlilega mikinn áhuga á málinu og ennfremur virðist sem bandarískur viðskiptajöfur sé jafhvel eitthvað viðrið- inn morðin. Annars er best að segja sem minnst um söguþráðinn þvi þessi 14 ára gamla mynd er sann- kölluð spennumynd af gamla skólanum þar sem áhorfendur eru mataðir smám saman á sögufléttunni og uppbygging spennunnar snýst um að áhorfandinn viti ekki of mikið á hverjum tíma. Myndin byrjar á áhugaverðri ráðgátu sem skapar dularfullt andrúmsloft og siðan er smátt og smátt flett ofan af ráðgátunni. Annarlegt sögusviðið, þ.e. Moskva á tímum kalda stríðsins, hjálpar til við að gera myndina dular- fyllri og aðalsöguhetjan er óvanaleg og skemmtileg persóna, mjög vel túlkuð af William Hurt. Atburðarásin er kannski svolítið hæggeng stundum en það fyrirgefst auðveldlega þegar efniviðurinn er jafngóður og hér. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Michael Apted. Aðalhlutverk: William Hurt, Lee Marvin, Joanna Pacula og Brian Dennehy. Bandarísk, 1983. Lengd: 123 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 TTl'Vy 29. júlí til 4. áfúst júlí j SÆTI ; 1 FYRRI VIKA VIKUR k Ll TITILL Skfíaa Skffa l J j J J J J J J J I Ghost aod tfae Dirioess í eic-ayaouaé j Stwu j j j j j j j Metro Romoo + Juliet Jcny Mafulro Miehael Saporcop Extromo Moasoros Blood aod Wine MarsAttacks SpacoJam Phaatom Skffta Skffaa MyndfinB j j m______n_ J j WaMT HjNr j J J J Wmrijidr ) ) J j CK-iyiAM j J j j j j 12 i 13 1 19 J J 4 i « 1 MyFcdcwAmricais j WanMrayiWr j Caaa 15 i SheitheOnt i Skffaa i Caau Thianor Fled Hijh School Hifh Ransom DayUfht Chorokeo KM InLovoandWar Wmrayadr J Spiau Skffaa Kwtift Hyadfma Nánast engar breytingar eru á efstu sætum mynd- bandalistans þessa vikuna. Þaö helsta er aö Romeo + Julia vinnur sig upp um þrjú sæti, fer í annað sæt- ið en nær ekki að skáka Eddie Murphy í efsta sæt- inu. Efsta nýja myndin er Blood and Wine sem er í áttunda sæti. í henni leikur Jack Nicholson vínkaup- mann sem er á barmi gjaldþrosts og tekur því til- boöi félaga síns, sem Michale Caine leikur, um að taka þátt í innbroti og stela dýrmætri hálsfesti. Inn- brotið tekst en eftirleikurinn er ekki eins og þeir fé- lagar ráögerðu. Vert er að minnast á My Fellow Americans meö þeim Jack Lemmon, Dan Aykroyd og James Garner í aðalhlutverkum. Þetta er gaman- mynd um tvo forseta Bandaríkjanna sem snúa bök- um saman gegn núvernadi forseta. Metro Eddie Murphy og Michael Rapport Samningamaður- inn sjálfumglaði, Scott Ropert, hefur gert það að sérgrein sinni að semja við ræningja og gísla- tökumenn. Fram til þessa hefur gengið nokkuð vel hjá Scott. En hæfileikar og tungulipurð nægja ekki til að koma honum út úr þeim vandræðum þegar geðveikur morðingi tekur unnustu Scotts í gíslingu. Við þenn- an mann er ekkert hægt að tala' og Scott verður að grípa til annarra ráða. Romeo + Juliet Claire Danes og Le- onardo DiCaprio. 1 Verona Beach gnæfa tveir skýja- kljúfar ofar öllum húsum. Þessi stór- hýsi tilheyra tveim- ur fjölskyldum og þær hafa um árabil eldað grátt siifur og hafa þau átök leitt til þess að yngra fólkið í fjölskyldunni hefur stofnað gengi til að herja hvert á annað. í viðleitni sinni til að stilla til friðar hefur verið ákveðið að halda grímubcill þar sem fjölskyldumar koma saman. í þess- ari veislu hittir hinn ungi Romeo hina heillandi Júlíu. Jerry Maguire Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. Jerry (Cruise) starfar hjá umboðs- fyrirtæki og er sér- fræðingur í að búa til stjömur úr efni- legum íþróttamönn- um. Einn daginn tek- ur hann upp á því að fara að efast um sið- gæðið innan fyrir- tækisins. Þetta hefur þau áhrif að hann er rekinn. Einn skjól- stæðinga hans, mðn- ingskappi, viil hafa hann áfram. Jerry ákveður að gera hann að stjömu og sanna fyrir sér og öðrum að hann hafi rétt fyrir sér. Michael John Travolta, Andie McDowell og John Hurt. Sögusagnir þess efnis að erkiengill- inn Michael sé stadd- ur á bóndabæ í Iowa- ríki í Bandaríkj- unum verða til þess að blaðamaður, en- glasérfræðingur og hundur fara á stað- inn til að semja upp- sláttarfrétt. Á leið- inni era aílir sann- færðir um að þetta sé ekkert annað en gaþþ en það breytist er þau hitta Michael (Travolta). Hann er fiðraður mjög á bak- inu og framleiðir kraftaverk í bunum ásamt því að ganga í störf Amors. The Ghost and the Darkness Michael Douglas og Val Kilmer. Myndin er þyggð á atburöum sem áttu sér stað í Austur-Afr- iku 1896 þegar tvö mannætuljón oUu usla þar. Ljónin í myndinni ofsækja menn sem vinna að byggingu brúar inni í miðju landinu. Veiðimaðurinn Rem- ington og verkfræð- ingurinn Patterson fá það verkefni að stöðva dýrin. Þeir eiga þó fljótlega eftir að komast að því að ljónin virðast búa yflr einhverju æðra skilningarviti sem gerir þeim kleift að forðast allar gildrur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.