Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 3
DV FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 > > > í i i i i i i i i i i i Boxarinn Daniel Day- Lewis og Jim Sherdan áttu árang- ursríkt samstarf þegar þeir gerðu My Left Foot og In the Name of the Father. Þeir hafa nú endurnýjað kynni sín í þriðja sinn og í desember verö- ur afraksturinn, The Boxer, frumsýndur. Segir í myndinni frá írskum IRA-skæruliða, Danny Boy Flynn, sem kemur heim eftir að hafa verið fjórt- án ár í fangelsi. Ætlar hann að endurnýja kynni sín við unnustuna en kemst að því að hún er gift öðrum skæru- liða sem nú er í fangelsi. Em- ily Watson er mótleikari Day-Lewis. Fyrsta kvikmyndin frá Draumasmiðjunni Er DreamWorks, fyrirtækið sem Steven Spielberg, David Geffen og Jeffrey Katzenberg stofnuðu, aðeins fyrirtæki með stór nöfn á bak við sig eða fyr- irtæki sem gerir stórmyndir? Úr því fæst skorist á næstunni því fyrsta kvikmynd fyrirtæk- isins, The Peacemaker, verð- ur frumsýnd í Bandaríkjun- um I dag. Er um að ræða há- spennumynd með George Clooney og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Clooney á líka mikið undir þessari mynd því nú fæst úr því skor- ið hvort hann valdi því að halda uppi kvikmynd eða hvort hann verði áfram bara vinsæl sjónvarpsstjama. Lolita í erfiðleikum Adrian Lynne hefur aldrei farið meðalveginn í sinni kvikmyndagerð og er skemmst að minnast fjaðrafoksins sem varð út af 9% Weeks og Fatal Attract- ion. Þær fengust þó sýndar alls staðar en svo er ekki um nýjustu kvikmynd hans Lolita, sem gerð er eftir um- deildri skáldsögu Vladhnir Nabokov um háskólapró- fessor sem verður fórnar- lamb vergjamrar 12 ára stúlku. Meistari Kubrick gerði á sínum tíma góða kvikmynd eftir sögunni sem fór fyrir brjóstið á mörgum en var þó sýnd. Aftur á móti hafa öll stóra dreifmgarfyrirtækin í Bandaríkjunum neitað að taka mynd Lynne til dreif- ingar. Með hlutverk pró- fessorsins fer Jeremy Irons. Siálfstæðar Sjálfstæðar stelpur (Career Girls) er nýjasta kvikmynd hins ágæta breska leikstjóra Mike Leigh. Nú vill svo til að hann var búinn að ljúka tökum á henni áður en Secret and Lies fór sigurfor um heiminn, svo varla er hægt að segja að hann hafi gert hana í kjölfarið á sigurgöngu Secret and Lies. í Career Girls era aðalpersónurnar tvær þrítugar konur sem hittast eftir nokkurra ára aðskilnað en þær höfðu leigt ibúö saman og lifað hátt og skemmt sér mikið. Þær fara út á lífið, hitta gamla kunningja og rifja upp liðna tíð og legg- ur Mike Leigh mikið í að sýna okkur hvernig þær hafa breyst í það sem þær eru nú. í aðal- hlutverk- um eru Katrin Cart- lidge og stelpur hlutverkið í vinsælli sjónvarpsseriu, Thief Takers. Einnig hefur hún leikið í sjónvarpsseríunni Between the Lines, sem sýnd hefur verið í sjónvarpi hér. Steadman hefur einnig leikið á sviði og skrifaði, leikstýrði og lék í From Angel to Old Street, sem sýnt var á leiklistarhátíðinni í Ed- inborg. Mike Leigh er einn þeirra leikstjóra sem undanfarin ár hafa verið að rífa breska kvikmyndagerð úr þeirri lægð sem hún var í. Hann fæddist í Lancashire árið 1943 og nam leiklist og kvikmyndagerð í London. Fyrstu kvikmynd sína, Bleak Moments, gerði hann árið 1971 og vann hún til verðlauna á kvikmynda- hátíðum í Locamo og Chicago. Leigh var iðinn við að búa til kvikmyndir á næstu árum, langar og stuttar myndir. Það er þó ekki fyrr en 1988 sem hann slær aftur í gegn, þá með High Hopes. Fékk sú mynd gagnrýnendaverðlaunin í Feneyjum og var valin besta evrópska kvik- myndin það árið. Allt frá því hefur ferill Mike Leigh verið einstaklega glæsilegur, Life Is Sweet kom 1991, mynd sem vann til margra verðlauna. Heimsfrægðin kom síðan með Naked, 1993, ákaf- lega sterkri kvikmynd