Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 mhst 25 fór um alla Evrópu, Japan, Ástral- íu, Nýja-Sjáland auk borga og bæja í Bandaríkjunum. Sveitin hvíldi sig síðan á árinu 1990 og naut af- raksturs erfiðis síns en lögin Pop Song 89 og Stand hlutu frábærar viðtökur almennings. Green var síðan fylgt eftir með plötunni Out of Time með lögum sem hægt væri að kalla ástarlög, eitthvað sem sveitin hafði fyrirliit- ið á fyrri tímum. Out of Time end- aði í fyrsta sæti Billboard-listans og R.E.M. hlaut nokkur Grammy- verðlaun auk MTV-verðlauna. R.E.M. var nú á hvers manns vör- um og lögin Radio Song, Losing My Religion og Shiny Happy People náðu víðtækri spilun í út- varpi og myndbandið við Losing My Religion er enn talið með þeim betri sem gerð hafa verið. Michael Stipe notaði nú tækifær- ið þegar vinsældir sveitarinnar stóðu sem hæst og kom á framfæri við fjölmiðla ýmsum hjartans mál- um, s.s. dýravemd, vopnaeftirliti og notkun smokka. Þegar velgengni Out of Time fór að linna og það hægðist um hjá sveitinni var aftur farið í hljóðver og Automatic for the People tekin upp. Nafn plötunnar var annars slagorð skyndibitastaðar nálægt Athens. Platan var álitin af mörg- um aðdáendum einhver sú besta og fallegasta til þessa og bera lögin Everybody Hurts, Man on the Moon og Nigtswimming vitni um það. Það var síðan með næstu plötu sinni, Monster, sem R.E.M. hlaut hvað ólíkasta gagnrýni fyrir. Hljómsveitin hafði ákveðið að gera rokkplötu og mörgum áhangend- um fannst það vera hreinustu svik. Áhrifa gætti nú víða að og dauði Kurts Cobains hafði sláandi áhrif á meðlimi sveitarinnar þegar upp- tökur voru hálfnaðar. Stipe var ná- inn vinur Cobains og var i stöðugu sambandi þar til viku fyrir sjálfs- morðið. Nálægð sorgar og reiði er á plötunni og lagið Let Me in skírskotun til innilokaðs hugar- heims Cobains. Önnur lög plötunn- ar fjalla um mótmæli einstaklings- ins við tölvuvæddan nútímann sem engu eirir. Veikindi og hliðarverk- efni Eftir fimm ára hvild frá tónleika- ferðalögum tók sveitin að leggja land undir fót á nýjan leik í janúar 1995. Ferðalagið var hið versta í sögu sveitarinnar því allir nema einn veiktust alvarlega. Þrátt fyrir þessa örðugleika tókst túrinn með ágætum og margir frægir tónlistarmenn heimsóttu R.E.M. á sviðið og tóku lagið. Eftir að ferðalaginu lauk var farið með nýtt efni á hljóðver og meðlimir sveitarinnar fóru einnig að sinna hliðarverkefnum á tónlistar- sviðinu sem og öðrum sviðum. Það var síðan í fyrra sem platan New Adventures in Hi-Fi kom út en upptökur fóru fram á meðan á Mon- ster-tónleikaferðalaginu stóð. Platan hefur hlotið frábæra dóma en sökum þess að þetta var síðasta plata samn- ' ingsins við Wamer Brothers var henni ekki fylgt eftir sem skyldi. Það kom líka í ljós að hún stóð ekki lengi við á listum. R.E.M. gerði nú nýver- ið 80 milljóna dollara samning við Warner Brothers og náði þeim vafa- sama titli að vera hæstlaunaða hljómsveit í heimi. í tilefni af 100 ára afmæli E.M.I. voru að koma á markað nú nýverið nokkrar eldri plötur R.E.M. sem á eru einnig live upptökur og B-hliðar á singulum sem komið hafa út með- fram stóru plötunum. Þetta verður að teljast áhugavert efni fyrir R.E.M. 1 -aðdáendur. Næstu