Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997
#» helgina I9
Söngvari
Dubliners
Málverkasýning Ignacis Pacas
ignacis Pacas, sem er frá Brasiliu, sýnir þessa dagana olíumálverk á mat-
stofunni Á næstu grösum. Pacas, sem hefur veriö búsettur hér á landi í fjög-
ur ár, er greinilega ýmislegt til lista lagt þvi auk þess aö sinna myndlistinni
eldar hann gómsæta rétti á Á næstu grösum.
Fræðslu- og umræðu-
fundur á vegum SÁÁ
SÁÁ efnir til fræðslu- og um-
ræðufundar fyrir foreldra ungs
fólks í vímuefnavanda í kvöld.
Fundurinn hefst kl. 20 og er
haidinn á göngudeild SÁÁ, Síðu-
múla 3-5.
Á fundinum verður rætt um
þá meðferð sem ungu fólki i
vímuefnavanda er veitt, hvaða
hugsun býr að baki henni og
hvemig unga fólkið bregst við.
Foreldrum er einnig boðið að tjá
hug sinn og fá nánari skýringar.
Fmmmælendur verða Þórarinn
Tyrfingsson, yfirlæknir á
sjúkrahúsinu Vogi, og Hjalti
Bjömsson, dagskrárstjóri
göngudeildar SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson er annar frum-
mælenda á fræöslufundi SÁÁ.
á íslandi
Jim McCann, sem var söngv-
ari Dubliners i 10 ár, mun spila
á írlandi Kringlunni í kvöld og
annað kvöld.
Jim náði alþjóðlegri frægð
með hinni vinsælu írsku hljóm-
sveit en hefúr síðan hann hætti
með henni verið einn á ferð.
Hann hefur stjómað mörgum
sjónvarpsþáttum í heimalandi
sínu og hvað tónlistina varðar
þá sat lag hans „Grace“ á írska
vinsældalistanum í 36 vikur.
Með McCann í for er írski tón-
listarmaðurinn Dennis Murray.
Hann hefúr einnig átt topplag á
írska vinsældalistanum.
Verk eftir Hjört Marteinsson sem ber heitiö Lúöurhöföi.
Lágmyndir og þrívíð verk
Um 35 unglingar koma fram á tónleikunum.
Danskt rokk í Norræna húsinu
Á morgun kl. 16 verða tónleik-
ar í Norræna húsinu þar sem 35
böm og unglingar frá Kaup-
mannahöfn koma fram. Þau
koma öll frá Vesterbro Ungdoms-
gard. Leikin verða rokklög og tón-
list í rólegri kantinum. Þá lesa
unglingamir frumsamin ljóð.
Hópurinn hefur árum saman
unnið við að spila, semja lög,
syngja og yrkja ljóð. Oft hafa þau
fengið leiðsögn atvinnumanna í
listrnn og geta tónleikagestir því
átt vona á fjörugum tónleikum
með hressum og kátum krökkum.
Aðgangur er ókeypis.
Á morgun opnar Hjörtur Mart-
einsson aðra einkasýningu sína á
lágmyndum og þrívíðum verkum
í Forsal og Gryfiu Nýlistasafns-
ins í Reykjavík. Á sýningunni,
sem ber yfirskriftina Undirheim-
ar og himinhvel, kallast Hjörtur
á við hugmyndir írska einsetu-
mannsins Augustine O’Sullivan
(1687-1734) er helgaði líf sitt
rannsóknum á fuglum og flugi
þeirra. Þar skipaði heiðlóan sér-
stakan sess en í skrifum O’Sulli-
vans tengdi hann flug þessa leir-
fugls Drottins á milli íslands og
írlands við kristnu hugtökin trú-
festu, þjáningu og fóm, svo að til
varð einstakur heimur dulmögn-
unar og myrkurs sem upplýstur
var af voninni um betri og náðar-
samlegri heim-öllum verum til
handa-aðeins ef þær hefðu þjáðst.
í huga O’Sullivans varð ísland að
eins konar hreinsunareldi og
íverustað þessa heims písla sem
farfuglarnir urðu að þola en þján-
ing þeirra vitraðist honum í
villusýnum eigin vitimdar.
unni 4
Allijóölegur matur útbúinn
ai (juómundi Þórssyni 054
Úlíari Fi'nnbjörnssyni,
okkar færustu
matreiöslumeisturum.
Tveir af bestu
tónlistarmönnum
Irlands
JIM McCANN
(í'yrruni me.öliimir i’lie Du'bliners)
" °g
DENNIS MURREY
„Live” á Írlandí
„...Jhn ci ('inn ulbesli
lijhiUuxa.yíinx'vari Irlands
jrd ujijihaji.”
„...\cn 1 son^vuri I hc Dublincrs,
kotn Jirn rnc.6 alsfiiMfö&antúiau
hljótn í j^joMa^alónlislina. ”
„...D cnnis Áíumn c( ánaju cinn
vinswUS 11 lónLbilarrnafiur
J* -í 'fcíl -
á liylandi í dag,”
hinkasalir jásl lcigóir fyrir allar ujijrákornur s.s
afmœlisvcislur og fyrirlestra. Pantiil 1 síma SHhi 4567
.»27. september (Fimmtudags, föstudags- og laugardagskvöld)
Pantið tímanlega!!!
Grensásvegi 7 • 108 Reykjavík
Símar 553 3311 • 896 2288
Réttur dagsins 590.- til 790.- |
Lambasteik 790.-
Lambakótilettur 790.-
Pönnusteiktur fiskur 590.-
Súpa og salatbar 490.-
Kaffi og vaffla 300.-
Opnum snemma
8-23.30 virka daga og 10.00 til
23.30 um helgar
Borðið morgunmatinn hjá okkur
Saumaklúbbar ath. sértiiboð á
mánud.- og þriðjudagskvöldui
vinsamlega pantið tímanlega.
1
L
gtg