sem heillaði alla. Fyrir hana var Leigh valinn besti leikstjórinn á kvik- myndahátíðinni í Cannes og kvikmynda- gagnrýnendur í New York völdu hana bestu mynd ársins. Mike Leigh undir- strikaði svo styrk sinn með Secret and Lies, sem ekki bara vann til eftirsótt- ra kvikmyndaverðlauna heldur sló í gegn hjá hinum almenna kvikmynda- húsgesti. Lynda Steadman og Katrin Cart- lidge leika vinkonurnar tvær sem höföu leigt saman og hittast eftir nokkurra ára aöskilnaö. . Lynda Steadman. Cartlidge er þekkt bresk leikkona sem lék fyrir Mike Leigh í Naked og lék einnig í Breaking the Waves. Þriðja myndin sem hún lék í var Before the Rain, sem var valin besta kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Karin Cartlidge hóf að leika í atvinnu- leikhúsum meðan hún var enn við nám og hefur verið virk í leikhúslífi bæði í London og Edinborg. Fyrir leik sinn í Naked var hún valin besta leikkonan í Evrópu á kvikmyndahátíðinni í Genf árið 1993. Career Girls er fyrsta kvikmyndin sem Lynda Steadm- an leikur í. Steadman, sem er norður-írsk, er þekkt sjón- varpsleikkona í Bretlandi þar sem hún leikur eitt aðal- Vann bak við tjöldin Terence Malick er há- menntaður maður, út- skrifaður með meist- argráður frá Haryard og hefur meðal annars unn- ið við þýöingar á klass- ískum skáldverkum yfir á ensku. Síöustu tvo árá- tugina hefur hann búið í París ásamt franskri eig- inkonu sinni og hafa margar sögur gengið um hvað hann hafi haft fyr- ir stafhi. Ein sagan var á þá leið að hann væri að vinna að handriti um til- urð veraldar, önnur sag- an sagði að hann væri sestur að í Himalajafjöll- um og væri á kafi í búddisma. Þessar sögur eru að sumu leyti sann- ar, segir John Roberdi- eu, annar framleiðanda A Thin Red Line, en seg- ir líka að sagan um að hann hafi unnið fyrir sér sem hárskeri sé ósönn. Staöreyndin er að Malick hefur unnið bak við tjöldin, verið að lagfæra handrit fyrir ýmsa um leið og hann hefur imnið að eigin verkefnum. Ekki vantar að framleiðendur hafa sett sig i samband við Malick og viljað fá hann til að leikstýra hinum og þessum verkum. Stund- um sýndi Malick áhuga en ein- hverra hluta vegna varð aldrei neitt úr neinu. Framleiðendur A Thin Red Line, John Roberdeau og Bobby Geisler vora meðal þeirra sem höfðu samband við Malick. Þeir vildu fá hann til að gera kvik- mynd eftir skáldsögu D.M. Thom- as, The White Hotel. Malick leist ekkert á það en gerði þeim móttil- boð, bauð þeim að leikstýra A Thin Red Line eða kvikmynd eftir klassísku leikriti Molieres, Tartuffe. Roberdeau og Geisler leist betirn á A Thin Red Line. Þetta var árið 1989. Þar sem handritið var ekki til- búið fengu þeir félagar Roberdeau og Geisler Malick í ýmis verkefni, meðal annars til að skrifa leikrit, Sansho the BailifF, upp úr japönsku ævintýri, leikrit sem síð- ar var sett á svið af Andrezej Wa- jda og sýnt 1993. Nú er áætlað að sýna þetta verk á Broadway og mun Terence Malick leikstýra því. Þeir félagar hafa ekki sleppt hönd- um af Malick því þeir ætla síðan að kosta gerð næstu kvikmyndar skyikmyndir ' *★ '★ Face off irkirk í þessari nýju mynd sinni skapar Woo spennuhasar sem jafnframt því aö vera vel skoröaöur í bandarísku kvikmyndasam- hengi ber stfl og hæfni Woos fagurt vitni. Travolta og Cage eru þama f söperformi; sérstaklega er gaman að sjá Travolta sanna sig þarna enn og aftur og að öllu leyti er val- inn maður i hverju rúmi. -úd When We Were KingsýHHkr* Frábær lýsing á elnum mesta hnefaleika- kappa sem uppi hefur veriö, Muhammad Ali, og síðasta stóra einvfginu hans fyrir tutt- ugu og þremur árum. Sem heimlldarmynd skákar hún flestum sams konar myndum um Iþróttir um leiö og hún er pólitísk og mannleg. -HK Ladv and the TrampVHHHv Þessi