Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
Neytendur
Bragðprófun á ís:
Þrír hæstir með
12 stiörnur
A markaðnum er mikið fram-
boð af innlendum sem innfluttum
mjólkur- og jurtaís. Eftir að lögum
um innflutning á slíkum varningi
var breytt í kjölfar GATT-samning-
anna hefur úrval tegunda aukist
töluvert en innlendir framleiðend-
ur hafa og lagt sitt af mörkum í
vöruþróun og nýjungum í fram-
leiðslu. Samkeppnin irm markað-
inn er gífurleg og tilboð á einstök-
um ístegundum í fjölskyldupakkn-
ingum geta á stundum verið mjög
hagstæð.
Við bragðprófun DV var nú sem
endranær fyrst og fremst tekið til-
lit til bragðs, gæða og útlits. Verð-
ið var látið liggja á milli hluta en
prófaðar voru 12 tegundir.
Bragðgæðingar DV eru Dröfn
Farestveit, Sigmar B. Hauksson og
Úlfar Eysteinsson. Þau notuðu
stjörnuskalann frá 1 og upp í 5
ásamt skriflegri umsögn til ein-
kunnagjafar við smökkunina. (1
stjarna=mjög vont, 2=vont,
3=sæmilegt, 4=gott og 5= mjög
gott).
Þrír hæstir meö 12 stjörnur
Jarðarberjaís frá Underground,
appelsínurjómaís frá Del Monte og
Capppuccino, Yndisauki frá
Emmess fengu hæstu dóma bragð-
gæðinganna, 12 stjörnur hver. Öll
þrjú gáfu jarðarberjaísnum 4
stjörnur og í umsögnum þeirra
stóð: „Ferskt bragð," hjá Dröfn,
„Góður ís og gott bragð,“ hjá Úlfari
og „mikið og gott ávaxtabragð
...hefur hæfllega fyllingu og bragð-
ið er milt ...passlega sætur,“ hjá
Sigmari.
Appelsínurjómaisinn frá Del
Monte fékk 5 stjörnur frá Dröfn
með umsögninni „Afar ferskt
ávaxtabragð". Úlfar gaf sama ís 4
stjörnur og fannst „fylling í bragði,
áferð og litur gott“. 3 stjömur
komu frá Sigmari með umsögninni
„fallegur á lit og
sæmilegur á bragð-
ið, það dregur
hann þó niður eft-
irbragðið sem er
af einhverju
gerfiefni".
Cappuccino
yndisauki frá
Emmess
fékk
fullt hús eða 5 stjörnur hjá Úlfari
með orðunum „gott súkkulaði-
bragð, flott áferð“. Dröfn gaf ísnum
4 stjörnur og sagði „vel útilátið af
súkkulaði". Sigmar gaf honum 3
stjörnur, fannst ísinn ágætur, „gott
bragð — mætti þó vera sætari fyr-
ir minn smekk".
11 stjörnur fyrir þrjár teg-
undir
Mjúkís með vanillu og Heimaís
með vanillu frá Kjörís og Explor-
ers American Toffee, fengu 11
stjörnur frá bragðgæðingunum.
Úlfar og Dröfn gáfu Mjúkísnum og
ameríska karamelluísnum 4 stjörn-
ur en Sigmar gaf þeim 3 stjörn-
ur. Dröfn og Sigmar
gáfu Heimaísnum 4
stjörnur en Úlfar
3.
Úlfari
fannst
„litur góður en bragðlítill". í um-
sögn Sigmars stóð „lítið bragð en
þó hæfileg og góð fylling".
Þrír jafnir með 9 stjörnur
Vanilluís frá Hagkaup, jarðar-
berjaís frá Lyons Maid og Daim
skafis frá Emmess fengu allir 9
stjörnur. Dröfn gaf þeim öllum 4
stjörnur en Sigmar og Úlfar gáfu
þeim á víxl 2 og 3 stjörnur. Úlfari
fannst að Hagkaupsísinn
„mætti vera bragðsterk-
ari“. Sigmar lagði meira
til málanna: „Sæmileg-
asti
hjá Sigmari.
Um Daim skafisinn sagði Dröfn:
„Daimkúlur punta mikið upp á en
mætti vera meira af þeim“. Úlfari
fannst hann daufur og með vatns-
bragði og tók Sigmar í sama
streng. Fannst af honum „vatns-
bragð — hlutlaus og óspennandi".
Væminn litur og bragö
Hversdagsís með jarðarberjum
frá Emmess fékk 4 stjörnur hjá
Dröfn en Sigmar og
Úlfar gáfu 2 stjöm-
ur. Dröfn fannst lit-
urinn „fremur væm-
, inn“ og sama lýsing-
arorð notaði Sig-
mar um
Mjúk-
ísinn „mjúkur og bragðgóð-
ur“ en , jú jú, allt í lagi,
þótt að votti fyrir ein- ^
hvers konar eftirbragði"
stóð í umsögn Sigmars.
Ameríski karamelluísinn
fannst Dröfn „bragðgóður" og
ÚTfari fannst hann „góður
með góðri áferð“. Sigmar
var ögn bragðvilltur,
fannst ísinn ágætur „en
bragðinu kem ég ekki fyr-
ir mig. ísinn er hæfilega
sætur“ stóð í umsögninni.
Öll töluðu þau um hvita litinn á
Heimaísnum. Dröfn sagði bara að
hann væri „hvítur á lit“, Úlfari
fannst hann „fullhvítur á litinn"
en Sigmari fannst hann „falleg-
ur á litinn". Auk þess sagði Sig-
mar ísinn finan, „hæfilega sæt-
ur, mildur á bragðið". Úlfari
fannst hann „bragðlítill".
