Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Side 4
helgina
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 33"V
Au6ur Vésteinsdóttir sýnir ofin
myndverk úr ull og hör.
Bjarni Tryggva hefur lengi feng-
ist við spilamennsku og lagt land
undir fót um margra ára skeið til að
leika fyrir landsmenn. Bjami er
laga- og textahöfundur og notar gít-
arinn til að tjá sig.
Bjarni verður á Akureyri um
helgina og í kvöld og annað kvöld
mun hann syngja og tralla fyrir þá
sem leggja leið sína á Ráöhúskaffi.
Á laugardagskvöldið verður sér-
stakur línudans á ferðinni en þá
mætir Jóhann Örn línudansmeist-
ari og stjómar og kennir fólki hina
margfrægu og skemmtilegu 'línu-
dansa.
Fiöiarinn á þakinu er sígiit verk sem var frumsýnt á Broadway áriö 1964.
Bjarni Tryggva ætlar aö skella sér noröur yfir heiöar og skemmta á Ráöhús-
kaffi á Akureyri um helgina. Aö sjálfsögöu veröur gítarinn meö í för.
Bjarni Tryggva
á Ráðhúskaffi
Síðasta sýningarhelgi
Þorvaldar
Nú fer i hönd síðasta sýningar-
helgi á verkum Þorvaldar Skúlason-
ar í nýjum húsakynnum Gallerí
Borgar í Síðumúla 34.
Á sýningunni eru 42 verk unnin
með olíu-, krítar- og vatnslitum um
og rétt eftir 1940. Verkin hafa ekki
verið sýnd hér á landi áður. Sýning-
unni lýkur á sunnudagjnn en hún er
opin um helgina frá kl. 12 18. Verk eftir Þorvald Skúlason.
r
Það stendur mikið til hjá Sniglun-
um um helgina. Á morgun kl. 14 verð-
ur haldin svokölluð Enduro-keppni
við Litlu kaffistofuna.
„Þetta mót er nú haldið öðru sinni
en það má segja að það sé liður í und-
irbúningi fyrir íslandsmótið á næsta
ári. Keppt verður á Enduro-hjólum og
er keppnin svipuð og rallí nema hún
fer fram á torfæruhjólum. Farin er
sérleið sem tekur tæpa klukkustund.
Bæði er um hraðan akstur á beinni
braut að ræða svo og torfærur. Það
verður m.a. farið undir Þjóðveg 1 en á
leið þessari er brú sem fáir vita að
hægt er að fara undir.
Við höfum líka gert áhorfendavæn
svæði og er eitt þeirra í gryfjunum
uppi í Jósepsdal,“ segir snigillinn
Njáll Gunnlaugsson.
Um 40 sniglar tóku þátt í keppninni
í fyrra og sagðist Njáll búast við því
að fjöldinn yrði svipaður í ár. Þess má
geta að aðgangur er ókeypis. -gdt
Auður Vé-
steinsdóttir
í Listhúsi 39
Auður Vésteinsdóttir opnar sýn-
ingu á ofnum myndverkum úr ull
og hör í Listhúsi 39, Hafnarfirði, á
morgun kl. 15. Verkin eru unnin á
þessu ári. Sýningin ber heitið „tún-
ið í sveitinni“ og er viðfangsefnið
framhald af einkasýningu hennar í
Hafnarborg 1995.
Auður hefur unnið i myndvefnaði
siðan 1980 og er þetta fimmta einka-
sýning hennar. Jafnframt hefur hún
tekið þátt í fjölda samsýninga hér
heima og erlendis.
Sýningin stendur til 13. október
og er Listhúsið opið virka daga kl.
10-18, laugardaga 12-18 og sunnu-
daga kl. 14-18.
Þaö má búast viö haröri
lagt í sölurnar. Þaö skal
og spennandi keppni og miklum hraöa í Enduro-keppninni um helgina þar sem allt veröur
þó tekið fram að hér aö ofan eru eru á ferð erlendir mótorhjólatöffarar.
íslenskir
blómadagar
- uppskeru-
látíð
Þessa dagana standa yfir ís-
lenskir blómadagar. Blóma-
dagarnir eru samvinnuverk-
efni framleiðenda, heildsala
og blómakaupmanna. Til-
gangurinn er að kynna ís-
lenska blómaframleiðslu og
það sem henni tengist.
Risavandatilboð stendur
yfir til loka blómadaga eða
fram á sunnudag. Vöndurinn
kostar 990 krónur. Einnig er
boðið upp á pottaplöntur á til-
boðsverði í öllum blómaversl-
unum.
Um næstu helgi, dagana 27.
og 28. september, verður hald-
in viðamikil rósasýning í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýning-
in stendur frá kl. 12-18 bæði
laugardag og sunnudag.
Skreytingafólk sýnir milli kl.
14 og 16 báða dagana.
Fiðlarinn upp á
þak á ný
Um helgina heQast á ný sýningar í
Þjóðleikhúsinu á söngleiknum Fiðlar-
anum á þakinu. Fiðlarinn var frum-
sýndur í vor sem leið og sýndur fyrir
fullu húsi til loka leikársins.
Jóhann Sigurðarson fer með hlut-
verk mjólkurpóstsins Tevje og Edda
Heiðrún Backman leikur eiginkonu
hans. Dætur þeirra leika Sigrún Edda
Björnsdóttir, Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir,
ir. Skipt hefur verið um leikendur i
tveimur hlutverkum. Atli Rafn Sig-
urðarson kemur inn í stað Jóhanns G.
Jóhannssonar í hlutverk Fyedka. Atli
Rafn útskrifaðist í vor úr Leiklistar-
skóla íslands og vakti m.a. athygh fyr-
ir leik sinn í Að eilífu hjá Hermóði og
Háðvöru. Snorri Wium kemur inn í
stað Gylfa Þ. Gíslasonar sem 2. Rússi
en Snorri stundaði söngnám í Vín og
söng um hríð í Þjóðleikhúskómum.