plötu R.E.M. er síðan að vænta annaðhvort mjög seint á þessu ári eða um vor 1998. -ps - frábær tónlist úr kvikmyndinni Nú nýverið og í kjölfar myndarinnar Spawn var gef- inn út diskur með lögum úr myndinni. Þetta er svo sem ekki í frá- sögur færandi en við nánari athugun er hér mn merkan viðburð að ræða á sviði tónlistar í dag. Allmargar af þekktustu sveitum nýrokks, metalrokks og danstón- listar hafa hér leitt saman hesta sina á þann máta að tvær hljómsveitir sjá saman um eitt lag. Og útkoman er rafmögnuð. Platan byrjar með laginu Trip Like I Do í flutningi Filter og The Crystal Method og er með betri lögum sem undirritaður hefur heyrt í langan tíma. Orbital og Kirk Hammett eru einnig störgóðar saman i lag- inu Satan. Metallica og Dr. Spooky eru kynngimagnaðar og erfitt að greina áhrif Metallica fyrr en söngurinn fer að hljóma. Stabbing Westward og Wink sameinar bestu eiginleika hvorrar sveitar í laginu Torn Ap- art. Of langt er að telja upp allar sveitirnar sem hér koma við sögu en nóg væri að nefna Marilyn Manson, Korn, Mansun, Prodigy, Atari Teenage Riot, 808 state, Slayer og Dust Brothers. Það var Happy Walters hjá Epic records sem lét þessa hugmynd sína verða að veru- leika en 1993 kom út svipaður þemadiskur sem gerður var eftir hans hugmynd við myndina Judgment Night. Þá komu saman rokksveitir og rapparar eins og Sayer/Ice T og Pearl Jam/Cypress Hill. Spawn er stór- góð plata fyrir rokk-, metal og danstónlist- anmnendur og reyndar fyrir alla sem áhuga hafa á góðri og kraftmikilli tónlist. -ps Trip Like I Do í flutningi Filter og The Crystal Method er með betri lögum sem undirritaður hefur heyrt í langan tíma. ~1 Y1 hel Hunang á Kaffi Amsterdam Hljómsveitin Hunang skemmtir gest- um á Kaffi Amsterdam í kvöld og annað kvöld. Prinsessan á Hótel íslandi Annað kvöld verður gleðisöngleikur- inn Prinsessan fluttur á Hótel íslandi. Það er leikhópur Regínu og Sniglabands- ins sem sér um flutninginn. Að lokinni sýningu verður stórdansleikur með SS- SÓL til kl. 3.00. 8-villt á ferð um landið Hljómsveitin 8-villt er á ferð um land- ið þessa dagana. í kvöld spilar hljóm- sveitin fyrir Selfyssinga í Gjánni og ann- að kvöld verður hún á Ólafsfirði, á upp- skeruhátíð knattspymunnar þar á bæ. Hljómsveit þessa skipa söngkonurnar Regína, Bryndís, Kata og Lóa Björk og strákamir Ámi Óla á bassa, Andri á trommur, Sveinn á gítar og Daði á hljóm- borð. \ iln Hljómsveitin 8-villt spilar á Selfossi og Ólafsfiröi um helgina. Buttercup á Gauknum í kvöld og annað kvöld sér hljómsveit- in Buttercup um glaðværa og létta stemningu á Gauki á Stöng. Birgir Gunnlaugs í Dans- húsinu í kvöld og annað kvöld verður hljóm- sveit Birgis Gunnlaugssonar með stórdansleiki á Danshúsinu í Glæsibæ. Hljómsveitina skipa Birgir sjálfur, sem syngur og spilar á gítar, Finnbogi Kjart- ansson á bassa, Baldur Þórir Guðmunds- son á hljómborð og Gunnar Jónsson á trommur. Ríó og vinir á Sögu Ríó og vinir spila á Hótel Sögu annað Ríó og vinir spila á Hótel Sögu ann- að kvöld. kvöld og einnig laugardagskvöldið 4. október. í síðasta Fjörkálfi var ranglega sagt frá því að Ríó ætlaði að spila þar um síðustu helgi. Svo reyndist ekki vera. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.