Gott bragð en lítiö
Emmess skafis með van-
illu fékk 10 stjörnur.
Dröfn gaf honum 4
stjörnur, sagði
hann „gulleitan á
litinn og skilur
eftir fituhimnu í
gómum en
bragðið er
gott“. Úlfar og
Sigmar gáfu
báðir skaf-
ísnum 3
stjörnur.
Úlfari
fannst
Valið getur veriö erfitt þegar komið er að ískistum stórmark-
aðanna. Framboöiö er mikið af jafnt innfluttum sem innlend-
um ís.
is, þó hálfgert gervibragð, senni-
lega af sætuefninu. Litið eftir-
bragð. En þó er ísinn mildur og í
heildina séð ósköp venjulegur
„fjölskylduís". Ekkert sem kemur
á óvart.“
Jarðarberjaísinn frá Lyons
Maid fékk umsagnirnar „ekki af-
gerandi berjabragð" hjá Dröfn,
„ekki nógu mjúkur, bragðlaus" hjá
Úlfari og „Erfitt að átta sig á
hvaða bragð þetta er, þó hallast ég
á að þetta séu einhvers konar ber.
Eftirbragðið er hálf vatnskennt"
bragð-
. ið. Auk
þess
fannst
honum ísinn
heldur sætur
og lítið spenn-
andi. „Óekta
litur og bragð-
laus“ stóð í um-
sögn Úlfars.
Vatnsbragö
Léttur Djass með
vanillu frá Emmess
fékk 7 stjömur. Úlf-
ar og Dröfn gáfu
honum 3 stjörnur
en Sigmar aðeins 1.
„Of lítið vanillubragð" sagði Úlfar
og „vatnsbragð" sagði Dröfn.
„Vatnsbragð, einkennalaus, hreint
og beint vondur" var umsögn Sig-
mars um Létt-djassinn.
Bragðgæðingarnir vissu ekki
fyrirfram hvaða ístegundir þeir
voru að smakka. ísinn var borinn
fram eftir að hafa staðið um 15
mínútur á eldhúsbekk. Allur ísinn
var keyptur í verslun Hagkaups i
Kringlunni.
-ST
Is að
hætti
meistarans
Úr ís er hægt að búa til marga
spennandi eftirrétti sem getur
verið ágæt tilbreyting fyrir
bragðlauka vora. Ingvar á
Argentinu gefur lesendum DV
uppskriftir að nokkrum slíkum
réttum þar sem hann leikur sér
með ís og leggur áherslu á hvað
það er fljótlegt að útbúa þá.
Verði ykkur að góðu.
Osta ísterta
1 lítri ís
1 box (400 g) rjómaostur
3 msk. bláberjasulta
Hrærið rjómaostinn í hræri-
vél eða blandara uns hann verð-
ur mjúkur. Blandið ísnum út í
og hrærið saman. Setjið í lágt,
eldfast mót. Dreifið bláberjasult-
unni yfir óreglulega og frystið
yfir nótt. Berið fram í mótinu.
Þennan rétt má laga og eiga í
frysti. Best er að taka hann úr
frysti um það bil 10 mínútum
áður en hann er borinn fram.
ísrúlluterta
300 g marsípan
3/4 lítri ís
Takið A4-plastumslag og sker-
ið úr því á tveimur stöðum
þannig að það hangi saman á
einni hlið. Leggið marsípanið
inn í og rúllið því út milli plast-
laganna með kökukefli. Þegar
búið er að rúlla marsípaninu út
í öll horn á partinn er það tekið
og lagt á plastfílmu sem er tölu-
vert stærri en marsípanið.
Dreifið ísnum jafnt ofan á
marsipanið og rúllið upp á lang-
veginn með því að taka í plast-
filmuna og láta rúllast upp. Snú-
ið upp á endann á filmunni og
geymið í frysti í um þaö bil sól-
arhring. Skerið í sneiðar og ber-
ið fram með ávöxtum.
ís með heitum hatti
200 g makkarónukökur
100 g smjör
1 lítri ís
2 eggjahvítur
50 g sykur
Bræðið smjöriö. Myljið
makkarónurnar og blandið sam-
an við smjörið. Þrýstið inn í
botn og hliðar á djúpu, eldfóstu
móti. Setjið ísinn ofan á og
geymið í frysti meöan marengs
er lagaður úr eggjahvítum og
sykri, stifþeyttum saman. Setjið
marengsinn á ísinn, hyljið hann
sem best og munstrið með gafli.
Rétt áður en ísinn er borinn
fram er hann settur undir grill i
ofni í um það bil 1 mínútu, eða
uns marengsinn er orðinn fal-
lega brúnn. -ST
Cappuccino af Yndisaukaættum frá Emmess heillaði Ulfar mest, „gott
súkkulaöibragö, flott áferö“. DV-myndir E.ÓI
Bragðprófun á ís
Sýnishom Dröfn
Underground, jaröarberjaís
Yndisauki cappuccino, Emmess
Úlfar Sigmar Samt.
Del Monte, appelsínurjómaís
mæswjaií ðfc *
Explorers American Joffee
Heimaís vanilla, Kjörís
Mjúkís m/vanillu, Kjörís
Emmess skafís m/vanillu
Vanilluís, Hagkaup
Skafís Daim, Emmess
Hversdagsís m/jarðarb., Emmess
Léttur Djass m/vanillu, Emmess
★★★
★★★★
★★★★
★★★★ ★★★
★★★★
★★
10
8
★★★
★★★