Klassfska teiknimynd segir frá tfkinni Laföi og flækingsrakka sem við skulum kalla Snata. Hún er saklaus og fögur, hann kankvfs þorpari meö hjarta úr gulli. Þegar Laföi lendir I ræsinu tekur Snati hana upp á arma sína (ef hundar geta slfkt). Rómantík- in blómstrar og þau ienda! ýmsum ævintýr- um. -GE Breakdown kirk Sakamálamynd sem kemur á óvart, góö saga meö myndrænni frásögn um mann sem verður fyrir því ab eiginkona hans hverfur í bókstaflegri merkingu orðsins. Seinni hlutinn er ákaflega spennandi og hraöur. Jonathan Mostow er leikstjóri og handritshöfundur sem vert er aö fylgjast með. -HK Morösaqa ★★★ Mymd Reynis Oddssonar, Morösaga, er gerö fyrir tima kvikmyndasjóðs, áöur en íslensk kvikmyndagerö varö aö veruleika. Þrátt fyrir ákveðin eilimörk er það ótrúlegt hvaö mynd- in hefur haldiö sér vel og tekst á köflum aö skapa magnaö andrúmsloft. Morösaga er gersamlega ómissandi sem sögulegt mó- ment í íslenskri kvikmynda- og menningar- sögu og þaö þarf engum að leiðast f þess- ar 90 mínútur sem hún varir. -úd Tveir á nippinu irkk Handritiö er skemmtilega skrifaö og Robb- ins og Lawrence ná samleik sem hefur myndina langt yfir þá meðalmennsku sem einkennir fiölmarga þá dóma sem ég las um hana. Eg er haldlnn þeirri sérvisku aö telja gamanmynd góöa ef hún er fyndin.-GE Blossi kirk Blossi sýnir og sannar að ekki bara Júlíus Kemp heldur fslensk kvikmyndagerð I heild sinni hefur komiö langan veg síöan eftir Veggfóöur. Samræöurnar rúiluöu vei f meö- förum þeirra Páls Banine og Þóru Dungal sem, þrátt fyrir reynsluleysi, voru með ein- dæmum sannfærandi og skemmtileg sem dálitiö ráðvillt ungmenni. -ÚD Horfinn heimur: Jurassic Park: ★★★ Eftir frekar hæga byrjun, þar sem mikiil tími fer f útskýringar, tekur Horfinn heimur vel viö sér þegar komiö er I návígi viö grameöi- ur, snareölur og aðrar fomar eðlur. Sagan er greinileg framhaldssaga, þar sem lítiö er um nýjar hugmyndir, en af sinni alkunnu snilld og fagmennsku tekst Steven SpieF berg aö skapa ógnvekjandi skemmtun sem fær stundum hárin til aö rfsa. -HK Men in Black ★★★ I MIB er eins og yfirfærslan úr teiknimynda- sögu f kvikmynd sé aldrei fullfrágengin og kemur þetta sérstaklega niöur á plottinu. Áherslan er slfk á húmor og stil aö sjálfur hasarinn veröur útundan og í raun virkar MIB meira sem grfnmynd en hasar. En þrátt fyrir alla galla er þessi mynd ómissandi fyr- ir alla þá sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. -úd Bean ★ ★ ★ Af Bean má hafa bestu skemmtun. i henni eru margar óborganlegar senur sem ég hefði kosið að sjá fléttaðar saman af meiri kostgæfni. -GE Lífsháski ★★★ I fjölbýlishúsi býr borgarbúinn oft f einangr- uðu en nánu samlffi viö fólk sem hann hvorki þekkir né vill kynnast. Myndir likar Lffsháska leggja áherslu á þessa einangrun með því aö færa aðalhetjuna f annarlegt umhverfi og neyöa hana tíl þess aö laga sig aö þessu litla samfélagi. Lffsháski vfsar skemmtilega í hefðina og lelkaramir eru sannfærandi f óvenjulegum hlutverkum.-GE hans, The English Speaker, sem gerö verður eftir handriti sem Malick hefur verið með í fórum sínum frá því hann gerði Days of Heaven. Terence Malick vinnur ekki hratt, það vissu þeir fyrir, John Robberdeau og Bobby Geisler, og því hafa engin vandræöi komið upp á milli þeirra heldur gengur sagan að leikarar í myndinni séu alveg hissa á þehri þolinmæði sem þeir sýna. Terence Malick kann að meta slíkt og segir þá fé- laga starfa eftir annarri tíma- klukku en þekkist í Hollywood. Geisler segir að þolinmæðin eigi eftir að borga sig: „Ég er viss um að ef við færum að ýta á eftir Malick þá kæmi fyrst bakhnykkur í framkvæmdina. Hann má taka sinn tíma, það er þess virði.“ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.